Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987. 19 Iþróttir • Pétur Einarsson flugmálastjóri lendir i farþegastökki fyrir utan Reykjavíkurflugvöll í fyrrasumar. Lært á fallhlrf með magastökkum Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur hefur tekið upp þá nýjung að bjóða öllum sem áhuga hafa á að kynnast fallhlífa- stökki af eigin raun, svokölluðum farþegastökkum sem Pétur Einarsson flugmálastjóri varð fyrstur íslendinga til að reyna í fyrrasumar. Hér er um að ræða stökk þar sem farþeginn (nemandinn) er festur ör- ugglega framan á vanan stökkmeist- ara í sérstökum útbúnaði sem stjómar stökkinu og skilar farþeganum til jarðar með dúnmjúkri lendingu. Út úr þessu fær farþeginn 30 sek. frjálst fall og 5 mínútna einkakennslu í stjómun fallhlífar í sjálfu fyrsta stökk- inu og það eftir aðeins 15-20 mínútna undirbúning á jörðu niðri. Einnig býður klúbburinn, og þá gjarnan í framhaldi af þessu, upp á námskeið í frjálsu falli fyrir þá sem vilja verða alvöm himindýfarar. Er þetta nýjung á íslandi. Námskeið þetta byggist á því að strax í fyrsta stökki stekkur nemandinn úr 12.000 feta hæð(50 sek. frjálst fall) og þá með tvo sérstaklega þjálfaða kennara með sér sem veita aðhald og leiðbeiningar í sjálfú fallinu. Með þessari nýju 'kennsluaðferð er mögulegt fyrir nemandann með há- marks námshraða að útskrifast á 7 stökkum í staðinn fyrir 30-50 stökkum með eldri aðferðum. Þá má að lokum geta þess, fyrir þá sem halda að fall- hlífarstökk sé mesta hættuspil, að það er mesti misskilningur. Þessi kennslu- aðferð hefur verið við lýði í Bandan'kj- unum og víðar síðan 1981 án þess að eitt einasta slys hafi orðið og emm við þá að tala um stökk sem teljast líklega í hundruðum þúsunda. Síðan þetta var tekið upp á íslandi. lítillega í fyrrasumar og svo aftm’ nú af tvöfóldum krafti. hefur enginn svo mikið sem brotið nögl sem stendur ekki heldur til. Þeir sem áhuga hafa og vilja fá nánari upplýsingar um þá þjónustu sem Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur hyggst veita í sumar geta fengið þær hjá formanni klúbbsins. Rúnari Rúnarssvni. í síma 36325. -JKS 304 MERCURY Þrælsterkir ítalskir íþróttaskór á góðu verði 2925 ROVER 301 Margir litir Stærðir 24-38 JOCKEY SENDUM I POSTKROFU DIADORA hjá Bragasporti, Suðuriandsbraut 6 DIADORA í Hólasporti, Lóuhólum 2-6 DIADORA UM LAND ALLT Diadora-umboðið ® ÁSTUflD ® SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Austurver Sími 8-42-40 , ------ BÆJARLÖGMAÐUR Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða bæjarlögmann. Upplýsingar veitir undirritaður ásamt bæjarlögmanni. Umsóknir skulu berast undirrituðum eigi síðar en 9. júní nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfiröi. RflFEInD HF *rs3 MfcOIA Diskettur mgm ■gM heildsöluverði mm Bjóðum Media diskettur á heildsöluverði séu keyptar fleiri en 10 í einu. Ármúla 23 s. 687870 BLAÐBunuAR- FÓLK VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Eskihlíð Blönduhlíð ************************ Sólvallagata 12-út Hávallagata 18-út *****#****•********■#*•*•#■#•* Leifsgata Egilsgata *********************** Melabraut, Seltjarnarnes ************************ Hverfisgata 1-66 ************************ Háaleitisbraut 14-51 ************************ Skólagerði, Kópv. *************** AFGREIÐSLA Þverholti 11 — Sími 27022 RÍKIS SPÍT ALAR LAUSAR STÖÐUR Hjúkrunarfræðingur óskast á svæfingadeild Landspít- alans, hlutastarf í dagvinnu. Sérmenntun ekki skilyrði. Einnig óskast Svæfingahjúkrunarfræðingur til starfa nú þegar. Hjúkrunarfræðingar óskast á gjörgæsludeild nú þeg- ar. Boðið er upp á aðlögunartíma og fræðslu. Hjúkrunarfræðingar óskast á handlækningadeild, 3. 11 G, nú þegar. Unnið þriðju hverja helgi og boðið upp á aðlögunartímabil. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 2 90 00. Símavörður óskast í sumarafleysingar á símstöð Landspítalans. Vaktavinna. Upplýsingar gefur varð- stjóri á símstöð Landspítala i síma 2 90 00. Meinatæknir óskast til starfa á Vífilsstaðaspítala nú þegar eða frá 1. júlí nk. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir í síma 4 28 00. Skrifstofumaður óskast á skrifstofu Blóðbankans nú þegar eða sem fyrst. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 2 90 00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.