Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. 5 Réttur einstaklingsins má ekki skaða hagsmuni heildarinnar Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands islands, í yfirheyrslu DV Það er ekki oft sem ræður manna setja allt á annan endann. Það gerðist þó á dögunum þegar Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands íslands, setti fram hugmyndir sínar um skerðingu á verkfallsréttinum á aðalfundi sambandsins á dögun- um. Verkalýðsfélögin eru byrjuð að álykta gegn hugmyndum Þórar- ins og eru sumar ályktanirnar æði harðorðar. Vegna þessa máls var Þórarinn V. Þórarinsson fenginn í yfirheyrslu DV um þetta mál. - Hver er ástæðan fyrir því að þú settir þessar umdeildu hugmyndir fram? „Mér þótti nauðsynlegt að menn færu að hugsa um hvemig þessum samningamálum væri fyrir komið og hvaða aíleiðingar blöstu við eft- ir reynslu síðustu 2ja ára. Ég tel að menn verði að setjast niður og virða það fyrir sér hvort þeim markmiðum hefur verið náð sem að var stefnt og hvað það er sem ógnar þeim. Ég held líka, eins og ég sagði í erindi mínu, að verk- fallsrétturinn, eins og honum er beitt hér á landi, sé kominn úr takt við tímann. Við sjáum ekki svona beitingu verkfallsréttarins í nálæg- um löndum. Hér er ég að vísa til verkfallanna í vetur. Meginpunkt- urinn, sem ég er að draga fram í málinu, er spurningin um verð- bólgu. Hvort hér er hægt að ná svipuðu verðbólgustigi og í nálæg- um löndum. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ef það á að nást verð- um við að taka upp ný vinnubrögð í samningum. Við horfum til þess að laun eru um það bil 65%-70% af þjóðartekjum. Það rokkar upp eða niður um 2% til 3% milli ára og ef menn keyra hraðar á kaup- hækkanir heldur en verðmæta- sköpun atvinnulífsins segir til um á hverjum tíma þá verður verð- bólga hér eitthvað allt annað og meira en í nálægum löndum.“ - Ertu með þessu að segja að vinnulöggjöfin sé orðin úrelt? „Já, ég er sannfærður um að svo er” Við skulum átta okkur á þvi að þegar vinnulöggjöfin var sett árið 1938 var hér á landi tiltölulega fábrotið atvinnulíf, fáar stéttir og þeir sem sóttu fram til bættra kjara voru verkalýðsstéttirnar, félög verkamanna og sjómanna. Nú er^ þetta breytt. Komnir eru til hópar sérhæfðra starfsmanna sem geta með litlum tilkostnaði valdið miklu tjóni. Þeir hafa lykilaðstöðu til að knýja fram góð kjör sér til handa. Þessir hópar hafa ekki verið til- búnir til að deila sínum styrk með öðrum. Og alls ekki með þeim sem minna hafa. Það er staðreynd að hægt er að hækka laun einnar stéttar til skamms tíma ef aðrir hafa ekki styrk til knýja það sama fram. Við höfum aftur á móti verið að horfa upp á það að hver hópur- inn á fætur öðrum hefur verið að grípa til verkfalls, löglegs eða ólög- legs, og þar erum við ekki að tala um lágtekjuhópana i þjóðfélag- inu.“ - Áttu hér við þá hópa sem fóru í verkfall í vetur og vor? „Einmitt. Ég á hér við þá hópa sem hafa staðið best að vígi, hæst- launuðu hópana í þjóðfélaginu." - Ertu með þessu að segja að verk- fallsrétturinn sé misnotaður? „Alveg klárlega. Hann er misnot- aður í þá veru að hann er ofnotað- ur.“ - Ef farið yrði að þínum hugmynd- um varðandi verkfallsréttinn, yrði þá ekki líka að endurskoða og þrengja rétt atvinnurekenda til verkbanna? „Það er alveg augljóst að þar yrði eitt yfir alla að ganga.