Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. Útlönd dv Af framkvæmdastjóra og blóraböggli hans Oliver North ofursti, sem Reagan forseti eitt sinn kallaði hetju, ætlar nú málflutningur beinist nú að því einu að herða netið um hann. í völundarhúsi stjómmálanna er á stundum ekki allt sem sýnist enda ber oft meir á moldryki. sem þvrlað er upp til að ná settum mörkum. heldur en því sem í raun er tekist á um. Einkum á þetta við um hin svo- nefndu hneykslismál, sem viðruð eru út úr rangölum stjómsýslu, þau sem að jdirskini lúta að siðferði stjórn- málamanna. í mörgum tilvikimi er hneykslið aðeins tilefni til að láta revna á valdamunstur þjóðfélagsins. sýna hver í raun ræðm-. Eitt þessara mála er íranhnevkslið sem svo hefur verið nefht. Rannsókn þess hefur undanfarna mánuði farið á gandreið um fjölmiðla heimsins með þeim árangri að nú veit öll ver- öld að Kanar seldu írönum vopn og gáfú kontraskæruliðum afi’akstur sölunnar og að Ronald Reagan. kú- rekastjarnan í Hvíta húsinu. er líklega lvgari. Forseti eða framkvæmdastjóri Þótt mál þetta hafi. á sínum tíma. sprottið af sölu Bandaríkjamanna á stríðstólum til ajatollanna í íran og einkennilegri útdeilingu arðs af við- skiptunum við þá. skipta þau tilvik í raun engu í málarekstri embættis- manna óg yfirvalda í dag. Þau voru tilefnið og leggja til eldivið á bálið sem heldm- athvgli fjölmiðla (og þar af leiðandi kjósenda). en átökin miða að því einu að skýrgreina valdsvið. staðfesta vald þings yfir ríkisstjóm. Bandaríkjaforseti er ekki þjóð- höfðingi og ekki leiðtogi nema að takmörkuðu levti. Bandaríska þjóð- in hefúr, frá því hún fvrst haslaði sér völl sem sjálfstætt ríki. ávallt haft megna andúð á sterku ríkis- valdi. Akaflega margt í skipan stjórnsýslu þar vestra miðar að því að takmarka vald embætta og stofn- ana. jafnt hvíta hússins sem annarra. Ráðuneyti forseta Bandaríkjanna er, f samræmi við þessa tilhneigingu, ekki nefnt ríkisstjóm (ber ekki enska heitið „govemment") heldur framkvæmdastjóm (er alltaf kallað „administration"). Forsetinn sjálfur er á sama veg yfir-framkvæmda- stjóri, getur haft mikil áhrif, en völd hans eru takmörkuð. Hið eiginlega vald til stefnumörk- unar, ekki síður en löggjafar, er að mestu í höndum bandaríska þings- ins. Þeir sem þar sitja líta á forsetann sem framkvæmanda þess er þeir leggja fyrir og bregðast ókvæða við, ef þeim þvkir hann ganga út fyrir þau mörk. I revnd skiptir það því ekki máli hvort ajatollunum vom seld dráps- tæki, hvort kontraskæruliðarnir fengu einhverja aukagetu, né heldur hvort Reagan lýgur eða segir satt. Þinginu er mest í mun að staðfesta hvort og hversu langt Reagan og félagar hans gengu út fyrir þann framkvæmdaramma sem þingheim- ur hafði sniðið þeim. Og þá að staðfesta, einu sinni enn, svo ekki verður um villst, að svoleiðis nokkuð má bara enginn forseti gera. Hetja eða blóraböggull Þótt þingmenn vilji á þennan veg atyrða forseta sinn og slá á fingur hans með reglustiku til áréttingar, hafa þeir enga löngun til þess að ganga of nærri hcnum. Ljóst er að meirihluti bandarísku þjóðarinnar telur forsetann hafa farið ákaflega frjálslega með staðreyndir í máli þessu og því væri þingheimi í lófa lagið að láta leikinn enda með af- sögn hans. Þeir skrífa enda handritið sjálfir. Þau endalok vill þó enginn. Water- gatemálið er enn of ungt til að nokkurn þingmann fysi að draga - Símamynd Reuter æðsta embætti þjóðarinnar i svaðið að nýju. Forsetinn er að auki gam- all, hefúr verið vinsæll og hefur yfirleitt verið fremur atkvæðalítill í hjaðningavígaheimi stjómmálanna hið vestra, hefur ekki unnið öðrum úr hópi útvaldra neitt mein að kall- ast geti. Loks er svo stutt til kosn- inga og áhrif þess að þvinga forseta til afsagnar gætu orðið neikvæð fyr- ir demókrata, jafnt sem repúblikana. Því ríkir nú bróðemissamkomulag milli flokkanna um að ganga ekki um of í skrokk á Reagan, láta vald- sviðsstaðfestinguna nægja. En einhverjum verður um að kenna. Enginn er glæpur án fremj- anda. Og því berast nú æ fl'eiri bönd að ofurstanum Oliver North sem Reagan forseti eitt sinn kallaði hetju. Allt frá því hneykslið skaut upp kollinum og North var rekinn frá þjóðaröryggisráðinu, hefiir mál- atilbúnaðurinn miðað að því að hetjan yrði gerð að blóraböggli. Fyrst var skýrt frá því að hann hefði líklega tekið sér óhæfileg völd. Þá kom í ljós að hann hafði, með eða án vitundar yfirmanna sinna, staðið í braski og bralli með hinum ókenni- legustu öflum um heim allan. Næst fundust vitni þess að