Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Side 8
Útlönd Thatcher, forsætisraðherra Breta, reynir nú að endurheimta frumkvæðið í kosningabarátt- unni. Simamynd Reuter Reynir að endur- heimtafrumkvæðið Margareth Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands og leiðtogi íhaldsflokksins, reynir nú að end- urheimta frumkvæðið í kosninga- baráttunni á Bretlandseyjum, eftir að Verkamannaflokkurmn hefúr unnið stöðugt á um tveggja vikna skeið. íhaldsflokkurinn hefúr nú mísst um helming forskots sins í skoð- anakönnunum og Thatcher ræðst nú harkalega að Verkamanna- flokknum, ákveðin í að ná fylgi flokks síns til baka. Einbeitir frúin sér nú að vamarmálastefhu Verkamannaflokksins sem hún segir stórhættulega örvggi Bret- lands. Síðustu skoðanakannanir sýna að nú hefur íhaldsflokkurinn að- eins sjö prósentustiga forskot umfram Verkamannaflokkinn, en fyrir niu dögum var forskotið fjórt- án prósentustig. í þessum nýjustu skoðanakönnunum hefúr fylgi íhaldsflokks verið um 42 prósent, Verkamannaflokks 35 prósent, en kosningabandalags miðjumanna aðeins um 20 prósent. Lögreglumenn skoða bifreið Bandarikjamannsins sem skotið var á í Kaíró i gær. Simamynd Reuter Skotið á tvo bandaríska sendiráðsmenn Skotið var á bifreið tveggja bandarískra sendiráðsmanna í Kaíró í gær og þeir særðir, en hvor- ugur þeirra mun vera í h'fshættu. Þetta er í þriðja sinn á tveim árum sem ráðist er á starfsmenn erlendra sendiráða í Kaíró. Talsmaður bandariska sendi- ráðsins í Egyptalandi sagði í gær að mennimir tveir, Dennis Will- iams, yfirmaður öryggismála sendiráðsins, og John Hucke sendiráðsritari hefðu hlotið smá- vægileg meiðsl, aðallega skorist á gleri. Til óeiróa kemur nær hvem ein- asta dag í Seoul, höfuðborg S-Kóreu, um þessar mundir. Simamynd Reuter Ráku lögreglu- stjórann Stjómvöld í Suður-Kóreu ráku í gær lögreglustjóra landsins en brottvísun hans er enn ein tilraun þeirra til að lægja óeirðaöldur meðal námsmanna í kjölfar þess að ungur stúdent var nýlega pynt- aður til dauða af lögreglu landsins. Talsmaður ríkisstjómarinnar, sem í gær tók við völdum í landinu í kjölfar afeagnar fyrri stjómar, sagði í gær að yfírmaður lögreglu hefði sagt af sér og tæki fulla ábyrgð á yfirhylmingunni með þeim sem urðu drengnum að bana í janúarmánuði síðastliðnum. MIÐVlklJDAGUR 27. MAÍ 1987. Ráðast gegn skæru- liðum á Sri Lanka Öryggisverðir stjórnvalda á Sri Lanka hafa nú uppi víðtækustu að- gerðir, sem gripið hefur verið til, gegn skæruliðum aðskilnaðarhreyfingar ta- míla, í þeirri von að binda enda á fjögurra ára baráttu um yfirráð á Jaffna-skaganum í norðurhluta lands- ins. Öryggismálaráðherra Sri lanka, La- lith Athulathmudali, skýrði frétta- mönnum frá því í gær að um þrjú þúsund hermenn hefðu verið sendir gegn skæmhðum tamíla á landi, í lofti og á sjó. eftir að borgurum á svæð- inu var gefinn tveggja tíma frestur til að komast á örugg svæði í skólum, hofum og kirkjum. Þyrlur slepptu dreifibréfum, á bæði ensku og tungum tamíla, þar sem borgarar voru hvattir til að forða sér af svæðum skæruliða. Tveggja sólar- liringa útgöngubann var sett á, áður en árásir stjómarmanna