“ - Það hljóta að teljast eðlileg mannréttindi að fólk leggi niður vinnu ef það telur sig fá of lág laun og vinnuveitendur þess vilja ekki hækka þau. En hvar á þá að draga mörkin? Á það að vera einhvers staðar við miðju? Á að skerða verk- fallsrétt þeirra hæstlaunuðu en leyfa þeim lægstlaunuðu að fara í verkfall? „Ég treysti mér ekki til að svara þessu og draga mörkin. Það sem ég var að kalla eftir er það að við verðum að fá einhverja sátt um þessa hluti. Ég er að benda á að stundum eru möguleikar á að hækka laun í landinu um 2% til 4% en það fer eftir rauntekjuaukn- ingu hverju sinni. Þegar vel hefur árað eins og undangengin ár höfum við talað um hærri upphæðir, eða allt að 10%. En við getum ekki talað í alvöru um að hækka öll laun ár eftir ár um 20 til 30%. Við höfum aftur á móti horft upp á ein- staka hópa sigla fram og ætla sér að bæta sinn hlut alveg sérstak- lega, fóstrur, kennara, meina- tækna, svo dæmi séu tekin. Allir hafa þessir hópar talið að þeirra störf séu vanmetin og að þeir hafi dregist aftur úr. Það kom fram i minu erindi að ef menn ætla að lyfta launum fóstra, svo dæmi sé tekið. þá verða aðrir hópar í þjóð- félaginu að vera sammála því mati. Það verður aldrei friður um að hækka ákveðna hópa í launum Yfirheyrsla Sigurdór Sigurdórsson nema aðrir séu því sammála og miði sig ekki við það sem aðrir fá." - Menn hafa spurt hvort þú hafir talað þarna fyrir hönd Vinnuveit- endasambandsins eða hvort þetta voru þínar persónulegu hugrenn- ingar? ,.í sjálfu sér hefur Vinnuveiten- dasambandið sem slíkt ekki markað sér neina sérstaka afstöðu r þessum málum. Þetta var því ekki ræða sem flytur stefnu samtak- anna. Aftur á móti tók aðalfundur- inn undir með mér með því að álykta um nauðsvn á endurmati á leikreglum á vinnumarkaði. Mín ræða var öðru fremur hugleiðingar um vandamál heldur en krafa um einhverjar tilteknar brevtingar. Ég hygg að allir innan Vinnuveitenda- sambandsins séu sammála því að ef við eigum að stefna í átt til meira jafnvægis þá verðum við að ná meiri friði um tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu en verið hefur. Verð- bólgan fer ekki niður á viðráðan- legt stig án þess." - Ef við segðum að vinnulöggjöf- inni yrði breytt eftir þínum hugmyndum, myndi það ekki breyta valdajafnvæginu á vinnu- markaðnum og styrkja stöðu atvinnurekenda í samningum og veikja stöðu verkalýðshreyfingar- innar? „Það yrði röskun á valdajafn- vægi gagnvart smáhópum, á því er enginn vafi. Ég get nefnt sem dæmi að á síðastliðnum vetri boðuðu 13 vélstjórar á Suðurnesjum verkfall, sem hefði, ef af því hefði orðið, lam- að starfsemi allra frystihúsa á Suðurnesjum og þar með valdið atvinnumissi um eitt þúsund starfs- manna. Ef hugmvndirum eitthvert lágmarkshlutfall starfsmanna í hverri grein yrði að taka þátt í verkfallsaðgerðum til þess að þær kæmust fram þá væri verið að skerða möguleika aðila eins og vélstjóranna á Suðurnesjum til að knýja fram brevtingar á sínum kjörum sérstaklega. Ég tel að það sé spurning hvort það sé ekki rétt- lætismál. Af hverju eiga vélstjórar í frystihúsum að hafa margfalt sterkari stöðu til að knýja fram launabrevtingar fyrir sig en fisk- verkunarfólkið sjálft?" - Áttu von á því að verkalýðshreyf- ingin ljái máls á svona breytingum? ..