Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. MAI 1987. 17 Lesendur Skv. frásögn bréfritara eru þess dæmi að aligæs og grágæs hafi parað sig og ungamir, sem voru blendingar, voru ýmist hvítir eða gráir að lit. Aligæs og grágæs hafa parast saman Sigurður Loftsson skrifar: I fimmtudagsblaði DV hinn 7. maí gefur að líta grein þar sem sagt er frá samdrætti aligæsar og heiðargæsar á Akureyri. Þar kom fram að ekki hefðu áður þróast slík sambönd hér á landi. Litlu eftir 1930 voru móður minni, Kristínu á Bakka í Landeyjum, gefnar hvítar, stórar aligæsir og minnir mig að þessi tegund heiti túlas. Fuglar þessir döfhuðu vel og var ýmist fjölgað éða fækkað eftir ástæðum. Síðar gerðist það að á nágrannabæ, Hólmum, fundust grágæsaregg er voru tekin og látin undir hænu. Þetta gekk vel og hænan kom fram nokkrum ungum. Um haustið urðu þeir fleygir og fóru með villigæsum. Einn komst ekki með, hafði orðið fyrir áfalli og var því illa eða ekki fleygur. Fyrst allar gæsimar vom famar undi þessi eini ekki einvemnni og flutti því til aligæsanna á ná- grannabænum. Gæsin setti ekki fyrir sig mikinn stærðarmun og náði sér í stegg' úr gæsahjörðinni. Næsta vor verpti gæsin, lá á og kom upp ungum sem vom greinilega blendingar. Ung- amir líktust meira móðurinni um allan vöxt en vom þó nokkm stærri. Litur var ýmist hvítur eða grár. Við áframhaldandi ræktun stofhsins komu einnig fram skjóttir einstaklingar. Síðar fékk ég gæsir af þessum stofhi og var með þær um 30 ára skeið, lengst af á Kjalamesi. Gæsir þessar vom harðgerðari en venjulegar aligæsir og ungamir kröftugri. A hverju sumri, í ágúst eða september, varð að væng- stýfa þær, annars urðu þær fleygar. I eðli sínu vom gæsimar allvilltar svo það kom fyrir að þær stungu af. Eftir að ungamir stálpuðust á vorin fóm gæsimar í burtu og héldu sig fjarri bæ allt sumarið. „Okumenn, hendið ekki drasli úr bilum á göturnar, hrein borg ætti að vera stolt okkar Reykvikinga." Hrein torg - fögur boig Þorsteinn Magnússon skrifar: Það ætti að vera okkiir Reykvíking- um mikið hagsmunamál að halda borginni hreinni, - hrein torg - fögur borg. En sumir virðast hugsa með sér að þegar fólk er komið frá sínu eigin heimili megi allt flakka. Mér til mikill- ar undmnar hef ég oftar en einu sinni séð, þegar ég hef ekið um götur bæjar- ins, farþega í bílum eða ökumanninn sjálfan kasta drasli úr bílunum eins og ekkert sé. Er þetta heilbrigt? Hvers lags sóðar em þetta eiginlega. Mér finnst að hér eigi að gilda svip- aðar reghn og t.d. í Bandaríkjunum, þar sektar lögreglan fólk, og það hárnn sektum, geri það sig sekt um slíkan sóðaskap. Ökumenn góðir og aðrir farþegar, tökum okkm- saman og komum í veg fyrir slíkan sóðaskap, það er ósköp auðvelt að hafa mslapoka í bílnum er ætti að sjá um afganga. Hugsum ekki um borgina okkar sem hverja aðra ruslatunnu er endalaust tekur við. Það ætti að vera stolt okkar Reykvíkinga að ganga vel um hana. Anna slunfar: Móðir vesalings, fötluðu stúlk- vrnnar, sem myrt var í fyrra, skrifar í dag grein í Morgunblaðið þar sem hún er sár yfir því að morðingi dóttur hennar fékk alltof veikan dóm, að hennar áliti. Ég er konunni svo innilega sam- mála og tel að með því að skrifa þessa grein hafi