Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 20. MAI 1987. 33 DV Gráslepputa'ð hjá Bjama á Ægisíðunni Samkvæmt timatalinu stendur gráslepputíðin yfir núna og þá dettur mörgum Reykvíkingnum i hug hann Bjarni á Ægisíðunni sem fer á grá- sleppu hvert ár. A Ægisíðunni hefur Bjami gott lægi fyrir trilluna sína, þar eru trönur til að þurrka grá- sleppuna ásamt útihúsi og allt hjálpar þetta til við að setja sér- stakan sveitarómantískan blæ á Ægisiðuna. Hjá Bjama virðist lífið vera laust við skarkala nútímans. Sjósókn írá Ægisíðunni hefur gengið mann fram af manni í ættlið Bjama. „Það er alltaf eitthvert fiskiri héðan, árið um kring,“ segir Bjami sem segist ekki þurfa annað en að róa beint út og vera svona einn klukkutíma úti í einu. „Það kom ganga sem hvarf í hretinu um daginn. Þess vegna hefur það alstaðar verið tregt sunnan með sjó. Ég spái því þó að það glæðist eftir tvo til þrjá daga. Þessi grá- sleppa, sem hangir hér á trönunum, er illa sigin, hún er ekki búin að hanga nógu lengi, helst þarf hún að hanga í svona hálfan mánuð svo hún verði góð,“ sagði Bjami. Umsjón: Drófn Hreiðarsdóttir Oftlega ber útlendinga að garði hjá Bjama og svo var einnig í þetta sinn. Þar var Englendingur á -ferð til að forvitnast. Fimmti ættliðurinn, tveir strákar, vom þama Bjama til aðstoðar og réðust í að uppfræða Englendinginn um hagi gráslepp- Dægradvöl Bjarni á Ægisíðunni lætur gráleppuna ekki fram hjá sér fara. Fátt er friðsælla en að koma við á Ægisíðunni og fá sér í soðið. DV-mynd KAE fr W' 1 r I1 ] unnar. „Jú, sko, karlkyns fiskurinn heitir rauðmagi - og þar fór verr, hvað skyldi það nú vera á ensku? segjum bara red stomach - og svo er það eiginkonan, grásleppan,' grey- getaway skulum við segja," og strákunum var greinilega skemmt. Þeir hertu sig þó upp og leiddu Eng- lendinginn i allan sannleikann um veiði og verkun grásleppunnar og sögðu honum hið raunvemlega er- lenda heiti tegundarinnar sem er „lumpfish". Það er einmitt þýðing á samheiti íjölskyldunnar sem er hrognkelsi. Að öllu gamni slepptu standa hrognkelsin ávallt fyrir sínu, þau þykja herramannsmatur og sumir fá ekki bragð af sumrinu fyrr en hrogn- kelsi hafa verið á borðum. Rætist spá Bjarna um betra fiskirí þessa vikuna ætti vegfarendum að gefast tækifæri á að kippa með sér nýjum rauðmaga eða siginni grá- sleppu^á leiðinni heim hjá fisksölun- um sem gjamam selja veiði sína við íjölfarnar götur. Enn einn marhnúturinn dreginn upp úr sjónum við bryggjusporðinn. Mar- hnúturinn er nú alltaf fengur þó ófagur sé. Það eru strákarnir Lárus, Nonni, Ólafur og Hlífar sem hampa veiðinni. DV-mynd BG „Kötturinn hefði ekki einu sinni lyst á marhnútnum" Á gömlu smábátabryggjunni í Reykjavík lágu íjórir strákar á bryggjusporðin- um og vom að dorga. Þeir vom allir hæstánægðir með veiðina, sögðu að það væri nóg af kola, ufsa og marhnút. Svo mikið er víst að ekki þurftu þeir að hafa áhyggjur af kvótanum. Áhugi strákanna leyndi sér ekki. Þeir sögðust oft fara niður á bryggju og kváðu það ekki aftra fór sinni þótt þeir þyrftu að taka sér ferð á hendur úr Breiðholtinu: „Þetta er ekkert mál, við tökum bara einn strætó, beint niður í miðbæ,“ sögðu þeir. - Hvað gera þeir svo við fenginn, fær kötturinn kannski að smakka? „Við notum augun og innyflin í beitu en marhnúturinn er svo ljótur að við erum vissir um að ekki einu sinni kötturinn hefði lyst á honum. Svo er það líka happ að hrækja upp í fiskinn og henda honum í sjóinn," sagði Láms og mundaði veiðistöngina sem hann var með og hugðist með fínni sveiflu kasta út en þá vildi svo til að öngullinn festist í hárinu á Ólafi en ekkert slys hlaust af svo strákamir skemmtu sér yfir uppákomunni. „Viö förum út á flóann og leikum okkur eins og í fyrra,“ sögöu þeir Rúnar Þórhallsson og Tómas Helgason sem voru að gera sportbátinn Brimdisi kláran. DV-mynd KAE „Erum að gera klárt“ Nú er líf að færast í smábátahöfnina í Elliðavoginum þar sem sportbátaeigend- ur hafa aðstöðu fyrir báta sína að sumarlagi. Þessi aðstaða var sett upp fyrir nokkrum árum og segjast sportbátaeigendur geta vel við unað,- Þeir em nú óðum að gera báta sína klára og em þegar farnir að iðka sportið á Faxaflóanum. Þeir Rúnar Þórhallsson og Tómas Helgason vom að gera klárt fyrir helgina og höfðu greinilega í nógu að snúast - „við þurfum að standsetja bátinn, yfir- fara mótorinn og drifið, þrífa í hólf og gólf og sjá svo um að allt sé í góðu lagi og á sínum stað áður en gamanið hefst,“ sagði Rúnar sem gaf sér tíma til að líta upp. Þegar það er búið sögðust þeir fara út á flóann að leika sér eins og þeir gerðu í fyrrasumar. Tómas sagði að leikurinn fælist aðallega í stuttum skemmti- siglingum um flóann, einhverju fikti við sjóstöngina og svo sagðist hann vera með rúllu til að draga þorsk, ýsu og lúðu. „Okkur finnst alveg ægilega gaman að þessu,“ sögðu þeir kumpánar sem eiga sportbátinn Brimdisi í sameiningu. Þeir sögðust að sjálfsögðu vera félagar i Snarfara, félagi sportbátaeigenda, og sögðu að bátasportið ætti hug þeirra allan þegar vinnunni sleppti. TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Frjálst.óháð dagblað ER SMÁAUGLYSINGABLADID Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samið er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... Vid birtum... Þad ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 KREDITKORTAÞJÓNUSTA Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.