hann verslaði með tíma og persónu forsetans, seldi fimmtán mínútna spjall við Reagan á þrjú hundruð þúsund dollara, eða mínútuna á tæpa milljón íslenskra króna. Og loks fannst svo punktur- inn yfir i-ið, þegar í ljós kom að hann hafði notað ferðatékka frá kontraskæruliðunum út í kjörbúð. Síðastnefnda atriðið leit dagsins ljós í framburði eins af leiðtogum kontra- hreyfingarinnar, snyrtilegs og þekkilegs manns með hálstau, sem eitt sinn var framkvæmdastjóri kóka kóla í Nigaragúa og líkist ekki nokkurn skapaðan hlut Che Gue- vara, eða nokkrum öðrum þekktum skæruliðaforingja. Telja verður líklegt að þessi niður- staða málsins hafi verið ákveðin í upphafi þess. Allar aðgerðir yfir- valda hafa lotið i þá átt og allt athæfi ofurstans sjálfs, Oliver North, einn- ig. Ef til vill var það hetjuskapurinn sem Reagan sá í ofúrstanum, að hann var reiðubúinn til að taka á sig sökina, firra yfirmenn sína ábyrgð, gerast blóraböggull. Má telja næsta víst að ofurstinn fái éin- hverja umbun fyrir, þótt hún komi ef til vill aldrei upp á yfirborðið. Þessum málalokum mega þó allir una. Þingheimur fær staðfest vald sitt til þess að snupra forsetann, for- setinn fær staðfest að hann getur logið sér að meinalausu og North fær staðfest að hann er sannur píslar- vottur, sem var reiðubúinn til að fórna mannorði og ffarna fyrir hinn góða málstað. Ef til vill sér svo þingheimur gegn um fingur sér við kontrahreyfinguna og véitir kókforstjóranum fyrrver- andi aukinn fjárstuðning fyrir að hafa borið vitni af hreinskiptni þeirri og ákveðni sem prýðir hvem góðan bisnessmann. Fyrstu þeldökku Allt útlit er nú fyrir að nokkrir þeldökkir þingmenn taki sæti í neðri deild breska þingsins að afloknum kosningum þeim sem ffam undan eru þann 11. júní. Talið er fullvíst að einir þrír af þeldökkum ffambjóð- endum Verkamannaflokksins nái kjöri og verði þá fyrstu þingmenn deildarinnar af sínum kynstofni. Aðrir en hvítir hafa ekki tekið sæti í deildinni undanfarin sextíu ár, eða síðan árið 1924 þegar Indverji var kjörinn þingmaður kommúnista- flokks landsins. Þeir þeldökku ffambjóðendur, sem búist er við að nái kjöri, eru Diane Abbot, Bemie Grant og Paul Boa- teng. Öll hafa þau starfað mikið að jafnréttismálum. Styðja Verkamannaflokk Að sögn þeirra sem fjalla um mál- efni tengd kynþáttamisrétti munu liðlega áttatíu af hundraði þel- dökkra kjósenda á Bretlandseyjum styðja Verkamannaflokkinn. Sú var að minnsta kosti niðurstaða kosn- inganna 1983 og búist er við að staðan reynist svipuð í þetta sinn. Þótt þeldökkir og fólk af asískum uppruna séu um fjögur prósent kjós- enda í Bretlandi hafa stjómmála- flokkar þar verið tregir til að gefa fulltrúum þeirra eftir sæti á ffam- boðslistum, að minnsta kosti þau sæti þar sem einhver von er til að ná kjöri. Enn í dag skipa aðeins ellefu litað- ir ffambjóðendur sæti á framboðs- listum íhaldsmanna. og kosninga- bandalags miðjumanna. Enginn þeirra er í kjördæmi þar sem þessir flokkar gera sér minnstu von um sigur. Verkamannaflokkurinn, á hinn bóginn, skipar ffam fjórtán þeldökk- um og Asíubúum, þar af þrem í kjördæmum þar sem flokkurinn á sigur næsta vísan. Róttækir Framboð leiðtoga þeldökkra hefur þó valdið Verkamannaflokknum nokkrum erfiðleikum, einkum vegna þess hversu róttækir þessir aðilar eru í afstöðu sinni til þjóðmála. þingmennimir í sextíu ár Breska þingið hefur til þessa verið setið hvítum mönnum því sem næst einvörðungu. Likur virðast nú til þess að nokkrir þeldökkir þingmenn setjist þar á bekki að afloknum kosningunum í júní. Talið er að harka þeirra geti orðið til þess að svipta Verkamannaflokk- inn töluverðu af atkvæðum hvítra, sem ýmist hafa litla samúð með málstað þeldökkra eða eru hreinlega á móti þeim. Jafnvel fulltrúar annarra kyn- þáttahópa, þá einkum Asíubúa sem nú sigla hraðbyri upp stjörnuhimin viðskiptalífs í Bretlandi, telja þessa einstaklinga geta unnið meira ógagn en gagn á þingi. Heyrst hafa fullyrð- ingar um að þeir komi til með að eyðileggja árangur áratuga starfs að samvinnu og sambúð kynþátta með hörðum málflutningi sínum og kröfúgerð. Aðrir benda þó á að án tillits til skoðana og starfsaðferða þeirra ein- staklinga, sem inn á þing fara, sé það verulegt skref í framfaraátt að fá litaða þingmenn kjöma. Ef til vill sé það ekki vottur um að kerfi hvitra manna sé reiðubúið til að viður- kenna jafnrétti þeim til handa, en hitt sé þó augljóst að lituðum og málefnum þeirra sé ekki lengur hafiiað alfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.