Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. 15 Eru aldraðir vandamál? Það var von margra, ekki síst þeirra öldruðu, að með aukinni menntun og almennri velsæld þjóð- arbúsins mætti vænta aukins skiln- ings löggjafans, ráðamanna og alls almennings á málum ellilífeyrisþega tekju- og félagslega. Að það þyrfti ekki að kvíða þvi að starfsdegi lyki. En sú von hefur ekki ræst eins og flestir þekkja. Þessi staðreynd kallar á umræðu um mál þessa fólks, að þau séu krufm og rædd í fullri al- vöru og séð til þess að tekjur þessa fólks nái nauðþurftum, að staða og réttur ellilífeyrisþega sé ekki bara kosningamál, loforðaflaumur eins og oftast hefur reynst. Það er fyllsta þörf á að rifja upp hver staða þessa fólks er nú og hver staða þess kann að verða í nánustu framtíð ef áfram heldur sem horfir. Sú stefna stjórnvalda, löggjafans og annarra ráðamanna að greina sem skýrast aldursskiptingu fólks, að sér- hólfa hvert aldurskeið, frá sandkassa til sérstofnana, - elliheimila, er röng. Hún hefur leitt af sér að aldraðir og málefni þeirra hafa að stórum hluta gleymst, að hætt er að líta á þá sem einstaklinga með þarfir og langanir og þeir lent utangarðs í þjóðfélaginu. Það er að segja, ef þeir hafa ekki búið við þann kost að geta í starfstíð sinni byggt sig það vel upp að eigin hagur eigna- og tekjulega entist þeim til æviloka. Fjöldi fólks bjó alla sína starfstíð við þröngan kost, eignalítið eða eignalaust, það býr nú við þröng kjör. Gildandi ellilöggjöf er utan vegar Þeirri ellilöggjöf, sem nú gildir og ætlað er að tryggja afkomu, aðbúnað og félagslegan rétt aldraðs fólks, er mjög ábótavant og krefst víðtækrar endurskoðunar og sæmir ekki þjóð- ríki sem situr á bekk með velferðar- KjaUaiinn Garðar Víborg skrifstofumaður ríkjum og síst hjá þjóð sem er í hópi tekjuhæstu þjóða heims. Gildandi ellilögjöf þjónar illa þeim ellilífeyrisþegum sem vegna fátækt- ar og heilsuleysis geta ekki nýtt sér það félagslega starf sem það opin- bera veitir og margir einstaklingar og frjáls félagasamtök hafa byggt upp og standa fyrir af hjálpsemi og fómfysi. Þetta vita forystumenn stjómmálaflokkanna og frambjóð- endur þeirra þegar til kosninga er gengið og þeir hafa nýtt sér ágalla og vanmat löggjafans á þörfum elli- lífeyrisþega sér til framdráttar i kosningum, eins og alþjóð veit og þekkir. Þeir vita sem er að ellilífeyr- isþegar hafa jú kosningarétt og geta ráðið að nokkru gengi flokka og frambjóðenda í kosningum. Með hliðsjón af gildandi ellimálalöggjöf virkar oft ansi skondið á fólk sá velvilji og sú umhyggja í garð ellilíf- eyrisþega sem ómar í eyrum þegar frambjóðendur stjómmálaflokkanna kynna sig og stefnumál flokka sinna fyrir kosningar. Það má jafnvel ætla að þeir eigi enga sök á hvemig kom- ið er málum þessa fólks. I þeim málflutningi greinir þá ekki ýkja mikið á um hvað gera þarf til úr- bóta, eða hvernig þurfi eða skuli að málum staðið, - viljann, áhugann og orðaflauminn skortir ekki. Það undarlega gerist þó, þrátt fyrir hversu samstiga frambjóðendur eru á framboðsdögum um nauðsyn lag- færinga og endurbóta gildandi elli- löggjafar, að fátt eitt verður að veruleika - sú er reyndin eins og alkunna er. Loforðin gleymast, - fjúka út í vindinn og endurbætumar fylgja kjörseðlunum í kjörkassana og bíða næstu kosninga. Allir vita þó að ellilífeyrir er langt undir nauð- þurftum og ekkert bendir til að það