Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. Fréttir Helgi Oskarsson er hæstánægður með lífið og segir lengingaraðgerðimar hafa breytt því mikið. DV-mynd KAE Helgi Oskarsson: Lengingamar breytt lífi mínu „Ég hef fengið vinnu við útkeyrslu og byrja eftir nokkra daga.“ Þetta sagði Helgi Óskarsson, en hann heíúr gengist undir lengingar- aðgerðir í Sovétríkjunum. Þegar Helgi fór fyrst til Sovétríkj- anna var hann 114 sentímetrar á hæð en er nú 150 sentímetrar. Helgi fer þangað aftur eftir áramót. Þá verða upphandleggir hans lengdir. Er það síðasta aðgerðin sem hann gengst undir. Helgi er ánægður með að hafa átt þess kost að fara til Sovétríkjanna í aðgerðir. „Ég verð úti í fimm til sex mánuði ef allt gengur vel. Ég hef reyndar ekki ástæðu til að ætla annað því það sem af er hefúr allt gengið mjög vel. Þetta hefúr ekki haft neinar aukaverkanir. Á meðan á aðgerðunum stendur fylgja hafa mikið að vísu nokkrar þrautir. En það hefur verið vel til þess vinnandi því eins og ég sagði hafa þessar lengingar breytt lífi mínu mikið.“ Helgi sagðist ekki hafa farið enn á Borgarspítalann til að sjá aðstæður þar en hann ætlar þangað bráðlega. -sme „Geislavirka gæsin“ reyndist hættulaus Nú liggja fyrir niðurstöður af geisla- mælingum á gæs sem skotin var á Norðausturlandi fyrir rúmum mánuði. Það voru aðilar Geislavama ríkisins sem sáu um mælingamar. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði M. Magnússyni, forstöðumanni Geislavama, var geislavirkni gæsar- innar langt frá því að vera óeðlilegá mikil og niðurstöðumar sýna að gæsin hefur ekki orðið fyrir geislamengun frá Chemobyl. Þá örlitlu geislavirkni, sem í gæsinni fannst, ber hins vegar að rekja til til- rauna með kjamorkusprengjur í Norður-íshafi frá árunum 1956-1960. KGK DV Fiskvinnslunámskeiðin: Búið að gera upp öll laun -segir starfsmaður námskeiðanna „Allir kennarar, sem kennt hafa hér, yfir eitt hundrað talsins, hafa ve- rið sáttir við launagreiðslumar, nema Pétur Geir Helgason “ sagði Gissur Pétursson starfsmaður fiskvinnslun- ámskeiðanna í samtali við DV. Sem kunnugt er fór Pétur Geir fram á að honum yrðu greidd laun, sem hann taldi sig eina inni vegna kennslu á fiskvinnslunámskeiðunum, en var þá rekinn. Hann telur sig eiga inni hjá ráðu- neytinu rúmlega eitt hundrað þúsund krónur. Gissur sagði það af og frá að þessi upphæð væri rétt hjá Pétri Geir. Hann hefði fengið alla kennslu greidda. Upp kom ágreiningur vegna ferðakostnaðar en um þann ágreining hafa tekist sættir milli Gissurar og Péturs, eftir því sem Gissur segir. Gissur viðurkenndi að hafa svarað spumingu Péturs Geirs, um hvort ekki væri óskað eftir honum meira sem kennara á námskeiðunum, játandi. Gissur sagði að það væri sín persónu- lega skoðun. Hann hefði ekkert vald til að afþakka kennslu Péturs Geirs en vegna erfiðra samskipta þeirra á milli vildi hann helst að hann léti af kennslu. Gissur sagðist harma að missa Pétur Geir því hann væri mjög hæfúr kenn- ari. -sme Brotlending Omars í rannsókn Nú stendur yfir hjá Flugslysa- nefhd rannsókn á óhappinu er Ómar Ragnarsson fréttamaður brotlenti flugvél á Reykjahlíðarafrétti fyrir skemmstu. Þeir Bjöm Guðmundsson lögfræð- ingur og Þorsteinn Þorsteinsson, flugvélaverkfræðingur hjá Flug- slysanefnd, komu til Reykjavíkur um hádegisbilið í fyrradag, eftir að hafa farið norður í þeim crindagjörð- um að mæla og mynda allar aðstæð- ur. Talið er að rannsókn óhappsins geti teídð nokkrar vikur, en fram- undan liggur mikið verk hjá nefnd- inni í því að safna þeim upplýsingum sem til álita koma og bera þær síðan saman. -KGK í dag mælir Dagfari Titrandi kvennanámskeið Nýjung fyrir konur. Námskeið i fullnægingu , _hibfyrstasinnartegundarheraland^ armunlslenskumkonumí ;inn gefast kostur á nam- kynfullnægju kvcnna. Paö Ingibjörg Jónsdottir hjukr- cðingur, sem sérmenntað ig i kynlífsfræðslu 'Penns^ btáskólá í Bandarfkjunum, ílda mun namskeiðið. ■r finnst tvímælalaust vera bessu. Pörfm hefur synt s.g