Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. Fréttir Viðræður Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks: Búvörusamningurinn stærsta hindmnin Samningurinn sem ríkisstjómin gerði við Stéttarsamband bænda um verðábyrgð á landbúnaðarvörum næstu fjögur árin verður ein stærsta hindrun í hugsanlegum stjómarmynd- unarviðræðum Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks. Í könnunarviðræðum þessara flokka ívrir helgi kom fram mikill skoðanamunur í þessu máli. Jón Helgason landbúnaðarráðherra undirritaði fyrir hönd ríkisstjómar- innar þennan umdeilda samning daginn eftir að Alþingi var slitið í mars. Alþýðuflokksmenn leggja nú fram þá kröfu að samningurinn verði rækilega endurskoðaður. Sjálfstæðis- menn virðast vera tregir til slíks. Hörðustu andstæðingar samnings- ins hafa kallað hann þjófnað aldarinn- ar. Samkvæmt honum ábyrgist ríkissjóður að bændur fái fullt verð fyrir afurðir sínar fram til ársins 1992. Ríkið ábyrgist að fyrir mjólkina og kindakjötið fái bændur sjö milljarða á hveiju ári á núvirði eða sem nemur 28 milljörðum á samningstímanum. Alþýðuflokksmenn meta að þessi samningur geti kostað tvo til þrjá milljarða á fjárlögum á ári. Telja þeir að samningurinn bindi hendur næstu ríkisstjómar svo að án riftunar hans verði erfitt að koma fram einhverjum umbótum að ráði á öðrum sviðum. -KMU Hið íslenska kennarafélag: Wincie formaður Wincie Jóhannsdóttir hefur ver- ið kjörin formaður HÍK og tekur hún við störfum á þingi félagsins sem haldið verður í haust. Fráfarandi formaður HÍK, Kristján Thorlacius, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur verið formaður undanfarin fimm ár. Auk Wincie Jóhannsdóttur vom tveir frambjóðendur til for- manns HÍK, þeir Gunnlaugur Ástgeirsson og Gísli Ólafur Péturs- son. í atkvæðagreiðslu hlaut Wincie 213 atkvæði, Gunnlaugur 97 og Gísli 87 atkvæði. Samkvæmt heimildum DV mun hinn nýkjömi formaður vera fylgj- andi sameiningu KÍ og HÍK en það mál hefur verið nokkurt deiluefhi innan félagsins undanfarið. -ój Foldaskóli i Grafarvogi er að springa utan af nemendum og þykir Ijóst að ekkert rúm verður fyrir 8. bekk þar næsta vetur. Af þessu filefni mætti Davíð Oddsson borgarstjóri á borgarafund hjá foreldrum í hverfinu og spunn- ust miklar umræður um ástandið. Borgarstjóri lofaði að öðrum áfanga skólabyggingarinnar yrði lokið fyrir haustið 1988 en þar til yrði nemendum 8. bekkjar ekið í aðra skóla og lausri skólastofu komið fyrir á skólalóðinni. DV-mynd BG Þeim er sprauta amfeta- míni í æð fer fjölgandi Samfara aukningu amfetamíns á fikniefiiamarkaðinum hérlendis und- ^jifarin ár hefur þeim sem sprauta amfetamíni í æð farið fjölgandi ag sama skapi. Ef athugaðar eru tölur frá SÁÁ kemur í ljós að árið 1985 höfðu 50 þeirra sem komu í meðferð á Vogi sprautað sig í æð með þessu fíkniefni en árið eftir, 1986, voru þeir 116 talsins. Þetta kom fram í máli Þórarins Tyrf- ingssonar, yfirlæknis á Vogi, í erindi sem hann hélt á námsstefnu þeirri er nú stendur yfir á vegum Blaðamanna- félagsins og „fíknivamanefndar“. Þórarinn ijallaði í erindi sínu um ijölda fíkniefhaneytenda á meðferðar- stofnun SÁÁ. Þórarinn sagði að þótt segja mætti að vímuefnaneysla, önnur en áfengis- neysla, hefði farið vaxandi í hópi þeirra einstaklinga sem leitað hefðu meðferðar frá því SÁA tók til starfa og fram'á þetta ár væri áfengið enn það vímuefhi sem hrekti flesta í með- ferð. Af einstökum öðrum vímuefhum er misnotkun róandi lyQa líklega ívið meira vandamál á meðferðarstofhun- um SÁÁ en kannabisefni og er misnotkun þessi áberandi meiri hjá konum en körlum og mest hjá konum er koma í endurmeðferð, eða á bilinu 40-50% af þeim. Á námsstefnunni í gær flutti, auk Þórarins, Jóhannes Bergsveinsson er- indi um fjölda fikniefnaneytenda á meðferðarstofhunum ríkisins. Þar er sömu sögu að segja um skiptingu milli vimuefna hjá þeim er leita meðferðar, áfengi er stærsta vandamálið og ró- andi lyf meira vandamál en kannabis. Eftir erindi þeirra fjölluðu þau Hulda Guðmundsdóttir og Birgir Ásgeirsson um meðferð ungra ávana- og fíkniefna- neytenda, G. Ragna Ragnarsdóttir um fangelsismál og þau Edda Ólafsdóttir og Ólafur Oddsson um félagslegar for- sendur með tilliti til áhættuhópa. -FRI Þorsteinn iðinn við kolann: Rætt við Borgara- flokk í dag Þorsteinn