Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. 31 Lóðaslagur Bjartsýni húsbyggjonda virðist hafa tekið fjörkipp, að minnsta kosti í Hafnarfirði. Þar var úthlutað lóðum undir sérbýlishús nýlega og tókst ekki í fyrsta sinn í nokkur ár að anna eftirspurn. Það vant- aði helmingi fleiri lóðir og þó var úthlutað undir 30 íbúir. Um leið var úthlutað lóðum undir fjölbýlishús með 80-90 íbúðum. En það var slagurinn um tvær lóðir við nokkuð gróna götu, Mávahraun, sem var æsilegastur. 25 sóttu um Mávahraun 7 og 12 um Máva- hraun 13. Fyrrnefndú lóðina hlaut Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson á Miðvangi 73 og þá síðarnefndu Gísli Sig. Arason á Miðvangi 41. Og nú er bara að byrja að byggja. Með kveðju Fyrirmyndaræskan er á Ak- ureyri samkvæmt nýrri könnun. Jafnvel svo félags- lega siðprúð að ekki finnast vandamál nema hjá einum og einum einstaklingi og þá vegna þess að uppalendur hans eiga eitthvað bágt. Her- mann Sveinbjörnsson, fráfar- andi ritstjóri Dags, leggur út af þessu í leiðara þar sem hann lætur í ljós gleði sína yfir batnandi heimi og sendir for- eldrum hans smáskeyti í leiðinni: „Hinn dæmigerði unglingur 1987 virðist allsáttur við sig og sína. Hann reykir ekki og telur þá sem það gera fremur aumkunarverða. Hann prófar að drekka áfengi, meira eða minna um eða eftir fermingu, en foragtar þá heldur en hitt sem gera þess háttar óhóflega. Hins vegar er hinn dæmigerði unglingur nú forfallinn tísku- vöruneytandi í flestum efnum. Börn hinnar ódælu 68 kyn- slóðar virðast vera andstaða hennar; aðlöguð og pen.“ Hvers á „týnda" kynslóðin að gjalda sem hefur alið upp svo foragtuga afkomendur? Slökkt á vekj- aranum Nóttina eftir jarðskjálftann mikla, á meðan enn þótti ástæða til þess að vera á varð- bergi á öllu svæðinu sem skjálftinn náði til, slökkti Raf- magnsveita Reykj avíkur á rafmagninu í heilu hverfi Kópavogs. Þeir sem enn voru vakandi létu sér sumir detta í hug að nú væru náttúruham- farirnar að brésta á fyrir alvöru. En þeir sem voru sofn- aðir vöknuðu sumir of seint í vinnuna um morguninn af því að rafmagnsklukkurnar voru úröllusambandi. Ekki hafði Rafmagnsveitan fyrir því að aðvara íbúana einu orði en hefur þó sér til málsbóta að hafa látið lögregl- una vita, svo og einhverja útvalda sem hafa pantað slík- araðvaranir. Rafmagnsveitu- menn voru að dytta að dreifistöð hverfisins og verk- stjórinn sagði að svona Sandkorn uppákomur eins og þessi, sem stóð í fimm og hálfan klukku- tíma, hefðu ekki verið kynntar í útvarpi nokkur síðustu ár. Þrátt fyrir þær hefðu svo margir kvartað að augljóslega hefði enginn tekið eftir þess- um dýru auglýsingum. Verkstjórinn gat hins vegar ekki svarað því, hvort enginn þeirra sem ekki kvartaði hefði heyrt viðvaranirnar, né þvi, hvers vegna nýju Ijósvakarnir fengju ekki að segja frá raf- magnsleysinu án endurgjalds. Vínið um borð Það þykir ekkert tiltökumál þótt menn sjáist laumast með vínkassa eða bjórkassa frá borði þegar kaupskip liggja í höfnum hér, nýkomin erlendis frá. Enda er mjöðurinn dýr með allri skattheimtu ríkisins og hækkar nú í stórum stökk- um til þess að sparsla megi í rifurnar á ríkiskassanum. Inn- flutningurfram hjá tolli og skattheimtu er því freistandi enda geta báðir grætt stór- lega, smyglararnir og kaup- endurnir - ef vel tekst til. En það ganga ekki allir sömu leið með kassana sína. Þegar grænlenskir rækjutog- arar hafa viðdvöl hér er engu minni straumur um borð með vínföng en frá borði þegar ís- lensk skip eiga í hlut. Þetta á auðvitað rætur að rekja til áfengislaganna í Grænlandi sem takmarka mjög mögu- leika manna til vínkaupa þar í landi. Og þá er meira að segja þetta rándýra áfengi úr vín- búðum íslenska ríkisins orðið eftirsóknarvert. H ver er svo að kvarta? Umsjón: Herbert Guömundsson !i! FRÁ MENNTASKÓLANUM ^ í KÓPAVOGI Brautskráning stúdenta og skólaslit verða föstudaginn 29. maí í Kópavogskirkju kl. 14. Innritun nýnema fer fram 1.-15. júní í skólanum. Eftirtaldar námsbrautir eru í skólanum: eðlisfræðibraut, félagsfræðibraut, íerðamálabraut, málabraut, náttúrufræðibraut, tölvu- braut, tónlistarbraut og vióskiptabraut. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 9-16, sími 4 38 61. Skólameistari SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS HRINGBRAUT 121, 107 REYKJAVÍK, SÍMI 25844 LAUS STAÐA Staða skipaskoðunarmanns á Austfjörðum með að- setri á Fáskrúðsfirði er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandinn hafi menntun á sviði skipasmíða eða skipstjórnarmenntun. Umsóknir sendist Siglingamálastofnun ríkisins, Hring- braut 121, 107 Reykjavík, fyrir 10. júní nk. Siglingamálastofnun ríkisins BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fuflri ferð í fýrsta sinn á íslandi: í kynfullnægju kvenna Námskeið í byijun júní mun Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur halda námskeið fyrir konur. Námskeiðið fjallar um kynfullnægju kvenna. Á námskeiðinu verður fjallað um kynsvörun, kynfullnægingu, kynheil- brigði kvenna, líkamsímynd, líffæra- fræði, fantasíu í kynlífi og sjálfsfróun." Þátttökugjald í námskeiðinu er 9.200 krónur. Aðferðir eins og hópvinna og um- ræður, fræðsla og heimaæfingar verða notaðar til að ná tilgangi námskeiðs- ins. Leiðbeinandi á námskeiðinu er eins og fyrr sagði Jóna Ingibjörg Jóns- dóttir en hún er hjúkrunarfræðingur. B.S. að mennt. Hún hefur víðtæka reynslu við hjúkrunarstörf að baki. Jóna hlaut Fulbright-styrk árið 1985 til framhaldsnáms í kynlífsfræðslu sem hún stundar nú við Pennsylvaníuhá- skólann í Philadelphiu í Bandaríkjun- um. -sme SKILAFRESTUR í BÍLAGETRAUN ER TIL KL. 22 í KVÖLD, MIÐVIKUDAG. BIACKSiDECKER Garðáhöldunum Kantskerar í úrvali Verð frá kr. 3.943,- Við eigum einnig fyrir- Iiggjandi stærri sláttuvél- ar og ýmis gæðaáhöld. Útsölustaðir um land allt. — brsteinsson &lohris«)o ÁRMÚLA1 - SÍMI 68-55-33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.