hún sýnt mikið hugrekki. Því miður virðist engu líkara en að þegar menn nauðga konum á íslándi sé litið á það sem einhvers konar „skemmtun" og það sé í raun og veru kvenmaðurinn, eða sá sem varð fyrir nauðguninni, sem á að „skammast sín“. Sem betur fer eru svona óhæfu- verk, eins og ungi maðurinn vann á fötluðu stúlkunni, sjaldgæf hér á landi en engu að síður virðist tekið alltof vægum tökum á þeira seka. Hann fékk „aðeins“ átta ár af því að ekki þótti sannað að þarna heföi verið um morð að yfirlögðu ráði að ræða. Guð minn góður. Maðurinn af- máði öll vegsumraerki eftir að hann nauðgaði stúlkuxmi og mis- þyrmdi henni með þeim hönnulegu afleiðingum að hún lést. Hvað gerði maðurinn? Hann yfirgaf staðinn, fór heim og mætti svo til vinnu sinnar næsta dag eins og ekkert heföi ískorist. Þessi maður átti svo sannarlega skilið að fá mestu refsingu sem hægt er að dæma menn í. Auðvitað lifhar ves- alings stúlkan ekkí við en það gæti kannski orðið öðrum víti til vamaðar að fara sér hægt í fram- tíðinni. Ég votta þessari móður dýpstu samúð mína. Afgreiðslustúlka óskast Afgreiðslustúlka óskast frá kl. 13.00-18.00. Upplýs- ingar í versluninni. Skóverslun Kópavogs. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð 1987 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júní. 15. maí 1987 Fjármálaráðuneytið. Námsbraut í iðnrekstrarfræði á Akureyri Kennsla á námsbraut í iðnrekstrarfræði á háskólastigi hefst á Akureyri á hausti komanda. Námsbrautin verður rekin í nánu samstarfi við hlið- stæða námsbraut í Tækniskóla íslands og eru inntöku- skilyrði þau sömu. Umsóknir um námsvist ásamt staðfestu Ijósriti af stúd- entsprófsskírteini skulu sendar fyrir 1. júlí nk. til Bernharðs Haraldssonar, skólameistara Verkmennta- skólans á Akureyri, sem veitir nánari upplýsingar. 18. maí 1987. Menntamálaráðuneytið. Námsbraut í hjúkrunarfræði á Akureyri Kennsla á námsbraut í hjúkrunarfræði á háskólastigi hefst á Akureyri á hausti komanda. Námsbrautin verður rekin í nánu samstarfi við hlið- stæða námsbraut í Háskóla islands og eru inntökuskil- yrði þau sömu. Umsóknir um námsvist ásamt staðfestu Ijósriti af stúd- entsprófsskírteini skulu sendar fyrir 1. júlí nk. til Ólínu Torfadóttur hjúkrunarforstjóra, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sem veitir nánari upplýsingar. Margrét Tómasdóttir, M.S., námsbrautarstjóri verður og til viðtals í Fjórðungssjúkrahúsinu mánudaginn 1. júní og skv. samkomulagi. 18. maí 1987. Menntamálaráðuneytið. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ÁRMÚLA 10-12, 105 R. SlMI 84022 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla: Einkunnir verða afhentar föstudaginn 22. maí kl. 11-13.00 og þá skulu nemendur jafnframt velja sér áfanga fyrir næstu önn. Brautskráning stúdenta og skólaslit verða í Lang- holtskirkju laugardaginn 23. maí. Athöfnin hefst kl. 13.00. Innritun nýnema fyrir haustönn er hafin en skólinn býður upp á nám á eftirtöldum brautum: Félagsfræðibraut, hagfræðibraut, heilsugæslubraut, þjálfunar- og íþróttabraut, náttúrufræðibraut, nýmála- braut og viðskiptabraut. Skrifstofa skólans er opin kl. 8-15, sími 84022. Skóiameistari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.