ifstaðaríöðrumvestrænum Bændablaðið Tíminn slær því upp á baksíðu í gær að í sumar gefist islenskum konum í fyrsta sinn kost- ur á að sækja námskeið í kynfúll- nægingu kvenna. Islenskur hjúkrunarfræðingur hefur sér- menntað sig í þessum fræðum í háskóla vestur í Bandaríkjunum og ætlar nú að miðla kynsystrum sínum hér af þeirri þekkingu. Af Tímafrétt- inni má ráða að hér er ekkert smámál á ferðinni. Námskeiðið á að standa í sex vikur (nema hvað) og í 9.200 króna þátttökugjaldi er innifal- in bók, ýmiss konar fræðsluefni, sjálfskoðunaráhald og titrari. Þetta síðasta á eflaust eftir að vekja úgg í bijóstum karlmanna og grunsemdir um að þeirra sé ekki lengur þörf þegar fúllnæging kvenna er annars vegar. Eftir útskrift á námskeiðinu geti konur öðlast hina margum- töluðu fullnægingu með því einu að handleika þennan fitlara. Hins vegar segir hjúkrunarfræðingurinn að svo virðist sem konur „þyrftu smáörv- un“ til að þora á námskeiðið. Það væri kannski ráð að senda þeim titr- arann fyrirfram. Ennfremur telur leiðbeinandinn vafa leika á að konur séu néegilega opinskáar til að „hætta sér á svona námskeið". Af öllu þessu er greinilegt að hér er um hið merkilegasta námsefni að ræða en það vekur nokkra undrun að karlmönnum skuli ekki heimiluð þátttaka. Nú er svo komið að karlar mega ekki einu sinni koma saman til snæðings af og til í Rotary nema því aðeins að þær konur sem vilja slást í hópinn geti gert það ef þeim sýnist. Það getur því varla talist í anda jafnréttis að efha til fullnæg- ingamámskeiðs fyrir konur ein- göngu og afhenda þeim bara rafhlöðuknúinn titrara. Hér hlýtur að gefast einstakt tækifæri til að fá allt það sem þarf út úr svona nám- skeiði með því að hleypa báðum kynjum að í einu. Auk þess ekki vafi á að slíkt mundi örva aðsóknina til muna og ætti einnig að gera kon- umar opinskárri. Sjónvarpið tók þetta mál upp í fréttum í gærkvöldi. Ekki kom þar fram hvort málinu yrði fylgt eftir með útsendingum af námskeiðinu sjálfú, en slíkt hlýtur að teljast eðli- leg fréttamennska. Kannski að sjónvarpið gangi meira að segja svo langt að senda einhveija af sinum fögru og æsandi fréttakonum á þetta námskeið og gefi áhorfendum tæki- færi til að fylgjast með því hvernig til tekst. Þar með tækist að slá út amerísku þættina með henni Ruth Westheimer sem ku vera vinsælasti kynlífsráðgjafinn þar vestra. Með því að vinna upp þætti af námskeið- inu hér heima gæfist sjónvarpinu kjörið tækifæri til að framleiða efúi sem erlendar stöðvar mundu slást um að kaupa. Fram til þessa hefúr nokkuð þótt á það skorta í ástarat- riðum íslenskra sjónvarpsleikrita að glöggt kæmi fram hvort konur nái þar langþráðri fullnægingu eður ei. Við lifum á öld upplýsingatækni og þá ber skylda til að miðla sem gleggstum upplýsingum um allt milli himins og jarðar. Kynfullnæging kvenna, með eða án aðstoðar titrara eða karlmanna, er atriði sem sjálf- sagt er að taka til skoðunar á hreinskilinn og opinskáan hátt enda segir námskeiðsstjóri í Tímafréttinni að þörfin sé til staðar í öðrum vest- rænum löndum og telur hana ekki vera minni hér. Eflaust er þetta rétt hjá konunni og jafnvel er þörfin meiri hérlendis en víða annars stað- ar og hljóta lág laun kvenna og skortur á bamaheimilum að spila inn í þessi mál sem önnur í þjóð- félaginu. Karlmenn verða auðvitað að vera hér vel á verði eins og áður er vikið að svo þörfúm þeirra á þessu sviði verði fullnægt ekki síður en kvennanna. Þeir geta þurft á „líf- eflisæfingum" að halda ekki síður en konur en best er að láta titrarann liggja milli hluta. Eflaust munu framsýnir menn sjá til þess að skól- um verði í framtíðinni falið að taka fúllnægingarmálin upp á námsskrá svo allir standi jafnfætis í þessu sem öðm. Hvað sem líður deilum um fræðslustjóramálið fyrir norðan, má því reikna með að í náinni framtíð verði auglýst laus til umsóknar staða fræðslustjóra í fúllnægingu og fá eflaust færri en vilja þegar þar að kemur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.