Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. 33J Dægradvöl Almenningur í geimferðum?“ Margrét Bjömsdóttir þjóðfélagsfræðingur, starfar sem endurmenntunarstjóri Þegar árið 2010 er nefnt finnst mér fyrst sem þá hljóti allt að vera gjör- breytt og þá helst í líkingu við þann heim sem ýmsar vísindaskáldsögur hafa dregið upp fyrir okkur. Nánast alger sjálívirkni á ótrúlegustu sviðum, almepningur í geimferðum o.s.frv. En þá fór ég að hugsa jafnlangt til baka, eða til ársins 1964, ársins sem ég byij- aði í menntaskóla. Hvað hefur breyst síðan sem skiptir verulegu máli í lífi okkar? Teikn á lofti Það fyrsta sem mér kemur í hug er staða kvenna. Á síðastliðnum 23 árum hefur hlutverk okkar gjörhreyst, a.m.k-. í okkar heimshluta. Við tökum nú þátt í vinnu utan heimilis næstum til jafns við karlmenn. En þjóðfélagið er ekki enn búið að átta sig á því að það er ekki nóg að við förum út að vinna. Við munum horfast í augu við það að aukin atvinnuþátttaka kvenna krefst lengra fæðingarorlofs, fleiri bama- heimila, skóladagheimila, elliheimila og heimila fyrir fatlaða. Ekki síst krefst það einnig þess að konur beri jafht úr býtum og karlmenn, bæði hvað varðar fé, völd og virðingu. Um þetta eru mörg teikn á lofti. Annað sem fylgir breyttri stöðu „A síðustu 23 árum hefur hlutverk okkar gjörbreyst, a.m.k. í okkar heimshluta," segir Margrét Bjömsdóttir þjóðfélags- fræðingur. kvenna og hefur lítið verið rætt hér- lendis er fækkun bameigna. Æ færri ungir og miðaldra skapa verðmæti, en æ fleiri gamalmennum þarf að sjá fyr- ir. Ég hef séð ótrúlegar og næstum óhugnanlegar spár um þessa þróun, t.d. fyrir V-Þýskaland. Komin á ystu nöf Meðvitund okkar hefur mikið breyst hvað varðar takmörk fyrir því hversu mjög við, með okkar tækni og fram- leiðslu, getum misboðið náttúrunni. Þar er ýmislegt að gerast sem sýnir okkur að við erum komin á ystu nöf, s.s. þynning ósonlagsins umhverfis jörðina, súrt regn, deyjandi líf í ám helstu iðmíkja, geislamengun frá fram- leiðslu kjamavopna og vera. Augljóst er að sá hagvöxtur, sem við höfúm notið undanfama áratugi, er ríkulega niðurgreiddur af náttúrunni en hún er nú greinilega að sýna okkur að of langt hefur verið gengið. Ég hef þá trú á al- menningi að hann muni þrýsta stjóm- málamönnum og þeir framleiðendum til betri vegar. Það sama er að gerast í afvopnunar- málum. Fólk vill ekki þerrnan vitfirr- ingslega vígbúnað en stjómmálamenn þráast enn við eins og fréttir undan- fama daga sýna. Viimum með náttúmnni i- .. . ■■■-[ . . . . Sigrún Helgadóttir, líffræðingur í raun og veru er það þrennt sem getur gerst ef maður miðar við ástandið árið 2010. 1 fyrsta lagi getur maður verið svartsýnn og sagt að það stefni í kjarnorkustyrjöld og þá verður náttúrlega ekkert eftir hér á jörðu. í öðru lagi getum við haldið áfram óbreyttri stefnu sem miðast við auðlindasó- un. Svo eigum við líka þess kost að snúa frá þessari stefnu sem við höldum núna og viðurkenna að við erum hluti af náttúrunni og fylgja þeim lögmálum sem náttúran setur okkur. Hringrásir náttúrunnar í raun og veru tengjast þessar þrjár stefn- ur. Sú stefna sem við förum í dag leiðir annaðhvort af sér breytta og heillavænlegri stefnu eða styrjöld. I dag