Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. 19 Menning Öndvegismanneskjur - sýning Einars Hákonarsonar að Kjarvalsstöðum - f mörg ár hefur gustað um Einar Hákonarson í íslensku menningar- lífi. Á" tímabili var eins og hann væri sífellt að ganga úr félögum eða deila við kollega sína um félagsmál, skólamál, myndlistarmál eða stjórn- mál. Nú gegnir Einar starfi listræns framkvæmdastjóra að Kjarvalsstöð- um sem útheimtir í senn stjórnvisku og sáttfýsi. Vonandi ber hann gæfu til að leysa það starf af hendi án meiri háttar ýfinga. Það er einmitt að Kjarvalsstöðum sem Einar heldur nú tólftu einkasýn- ingu sína. Menningarpólitísk afskipti Einars hafa orðið til þess að margir geta ekki séð myndverk hans og feril í réttu ljósi. Sem er kannski óumflýj- MyndJist Aðalsteinn Ingófsson anlegt, en engan veginn æskilegt. Einar hefur nefnilega markað djúp - og markverð spor í íslenska sam- tímamyndlist. Áð vísu kom „fígúr- an" ekki inn í nútímamyndlist okkar með Einari, eins og einhvern tímann var eftir honum haft, því manneskjur leika stórt hlutverk í myndlist Jóns Stefánssonar, Kjarvals og Sche- vings, svo nokkrir eldri málarar séu nefndir. Hitt er satt og rétt að á seinni hluta sjöunda áratugarins átti Einar mest- an þátt í að hefja fígúratífa og hálf-fígúratífa myndlist til vegs og virðingar eftir nokkurt hlé. I leiðinni gerði hann manneskjuna að fullgild- um þátttakanda í margslungnum og vélvæddum nútímanum í stað þess að róa á mið draumsýna og söknuð- ar eins og margir forverar hans höfðu gert. Myndstíll Einars, hníf- skörp teikning og hvellir litir, virtist skilgetið afkvæmi nútímans. Glæstar vonir Ekki fer heldur á milli mála að enginn lagði meira af mörkum til endurreisnar íslenskrar grafíklistar heldur en Einar sem lagði Mynd- Einar Hákonarson - Aö tjaldabaki, 1986. lista- og handíðaskólanum ekki einasta til langþráða grafíkpressu heldur þjálfaði flesta þá sem nú telj- ast vera i grafísku landsliði pkkar. Undanfarinn áratug hafa þær von- ir sem menn bundu við myndlist Einars tæplega ræst nema að hluta. Segja má að hann hafi orðið fangi sinnar eigin fingrafimi og fagþekk- ingar - og sennilega einnig hins séríslenska tímahraks. Þetta lýsti sér meðal annars í minnkandi innlifun í verkunum og síaukinni stílfæringu myndefnisins, ekki 'síst 45 gráðu hallanum sem birtist eins eins og hvimleiður fjörfiskur í annarri hverri mynd. Frá honum komu mannamyndir í stríðum straumum, fjölskyldumynd- ir, hópmyndir, paramyndir, en það var eins og engin, eða fáar, þessara mynda væri í jarðsambandi, hvað þá í sambandi við „fólkið í landinu" og líf þess. Hin mannlega vídd, tilfinningalíf- ið, virtist hafa verið stíliseruð út úr (mynd)heiminum, bæði í grafík lista- mannsins og málverki. Nær kjarna málsins Gott formskyn Einars og skyn- bragð hans á skreytigildi lita kom honum hins vegar til góða í nokkr- um stærri skreytiverkefnum sem eru með því markverðasta sem eftir hann liggur frá síðastliðnum áratug. Einar virðist sjálfur hafa gert sér grein fyrir því hvert stefndi því á sýningu hans í Gallerí Borg fyrir tveimur árum brá fyrir meiri tilfinn- ingahita í vinnubrögðum en oftast áður, sem bar svo aftur vott um löng- un málarans til að komast nær kjarna málsins, það er viðfangsefnis- ins, og gera það áríðandi. 