Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987.
21
Iþróttir
síðari úrslitaleikinn í Evrópukeppni fé- ■
vann fyrri leik liðanna, 1-0, í Gautaborg. Á I
lir brugðu sér í golf á St. Andrews golfvellin-
i hafa á að kaupa Hysen en hann þykir rajög |
Símamynd Reuteijj
Fer Asgeir
til Liege?
Kristján Bemburg, DV, Belgiu;
Belgiska blaðið Het Volk slær því
upp i gær að Ásgeir Sigurvinsson komi
jafnvel til með að leika með Liege á
næsta keppnistímabili.
Leikstjórnandi liðsins, Benoit
Thans, er á förum til Frakklands og
leggja forkólfamir þunga á að mikil
stjarna taki sæti hans.
Efstur á óskalistanum er Ásgeir Sig-
urvinsson.
Þjálfari Liege er Robert Waseigp en
sá kappi þekkir vel til Ásgeirs frá vel-
mektardögum Standardliðsins, voru
þeir báðir í herbúðum þess. Hann sem
þjálfari en Ásgeir sem regingarpur
liðsins.
í spjalli við DV í gær sagðist Ásgeir
ekkert hafa heyrt frá Belgíu og eins
og málum væri komið sæi hann ekki
ástæðu til að hreyfa við samningi sín-
um við Stuttgart.
„Það þarf mikið að koma til ef eitt-
hvað á að breytast hvað mína hagi
varðar,“ sagði Ásgeir.
Margir í Belgíu eru efins um að Li-
ege sé nægjanlega fjársterkt til að
krækja í Ásgeir en allt virðist þó gert
til að fá hann til félagsins.
Draumur aðildarmanna Liege, og
raunar stuðningsmanna þess einnig,
er að klekkja á erkiféndunum í Stand-
ard og það svo um munar. -JÖG
'■ . : :
■ V ■■ ■i:1
í V " ' V
V';; SÍi;
• Asgeir Sigurvinsson er efstur á óskalistanum hjá forráðamönnum belgiska
liðsins FC Liege.
ignar Margeirsson er
irðsprengja í Belgíu
- Waterschei hefur ekki enn lækkað verðið á Ragnari og Assent hefur hætt við
• Helga Halldórsdóttir setti
glæsllegt íslandsmet í 400 metra
hlaupi.
Helga setti
íslandsmet
Frjálsíþróttakonan Helga Hall-
dórsdóttir setti um helgina íslands-
met í 400 metra hlaupi í
Sacramento í Bandaríkiuniun.
Hljóp hún vegalengdina á 53.92
sekúndum. Með því afreki hnekkti
hún meti Oddnýjar Árnadóttur
sem hafði hlaupið sama spotta á
54,34 sekúndum.
Þess má geta að Helga sigraði
jafnifamt í þessu hlaupi. ~JÖG
250 krónur
á völlinn
íslandsmótið. sem í þetta sinn
nefhist SUmótið, er nú haldið í 76..
sinn. Mótið á sér því 75 ára sögu
og eru tímamótin vissulega merk.
Stefnt er að því að láta rimmum-
ar hafa sinn gang í sumar og halda
á boltanum sem rnest í leik. Til að
slíkt sé unnt á að hafa tvo knetti
til taks við hvort mark. Til þeirra
á siðan að grípa þegar skot geiga.
fara ffamhjá markinu eða yfir og
út um þúfur eða ofan í fjörur.
Fleiri leikir verða nú settir á
samtímis og er það gert til að auka
veg mótsins og spennuna sem jafn-
an hefur verið í farteski knatt-
spvmunnar.
Þess má geta að knattspvmuvin-
ir mega nú reiða ffam 250 krónur
til að sjá hetjur sínar leika. Að-
göngumiðai- hömum til handa
kosta hins vegar 100 krónur.
Nú er bara að taka ffam treflana
og húfurna og stíga síðan skrefið
til fulls.
Allir á völlinn.
-JÖG
”1
DorigotilChelsea i
Vamarmaðurinn, Tony Dorigo, sem leikið |
hefur með Aston Villa, var í gær keyptur til .