göngum við á auðlindir sem ættu að vera okkur nægar ef vel er farið með. Ein orsök styrjalda er einmitt sú að gengið er um of á auðlindir. Olían er til dæmis takmörkuð orkulind. Einn góðan veðurdag verður hún búin. Við Vesturlandabúar eyðum um efni fram. En af því að ég á nú fjögur börn þá reyni ég að vera bjartsýn og vona að við tökum upp þá stefnu að vinna með náttúrunni. I náttú- runni eru að verki hringrásir sem mikilvægt er að fræða fólk um. Vélræn hugsun frekar en Ijúf og mannleg Eitt af því sem við verðum að viðurkenna er að stærð jarðarinnar er takmörkuð. Við verðum að hefja verndun á auðlindum með betri nýtingu, endurvinna efni og skila jörð- inni aftur þvi sem við tökum frá henni. Við verðum líka að hætta að trúa þvi að aukinn hagvöxtur sé það sem við eigum að stefna að því það kemur að því að segja verður: Hingað og ekki lengra! Hugsið ykkur bara t.d. bifreiðaeign íslendinga, hvernig ætli ástandið í þeim málum verði árið 2010? Mér liggur við að segja að það sé vélræn hugsun að baki, frekar en ljúf og mannleg. En á árinu 2010 vil ég að vinnudagurinn sé ekki lengri en sex tímar, að skóladagur- inn verði samfelldur og að fjölskvldunni gefist nægur tími til að .vera saman. „Grænmetisætum á örugglega eftir að fjölga og fólk kemur til með að leggja aukna áherslu á heilbrigt líferni," segir Kolbrún Halldórsdóttir, dagskrárgerðarmaður á rás 2. „Að mannskepnan rækti garðinn sinn...“ Kolbrún Halldórsdóttir dagskrárgerðarmaður Ég held að þróunin verði hægfara og von- andi í rétta átt. Það er erfitt að sjá fyrir að mannskepnan eigi eftir að taka miklum framförum. Það sem einna helst getur vald- ið stökkbrevtingu í þróun eru allir hlutir sem snúa annars vegar að hernaði og stríðs- rekstri og hins vegar þeir hlutir sem snúa að vísindum. Ef ég hugsa tuttugu og þrjú ár fram í tímann á ég ekki von á stórstigum framförum í þessu móralska samfélagi okk- ar. Landamæri þurrkast út Það sem kemur fyrst og fremst til með að breytast eru ýmis hjálpartæki frekar heldur en manneskjan sjálf. Með hjálpartækjum á ég til dæmis við þá byltingu sem orðið hefur í upplýsingamiðlun með tilkomu tölvunnar. Ég held að sú þróun haldi áfram. í dag inni- halda alþjóðlegir tölvubankar upplýsingar um fólk og málefni og ég held að landa- mæri gagnasöfnunar séu að þurrkast út. Á sama hátt hefur því verið spáð af viðskipta- spekúlöntum að Evrópa verði sameinuð í eitt markaðssvæði. Ég er hræddust við að styrjöld geti breytt heiminum á einni nóttu en það er einmitt aðalóvissuþátturinn hvort tekst að komast hjá kjarnorkustvrjöld. Að gleypa sólina Ef litið er á þróun einstaklingsins hvað varðar heilbrigði og heilsufar þá tel ég að sú vakning, sem nú er farið að bera á og felst t.d. í sjálfsmeðferð, komi til með að halda velli. Grænmetisætum á örugglega eftir að fjölga og fólk kemur til með að leggja aukna áherslu á heilbrigt líferni til að fyrirbyggja sjúkdóma. Grundvöllur allrar jákvæðrar þróunar byggist á því að mannskepnan líti svolítið inn á við, rækti garðinn sinn, frekar en að vera á kafi í þessu mikilmennskubrjálæði að ætla sér að gleypa sólina. Viðráðanleg- asta stærðin er náttúrlega alltaf maður sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.