Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 36
36
MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987,
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Lucy de Barbin
hefur nú bæst í hóp þeirra kvenna
sem fullyrða að þær eigi eitt stykki
afkvæmi með rokkkónginum Elvis
Presley. Hún segist reyndar hafa
haldið við karlinn í tuttugu og
fjögur ár - með hvildum - og
meintur afrakstur bjástursins er hin
tuttugu og átta ára gamla Desiree.
Nýútkomin bók eftir þessa ást-
konu Elvisar heitir því ágæta nafni
Are You Lonesome Tonight og
standa vonir til að konan verði
margmilljónari á skriftunum.
| ? ' ' í", |
. A
Woody Allen
og Mia Farrow eiga von á barni
sem flestum er kunnugt og herma
fregnir að hinum verðandi föður
þyki það alls ekkert fyndið. Hann
er annars þekktur fyrir að geta
fengið veröldina til þess að brosa
við ólíklegustu aðstæður - en
þetta gengur of langt fyrir kap-
pann. Woody er á fimmtugasta
og öðru aldursári og hefur aldrei
orðið pabbi þannig að væntanlegt
afkvæmi er með afbrigðum skelfi-
legt I hans huga. Ekki bætir úr
skák að Mia hefur ein sjö kríli
heima fyrir og þessi bráðhressu
og heilbrigðu ungmenni hafa
ósjaldan sett spekinginn Woody
Allen algerlega út af sporinu.
Næsta skref hjá þessum heims-
fræga leikstjóra er könnunarferð á
námskeið fyrir verðandi feður og
standa vonir til að hann jafni sig
á atburðum áður en erfinginn eini
kemur i heiminn.
Max Headroom
þykir skilgetið afkvæmi tölvualdar-
innar. Þessi breska videosjón-
varpsstjarna hefur slegið alla
venjulega kynni út á skjánum í
Bretaveldi en hefur samt sem áður
slegið botninn í sína eigin sjón-
varpsþætti. Max er einstaklega
uppalegur í sínum velsniðnu föt-
um, með sléttgreitt hárið og
þrautþjálfað bros - og þetta útlit
ásamt ógleymanlegri röddinni
malar þessu vélmenni ómælt gull.
Það nýjasta er að Max hefur feng-
ið nóg af sjónvarpsþáttamarkaðn-
um og setur alla kraftana í
auglýsingamarkaðinn. Þar eru
meiri vonir um stöðuhækkun og
launin eru mörgum sinnum hærri.
Og Max munar í aurinn.
Hin íslenska bíófjölskylda. Ami Samúelsson og eiginkonan, Guðný Bjömsdóttir, með bömunum Alfreð, Bimi og Elísabetu og tengdabaminu Hönnu Rut
Friðriksdóttur.
Austurbæjarbíó verður Bíóborg
Gömlu kvikmyndahúsin hvetfa eitt af öðru - eru rifin eða breytast á ýmsa
vegu. Austurbæjarbíó er til að mynda ekki til lengur því þar stendur nú Bíó-
borg með nýjum herrum og öðru andliti.
Hinn ókrýndi biókóngur Islands - Ámi Samúelsson - er nú eigandi staðar-
ins og þetta fúllorðna hús hefúr fengið rækilega andlitslyftingu. Aðalbreyting-
amar em stórbætt útlit utan dyra og salur eitt var tekin til rækilegrar
endurgerðar. í tilefni opnunar á nýjan leik var sýnd spennumyndin The
Moming After með þeim Jane Fonda og Jeff Bridges í aðalhlutverkum og
meðfylgjandi DV-mvmdir BG vom teknar við móttöku boðsgesta á hina fyrstu
sýningu Bíóborgarinnar.
Vignir veitingamaður i Kvosinni færði Ama blóm í tilefni dagsins.
Robert Mayer, forseti Lorrimar Intemational, var sérstakur gestur opnunarinn-
ar og sést hér með Birni Árnasyni, Ingva Þór Thoroddsen og Elísabetu
Ámadóttur.
Guðný og Ami tóku á móti gestum i anddyri Bíóborgarinnar. Gisli Alfreðs-
son þjóðleikhússtjóri er héma ásamt móður sinni, Vigdísi Jakobsdóttur.
Fatnaður
r
a
fréttamenn?
George York vill aðeins það besta og valdi sér loftmikinn alklæðnað fyrir suma-
rið - enda árstími loftbelgjanna að renna upp. Hann vappar alsæll um í Bristol
íklæddur múnderingunni sem náði ekki að koma honum á loft að þessu sinni.
Þetta er þó kannski fyrsta skrefið í leit að lausninni fyrir eldhressa fljúgandi
fréttamenn - fljúgandi fréttasamfestingur og farsimi verður framtiðardraumur-
inn. Símamynd Reuter