Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 20. MAI 1987.
Útlönd
Rannsókn hafín á
eldflaugaárásinni
Chris Deangelis, einn hinna þrjátíu
og sjö er fórust í eldflaugaárásinni á
bandarísku freigátuna Stark á Persa-
flóa á sunnudag, skrifaði í síðasta bréfi
sínu heim að hann óttaðist ekki að
ráðist yrði á skip hans.
í bréfinu, sem sýnt var í sjónvarps-
stöð í Bandaríkjunum í gær, sagði
Deangelis ennfremur að menn væru
þó við öllu viðbúnir.
Reagan Bandaríkjaforseti sagði í
gær að bandarískum sjómönnum hefði
verið gefin skipun um að verja sig ef
með þyrfti eftir eldflaugaárásina á frei-
gátuna. íraska stjómin heíur sagt að
árásin hafi verið slys og hafa Banda-
ríkjamenn tekið það sem góða og gilda
afsökun.
Nefiid hefur verið skipuð til að
rannsaka atburðinn og er hún að hefja
störf sín. Meðal þess sem rannsakað
verður er hvers vegna vamarkerfi frei-
gátunnar var ekki notað þegar menn
vissu að íraskar herflugvélar vora að
nálgast.
Yfirmaður bandaríska flotans á
svæðinu sagði við fréttamenn að skip-
in hefðu verið í viðbragðsstöðu en
engin ástæða hafi verið tií að ætla að
íraskar herflugvélar væra óvinveittar.
Sprengjutilræöi
í Suður-Afríku
Sprenging varð í hæsta háhýsi
Suður-Afríku í Jóhannesarborg í
gærkvöldi. Olli hún skemmdum en
engin slys urðu á mönnum.
Opinberar byggingar í Jóhann-
esarborg hafa oft orðið fyrir
sprengjuárásum og er andstasðing-
um stjómarinnar kennt um.
Síðasta árásin varð aðeins
nokkrum klukkustundum eftir að
Botha forseti sagði í þingræðu að
stjómin hygðist ekki grípa til
nýrra aðgerða til að endurbæta
aðskilnaðarstefnuna.
Særðust í
mótmælaaðgerð
Að minnsta kosti tveir náms-
menn og einn lögreglumaður
særðust í átökum er urðu í Quito
er veru bandarískra hermanna í
Equador var mótmælt.
Brenndist lögreglumaðurinn á
fótum er hann varð fyrir bensín-
sprengju. Annar námsmannanna
fékk skot í bijóstið en hinn hlaut
meiðsl á höfði.
Bandarísku hermennimir era að
aðstoða við lagningu vegar í frum-
skógum í norðausturhluta lands-
ins þar sem snarpir jarðskjálftar
hafa eyðilagt þjóðvegi og grandað
þúsund manns.
Bam varð
ísbimi að bráð
Isbimir í dýragarði í New York
urðu litlum dreng að bana í gær.
Tveggja barna er saknað og ekki
er talið ólíklegt að þau hafi hlotið
sömu örlög.
Limlestur líkami drengsins, sem
tahnn er vera átta ára gamall,
fannst í helli fyrir aftan þræmar
þar sem bjamdýrm eru höfð í.
Oryggisverðir skutu þegar tvo
bimi sem ekki höfðu yfirgefið
þræmar.
Getum er leitt að því að bömin
hafi klifrað yfir girðinguna til þess
að synda. Föt þriggja bama fúnd-
ust í þrónni. Ekki fúndust leifar
hinna bamanna er bjamdýrin
voru krufin.
Reyna að leysa
landbúnaðarvanda
Fimmtán þúsund belgískir bændur
efndu í gær til mótmælaaðgerða í
Brassel til að mótmæla tillögum sem
Iagðar hafa verið fram á vettvangi
Efnahagsbandalags Evrópu þess efnis
að dregið verði úr niðurgreiðslum á
landbúnaðarvörum. Tillögur þessar
hafa vakið mikla reiði meðal bænda í
löndum Efriahagsbandalagsins sem
telja lífsafkomu sinni ógnað með þeim.
