Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. 37 Sviðsljós Ólyginn sagði... Yasmin Khan hefur aðstoðað Jackie Kennedy Onassis að undanförnu. Móðir Yasmin lést nú í vikunni eftir áralanga baráttu við Alzheimer- sjúkdóminn en það sama hrjáir móður Jackie - Janet Lee Auc- hincloss. Jackie þiggur góð ráð hjá Yasmin og þær stöllur segja að við slík veikindi snúist dæm- ið svolítið við - móðirin verður raunverulega dóttir og öfugt. Gamla frúin, Auchincloss, var viðstödd brúðkaup Caroline Kennedy síðasta sumar og eftir athöfnina mundi hún ekkert hvað hafði gerst og suma daga þekkir hún ekki dóttur sína. Sjúkdómurinn er ákaflega erfið- ur viðureignar og berjast Yasmin og Jackie fyrir auknum rann- sóknum á því sviði vestra. Kyntákn borið til grafar Rita Hayworth var borin til grafar á mánudaginn að viðstöddu íjölmenni. Á meðfylgjandi Reutermynd sjást dætur hennar leggja blóm á kistuna. - Til vinstri. með og leikstjórans Orson Welles og auðkýfingsins Aga Khan. Tapið ör- lagaríka Hinn thailenski Samart Paykarun lofaði að vísu ekki að éta hattinn sinn en hefði ef til vill betur gert það en ýmislegt annað. Samart var WBC heimsmeistari í hnefaleikum - vel að merkja fluguvigtarflokki - og tapaði titlinum í hendur Ástralanum Jeff Fenech. Fjórar lotur tök það fyrir titilinn að fjúka á kappleiknum í Sid- ney og Samart brenndi heim til Thailands þar sem hann tók snarlega vfgslu sem búddamunkur. Á Reuters- myndinni er hárið að fjúka af þeim tapsára Samart sem reyndar hefur ákveðið að draga sig í hlé frá um- heiminum um óákveðinn tíma. „Hættu, helvískur!" Spánski nautabaninn Rafael Camino átti í eifiðleikum með að hemja sinn band- óða bola síðastliðinn sunnudag. Þetta var þeim mun grátlegi'a ef tekið er mið af því að atið var lokaþraut Rafaels til þess að ná viðurkenningu sem fullgildur nautabani. Þrátt fyrir óhappið og smávægilegt taugaáfall tókst kappanum að ljúka viðureigninni með sóma - maður og naut komust heilir í höfn að þessu sinni. SímanuTid Reuter Harry Hamlin segist vera þrælsnobbaður og þeir sem hafa haft samskipti við gaurinn eru innilega sammála. Honum varð hált á montinu á dögunum þegar hann neitaði að stilla sér upp fyrir pressuna með meðleikara sínum, Corbin Bernsen. Þeir leika saman í sjón- varpsþáttunum L.A. Law og svöruðu fréttahaukarnir fyrir sig með því að segja einungis frá Corbin þegar þættirnir komu til umræðu. Harry varð æfur af reiði en getur lítt að gert. Hann er talinn verða samstarfsþýðari á næstunni og meðfylgjandi mynd er af honum með eigin- konunni, Laura Johnson, sem þekkt er fyrir leikinn í Falcon Crest þáttunum. William Hurt missti elskuna sína, Marlee Matlin, vegna þess að hún vildi ekki sætta sig við að deila kær- astanum með flöskunni. Hann vann óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Ástin þarfnast ekki orða en þar var hin mállausa Marlee mótleikarinn. Þau féllu hressilega hvort fyrir öðru og fluttu saman en William tók Bakkus gamla með sér í sam- búðina. Daginn sem Marlee flutti út fór William í meðferð á Betty Ford-stofnuninni en það var of seint að áliti hinnar dauð- þreyttu sambýliskonu. Hann segir nú líf sitt komið í endan- lega kássu en fyrr hafði hann misst eina eiginkonu og aðra sambýliskonu af sömu ástæðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.