Ég held að á næstu misserum komi þessi mál æ meira inn í um- ræðuna. verði hreinlega í brenni- depli. Ef illa tekst til í samningum á næsta ári eigum við á hættu að lenda aftur inni i óðaverðbólgu- dansi svípað því sem við höfum upplifað. Ef það gerist þá hygg ég að margur staldri við og spyrji: Er ekki eitthvað annað skipulag betra? Getum við ekki ákveðið skiptakjör í þessu landi án svo mikilla átaka? Ég held að þá spyrji einnig margur hvort það sé lýðræð- islegur réttur allra hópa. stórra og smárra. að fá að slást. í öllum ríkj- um er réttur einstaklingsins takmarkaður við það að hann skaði ekki hagsmuni heildarinnar. Og ég held að verkfallsrétturinn eins og honum hefur verið beitt undangengin ár sé kominn á það stig að skaða hagsmuni heildarinn- ar." - Þá áttu við verkföll smærri hópa, eða hvað? „Einmitt. smáhópa sem hafa hvað sterkasta aðstöðu í þjóðfélaginu. I febrúarsamningum 1985 var í raun gerður heildarsamningur eins og ég hef verið að tala um, það var gerð sátt um það að reyna að ná heildarmarkmiðum í kjaradeilum. Undir það skrifaði öll verkalýðs- hreyfingin og samtök opinberra starfsmanna líka. Þau höfðu aftur á móti komið í veg fyrir slíka sátta- gerð 1984 með hörmulegum afleið- ingum. 1 stórum dráttum gekk þessi sátt eftir. Í desembersamningunum í fyrra settum við okkur aftur markmið, Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið. En þá komu samtök opinberra starfs- manna og voru ekki tilbúin að vinna að þeirri sátt og kevrðu í gegn allt aðra stefnu. Ég tek undir það sem Þröstur Ólafsson sagði 1. maí. það gengur ekki til lengdar að reknar séu margar launastefnur i landinu." - Ertu ekki ad boða enn meiri mið- stýringu í launamálum með þess- um hugmyndum þínum? „Ég hef verið ásakaður fyrir það. Það er hins vegar misskilningur. Ég tel það ekki eitt og hið sama og miðstýringu að menn korni sér saman með einhverjum hætti um markmið í heildarþróun. Útfærslan á þessum markmiðunt getur verið mismunandi. Ég sé fyrir mér. ef menn kæmu sér saman um heildar- stefnu í launamálum. að unnt væri á vinnustöðum eins og til að ntynda Ríkisspítulunum að koma sér sam- an um hvernig úr þvi yrði spilað innan þeirra hópa sem þar vinna. Svona vinnubrögð myndu að min- um dómi verða til þess að hver hópur færi að leita að því hjá sér hvað betur mætti fara og hvort hægt væri að hagræða með þeim árangri að kaup fólks hækkaði." - Þú nefndir það í ræðu þinni á aðalfundinum að i landinu væru 322 stéttarfélög sem semja þarf við. Hvað mvndi gerast ef allt sem heit- ir samflot þeirra yrði úr sögunni og hvert félag myndi vilja sernja fyrir sig? „Þá vrði bara um öngþveiti að ræða. Það hljóta allir að sjá að það væri ekki hægt. Allt sem heitir launastefna væri þar með úr sög- unni. Ef við erum að tala um að verja kaupmáttinn og halda verð- bólgu í skefjum þá erum við að tala um lága prósentubreytingar og velja kaupmáttinn í staðinn fyr- ir krónutöluna. Það gerist ekki nema verkalýðshreyfingin beri gæfu til að sigla saman, marka sér eina launastefnu og taka sjálf ábyrgð á launahlutföllunum. Ef við eigum að horfa upp á að svo haldi fram sem var í vetur, þar sem hver rær fyrir sig og allir segjast hafa dregist aftur úr öllum, þá er engin von til þess að friður verði á vinnu- markaðnum um laun eða launa- stefnu. Þar með væri öll von um verðbólgu á svipuðu stigi og í ná- grannalöndunum fyrir bí.“ -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.