Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. Fréttir Svvfdrekamaður í Stagiey: Hefði getað Útvegsbankastjórar Sakadómur hafnaði ■ •• mk lifað í viku a svartbakseggjum Þetta war engin fifldirfska, segir Valur Jóhannsson svifdrekamaður. „Mér er alls ekki sama um líftór- una og ég skil reyndar ekkert í lögreglumönnunum í Stykkishólmi að kalla flug mitt fífldirfsku af verstu gerð. Þetta var allt saman pottþétt,“ sagði Valur Jóhannsson, 29 ára gamall vélvirki frá Patreks- firði, sem nauðlenti svifdreka sínum í Stagley á Breiðafirði um síðustu helgi. I DV á mánudaginn var það haft eftir lögreglumönnum er sóttu Val út í eyjuna að hér hlyti að fara maður sem hugsaði lítið um eigið líf og limi. Valur svifdrekamaður er hins vegar á öðru máli: „Þetta var skipulagt flug hjá mér. Við svifdrekamenn gerum flugáætlanir og erum í stöðugu tal- stöðvarsambandi úr lofti. Þegar eitthvað fer úrskeiðis er gott til þess að vita að svifhlutfall drekans er einn á móti sjö. Það er að segja að ef vélin stöðvast í tveggja kíló- metra hæð getur drekinn svifið í 14 kílómetra áður en lent er. Þarna á Breiðafirðinum var ég alltaf með eyjar undir mér og þó gloppur myndist ná þær aldrei 14 kílómetr- um.“ - En hvað hefðir þú gert ef tal- stöðin hefði líka bilað? „Ég hefði getað lifað í viku í Stagley á svartbakseggjum," sagði Valur Jóhannsson. Orsakir vélarbilunar svifdrekans má rekja til olíu er Valur keypti á flaug sína á Patreksfirði. Olían sem hann er vanur að nota var ekki til en olíuafgreiðslumaður sannfærði hann um ágæti annarrar tegundar áður en haldið var í loftið. Sú teg- und dugði þó ekki nema hálfa leið. -EIR Nauðlentl í Stagley: Fífldirfska af verstu gerð „Mönnum, Bem fara á svona tæki á þesaum tíma sólarhrings yfir sjó, er alveg sama um líftóruna. Þetta er fífl- dirfeka af verstu gerð," sögðu lög- reglumenn', A i Stykkishólmi um Bvifdrekamann sem nauölenti í Stagl- ey á Breiðafirði skömmu fyrir miðnætti á laugardaginn. Svifdrekamaöurinn hafði lagt upp frá Patreksfirði á laugardagskvöldið og var feröinni heitið tíl Olafevflcur þar sem maðurinn ætlaði aö hitta kunningja sinn. Aldrei náði hann yfir fjörðin því yfir eyjunum varð svif- drekinn vélapvana og er talin mesta mildi að svifdrekamaðurinn lenti ekki f sjónum. Hann var ekki í björgunar- vesti og eina öryggistækið var lítil talstöð sem kom að góðu gagni er nið- ur var komið. „MaÖurinn vissi ekki hvað hann var Btaddur ert taldi eyjuna aðra eða þríðju suöaustur af Flatey. Við fundum hann svo í Stagley og tókum í land," sögðu lögreglumennimir í Stykkishólmi. -EIR Frétt DV um glæfraflugið. um frávísun Sakadómur Reykjavíkur synjaði í fyrradag kröfu lögmanna sex fyrrum bankastjóra og eins aðstoðarbanka- stjóra Utvegsbanka íslands um að málinu verði vísað frá dómi. Krafan var reist á meintu vanhæfi ríkissaksóknara, Hallvarðs Einvarðs- sonar, en að mati Péturs Guðgeirsson- ar sakadómara, voru ekki efhi til að fallast á frávísunarkröfuna. Þegar úrskurður Sakadóms var fall- inn tóku lögmennimir sér nokkurra mínútna frest til að taka um það ák- vörðun hvort kæra ætti úrskurð þennan til Hæstaréttar og í framhaldi af því lýstu þeir því yfir að þeir kærðu úrskurðinn. Kröfðust þeir þess að úr- skurði Sakadóms yrði hrundið og upphafleg krafa þeirra um frávísun yrði tekin til greina. Samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér, má vænta þess að Hæstiréttur taki þessa kæru til með- ferðar í þessari viku, ásamt kæru veijenda forráðamanna Hafskips, en þeir kærðu í síðustu viku úrskurð Sakadóms i vanhæfismáli þeirra gegn ríkissaksóknara. -ój Borgaraflokkurínn: Skipað í kjördæmis- ráð Mikið skipulagsstarf hefur verið unnið innan Borgaraflokksins frá kosningum. Að sögn Helenu Alberts- dóttur er nú verið að vinna að starfi flokksins á landsbyggðinni. Langt er komið með að skipa í kjördæmisráð um land allt. Á þeirri vinnu að vera lokið fyrir landsfúnd flokksins en hann verður haldinn í byrjun septemb- er í haust. Eitt þeirra atriða sem er verið að vinna að er að gefa fólki góða möguleika til að vera beinir þátttak- endur í starfi