Chelsea og var kaupverðið 475 þúsund pund. I
Dörigo, sem er fæddur í Ástralíu, hefur leikið í
landsliði Englands U-21. I
• Allar Ííkur eru nú á að því að skoski lands- ■
liðsmaðurinn JMo Johnstone verði áfi-am hjá
Celtic en um tíma var útlit fyrir að hann færi I
ffá féf
Kristján Bemburg, DV, Belgíu:
Waterschei krefst 9 milljóna króna fyrir Ragnar Margeirsson. Þessi upphæð hefur hrakið
hinn moldríka stjóra Assent frá kaupum, sá hafði sýnt Ragnari áhuga í vikunni sem leið.
Kviki forráðamenn félagsins ekki frá þessu verði eru litlar líkur á að Raggi vfirgefi það í
bráðina.
Samkvæmt áliti heimildarmanns
blaðsins liggja stærstu agnúar í samn-
ingi Ragnars í fljótræði hans. Hefði
Raggi sett fasta söluupphæð í skilmála
sinn fengi hann sig lausan frá félaginu
án vandræða. Það er þó Ragnari hugg-
un harmi gegn að vera atvinnumaður
hjá Waterschei. Félagið er nefhilega
skuldbundið til að greiða honimi 8.5
hundi-aðshluta af skráðu söluverði í
laun - á ársgrundvelli. Það er að segja
ef félagaskipti fara ekki ffam fyrir
upphaf næsta misseris.
Ragnar fær því tun 800 þúsund í
kaupumslaginu á næsta tímbili - yfir-
gefi hann ekki herbúðir félagsins eins
og áður sagði. Mánaðarkaupið verður
því um 67 þúsund krónur.
Annars hafa lið í Belgiu litið til
skiptana. þessa dagana. Skattrann-
sóknarsveinar gerðu rassíu mikla fyrir
skemmstu og var öllu snúið á endann
og engum hlíft.
-JÖG
OskarSæmvar
langbestur
Óskar Sæmundsson. GR. og
Grímur Amaldsson. GOS. ui-ðu
sigurvegarar í Bjarkarmótinu í
golfi sem fi-itm fór um helgina á
Strandavelli við Hellu tun helgina.
Óskar sigi-aði í keppni án forgjaf-
ar á 73 höggum en næstir komu
þeir Grímur Arnaldsson, GOS, og
Sigurjón R. Gíslason, GK. á 79
höggimi. í keppni með forgjöf var
Grímur bestur á 67 höggum nettó,
Arngrímur Benjamínsson, GHR,
annar á 68 höggum og Óskar Sæ-
mundsson þriðji á 69 höggum.
______________ -SK
íslandsmot
í lyftingum
íslandsmótið í ólympískum lyft-
ingum fer fram í Ármannsheimil-
inu 31. maí. Þeir sem ætla sér að
vera með þurfa að tilkynna sig til
Guðmundar Sigurðssonar í síma
74483 fyrir 26. maí.
Mikið spark í sjónvarpinu
- Sjónvarpað beint frá 1. deild í fyrsta skipti
Samkomulag hefur tekist við Rík-
isútvarpið/sjónvarp um að sjón-
varpa í fyrsta sinn beint frá
leikjum í 1. deildar keppninni/SL
mótinu.
Er þetta gert til reynslu í ár og
Samtök fyrstu deildar félaga munu
meta árangurinn í haust.
Beinu sendingamar verða fjórar
talsins og er miðað við þessa leiki:
lA - Fram í 2. umferð, laugardag-
inn 30. maí kl. 16.00. FH - Valur í
5. umferð, laugardaginn 13. júní
kl. 16.00. KA - Þór í 8. umferð,
laugardaginn 4. júlí kl. 16.00 og
KR - ÍBK í 14. umferð, sunnudag-
inn 16. ágúst kl. 16.00.
Einnig mun sjónvarpið sýna ffá
leikjum eins og verið hefur undan-
farin ár.
Stöð 2 mun einnig sinna 1. deild-
inni/SL mótinu en samningur við
þá stöð er enn ekki fyllilega frá-
genginn. -JKS