1 þessu sýndi Einar einnig sam- stöðu með hinum ungu ný-expres- sjónistum sem stefndu að nýstárlegri opinberun tilfmningalegra sann- inda. Meðal annarra nýmæla á þessari sýningu voru tilraunir listamannsins með ýmiss tákn. bæði aðfengin og heimatilbúin. aðallega skepnur. Ekki var allsendis ljóst hvað þetta skepnuhald átti að fyrirstilla en allt- ént gaf það fyrirheit um innihalds- ríkara og margræðara málverk en Einar hafði áður stundað. Fyrirheit sýningarinnar 1985 ræt- ast að hluta á þeirri miklu sýningu (77 málverk) sem Einar heldur nú á vinnustað sínum. Þar eru myndir sem sýna hvers Einar er megnugur þegar hann vinn- ur af einlægni, sannfæringu og af malerískri snerpu, sjá til dæmis „Dá- valdurinn" (nr. 70). An framlengingar Sú snerpa er líka fyrir hendi í myndum sem eru rýrari að inni- haldi, sjá „Kona" (nr. 60) og „Fugla- myndirnar" tvær (nr. 39 & 57). En ég vildi óska að ég kynni að meta hinar voldugu táknmyndir Einars sem eru plássfrekar á sýning- unni (t.d. nr. 7, 11, 15, 16, 20, 22, 25, 27, 34, 37, 48, 50, o.fi.). Sumar þeirra eru augljóslega mis- heppnaðar, eins og stærsta mynd sýningarinnar, „Fyrir dómi", sem er í senn ófrumleg og stjörf. Aðrar sækja helst til mikið í smiðju hins gamla þýska exþressjónisma. sjá „Að tjaldabaki" (nr. 11). Og enn aðrar, svo sem „Friðar- boðar" (nr. 50). eru einfaldlega eins og stækkuð plaköt, með öll áherslu- atriði fyrir miðju og vöntun á innri spennu. ííei, ég er nú aðallega að tala um þær táknmyndir Einars. sem ..ganga upp". t.a.m. hinar fjólubláu stemmur hans. „Ótti" (nr. 16). ..Nótt í mið- bænum" (nr. 22) og „Lesið i hvítu bókinni" (nr. 48). Þessi verk eru ekki alveg laus við frumstæða kynngi en hún er eins og aðfengin og skipulögð. ekki eins og eðlileg framlenging á þeim við- horfum sem einkennt hafa verk Einars til þessa. Hins vegar held ég að Einari sé alveg trúandi til að gera þetta tákn- mál að sínu. virkja það betur. En því miður er erfitt að skoða þessi verk með þeirri athygli sem þau verðskulda. þar sem að þeim sækir fjöldi annarra mynda sem lítið sem ekkert erindi eiga á sýninguna. Ofhlæði einkennir þessa sýningu Einars eins og allt of margar íslen- skar listsýningar. Hvenær ætlar íslenskum listamönnum að lærast að sýna færri verk - og betri? -ai Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Fálkagata 11, hl., þingl. eigandi Krístinn Bjarnason, föstud. 22. maí 1987 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtaní Reykja- vík, Sigurður Sigurjónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Freyjugata 34, efri hæð, þingl. eigandi Ólafur Jóhannsson, föstud. 22. maí 1987 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Ævar Guðmundsson hdl. Gnoðarvogur 40, 2. hæð t.h„ tal. eigandi Clara Guðrún ísebarn, föstud. 22. maí 1987 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Útvegsbanki íslands. Hringbraut 119, 0105, þingl. eigandi Steintak hf., föstud. 22. maí 1987 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hringbraut 119, hluti, tal. eigandi Garðar Einarsson, föstud. 22. maí 1987 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavik. Loðnugrandi 2, þingl. eigandi Byggingasamvinnufélag ungs fólks, föstud. 22. maí 1987 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gunnar Jónsson lögfr. . Njálsgata 40 B, þingl. eigendur Þóroddur Þórarinsson og Þór Daníelsson, föstud. 