Óeirðasveitir lögreglunnar í Belgíu
vora kallaðar út vegna aðgerðanna í
gær en ekki kom til neinna átaka.
Fulltrúar stjómvalda í Frakklandi
og Þýskalandi munu fúnda á morgun
og föstudag og reyna að finna ein-
hverja leið til að leysa þann vanda sem
nú steðjar að málefnum landbúnaðar
í Evrópu. Munu þeir ræða tillögur sem
miða að því að koma í veg fyrir mikla
söfnun birgða í landbúnaði en þær
fela meðal annars í sér mikla minnkun
niðurgreiðslna svo og endurskoðun á
reglum þeim sem gilda um umreiknun
verðs á milli gjaldmiðla.
Kostnaður Efnahagsbandalagsins
vegna landbúnaðarmála nemur nú um
fjórtán billjónum dollara á ári sem er
um þriðjungur fjárlaga bandalagsins.
Belgískir lögreglumepn bíða tilbúnir eftir að mótmælaaðgerðir bænda hefjist.
Símamynd Reuter
Arnold Bracy korpóráll leiddur
milli yfirheyrsluherbergja.
Bíður ákæru
Bandarísku iandgönguliðai-nir,
sem fyrir nokkru vora handteknir,
sakaðir um að hafa aðstoðað
njósnara Sovétríkjanna við störf
þeirra, i Moskvu og víðar, bíða nú
ákvörðunar hermálayfirvalda um
það hvort þeir verða drognir fyrfr
hcjrétt.
LandgÖnguliðamir era sakaðir
um að hafa voitt kvennjósnurum
Sovétmanna aðgang að leyniskjöl-
um í sendiráðum Bandaríkjanna,
og að hafa þcgið blíðu kvcnnanna
í staðinn.
Landgönguliðamir gætu hugs-
anlega átt yfir höf'ði sér líflátsdóm,
en langir fangelsidómar era þó
taldir líklegri.
Súpermann fimmtugur
Bandaríska tciknimyndasögu-
hetjan Súpermann or fimmtugur á
þessu ári og munu útgefendur rit-
anna um hann halda upp á afmælið
með árslangri veislu.
Meðal þess sem fyrirhugað er að
gera er að efna til auglýsingaher-
ferðar, sem kosta mun um 75
milljönir dollara, halda mikla sýn-
ingu á tiknimyndablöðum og
öðrum munum er tengjast Súper-
mann, fi*umsýning nýrrar kvik-
myndar um Súpermann, með
Christopher Reeves í aðalhlut-
verki og gffurleg afmælisveisla
þann 29. febrúar á naasta ári.
Þá mun fyrirhugað að reisa
minnisvarða um Súpermann í Cle-
veland, Ohio, en skaparar hans,
Joel Siegel og Jerry Shuster, eru
upprunnfr' þaðan.
Það fylgir sögunni að þrátt fyrir
aldurinn virðist Súpermann enn á
svipuðum aldri og þegar hans varð
fyrst vart, árið 1938.
saklaus af ásökimum um að hann
hafi tekið þátt í grimmdarverkum
þýskra nasista í síðari heimsstyrj-
öldinni. Forsetinn hefur hins vegar
íýst því yfir að hann hafi bragðist
rangt við þessum áburði, einkum
þó þeirri ákvörðun bandarískra
stjórrívalda að banna honum að-
gang að Bandaríkjunum.
Væntanlega mun fbrsetínn þvi
bregðast rétt við framvegis.
Selja írónum
kjamorkutækni
Talsmaður kjarnorkustoíríunar
Argentínu skýrði frá þvi í gær að
argentínsk stjómvöld hygðust
selja írönum tæknibúnað til kjarn-
orkuvera, fyrir um fixnm milljónir
dollara.
Samningur þessi var undinitað-
ur fyrr í þessum mánuði og verður
búnaðurínn afhentur efitir liðlega
ár.
Sagði talsmaðurinn að Argent-
ínumenn myndu selja írönum
nýjan kjama fyrir kjamaofrí í til-
raunastöð háskólans í Teheran.
Muni ofirínn þá geta starfað með
20 % úran sem eldsneyti, én hefur
til þessa verið rekinn með 90 úrani.