Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 23
MIÐ-VIKUDAGUR 27. MAÍ 1987.
23
Erlendir fréttaritarar
Skotvopn á flestum
norskum heimilum
Björg Eva Eriendsdóttir, DV, Osló;
Flest norsk heimili geta /tátað af
skotvopnaeign ef marka má rann-
sókn norska dagblaðsins Aftenpost-
ön sem birtist um helgina.
Tala skotvopna í landinu getur
ekki verið lægri en 1,3 milljónir, seg-
ir starfsmaður norska vopnaráðsins.
Reyndar er tala þessi meðaltal af
skotfæraeign Norðmanna en tölum-
ar em ef til vill mun hærri. Erfitt
er þó að komast að því hver raun-
vemlegur íjöldi skotvopna er því
skráningu og eftirliti er mjög ábóta-
vant.
Morð og manndráp hafa aukist
mjög á síðustu árum í Noregi. Verst
var árið 1986 en þá féllu fimmtíu og
sex manns íyrir hendi manndrápara.
Skotvopnin em algengustu morð-
tólin. Það sem af er þessu ári hafa
íjömtíu prósent myrtra verið skotnir
og af þeim flestir með haglabyssu.
Þeir sem ætla sér að nota hagla-
byssu sem morðvopn saga gjaman
af henni hlaupið. Hlaupstuttar
haglabyssur taka lítið pláss og em
með hættulegustu vopnum sem til
em.
Jafnauðvelt og að kaupa bjór
Reglur um meðferð skotvopna em
strangari í Danmörku, Finnlandi og
Svíþjóð. Það em haglabyssumar
sem em stærsta vandamálið. Á hin-
um Norðurlöndunum þarf að sækja
um leyfi til lögreglunnar til þess að
kaupa sér haglabyssu. I Svíþjóð þarf
leyfishafi einnig að vera virkur með-
limur í skvttuklúbbi eða veiðifélagi.
1 Finnlandi þarf maður að vera tutt-
ugu og eins árs til þess að geta keypt
skotvopn. Norðmenn geta aftur á
móti keypt haglabyssu á jafnauð-
veldan hátt og bjórflösku úr búð.
Eina skilyrðið er að kaupgndinn
þarf að vera orðinn átján ára. Ekk-
ert leyfi þarf og enga skráningu og
þvi getur hver sem er átt þessi hættu-
legu vopn án þess að gefa neina
skýringu á því til hvers eigi að nota
þau.
Flestir þeirra Norðmanna sem skotnir hafa verið á þessu ári hafa fallið
fyrir haglabyssu. Ekkert leyfi þarf til þess að kaupa sér haglabyssu og
engin skráning fer heldur fram við kaupin. Eina skilyrðið er að kaupandinn
þarf að hafa náð átján ára aldri.
Flestar í Osló
Flestar haglabyssur em í Osló. Að-
eins fáir íbúar höíúðborgarinnar em
meðlimir í veiði- eða skvttuklúbbum
og hafa því ekkert að gera við þess-
ar byssur nema þá til þess að nota
þær í vafasömum tilgangi. Revndar
þykir sumum trygging í því að hafa
skotvopn við höfðalagið á rúrni sínu
til þess að hræða burt innbrotsþjófa
eða verjast árásarmönnum.
En þvi miðm- vilja vopnin oft snú-
ast í höndum eigendanna. Algengast
er að manndrápin eigi sér stað innan
fjölskvldu eða vinahóps og í lang-
flestum tilfellum um helgar. Mvnstr-
ið er alltaf svipað. Gleðskapurinn.
með tilhevrandi áfengisnevslu. fer
út í öfgar með rifrildi og slagsmálum
við ýmist fjölskvldu eða nágranna
og haglabyssan bindur svo enda á
slagsmálin.
Öruggt er að færri mannslíf hefðu
farið forgörðum ef skotfæraeftirlit í
Noregi hefði verið hert og sala þess-
ara hættulega vopna takmörkuð.
Heilbrigðisráðherra
andvígur eyðniprófum í
Bæjaralandi
Ásgeir Eggeitssan, DV, Munchen;
Erfitt hefur verið að finna nokk-
urn þann sem tekur undir þá
ákvörðun stjómarinnar í Bæjaral-
andi að he§a eyðnirannsóknir á
ýmsum þjóðfélagshópum.
Jafnvel meðlimir hins íhaldssama
stjómmálaflokks, Kristilegra demó-
krata, hafa átt í erfiðleikum með að
útskýra fýrir fólki hvemig fram-
fylgja eigi lögunum.
En hvers vegna hafa þessi lög að-
eins verið sett í einu af ellefú
sambandsríkjum V-Þýskalands?
Vafalaust er það að einhverju leyti
að rekja til öfgafullra viðbragða
Bæjara við óboðnum gestum.