flokksins. -sme í dag mælir Dagfari Hvassaleitisdéninn Maður gengur laus í Hvassaleitinu og leysir niður um sig á almanna- færi. Hann er kallaður Hvassaleitis- dóni. Mun það vera i fyrsta skipti sem það þykir dónaskapur hjá karl- mönnum að hátta sig. Þessa manns hefur orðið vart í skólaportinu hjá Breiðagerðisskólanum á bak við grindverkin og til hans hefur líka spurst í Akurgerðinu, þar sem böm hafa séð hann gyrða niður um sig. íbúamir í þessum hverfum hafa kraf- ist þess að grindverkið verði fjarlægt á stundinni og af því hefur sprottið afar sérkennileg deila. Borgarstjór- inn heldur því nefhilega fram að vandamálið sé ekki fólgið í grind- verkinu heldur dónanum. Hann vill láta fjarlægja dónann en ekki grind- verkið. íbúamir í hverfinu em á öðm máli. Þeir vilja greinilega að fleiri sjái til hans. En á sama tíma og þessi maður gengur laus og flettir sig klæðum óbeðinn, berast fregnir af einkarit- ara úr Hvíta húsinu, Fawn Hall að nafni, íturvaxinni og undirfagurri stúlku, sem hefur notað undirfötin til að smygla út úr Hvíta húsinu mikilvægum trúnaðarskjölum í ír- ansmálinu. Hall þessi segir svo sjálf frá að hún hafi falið skjölin í nær- buxum sínum og bijóstahaldara. Nú verður ekkert sagt til um það hvort þessi einkaritari afklæðir sig innan um annað fólk eða bara prívat og svo mikið er víst að hún hefur ekki þurft að fletta sig klæðum þeg- ar hún smyglaði skjölunum. Senni- lega fer hún ekki úr nema þegar hún er án trúnaðarskjala í nærbuxunum og ber það vott um siðavendni bandarískra ungmeyja í ábyrgðar- störfum, að þær sýna ekki nekt sína nema þegar þær hafa ekkert að fela. Að öðm leyti sýnist hún frjálsleg í klæðaburði og mun það hafa ráðið mestu um að hún fékk stöðuna í upphafi. Hún háttar sig eins og ann- að fólk. Hvassaleitisdóninn hér uppi á Is- landi hefði ekki verið hæfur til opinberra starfa í Bandaríkjunum þegar það Iiggur fyrir að einkaritar- ar verða að vera í nærbuxum og undirfötum þegar mikið liggur við. ímyndið ykkur bara, ef Hvassaleitis- dóninn hefði verið í starfi Fawn Hall og tekið upp á því að leysa nið- ur um sig með öll trúnaðarskjölin innan klæða? Af þessu sést að það verður að vanda val á einkariturum með sérstöku tilliti til þess hvort þeir fara úr á almannafæri eða bara prívat. Þar að auki heíúr Hvassaleit- isdóninn ekki annað að sýna en sjálfan sig meðan maður getur alltaf átt von á trúnaðarskjölum þegar fallegir einkaritarar afklæðast. í samanburði við Fawn Hall hina bandarísku er hinn íslenski Hvassa- leitisdóni óttalega lítið spennandi. Dagfari efast meira að segja um að krakkamir, sem hafa séð til hans, hafi af því nokkra ánægju eða áhuga. Hann hefúr ekkert leyndar- mál að sýna annað en þetta venju- lega, sem vekur bará viðbjóð hjá krökkum sem em komin af sið- prúðum heimilum og eiga því ekki að venjast að sjá fullorðið fólk á nærbuxunum. Vonandi gera foreldr- amir í Hvassaleitinu ekki kröfu um að hverfið verði jafnað við jörðu út af svo hversdagslegum hlut eins og þeim að maður vilji sýna sig án nærbuxna, þegar ekkert er að sjá annað en sköpunarverkið. Þess má líka geta að karlmenn hafa getað leyst niður um sig áður þegar mikið liggur við, án þess að þurfa grind- verk eða húsveggi til að skýla sér. Ef Fawn Hall væri aftur á móti komin í Hvassaleitið til að fletta sig ■ klæðum mætti Dagfara vegna rífa niður öll grindverk, svo sú nektar- sýning sæist sem best, og það hvort heldur hún hefði trúnaðarskjölin innan klæða eða ekki. Eiginlega ætti að gera þá almennu kröfu hér eftir að sérhver einkaritari afklæði sig opinberlega til að sanna að þær hafi ekkert að fela. Þær geta þannig tekið Hvassaleitisdónann sér til fyr- irmyndar vegna þess að enginn vafi er á því að hann hefur nú orðið góða æfingu í að afklæða sig bæði fljótt og vel. Nú verður að vinda bráðan bug að því að finna dónann í Hvassa- leitinu og senda hann vestur og láta hann sýna handbrögðin þeim einka- riturum sem þurfa að vera fljótir að fletta sig klæðum með eða án trún- aðarskjala. Við gætum þá fengið Fawn Hall í staðinn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.