Pálsson er nú að ljúka könnunarviðræðum vegna hugsan- legrar stjómarmyndunar. I gær ræddu hann og Friðrik Soph- usson lengi dags við fulltrúa Kvenna- listans. Samkvæmt heimildum DV urðu þær viðræður frekar til að auka líkumar á því að Sjálfstæðisflokkur- inn gangi til formlegra stjómarmynd- unarviðræðna við Kvennalista og Alþýðuflokk. Kl. 11 í morgun hófst síðan fundur Þorsteins og Friðriks með fulltrúum Borgaraflokksins, þeim Albert Guð- mundssyni og Júlíusi Sólnes. Stóð hann enn þegar blaðið fór í prentun en ekki er búist við neinum niðurstöð- um af þeim fundi. Þegar þessum könnunarviðræðum verður lokið er næsta skref sjálfstæðis- manna að taka ákvörðun um það hvort hafnar skuli formlegar stjómar- myndunarviðræður eða umboðinu til stjómarmyndunar skilað til forseta. Þetta verður rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins seinni partinn í dag. Búist er við að ákvörðun muni liggja fyrir í síðasta lagi í fyrramálið. Nokkuð óljóst er að hvaða niður- stöðu sjálfstæðismenn munu komast en þó bendir ýmislegt til þess að óskað verði formlegra viðræðna um stjómar- myndun við Alþýðuflokk og Kvenna- lista. -ES Jón G. Haulœsan, DV, Aknreyri; Fyrirtækið Marska á Skagaströnd er að undirbúa útflutning í stórum stíl á pönnukökum, fylltum rækjum og ýsu, til Danmerkur, að sögn Heim- is Fjeldsted framkvæmdastjóra. Fyrir- tækið hefur verið með prufhsendingar í u.þ.b. tíu mánuði og segja þeir Marskamenn að enginn vandi sé að selja til Danmerkur. „Við erum fyrst og fremst að stíla inn á stóra eldhúsamarkaðinn, hótel og mötuneyti," sagði Heimir við DV í morgun. „Það er nægur markaður í Danmörku." Innanlands hefur Marska selt svo- kallaðar sjávarréttabökur og skelja- gmtín. „Það vom Bretar hjá okkur í fyrradag og þeir vilja ólmir fá prufur frá okkur út. Þeim líst mjög vel á þetta,“ sagði Heimir. Afkastageta fyrir útflutning er enn sem komið er ekki fyrir hendi hjá Marska og eru þeir því að láta smíða tæki til að geta hafið útflutning af fullum krafti. Þorsteinn Pálsson, Kristin Einarsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Danfríöur K. Skarphéðinsdóttir og Friðrik Sophusson gáfu sér tima til að lita aðeins upp úr þjóðmálaskjölunum í könnunarviðræðunum í gær. Fundurinn var langur og strangur, stóð með hléum frá 11 til 20. DV-mynd Brynjar Gauti Kosningaauglýsingin sem aidrei birtist: Borgaraflokkurinn hætti við að stefna Stöð 2 - þar sem málið hefði orðið erfítt pólitískt Fyrr í vikunni fékk DV það stað- fest hjá Guðmundi Ágústssyni og Helenu Albertsdóttur að Borgara- flokkurinn ætlaði að stefna Stöð 2 vegna óbirtrar auglýsingar. Saga málsins er sú að Borgara- flokkurinn keypti með tíu daga fyrirvara birtingu á auglýsingu á Stöð 2, Auglýsinguna átti að sýna á eftir fréttaþætti kvöldið fyrir kjör- dag. Auglýsingunni átti Borgara- flokkurinn að skila til Stöðvar 2 á miðvikudegi i sömu viku. Auglýsing- in kom ekki til Stöðvar 2 fyrr en á föstudegi. Aðilum ber ekki saman klukkan hvað á föstudeginum aug- lýsingin barst í hendur manna á Stöð 2. Guðmundur Ágústsson segir að Borgaraflokkurinn hafi skilað aug- lýsingunni klukkan hálfníu um morguninn en Sighvatur Blöndahl, markaðsstjóri Stöðvar 2, segir að auglýsingin hafi ekki borist til Stöðvar 2 fyrr en um miðjan dag og þá hafi verið of seint að klippa aug- lýsinguna inn í auglýsingatíma kvöldsins. Vinna við gerð auglýsingarinnar kostaði 160 þúsund krónur. Þá upp- hæð ætlaði Borgaraflokkurinn að krefja Stöð 2 um greiðslu á þar sem þeir telja að Stöð 2 hafi svikið sig um birtingu á auglýsingunni. Guðmundur Ágústsson segir að aldrei hafi borist viðvörun frá Stöð 2 um að þeir væru að brenna inni á tíma. Sighvatur Blöndahl segir hins vegar að það sjái hver sem vilji að sárt hafi verið fyrir Stöð 2 að geta ekki birt umrædda auglýsingu þar sem hún hefði verið sjö mínútna löng og birting hennar hefði kostað 378 þúsund krónur. Guðmundur Ágústs- son segir hins vegar að auglýsingin hafi verið tíu mínútna löng. Þegar Guðmundur Ágústsson var inntur eftir því hvers vegna Borgara- flokkurinn hefði hætt við að stefha Stöð 2 sagði Guðmundur að það væri af þeirri ástæðu að þetta hefði orðið erfitt mál pólitískt en alls ekki faglega erfitt. -sme Marska á Skagaströnd: Flytur út pönnukökur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.