Farsóttarlög
Hins vegar hafa stjómir sam-
bandsríkjanna í V-Þýskalandi
heimild til að setja lög innan ákveð-
inna marka. Heilbrigðismál falla
einmitt undir þessa heimild. Sam-
bandsríkjunum er heimilt að setja
lög er varða farsóttir og aðgerðir til
vamar þeim. Hvort eyðni telst til
farsótta eru menn ekki sammála um.
Erfitt getur reynst að finna smitvald-
inn þar sem sjúkdómseinkenni koma
oft ekki í ljós fyrr en eftir tvö ár.
Flokkar í öðrum sambandsríkjum
V-Þýskalands leggja einmitt áherslu
á að aðeins ábyrgð og samviska
hvers og eins komi í veg fyrir út-
breiðslu veikinnar. Áhrif laganna
verða líklega meiri á félagslegum
vettvangi.
Ríkisstarfsmenn í eyðnipróf
Erfitt er að ímynda sér hvað ráða-
menn- höfðu í huga er þeir létu sér
detta í hug blóðgreiningu hjá útlend-
ingum sem vilja setjast að í Bæjara-
landi. Einnig verður nýjum
fastráðnum starfsmönniun ríkisins
gert skylt að gangast undir umrætt
eyðnipróf. Allar þjóðir V-E\TÓpu em
undanþegnar blóðrannsókninni.
Svisslendingar eru einhverra hluta
vegna ekki undanþegnir en Júgó-
slavar losna við allt umstangið sem
fylgir blóðprófinu.
Ekki er auðvelt að skilja hvað býr
að baki þvi að senda fastráðna
starfsmenn ríkisins í blóðrannsókn.
Ein af skýringunum gæti verið sú
að þar með vilji ríkið trvggja sig íjár-
hagslega gegn þeim sem síðar meir
reynast vera smitaðir af evðni. Með
þvi að senda starfsmenn sína i blóð-
rannsókn er ríkið þannig búið að
gefa einkafyrirtækjum foi-dæmi og
hver veit nema tiyggingafélögin faii
að dæmi ríkisins.
Heilbrigðisráðherrann and-
vigur
Hræðsla almennings við lögin kom
fljótlega í ljós eftir gildistöku þein-a.
Ráðgjafai’ á eyðniskrifstofúm í nær-
liggjandi sambandsríkjum sögðu frá
því að fyrirspurnum fi'á Bæjaralandi
hefði fjölgað mjög.
HeilbrigðisráðheiTann í V-Þýska-
landi er alfaiið á móti þessimi lögimi.
Segir hún að með lögunum verði
sjúklingunum \lt út i afkima þjóð-
félagsins. Einnig telur hún hættu á
að lögin komi í veg fvrir að fólk fari
í blóðpróf af fúsimi og frjálsum \ilja.
Flytja út
frjóvguð egg
Sgrún Harðardóttir, DV, Amsterdam;
Hollendingar eru mikil landbúnað-
ar- og ræktunarþjóð. Árlega flytja þeir
út blómlauka. grænmeti og mjólkur-
afurðir sem færa þióðarbúinu millj-
arða gyllina.
Stór hluti grænmetis og mjólkur-
afúrða fer til suðlægari landa. e\janna
út af Afríkuströnd og landanna hand-
an Miðjarðarhafsins.
Landbúnaðarframleiðsla er þó ekki
eingöngu bundin við grænmetis- og
blómarækt eða kúabúskap. Mikil
framleiðsla er á kjúklingum og em
þeir ódýrasta kjötið á markaðnimi.
í viðskiptalöndum Hollands handan
Miðjarðm-hafsins þykja hollenskir
kjúklingar miklu feitari og matarmeiri
en innlendir kjúklingar og sækiast’
kjúklingarfi'amleiðendm- Miðaustm'-
landa nú eftir hollenskimi fijóeggjimi
þrátt fvrír hæn'a verð.
F\TÍrtækið Plumex í Norðm--Holl-
andi sinnii' þessmi nýju útflutnings-
grein og fl\lm- út frjóvguð egg til
útungunarbúa tvisvar til þrisvar í
viku. Plimiex er með sjö himdmð þús-
und hænsni. sem notuð em við þessa
eggjaframleiðslu. og vinna tuttugu
manns hjá fi'rirtækinu.
Sumarhús
Umboö a Islandi fyrir
\ DINERS CLUB
■» INTERNATIONAL
OTCÍKVTMC
WEISSENHAUSER STRAND, glæsilegur sumardvalarstaður, frábær aðstaða
til leikja og útiveru. Góð staðsetning, stutt til margra forvitnilegra staða:
Hansaland, fullkomið tívolí, dýragarðurinn í Hamborg, Kaupmannahöfn, Ki-
el. Rúsínan í pylsuendanum: breið og góð baðströndin. Beint dagflug með
Arnarflugi til Hambo^gar alla fimmtudaga.
Verðdæmi: kr.
15.900,
' á mann, miðað við 4ra manna Qölsk. í eina viku.
| — ■' ' jLiMÍflT —— FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580