Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. Spnmingin Ertu fylgjandi því að ís- lendingar taki þátt í Eurovisionsöngva- keppninni? Vilhjálmur Knudsen kvikmynda- framleiðandi: Já, ég er fylgjandi því. Ég hef gaman af þessari keppni, svona oftast nær, en þær geta verið æði misjafnar. Hafdís Einarsdóttir, starfar hjá Reykjavíkurborg: Ég verð nú að segja alveg eins og er að mér er al- veg sama. Ég hef ekkert sérstaklega gaman af henni sjálf svo ég myndi ekki missa af neinu þótt við hættum þátttöku. Karl Maack húsgagnasmiður: Já, það finnst mér, enda finnst mér þessi keppni virkilega skemmtileg. Al- menningur tekur líka virkan þátt í þessu öllu. Það er gaman að þessum lögum. Sólveig Sæmundsdóttir húsmóðir: Nei, ég held það sé skynsamlegast að hætta þessu. Við eigum engan sjens í svona keppni og því er þetta tóm peningaeyðsla. Við eigum ekki nógu frambærilegt fólk sem fellur að þessum Eurovisionstíl. Þorbjörg Þorvaldsdóttir nemi: Mér finnst ekki nokkru máli skipta hvort við höldum áfram í keppninni eða ekki. Það er kannski allt í lagi að horfa á þetta en mér finnst keppnin sem slík ekkert sérstök. Lesendur Hræsnin í kringum Eurovisionkeppnina Ólafur Þórðarson skrifar: Er það ekki merkilegt hve seint við Islendingar ætlum að ná okkur upp úr smámunaseminni og hræsn- inni sem er svo yfirþyrmandi í fari okkar þrátt fyrir nálægð okkar við umheiminn með stöðugum ferðalög- um til útlanda og daglega viðburði af heimsbyggðinni á sjónvarpsskján- um? Eurovisionkeppnin er enn eitt dæm- ið um þessa hræsni. Þrátt fyrir þá staðreynd að hver Islendingur sem vettlingi gat valdið hafi horft á þessa keppni sér til ánægjulegrar afþrey- ingar, þykjast sumir svo yfirmáta frábitnir slíkri afþreyingu að þeir segjast óska þess að hafa verið „eini maðurinn" sem sást á götum úti kvöldið sem dagskráin stóð yfir. Um þessa keppni hafa verið skrif- aðir margir pistlar og jafnvel „lærðir leiðarar" í blöðum auk gagnrýni og hún tekin fyrir í „Klipptu og skornu" Þjóðviljans. Flestir þessara skríb- enta hafa snúist í marga hringi í greinum sínum og enginn færri en einn hring. Þeir ýmist byrja á keppninni og enda á að leggja til að hún verði lögð niður eða þá að þeir byija á að finna henni allt til foráttu, enda síð- an á því að segja sem svo að ekki finnist betra færi á landvinningum í heimi dægurlagatónlistar og því eigum við að halda þátttöku áfram! Sumir rifja upp aldagömul kynni okkar af Þjóðverjum og telja að þau kunni að hafa valdið því að við feng- um 10 stig hjá þessari þjóð! - Einn bendlar forseta lands okkar við keppnina og telur að heimsókn hans til tveggja landa í fyrra hafi stuðlað „Guði sé lof fyrir að hafa ekki unnið, það yrði þjóðinni dýr biti. En að vera með og komast nokkuð ofarlega er kannski aðalatriðiö." að stigum frá þeim þjóðum til okkar það árið! Klippari Þjóðviljans segist hafa sofnað út frá keppninni miðri og ekki vaknað fyrr en seint í atkvæða- greiðslunni! - Þvi fór hann bara ekki í háttinn fyrir keppnina eða lék „einmanninn" á götunni? Klippari Þjóðviljans tekur svo undir með forstjóra auglýsingastofu einnar hér í borg og segir að keppni þessi hafi nú gengið sér til húðar. Það