breytist í næstu framtíð. Nú þegar og með hliðsjón af þeim leiðrétting- um, sem gerðar hafa verið á launa- kjörum flestra starfsstétta nú á síðustu mánuðum, hafa kjör ellilíf- eyrisþega verið leiðrétt eða bætt og ná nú röskum kr. 24 þúsundum á mánuði. Þau gátu samt ekki náð lægstu launum eða þeim 27.500,- sem ófaglærðu launafólki er skammtað. sem þó em langt undir nauðþurftum og teljast smánarlaun. Loforðin og viljinn til gagngerðra endurbóta til handa ellilífeyrisþegum sem fram- bjóðendur flokkanna lofuðu, rista ekki djúpt, gleymast fljótt, - fljúga sömu leið og áður. Vonandi verður lofuðum breytingum þó komið á með tilkomu nýrrar ríkisstjómar. Þeir öldnu verða að vona og sýna þolin- mæði eftirleiðis sem hingað til og treysta því að einhvem tíma muni úr rætast. Að nauðþurftarmörkin hjá þeim öldnu þokist nær raun- verulegum þörfum. Erfðalöggjöfin er úrelt En eins og áður sagði hefur breyt- ing verið gerð á ellilífeyrisbótum til þeirra sem njóta fullrar og óskertrar tekjutryggingar, - óljóst um aðra. Fjöldi fólks, sem nú er ellilífeyris- þegar, greiddi aldrei i lifevrissjóði og vann alla sína starfstíð á lágum launum og trv’ggði sér engin eftirla- un.Húsbóndinn oftast eina f>TÍr- vinnan en konan heimavinnandi húsmóðir - tekjulaus. Hún annaðist húshald. ól böm og annaðist uppeldi bama sinna - bamauppeldisstofnan- ir þekktust ekki þá. sem nú þykir happadrýgra. Vissulega á þetta fólk enga varasjóði í eftirlauna- eða líf- evTÍssjóðakerfinu. Það fólk verður nú að treysta einvörðungu á og láta sér duga ellilífeyrinn og tekjutrygg- inguna, en þar er smátt skammtað, eins og áður hefur komið fram. Mörg öldruð hjón eiga sína íbúð og hún veitir visst öryggi og oftast ekk- ert umfram það. En hvað gerist þegar annar makinn fellur frá, verð- ur öryggið ekki ótraust eða hvað? Þá breytist staða makans frá öryggi í martröð vegna setu i íbúð sem aðr- ir hafa öðlast rétt á vegna fráfalls makans. íbúðin er ekki lengur eign þess makans sem lifir nema að hluta, öryggið er brostið, framtíðin óljós og lífsafkoman ótraust. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessari staðreynd - hér er vandamál sem löggjafinn verður að leysa. Aldraður maki verður að hafa fullan og óskertan rétt til að búa í íbúð sinni óski hann þess. Hann verður sjálfur að ráða hvemig hann bregst við, án þvingana lögerfingja eða löggjafans. Nú háttar svo að aðeins einn lögerf- ingi getur ráðið öllu um velferð og heill þessa aðila - slíkt er fjarstæða og alltof afdrifaríkt fyrir gamlan ein- stakling. Á það má minna að oft líða aðeins örfáir dagar frá láti maka þar til skiptaráðandi er mættur á stað- inn. Hvers vegna? Jú, til að meta til skatts íbúð og innbú og minna eftir- lifandi maka á að hann verði að fá levfi lögerfingja til að sitja i óskiptu búi og áfram i íbúð sinni. Sú heim- sókn skiptir oft sköpum og getur valdið slíkri örvæntingu og orðið að martröð. með ófyTÍrsjáanlegum af- leiðingum. þegar aldraður einstakl- ingur á í hlut. Tímarnir og aðstæður fólks em það brevttar frá því að núgildandi erfðalög vom sett að það hlýtur að kalla ábreytingar. löggjaf- inn verður að meta aðstæður og sníða lögin í samræmi við breytta tíma. Garðar Yiborg „Gildandi ellilöggjöf þjónar illa þeim ellilífeyrisþegum, sem vegna fátæktar og heilsuleysis geta ekki nýtt sér það félags- lega starf sem það opinbera veitir og margir einstaklingar og frjáls félagasam- tök hafa byggt upp og standa fyrir af hjálpsemi og fórnfýsi.