Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. Iþróttir Stuttar fréttir Gary Mabbut, sem varð heimsfrægur fyrir mörkin sín tvö á Wembley á laugardag, mun ekki leika með Englendingum gegn Brasilíumönnum í þessari viku. Þetta kemur ekki til vegna marka Mabbut heldur vegna meiðsla á vinstri fæti. Eins og flestir vita gerði Mabbut eitt mark fyrir Tott- enham og síðan annað fyrir andstæðinginn, sem réð úrslitum. Klaus Augenthaler, fyrir- liði Bayern Munchen, mun ekki mæta til leiks gegn Porto í úrslit- um Evrópukeppninnar þann 27. maí. Kempan meiddist nefhilega um helgina og haltraði af velli með höfuð við bringu. Læknir Bayern segir að Augent- haler þurfi undir kutann og það sem fyrst eigi að koma honum í gagnið fyrir næsta keppnistimabil. Ábebe Mekonnen ft-á Eþíópíu sigraði í Parísar maraþon- inu sem fór fram um helgina. Mekonnen hljóp á 2:12,33. í öðnt sæti varð landi hans Tefera Gutii á 2:13,48 og í þriðja sæti Mike Bis- hop frá Englandi á 2:17,10. Ajax firá Hollandi, sem á dög- unum varð Evrópumeistari bikar- hafa í knattspymu, virðist ekki vera komið niður á jörðina eftir sigurinn. Um helgina tapaði liðið á heimavelli, 1-3 fyrir Feyenoord. PSV sigraði hins vegar öntgglega í sinni viðureign og er þar með kontið með örugga forystu í deild- inni. Oleg Blokhin fi'á Dinamo Kiev, margrevndur landsliðsmað- ur, fékk um helgina formlegt leyfi frá félagi sínu til að leika með ungverska liðinu Ujpest Dozsa á næsta keppnistímabili. Mörg stærri lið í Vestur-Evrópu hafit undanfarin ár reynt mikið til þess að fá Blokhin í sínar raðir en so- vésk yfirvöld hafa ávallt sett honum stólinn fyrir dvmar. Howard Kendall. fram- kvæmdastjóri Everton, var út- nefrtdur framkvæmdastjóri ársins í Englandi og kemur víst fáum á óvart. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Kendall er út- nefndur þjálfari ársins. Að auki fékk Kendall 300 þúsund krónur í viðurkenningu. Porto, liðið sem mætir Bayem Múnchen í úrslitaleik í Evrópu- keppni meistaraliða í næstu viku, hefur fengið gimilegt tilboð frá íl> ölsku kaffifyrirtæki sem heitir liðinu einu kílói af gulli fyTÍr hvert skorað mark í leiknum. Tilboðið nær þó aðeins til venjulegs leik- tíma, ekki ef framlengja þarf leikinn. Það er því til mikils að vinna fyrir portúgalska liðið. Aston villa, sem féll niður í 2. deild easku knattspymunnar í vor, hefur ráðið til sín Graham Taylor sem framkvæmdastjóra. Taylor var áður stjóri hjá Watford í 10 ár samfleytt við góðan orðstír. Dave Basset tekui4 við stöðu hans hjá Watford en hann var áður stjóri hjá Wimbledon með frábær- um árangri. Wimbledon hafnaði í 6 sæti 1. deildar. Heynckes, sem tekur við þjálfarastöðunni hjá Bayem Múnchen af Udo Lattek á næsta keppnistímabili, hefur mikinn áhuga á að fá Englendinginn Mark Hateley til félagsins. Hateley hefur undanfarin keppnstímabil leikið með ítalska liðinu AC Milan en samningur hans rennur út nú í vor. Vitað er að Glasgow Rangers lítur einnig hýru auga til kappans. Hateley, sem er 25 ára gamall, var í HM-hóp enska landsliðsins í Mexíkó á sl. sumri. JKS Tvo mork a einni mínútu - þegar England og Brasilía skildu jöfti, 1-1 „Ég er sæmilega sáttur við úrslitin þó að ég vilji alltaf sigur minna manna. Við verðum að hafa það i huga