má hins vegar með sanni segja að þeir einir hafi gengið sér til húð- ar sem eru að abbast upp á afþrey- ingu af þessu tagi, en horfa manna fastast á keppni eins og Eurovision- þáttinn. Niðui-staða hugleiðinga minna er sú að langflestir landsmenn hér hafi gaman af þessu umstangi og taki þetta sem hverja aðra afþreyingu. Nú er ekki talað um að það að vera með sé aðalatriðið eins og sumir hafa gert varðandi keppni íslenskra á erlendum íþróttamótum. Eru menn yfirleitt að gera sér vonir um að vinna í svona keppni? Guði sé lof fyrir að hafa ekki unn- ið, það yrði þjóðinni dýr biti. En að vera með og komast nokkuð ofarlega er kannski aðalatriðið. - En hræsni sem felst í því að óska sér að vera í sporum „einamannsins“: lýsir sér best í því að við erum fremur stór ættbálkur en þjóð. „Góð lög og fallegt fólk er góð samsetning í Eurovisionkeppni en þetta hafði vinningshafinn, Johnny Logan, allt til að bera enda kom hann, sá og sigraði. Eurovision: Fleiri myndir afsöngvurunum Eurovision aðdáandi skrifar: Er ekki hægt að fá mynd af öllum keppendunum sem tóku þátt í Euro- visionkeppninni eða allavega þeim efstu, t.d. einhveijar góðar andlits- myndir? Mér fannst þessi keppni sú besta til þessa. Góð lög og fallegt fólk er góð samsetning í svona keppni en þetta hafði vinningshafinn, Johnny Logan, allt til að bera enda koma hann, sá og sigraði. Ég mæli því með því að það komi fleiri myndir af þeim í blöðunum, það væri gaman að eiga slíkar myndir til minningar um svona góða Eurovision- keppni. Óþarfa viðtal Jón Gunnarsson hringdi: Ég vil taka undir lesendabréfið, óþolandi og óviðeigandi blaður, ég er þessu bréfi alveg innilega sammála. Það var algjör óþarfi hjá Kolbrúnu Halldórsdóttur, kynni í Eurovision- keppninni, að vera með viðtal þegar stigataflan var komin upp, maður heyrði ekkert hvaða stig hvert land gaf. Éf hún þurfli endilega að vera með eitthvert viðtal þá heföi það átt að vera fyrir söngvakeppnina eða eftir. Anægð með Stöð 2 Ein ánægð: í tilefhi af skrifum eftir eina reiða í lesendadálki DV, undir fyrirsögninni „Sömu myndimar og á myndbandaleigunum“, langar mig að koma eftirfar- andí á framiæri: Sjálf hef ég haft video síðan það kom í verslanir hér í borg og þar af leið- andi farið mikið á videoleigur. Ég hef nú fengið mér afruglara og er mjög ánægð með Stöð 2. Vissulega koma myndir sem ég hef áður séð en mér finnst stöðin bjóða upp á svo margt annað gott efni. Fallegir, berir karlmenn Helga, Bára og Sonja skrifa: Við erum héma 3 stelpur um tvítugt úr Reykjavík sem viljum taka undir bréf það er birtist á lesendasíðunni „Hvar em fallega vöxnu karlmennim- ir?“. Við erum alveg sammála bréfritur- unum Mæju og Lóu um það að alltaf sé verið að sýna bera kvenmenn en það virðist vera minna um það að sjá fallega, bera karlmenn. Þessu á að breyta. Til eru fallegir karlmenn engu síður en kvenmenn. Við viljum fá að sjá fallega, bera karl- menn í sjónvarpinu og annars staðar rétt eins og kvenmenn. „Til eru fallegir, berir karlmenn engu siður en kvenmenn en af óskiljanleg- um ástæðum virðast eingöngu birtast myndir af gleiðum kvenmönnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.