“ Málefni dagsins er pólitík. Lausn- arorðið er stjómarmyndun. Öll þjóðin bíður spennt eftir því hvaða stjórn hún fær. Þorsteinn Pálsson hefur boðað Alþýðuflokk og Kvennalista til viðræðna. Heyrst hefur um nokkur ágreiningsmál. Alþýðuflokkurinn á erfitt með að kyngja lögbindingu landbúnaðar- samningsins, þótt þjóðin torgi sjálf- sagt 104 milljónum lítra mjólkur og fer langt með 11 þúsund tonn af dilkakjöti á ári ef rétt er staðið að sölumálunum. Það er „prinsippið" sem vefst fyrir þeim, að sumar stétt- ir fái ríkisábyrgð á framleiðsluna en aðrar ekki. Þama er þó Sjálfstæðis- flokkurinn ekki siður fastur fyrir en Framsóknarflokkurinn. Hvar eru peningarnir? Kvennalistinn vill tilfærslur í þjóð- félaginu, sem Alþýðuflokkurinn hefur ekkert á móti. Hvar á bara að finna peningana? Ríkisfjármálin eru nú þegar í úlfakreppu, spáð er sex milljarða halla á ríkissjóði þetta árið þegar upp er staðið. Þjóðin er enn að safna skuldum í miðju góðærinu og sameiginlega skuldum við 76 milljarða króna, skuldugasta þjóð í veröldinni með 306 þúsund á hvert mannsbarn. Mikill hagvöxtur hjálp- ar auðvitað til og mætti auðvitað setja efhahagsbatann í tilfærslumar, en sjálfeagt tæki það of langan tima að verða að veruleika að dómi þeirra kvennalistakvenna. Getum við þá dregið saman verklegar fram- kvæmdir? Lagt á nýja skatta, - og þá hverja? Þama verður að fara með gát, en auðvitað vill Alþýðuflokkur- inn hækka lægstu launin, styðja bamafólk og gamla fólkið ásamt húsbyggjendum ekki síður en Kvennalistinn. Friðarmál Kvennalistinn hefur einnig sínar Kvennó skoðanir á utanríkismálum. Þær virðast ekki meta valdajafnvægið í heiminum sem forsendu friðar. Vopnaður friður er hugtak sem þær kyngja ekki svo glatt, og lái þeim hver sem vill. Margar þeirra kvenna- listakvenna em hámenntaðar og hafa haft jafhgóðan aðgang að mannkynssögukennslu og hver ann- ar. Ekki skortir þær heldur upplýs- ingar í gegnum fjölmiðlana. Ef þeim tekst með kvenlegu innsæi og fegurð að breyta rás sögunnar þá er þeim það meira en guðvelkomið. Allir yrðu þakklátir, ekki síst þau ung- menni sem em herskyld um víða veröld og vita nákvæmlega sögu blóðvallarins þar sem unginennin hafa verið leidd til þess að leggja hvert annað að velli í aldanna rás. Vestrænt samstarf - horn- steinn friðar Fólk hefur samt gengið friðar- göngur. Stjómvöld tortryggðu þetta og sögðu andstæðinginn standa að baki. Ekkert gerðist. Hvort sem það var tilviljun eða ekki þá hafa Phers- ing og stýrieldflaugamar í Evrópu komið á þeim tímapunkti sem Ráð- stjómarríkjunum þótti rétt að bjóða upp á að draga meðal- og skamm- drægar eldflaugar sínar til baka frá Austur-Evrópu. Spumingin er því ekki að vilja frið, heldur hvemig hægt sé að festa hann sem best í sessi. Alþýðuflokkurinn telur að samstarf ríkja um vamir eins og í Atlantshafsbandalaginu sé heilla- vænlegt og reyndar einn af hom- steinum þess friðar sem við lifum á okkar slóðum. Afvopnunarviðræður em í gangi og heimsveldunum sé best treystandi til þess að leiða þær í Genf. Að duga eða drepast Bent hefur verið á að þær stjómar- myndunarviðræður. sem nú fara fram, séu mikilvægar fyrir flokkana og einstaklinga innan þeirra. Þor- steinn Pálsson hóf t.d. ákveðnar leikfléttur innan sins flokks sem vegna harðra gagnaðgerða ganga varla upp pólitískt fyrir hann