hófust. Á fyrstu fjórum klukkustundum að- gerðanna felldu stjómarmenn átján skæruliða, en misstu fjóra úr sveitum sínum, að sögn öryggismálaráðherr- ans. Síðar var skýrt frá því að tuttugu og tveir skæruliðar hefðu verið felldir. Skæruliðar halda því fram að sveitir stjómarinnar hafi fellt liðlega hundr- að almenna borgara á svæðinu. Skæruliðar tamíla hafa ráðið lögum og lofum á Jaffha-skaga undanfarin ár. Þeir vilja setja upp sjálfstætt ríki tamíla sem eru um þrettán prósent íbúa Sri Lanka. Oryggismálaráðherra Sri Lanka, Lalith Athulathmudali, skoðar vopn sem náðst hafa af skæruliðum tamíla í Jaffna. Simamynd Reuter Léleg þátttaka í þjóðar- atkvæðagreiðslunni Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni á Irlandi í gær var undir fimmtíu prósent. Atkvæðagreiðslan getur ráð- ið úrslitum um hvemig aðild írlands að Evrópubandalaginu verður háttað í framtíðinni. Vildu stjómvöld tryggja sér rétt til aukinnar samvinnu á sviði utanríkis- mála við hin bandalagsríkin og varaði forsætisráðherrann Charles Haughey kjósendur við að ef þeir greiddu ekki atkvæði með fyrirhuguðum breyting- unum á stjórnarskránni gæti það þýtt úrsögn fra úr Evrópubandalaginu. Sovésk flugvél hrapaði í sænskri landhelgi Gurmlaugur A. Jánsson, DV, Lundi; Lítil sovésk flugvél hrapaði í morgun í hafið skammt fyrir utan Gotland í sænskri landhelgi. Vélin hafði sést á sænskum radar áður en hún hrapaði og hafði sænski herinn sent upp herflugvélar en áður en þær höfðu komið til móts við vélina haföi hún hrapað í hafið. Sjó- menn á hafi úti sáu hvar vélin hrapaði. Samkvæmt fyrstu Iréttum í morg- un var ekki ljóst hvort um herflugvél væri að ræða og ekki var vitað til að neinn hefði komist lífs a£ stay with europe voteyes. Helmingur írskra kjósenda virti þjóðaratkvæðagreiðsluna um afstöðu Irlands til Evrópubandalagsins að vettugi í gær. Simamynd Reuter Ræðir vopnamál í Austur-Beriín Leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbatsjov, flýgur til Austur-Berlínar í dag þar sem hann mun sitja fund Varsjárbandalagsríkjanna. Búist er við að sá fundur verði mikilvægur hvað varðar samskipti austurs og vest- urs. Stjórnarerindrekar og fjölmiðlar hafa leitt getum að því að Gorbatsjov muni ef til vill tilkynna um fækkun í herliði Sovétmanna til þess að koma til móts við vestræn ríki. Því hefur verið borið við að ef skammdrægum kjamaflaugum verði fækkað sé Vest- ur-Evrópa í hættu vegna hemaðar- legra yfirburða Sovétmanna á hefðbundnu sviði. Sovéskur hershöföingi lét þó hafa eftir sér í gærkvöldi að Sovétmenn væm ekki með fleiri hermenn í Aust- ur-Þýskalandi en þörf væri á. Sovésku hermennimir í Austur-Þýskalandi em þrjú hundmð og áttatíu þúsund tals- ins. í ræðu, sem Gorbatsjov hélt í Búkar- est í gær, lagði hann áherslu á ágæti umbótastefnu sinnar. Að því er Tass fréttastofan í Moskvu hermdi tjáði Gorbatsjov rúmönskum verkamönn- um að hann og Ceausescu hefðu skipst á gagnrýnisorðum. Hann hefði þó lýst yfir ánægju sinni með sámræður þeirra. Raisa Gorbatsjova heimsótti barna- heimili í Búkarest á meðan eigin- maður hennar hélt ræður. - Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.