Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Vandi Alþýðubandalagsins Miðstjórn Alþýðubandalagsins fundaði um helgina til að finna skýringar á kosningaósigri flokksins. Sam- kvæmt frásögnum af þessum fundi fóru fram miklar og harðar umræður án þess að nokkur niðurstaða fengist. Menn blésu út en breyttu engu. Ekki er óeðlilegt þótt þeir Alþýðubandalagsmenn ræði í sínum röðum þá hraklegu útreið sem flokkurinn fékk í kosningunum. Alþýðubandalagið hefur ekki feng- ið svo slæma kosningu í áratugi. Alvarlegasta áfallið er í því fólgið að Alþýðubandalagið er orðið minni flokkur en Alþýðuflokkurinn og ljóst er af skoðanakönnunum að flokkurinn höfðar ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til launþega þrátt fyrir að hann segist vera mál- svari verkalýðsins. Allt frá stofnun hefur Alþýðubandalagið verið sterk- ur flokkur. Hann hefur sótt fylgi sitt til alþýðu manna, verið róttækur vinstri flokkur, barist gegn aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og verið samnefnari þeirra afla í þjóðfélaginu sem eru gagnrýnin og áleitin. Oft á tíðum hafa ferskir vindar leikið um flokkinn vegna þess að honum hefur tekist að tileinka sér nýstárleg viðhorf og öldur óánægju sem sífellt myndast í einu samfélagi. Því verður hins vegar ekki neitað að Alþýðubanda- lagið hefur síðustu árin orðið æ þunglamalegra, hefur ekki skorið sig úr öðrum svokölluðum kerfisflokkum og misst hvað eftir annað af lestinni þegar nýjar hreyf- ingar hafa sprottið upp úr grasrótinni. Jafnréttishreyf- ing kvenna er þar gleggsta dæmið. Óróinn meðal láglaunafólksins hefur ekki fundið sér farveg í Al- þýðubandalaginu. Flokkurinn hefur verið neikvæður í garð frelsis í fjölmiðlun og atvinnulífi. Það sem ræður þó mestu um hrakfarir Alþýðubanda- lagsins er sú staðreynd að sósíalismi, ríkismiðstýring og utanríkisstefna flokksins á ekki lengur upp á pall- borðið meðal nútímafólks. Straumarnir í þjóðfélaginu eru allir í átt til meira frjálsræðis og valddreifingar. Ekki aðeins hér á landi heldur um öll hin vestrænu lönd. Fylgi við samstöðu lýðræðisríkjanna í varnarmál- um er yfirgnæfandi. Fólk vill ekki leita á náðir ríkisins til að sjá sér farborða. Það vill standa á eigin fótum, sér tækifærin í kringum sig og fer sínar eigin leiðir. Markaðsbúskapur og sjálfsbjargarviðleitni er boðskap- ur dagsins. Að þessu leyti er sósíalismi Alþýðubanda- lagsins að berjast gegn straumnum. Miðstjórn Alþýðubandalagins getur rætt það fram og aftur hvernig kosningabaráttunni var hagað, hverjir séu sökudólgarnir í forystunni, hvernig samskiptunum við verkalýðshreyfinguna eigi að hátta. Sjálfsgagnrýni af því taginu er hins vegar að mestu ástæðulaus óvina- fagnaður vegna þess að það er sjálf stefna flokksins, neikvæð afstaða hennar til þeirra lífsviðhorfa sem ríkj- andi eru, sem er akkilesarhæll Alþýðubandalagsins. Þeirri stefnu verður auðvitað ekki breytt nema að flokknum sjálfum sé breytt. Og flokkurinn breytist ekki meðan stefnunni er ekki breytt. Sem sósíalskur flokkur gegnir Alþýðubandalagið hlutverki í stjórnmálunum. En flokksmenn þess og for- ysta geta auðvitað ekki ætlast til að aðrir kjósi flokkinn en þeir sem aðhyllast sósíalskar kenningar hans. Þetta er mergurinn málsins. Alþýðubandalagsmenn eiga að sætta sig við þá staðreynd í stað þess að fremja bræðra- víg fyrir opnum tjöldum. Sjálfseyðingarhvötin kann aldrei góðri lukku að stýra. Ellert B. Schram Valdahroki og samtiygging fjórflokksins í stjómmálaumræðu nýafstaðinn- ar kosningabaráttu gat að líta í ritstjómargrein Tímans að almenn- ingur í landinu yrði að gera sér það ljóst að lýðræðið í landinu stæði og félli með tilvist gömlu fjórflokkanna og ekkert annað kæmi til