Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987.
Neytendur
Skýring á háu filmuverði hér?
Hæsta álagning, sem getið er um
í könnun Verðlagsstofnunar, er
132%. Það er á filmur. Lægsta
álagning á filmur samkvæmt könn-
uninni er 93% og meðalálagning
105%.
Verðlagsstjóri sagði að skýring-
una á óhagstæðu verði á filmum
hér á landi gæti verið að finna í
því að samkeppni er lítil á filmu-
markaðinum. Sagði hann éinn
aðila, hann nefndi Hans Petersen,
hafa hvorki meira né minna en 80%
af markaðinum.
Ef einhver vilji væri fyrir hendi
að lækka filmuverð sýnist manni
að það gæti varla verið erfiðleikum
bundið fyrir svo stóran innflutn-
ingsaðila, honum ætti að vera í
lófa lagið að gera hagstæðari
samninga við Kodak heldur en nú
er.
Stöku sinnum hafa ódýrari filmur
skotið upp kollinum á markaðinum
hér en einhverra hluta vegna hefur
ekki gengið of vel að selja þær.
Nú er einn aðili að reyna að
lækka filmuverðið á markaðinum
um leið og hann býður þeim sem
láta framkalla hjá sér ókeypis
filmu. Það verður að heita að þarna
sé um að ræða ,.tilboð“. Það má
ekki nota orðin ..ókeypis" eða „í
kaupbæti". Það stangast á við regl-
ur sem hér eru í gildi.
Viðkomandi hefur tjáð okkur að
þetta sé mögulegt vegna magninn-
kaupa á þessari filmu. En ekki er
þó björninn alveg unninn.
Þeir sem taka á móti filmunum í
framköllun sjá eftir því að missa
smásöluálagninguna á filmusöl-
unni og eru því ekkert sérstaklega
spenntir fyrir að afgreiða þetta
kostaboð framkallarans!
Okkur skilst að í sumum tilfellum
geti greiðslan verið -allt upp í 100
kr. fyrir að afhenda filmuna yfir
búðarborðið!
Við á neytendasíðunni höfum
margsinnis bent á hversu mikill
munur er á verði á filmum og ljós-
myndaframköllun hér á landi og
annars staðar sem við þekkjum til.
Nú höfum við fengið staðfestingu
á grun okkar um að þarna sé um
að ræða bæði háa álagningu og
óhagstæð innkaup á filmum.
Ástæðan fyrir háu verði á fram-
köllun er augljós, alltof mikil
fjárfesting í svokölluðum „mini-
löbbum“. I milljónaborgum erlend-
is er ekki talið hagkvæmt að hafa
slíka hraðframköllunarstaði eins
víða og hér. Sem dæmi má nefna
að í Kaupmannahöfn eru sex hrað-
framkallanir. Hefur þeim fækkað á
undanförnum árum en danskir að-
ilar hafa einmitt selt þessar
framköllunarvélar til íslands, að
því er okkur hefur verið tjáð.
Og enn er verið að opna íleiri
„mini-löb“ á íslandi. Við tilkomu
þeirra í hæfilegu magni hefði mátt
ætla að framköllunarkostnaður
lækkaði en sú hefur alls ekki orðið
raunin.
-A.BJ.
Aðili, sem hefur 80% af markaðinum, ætti að geta gert mjög hagkvæma samninga varðandi innkaup til landsins á filmum.
ICY kavíar á markað
- þróaður í samstarfi Sölustofnunar lagmetis og Sprota hf.
Ný kavíartegund er nú komin á
markaðinn hér á landi, ICY CA-
VIAR. Þessi kavíartegund hefur
verið þróuð í samstarfi Sölustofnun-
ar lagmetis og Sprota hf. Sproti hefur
einnig með höndum framleiðslu á
vodkategundinni ICY sem framleidd
er í Bretlandi fyrir Sprota. Bæði
kavíarinn og vodkað eru framleidd
undir sama vörumerki, smekklega
hönnuðu af Ástmar Ólafssyni.
Fyrsta flokks grásleppuhrogn
ICY CAVIAR er gerður úr fyrsta
flokks íslenskum grásleppuhrognum
sem aflað er vestanlands og norðan
á vorin. íslensk grásleppuhrogn eru
um helmingur þeirra hrogna sem
árlega aflast í heiminum. Eyrir fáum
árum fóru hrognin að mestu óunmn
úr landi, til vinnslu í Danmörku og
öðrum Evrópulöndum, auk Banda-
ríkjanna. Það var í fyrsta sinn í fyrra
sem innlendar verksmiðjur fram-
leiddu kavíar úr meira en helmingi
íslensku grásleppuhrognanna sem
veiddust hér á landi. ICY kavíarinn
er unninn á annan hátt en venja er
til hér á landi og þykir framleiðslan
hafa tekist einkar vel.
ICY kavíarinn er framleiddur hjá
Fiskiðjunni Arctic hf. á Akranesi.
Þar hefur verið framleiddur kavíar
um áratugaskeið og seldur á mark-
aði í Frakklandi, Þýskalandi og
Bandaríkjunum. Heildverslunin
Lindá sér um dreifingu á Suður- og
Suðvesturlandi.
Sölustofnun lagmetis hefur haft
forystu um að auka framleiðslu á
kavíar úr grásleppuhrognum hér á
landi. Jafnframt hefur Sölustofnun
stjórnað markaðssókn íslenskra
framleiðenda erlendis.
-A.BJ.
Nýi íslenski kavíarinn fæst í þremur stærðum af glösum og bæði svartur og rauður. Hvort tveggja er litað með
viðurkenndum litarefnum. Minnsta glasið er 50 g og kostar 49 kr„ 100 g glas kostar 74 kr. og stærsta glasið, 340
g, kostar 232 kr. (er ekki á myndinni). Gott er að borða kavíarinn með vatnskexi og sýrðum rjóma.
DV-mynd KAE
Heima-
tilbúin
salat-
sósa
Á dögunum áttum við leið um
Florida og fengum þar meðal ann-
ars einstaklega góða salatsósu. Við
báðum auðvitað um uppskrift og
látum hana ganga áfram til le-
senda DV. Þetta er dálítið stór
skammtur en það er alveg að skað-
lausu. Þessi sósa geymist vel í
luktri krukku í kæliskápnum í
nokkrar vikur ef því er að skipta.
Héma er:
Salatsósa Erlu
I egg
1 tsk sykur
2 tsk salt
4 bollar salatolía ('A olífuolía)
/2 bolli edik
/1 bolli sherry
2 rif hvítlaukur
Hrærið egg, sykur og salt, bætið
olíunni og edikinu smám saman
út í. Síðast er sherryinu hrært út
í. Merjið hvítlaukinn og bætið
honum út í. Geymist í lokuðu glasi
í kæliskáp.
Ef vill er tilvalið að hræra gráð-
ost út í hluta af þessari sósu. Þá
er komin gráðostsósa, mjög góð.
-A.BJ.
Munið að senda inn upplýsinga-
seðilinn fyrir heimilisbókhald DV