Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. 9 loftræstivörur, rör og fittings o.fl. FISCHBACH blásarar og viftur Utlönd Nýr flokkur á móti sköttum Baldur Róberlssan, DV, Genúa: Nýr flokkur hefur verið stofnaður á Ítalíu sem hefur það að meginmark- miði að berjast á móti sköttum. Flokkurinn býður fram í kosningun- um í júní. Einn af talsmönnum flokksins sagði að árið 1986 hefði fólk borgað ellefu prósent meira í skatta en árið á undan en ffamkvæmdir ríkisins hefðu ekki aukist að sama skapi. Kvað hann það ekki réttlátt að íbú- ar Italíu þyrftu að greiða skatta ef þeir væm ekki notaðir í þágu allrar þjóðarinnar. Málefni kvenna á stefnuskrá græningja Baldur Robeilsson, DV, Genúa: Ætlaði að stinga af með getraunavinning Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn: Ellefu nemendur í iðnskólanum í Arósum höfðu tekið þátt í getraunum saman fyrir páska og borgaði hver 22 danskar krónur. Duttu félagamir í lukkupottinn og unnu 300 þúsund danskar krónur. Var ákveðið að hittast í bankanum við greiðslu vinningsins en þegar til átti að taka birtist ellefti maðurinn ekki. Vom seðlamir á hans nafni og lét hann ek'ki sjá sig í skólanum. eftir páska. Félagar hans tíu fengu bann fógeta við útborgun vinningsins þar til málið hefði verið reynt fyrir rétti. Er sá ell- efti sakaður um að ætla að stinga af með pottinn. Höfðu hinir tíu ljósrit af vinningsseðlinum sem sá ellefti neit- aði að kannast við. Er kennari, sem fékk tilboð um að vera með en neitaði, eitt aðalvitni þess að um getraunafélag hafi verið að ræða. Er mál þetta sérlega athug- unarvert fyrir alla sem tippa saman í félagi. Dönsku getraunimar ráðleggja öllum að gera skriflegan samning þeg- ar tippað er saman. Þurfa að ausa skólann sinn Baldur Róbeitssan, DV, Genúa: Fyrir tíu árum var byggðvu" skóli í einu af úthverfum Genúa á Ítalíu. Það þykir ekki fréttnæmt en stór bygging- argalli á húsinu veldur því að bömun- um gengur illa að læra í rigningu. Þakið á þessari. glæsilegu, fimm hæða byggingu heldur ekki vatni þannig að í hvert skipti sem rignir þurfa nemendur að ausa skólann. Foreldrar nemenda hafa kvartað mikið í þessi átta ár sem skólinn hefur verið starfræktur. Fé hafði fengist til viðgerðar á skólabyggingunni en það hvarf eins og oft vill brenna við þegar um góð málefhi er að ræða. Nú er verið að reyna að afla fjár á ný til að lagfæra skólann eða breyta honum í sundlaug sem hugsanlega yrði ódýr- ara. Hjá flokki græningja hér á Ítalíu em konur í mikilli framsókn. Skipa þær hundrað og áttatíu sæti af fimm hundmð sjötiu og einu. Em þær i fyrsta sæti í þrettán kjör- dæmum af fjörutíu og þremur sem flokkurinn býður fram í. A stefhuskrá flokksins em mörg mál sem eru áríðandi fyrir frelsi kvenfólks hér á Ítalíu og má búast við mikilli fylgisaukningu flokksins í komandi kosningum vegna þessa. Umsjón: Ingibjörg B. Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Þung byrði fyrir NATO-ríki Vamarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins lýstu sig í gær sammála um nauðsyn þess að byggja upp hefðbundinn herafla bandalagsins í vestanverðri Evrópu, en embættismenn telja að sú upp- bygging verði ákaflega þung byrði, einkum fyrir sum NATO-ríki í Evr- ópu. Varnarmálaráðherrarnir, sem í gær luku tveggja daga fundi sínum í Brussel, lýstu stuðningi við beiðni NATO-herja um aukinn stuðning til þess að gera bandalagið hæfara til að mæta hugsanlegri árás Varsjár- bandalagsríkja á landi. Ekki er ljóst hversu mikil útgjöld verður um að ræða, en fullyrt er að framlög hvers ríkis fyrir sig til vam- armála þurfi að hækka verulega. Sum NATO-ríkja hafa þegar lýst sig andvíg slíkri hækkun, þar á meðal Belgía, sem hefur lýst þvi yfir að hækkun framlaga komi ekki til greina. í raun hafa aðeins fimm NATO- ríki náð að auka framlög sín að því marki sem ætlað var í ár, en það em Bandaríkin, Ítalía, Noregur, Portú- gal og Lúxemburg. Má þvi búast við Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við aðstoð- að frekari hækkanir verði þeim flest- armenn sína fyrir fund varnarmálaráðherra NATO-ríkja í Brussel í gær. um erfiðar. - Simamynd Reuter BLIKKSMIOjAN hf. Hita- og kæli „element" O fisconco ristar og loftdreifarar stjórntæki Smiðshöfða 9 Sími 68-56-99. næstkomandi föstudag, 29. maí, og laugardag, 30. maí, kl. 13-18 til kynningar á vörum okkar sem við framleiðum og erum umboðsaðilar, eða söluaðilar fyrir svo sem: Kaffi á könnunni Verið velkomin pokasíur, eldhússíur, dúksíur GEBHARDT blásarar rennur og fittings BLlKKSMIÐJnN HEHB hitablásarar fyrir hitaveitur Hitasamstæður Sorpílát fyrir fyrirtæki Sorpskápar fyrir íbúðarhús Smiðshöfða 9 Sími 68-56-99. camfil Stokkalyftur smáblásarar og viftur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.