greina!! Þannig var reynt að hefta heilbrigða stjómmálaumræðu og að ný viðhorf og ferskt pólitískt afl næði að kom- ast inn á vettvang íslenskra stjóm- mála til mótvægis við flokksræði og valdhroka gamla fjórflokksins sem heldur um stjómartaumana í þágu fárra útvaldra gæðinga en á kostnað hins almenna borgara. Dulbúið at- vinnuleysi í formi siðlausrar lág- launastefhu í skjóli óvirkrar stjómarandstöðu og dáðlausrar verkalýðsforystu er eitt af mörgum dæmum samkomulags gamla fjór- flokksins til að viðhalda ríkjandi misrétti um lífskjör og afkomu þegna þessa lands. Kom því ekki á óvart hversu forystumenn gamla fjór- flokksins bmgðust hart við og snem að venju bökum saman er reynt var af almennum borgurum að stofha til samtaka með hætti hins þögla meiri- hluta er nú kvöddu sér loks hljóðs á vettvangi íslenskra stjómmála enda víst flestum nóg boðið af rangri stjómarstefnu og misrétti. Hand- hafar valdhrokans reyndust samir eðli sínu og kunnu ekki önnur and- svör enda úr tengslum sem stein- mnnin nátttröll við heilbrigða stjómmálaumfjöllun og veittust á mjög óvæginn hátt með aðdróttun- um og röngum sakargiftum að forystumanni hins nýja flokks. En þeir vanmátu styrk forystumanns Borgaraflokksins og gleymdu að meðal íslenskra kjósenda gætir rétt- sýni. Borgaraflokkurinn átti brýnt erindi og varð ótvíræður sigurvegari kosninganna. Vel gmndvölluð stef- numið flokksins, byggð á raunvem- legum hagsmunum íslensku þjóðarinnar, hafa nú náð rótfestu í íslenskum stjómmálum og var það ekki seinna vænna. Hér kom svar við kalli tímans. Samtrygging Gamli fjórflokkurinn hefur sam- tryggt sig í stjóm- og bankakerfi landsins. Sérstökum gæðingum gamla fjórflokksins hefur verið plantað niður sem bankastjórum rík- isbankanna skv. innbyrðissam- komulagi flokkræðisins. Þannig er komin samtrygging fyrir pólitískri aðstöðu í bankakerfinu. Bankastjór- um gamla fjórflokksins er úthlutað hærri launum auk ómældra hlunn- inda en tíðkast í siðuðum löndum. Há laun og forréttindi þessara manna em varin með því að á þá sé lögð mikil ábyrgð. Virðist það og geta verið eina röksemdin þar sem þeir em ekki valdir til starfans vegna langskólamenntunar né reynslu og þekkingar varðandi viðskipti, at- vinnulíf eða bankarekstur. Er svo ábyrgðin mikil þegar á reynir? Lítum á málefni hins gjaldþrota ríkisbanka sem þingað er um í Sakadómi Reykjavikur þessa dagana. I ákæmskjali em bankastjórar Útvegsbankans taldir hafa sýnt af sér vítaverða vanrækslu í opinbem starfi. Eigin fé bankans virðist glóm- laust ráðstafað svo til eftirlitslaust á einn stað í mikla áhættu og án þess að gætt sé nægjanlegra tiygginga og fjármagnssjónarmiða að hætti eðlilegra bankaviðskipta. Yfirstjóm bankamála og þingkjömir stjómar- menn og endurskoðendur virðast ekki gæta skyldna sinna þó launa- kjör þeirra séu mótuð af þessari KjaHaiinn Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður Sameiginleg rógsherferð Umboðsmenn flokksræðisins hafa gætt sín á því að minnast ekki opin- berlega á þennan þátt málsins. Með því myndu þeir og vega að hagsmun- um sgmeiginlegra gæðinga sinna. Gæðinga sem ætlað var að veita pólitíska fyrirgreiðslu í samræmi við hagsmuni gamla fjórflokksins. Þess í stað hafa þeir verið samtaka í sam- eiginlegri rógsherferð gagnvart forystumanni Borgaraflokksins og reynt að draga hann ranglega inn í málið. Þegar síðan hin opinbera ákæra liggur fyrir frá embætti lærðs og réttsýns ríkissaksóknara em sömu aðilar samstíga í því að veitast að æra þess heiðvirða embættis- manns sem annarra er hafa haft með að gera hina opinbera rannsókn Hafskipsmálsins, s.s. skiptaráðenda og lögg. endurskoðenda ásamt emb- „Bankastjórum gamla fjórflokksins er úthlutað hærri launum auk ómældra hlunninda en tíðkast í siðuðum löndum. Há laun og forréttindi þessara manna eru varin með því að á þá sé lögð mikil ábyrgð.