22. maí 1987 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Sig- urður G. Guðjónsson hdl. Reynimelur 80, l.t.v.. þingl. eigandi Þórhallur Þórhallsson. föstud. 22. maí 1987 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Baldur Guðlaugsson hrl„ Landsbanki íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Seilugrandi 1, íb. 54, þingl. eigahdi Áslaug Þórainnsdóttk. föstud. 22. maí 1987 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Útvegsbanki íslands. Sólvallagata 56, íb. 01. þingl. eigandi Þórður Johnsen. föstud. 22.. maí 1987 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Sigurður G. Guðjónsson hdl„ Olafur Gústafsson hrl.. Ingvar Björnsson hdl.. Steingrímur Eiríksson hdl. og Skúli J. Pálmason hrl. Sólvallagata 56, íbúð merkt 03-01. þingl. eigandi Þórður Johnseh. föstud. 22. maí 1987 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Ingvar Bjömsson hdl. Starhagi, Brúarenda, þingl. eigandi Pétur Ejnarsson. föstud. 22. maí 1987 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Útvegsbanki íslands, Róbert Arni Hreiðarsson hdl.. Gjaldheimtan í Reykjavík. Guð- mundur Ingvi Sigurðsson hrl., Ævar Guðmundsson hdl.. Friðjón Örn Friðjónsson hdl. og Sigríður Thorlacius hdl. Tryggvagata 4, íb. 0208, tal. eigandi Guðmundur Kr. Stefánsson, föstud. 22. maí 1987 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki íslands. Vitastígur 14, ris, þingl. eigandi Erla Á. Þórðardóttir, fóstud. 22. maí 1987 kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands og Reynir Karlsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTH) í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, hæð, á neðangreindum tíma: Aspaifell 4. 8. hæð. þingl. eigandi Sigfríð Þorvaldsdóttir. föstud. 22. maí 1987 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík. Ævar Guðmundsson hdl.. Magnús Fr. Amason hrl.. Báldur Guðlaugsson hrl.. Þórunn Guðnumdsdóttir hdl.. Lands- banki íslands. Búnaðarbanki íslands. Sigurður G. Guðjónsson hdl.. Hilmar Ingimundarson hrl.. Skúli J. Pálmason hrl.. Jón Egils- son hdl.. Ásgeir Thoroddsen hdl.. Eggert B. Ólafsson hdl. og Jóhann Salberg Guðmimdsson hrl. Baugatangi 3. hl.. þingl. eigandi Pálmar Kristinn Magnússon. föstud. 22. maí 1987 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan íReykjavík. Helgi V. Jónsson hrl.. ÞómnnGuðmundsdóttii- hdl.. Ólafur Axelsson hil. Veðdeild Landsbanka íslands, Jón Ingólfsson hdl.. Klemens Eggertsson hdl. Iðnaðarbanki íslands hf. og Ævar Guðmundsson hdl. Gaukshólar 2. 2. hæð F. þingl. eigandi Sigríður Jónsdóttir, föstud. 22. maí 1987 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur era Jón Hjaltason hrl„ Útvegsbanki íslands og Jón Ingólfsson hdl. Reynimelur 80, 3.t.h„ þingl. eigandi Guðlaug Valdimarsdóttir, föstud. 22. maí kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur era Jón Þóroddsson hdl„ Tryggingastofhun ríkisins, Ásgeir Thoroddsen hdl. og Baldur Guðlaugsson hrl. Víðimelur 46, kjallari, þingl. eigandi Sigurjón Eðvarðsson, föstud. 22. maí 1987 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykja- vík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK ---.-..._..!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.