að landsliðsmennirnir em að klára erfitt keppnistímabil og menn em búnir að fá nóg af knattspymu," sagði Bobby Robson, landsliðsein- valdur Englendinga, eftir jafntefli, 1-1, gegn Brasilíu i vináttulandsleik á Wembley-leikvanginum í London í gærkvöldi að viðstöddum 92 þúsund áhorfendum. Leikurinn var mjög vel leikinn af hálfu beggja liða. Englendingar vom þó öllu hættulegri í fyrri hálfleik. Á 31. minútu var Lineker felldur innan vítateigs en dómari leiksins sá ekkert athugavert. Á 35. mínútu braust Beardsley skemmtilega upp vinstri kantinn og gaf síðan góða sendingu fyrir markið og þar var Lineker á réttum stað og skallaði glæsilega í netið, 1-0. Fomsta Englendinga stóð aðeins yfir í eina mínútu. Löng sending Bras- ilíu barst inn í vítateiginn. Múller átti skot að marki en Shilton markvörður hélt ekki knettinum og Mirandenah fylgdi vel eftir og skoraði af tveggja metra færi, 1-1. Bæði liðin áttu sín tækifæri í síðari hálfleik án þess að bæta fleiri mörkum við. Þess má geta að Brasilía hefur ekki tapað leik á Wembley síðan 1956. Beardsley og Waddle vom bestir í liði Englendinga. Enska liðið var þannig skipað: Shil- ton, Stevens, Pearce, Reid, Adams, Butcher, Robson, Bames, Beardsley, Lineker (Hateley), Waddle. -JKS • Roberto Gallo slær hér boltann frá marki Brassa en þeir Tony Adams (t.v.) og Terry Butcher sækja að honum. Símamynd Reuter Amór enn í liðvikunnar Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Amór Guðjohnsen fór rétt eina ferð- ina í lið vikunnar í Het Niewsblatt um helgina. Átti hann enda góðan leik með Anderlecht í rimmunni við Bever- en. Amór er nú annar stigahæsti knatt- spymumaður í Belgíu með 55 stig. Ofar honum er Van der Elst með 56. Þá er Amór enn í markakóngssætinu en deilir því nú með Francois nokkrum. Hafa þeir báðir gert 17 mörk á tímabilinu. JÖG Bæjarstjóri í 12. sæti Bræðumir Kári og Ágúst Þorsteins- synir, UMSB, urðu um síðustu helgi Islandsmeistarar í langhlaupum. Ágúst sigraði í hálfmaraþoni (21,1 km) og Kári varð íslandsmeistari í 7 km skemmtiskokki. Ágúst fékk tímann 1:12,55 klst. en Kári hljóp á 28:05 mín. Sighvatur Dýri Guðmundsson, ÍR, varð í öðru sæti í hálfmaraþoninu á 1:13,31 klst. og Jakob B. Hannesson þriðji á 1:14,18 klst. I 7 km skemmtiskokkinu varð Berg- þór Ólafsson annar á 28:45 mín. og þriðji Brynjólfúr Gíslason á 30:23 mín. • Þess má geta að Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, tók þátt í hálf- maraþoninu og hafnaði í 12. sæti á 1:28,32 klst. og má mikið vera ef hann er ekki úthaldsbesti bæjarstjóri lands- ins um þessar mundir. _gj£ RagnarMargeirsson sést hér undirrita samning sinn við belgiska félagið Waterschei. Forráðamenn liðsins halda verðinu á Ragnari í hámarki og þau félög sem áhuga höfðu á Ragnari eru að hverfa út úr myndinni. Ragnar æfir þessa dagana með Fram og líkur eru góðar á að hann leiki með liðinu í sumar. DV-mynd G. Bender IFK Gautabors j og Dundee United leika í kvöld nu fyrir leikinn en sænska liðið lagsliða í knattspymu. Mikil spenna er í lofl myndinni hér að ofan er Glenn Hysen, leikmaður með IFK Gautaborg, en Svían um fræga í Skotlandi á dögunum. Manchester United er á meðal liða sem áhug; efnilegur leikmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.