“ miklu ábyrgð þeirra. Bak við þessar ákvarðanir standa svo handhafar gamla fjórflokksins, saman og óskiptir, sem stjómarflokkar eða óvirk stjómarandstaða. Þegar litið er raunhæft á efnisat- riði sakamálsins má glöggt sjá hversu lagaleg ábyrgð þessara manna er lítil og þeir halda launum sínum og réttindum til ríflegra eftir- launa. Úreltar fymingarreglur almennra hegningarlaga þrengja og ábyrgðina þar sem mun mildar er tekið á hvítflibbaafbrotum en eðli- legt getur talist. Miklar líkur era á því að þeir sem hér ættu að bera mestu ábyrgð verði sýknaðir á grandvelli fymingar á sök. Með því verða málaferli þessi eins konar sirk- us (og stór viðbótarútgjöld fyrir almenning í landinu) en ekki raun- hæf, þar sem fyrir tilstilli gamla fjórflokksins sem löggjafaraðila búa Islendingar við úrelta löggjöf sem hindrar eðlilegan framgang réttvís- innar. Gamli fjórflokkurinn Leiðtogar gamla fjórflokksins gæta þess að koma ekki fram með hina raunhæfu kröfugerð í máli þessu sem era skaðabótakröfur rík- issjóðs. Augljóst er að ríkissjóður, sem eigandi bankans, hefur orðið fyrir veralegu fjárhags- og eignatjóni og þar með borgarar þessa lands. Skaðabótakröfúm er mun auðveld- ara að ná fram í dómsmáli en refsi- kröfum samkvæmt opinberri áhættu. Saknæmisskilyrði era þar mun lýmri, þ.e. minniháttar gáleysi er þar jafhan nægjanlegur gran- dvöllur þar sem að öðra jöfnu þarf að sanna ásetning í refsimáli. Fym- ingarreglur hér koma og ekki til fyrr en að 10 árum liðnum þar sem tveggja ára fyming gæti verið hér gagnvart refsikröfum. Hér mætti og vísa til víðtækrar skaðabótaskyldu hinna hátt launuðu manna, grand- vallað á ríkri ábyrgð þeirra sem gerir ráð fyrir árvekni í embættisskyldum og góðri og þægilegri starfsaðstöðu. ættismönnum Rannsóknarlögreglu ríkisins. Slíkar aðfarir era sem skólabókarlærdómur, dæmi úr af- brotafræði hjá aðilum er reyna að misvísa réttvísinni. Með traustum embættismönnum íslenskra dóm- stóla tekst réttarkerfinu væntanlega að standa þessa atlögu af sér. Alvanalegt í hvitflibbamálum Embættisleg skylda fjármálaráð- herra er að gæta eigna og réttar ríkissjóðs. Honum til aðstoðar er þar embætti ríkislögmanns og hafa þess- ir aðilar ekki fengið umboð þjóðar- innar til að gefa eftir skaðabótakröf- ur í máli þessu. í lögum um meðferð opinberra mála er víðtæk heimild til að tryggja slíkar kröfur með lög- haldi til að koma í veg fyrir undan- skot eigna enda alvanalegt í hvítflibbamálum að eignum sé kom- ið undan. Ekki hefur bólað á að fjármálaráðherra hafi sinnt skyldum sínum þetta varðandi né embætti ríkislögmanns. Hin óvirka stjómar- andstaða gamla fjórflokksins hefúr og ekki gagnrýnt þessa pólitísku vanrækslu heldur verið upptekin af því að mynda ríkisstjóm með fjár- málaráðherra með málefnasamningi nýfrjálshyggju. Sem stefnumarkandi aðgerð og fordæmi í raunhæfri úrlausn í dóms- málum era umræddar skaðabóta- kröfur raunhæft úrræði. Verði hagsmunum ríkissjóðs stefnt í hættu með þessu aðgerðarleysi fjármála- ráðherra er augljóst að hann hefur ekki bakað sér minni ábyrgð á vett- vangi dómsmála en umræddir ákærðir bankastjórar og því krefj- andi nauðsyn opinberra réttargerða til tryggingar hagsmuna ríkissjóðs og réttvísinnar í landinu. Það verður ekki gert með því að veita gamla fjórflokknum og fulltrúum hans áframhaldandi pólitískt umboð. Úrslit kosninganna era krafa um breytingar og ábyrgari stjómmála- menn og að breytingar verði á forystu íslenskra stjómmála og þar komi menn sem kunni til verka. Jón Oddsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.