sjálfan nema hann fái forsætisráðunevtið í næstu stjóm. Sem landsfaðir lýð- veldisins hefði hann stöðu til þess að hefja samningaviðræður við Borgaraflokkinn á kjörtímabilinu og koma þannig í veg fyTÍr framboð hans gegn Sjálfstæðisflokknum í næstu sveitarstjórnar- og alþingis- kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er einnig óumdeilanlega stærsti stjóm- málaflokkur þjóðarinnar. og það er háðulegt fyrir slikt afl ef því er í rauninni haldið frá stjómarforystu vegna vanhæfhi eigin forustu. Sem forsætisráðherra gæti Þorsteinn þvi sagt. Nú hef ég rekið af flokknum slyðmorðið. Ég er verðugur arftaki Ólafs Thors og Bjama Benedikts- KjaUaiirui Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur sonar. Enn á ný leiða haukfrán augu fálkans íslenska þjóð og höfuðsóttar- gemlin'gamir munu heimtast áður en þeir verða úti í vetrarhörkunum. Rós I hnappagatið Einn hængur er þó á. Gemsunum bregst ekki lvktnæmið þrátt fyrir hrenrmingar valsins. Ilmur rósarinn- ar lokkar. Þrátt fyrir að jafnaðar- menn hafi ekki haft uppi neinar sérstakar meiningar um það hvort klofhingur Sjálfstæðisflokksins sé eftir því munstri sem þeir hafa talað um að innheimta frá Sjálfstæðis- flokknum. þá er t.d. Áðalheiður Bjamfreðsdóttir óumdeilanlegur verkalýðsforingi. Kannski að borg- aramir hugleiði það að fá sér rós í hnappagatið. Hveitibrauðsdagar Stjóm Kvennalista með Sjálfetæð- isflokki og Alþýðuflokki fengi langa og friðsæla hveitibrauðsdaga. Á „Stjórn Kvennalista með Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki fengi langa og friðsæla hveitibrauðsdaga. Á þeim tíma yrði Alþýðubandalagið eins og öndin á tjörninni. Friðsælt að sjá en fæturnir hömuðust undir yfirborðinu.“ þeim tíma vrði Alþýðubandalagið eins og öndin á tjöminni. Friðsælt að sjá en fætumir hömuðust undir yfirborðinu. Stjómarseta Kvenna- listans \töí óskastaða Alþýðubanda- lagsins vegna þess hversu mikið frítt spil þær hafa haft hingað til að þeirra dómi. Undir lokin ætti svo að negla þær. Hvað hefði nú orðið af öllum fógm kosningaloforðunum? Þessu gerir Kvennalistinn sér auðvitað fulla grein f\TÍr og eru kvennalista- konur þ\n hvassbrý-ndar í stjómar- myndun arvi ðræðun um núna. Þótt veröldin sé konunum þannig grá þá á hún sínar Ijósu hliðar. Is- lendingar kunna nefhilega að meta það sem vel er gert. Góð stjóm gæti þannig orðið þeim flokkum. sem standa að henni. til ffamdráttar í j næstu kosningum. Voldug og sterk Fari svo að stjóm þessara þriggja flokka komi sterk út úr næstu kosn- ingum. Kvennalistinn haldi velli og Alþýðuflokkurinn verði ennþá stærri en Alþýðubandalagið má bú- ast við stórtíðindum innan íslenska flokkakerfisins. Stór hluti Alþýðu- bandalagsins mun þá endanlega gera það upp við sig að þeir era jafri- aðarmenn og ganga til liðs við Alþýðuflokkinn. Eftir það traust, sem Kvennalistinn fengi á jafhaðar- mönnum í farsælu ríkisstjómarsam- starfi, þá myndu þær enn frekar styrkja hið volduga félagsmálaafl, jafnaðarstefouna. Samvinnumenn myndu einnig þekkja sinn vitjunar- tíma og ganga til liðs við jafnaðar- menn, eins og alls staðar annars staðar i veröldinni. Slíkt félagsmála- afl yrði forastuafl í íslenskum stjóm- málum. Öragg hagstjóm þess rétt mat á umheiminum og hjartað á rétt- um stað mun tryggja farsæld fs- lensku þjóðarinnar um alla framtíð. Guðlaugur Tryggvi Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.