Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ Í987. 21 fþróttir DV DV íþróttir „Sváfum á „Þetta var ágætisleikur en þó er ég ekki sáttur við úrslitin," sagðí Guðni Kjartansson aðstoðarlandsliðsþjálf- ari cftir viðureignina í gærkvöldi. „Auðvitað hefði ég helst kosið sig- ur en augnabliks einbeitingarleysi verðinum" kostaði sitt. Þeir jöfnuðu á meðan við sváfum á verðinum. Annars fór íslénska liðið sér hægt í byyjun en þegar á leið óx því ásmegin. Betri leikur sigldi þannig i kjölfar aukins sjálfstrausts. -JÖG ■ • Guðmundur Torfason var ekkert að tvínóna við hlutina þegar hann tók víti i gærkvöldi heldur þrumaði boltanum inn. Á stóru myndinni sést boltinn þenja netmöskvana eftir fyrra víti Guð- mundar. Á innfelldu myndinni sést þegar Guðmundi Steinssyni var brugðið í seinni hálfleik og fiskaði hann þar sitt annað víti. Hér til hliðar sést Menzo, markvörður Hollendinga, uppi á baki Ágústs Más en Menzo stundaði mjög þann leik. DV-myndir Brynjar Gauti og Gunnar Sverrisson „Völlurinn var mjög lélegur“ „Eg er aldrei ánægður með jafh- tefli gegn smáþjóðum eins og íslandi, Möltu eða Kýpur. Við van- mátum ekki íslenska liðið. Við vissum að það yrði erfitt og það kom á daginn,1' sagði Rinus Mic- hels, þjálfari Hollendinga, eftir leikinn. Hann var ekki ánægður með úrslitin kvað aðstæður hafa verið sla-mar til að leika knatt- spymu. „Leikurinn þróaðist þannig að bæði liðin voru farin að íeika „enska" knattspymu með til- heyrandi langspyi-num. Það var náttúrlega ekki skemmtilegt á að horfa en völlurinn var mjög léleg- ur.“ Þá var Michel ekki ánægður með fyrri vítaspyrnudóminn. „Fyrra atvikið var alls ekki víta- spyma. Við héldum fyrst að dómarinn hefði dæmt á íslenska liðið og urðum því mjög hissa þeg- ar við sáum vítaspymudóminn. Um seinna atvikið verður hins vegar ekki deilt. Michel sagði fyrst í stað að hann hefði ekki tekið eflir neinum leik- manni í íslenska liðinu en þegar var gengið á hann hrósaði hann bæði Friðriki og Guðmundi Torfa- syni. „Vítin vom sérlega vel tekin hjá honum.“ Ekki vildi Michel við- urkenna að hollensku atvinnu- mennirnir hefðu átt að sigra íslensku áhugamennina. „í svona leik verður oft lítill munur á at- vinnu- og áhugamönnum.“ -SMJ Þrumuvíti tryggðu stigið - þegar íslendingar gerðu jafntefli við Hollendinga í undankeppni ólympíuleikanna íslendingar og Hollendingar skildu jafn- ir, 2-2, í undankeppni ólympíuleikanna í knattspymu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Þegar á heildina er litið verða þessi úrslit að teljast góð. Að ís- land skuli geta stillt upp jafnsterku B-liði og raun ber vitni er í raun ótrú- legt og ber vott um meiri breidd í íslenskri knattspymu en margir hafa þorað að vona. Upphaf leiksins í gær gaf ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Leikur íslenska liðsins var ráðleysislegur og fyrsta hálf- tímann yfirspiluðu léttleikandi Hollend- ingar það. Fyrsta mark Hollendinga, sem kom á 13. mínútu, var um margt dæmigert. Hennie Mayer braust áreynslulaust upp hægri kantinn og sendi boltann fyrir þar sem Jurry Kool- hof afgreiddi boltann örugglega inn af markteig. Það var ekki fyrr en rúmlega hálftími var liðinn af leiknum að íslendingar komust inn í leikinn og var það fyrir tilstilli óvæntrar en að öllum líkindum sanngjarnrar vítaspymu. Eftir hom- spymu klifraði Stanley Menzo, mark- vörður Hollendinga, upp á bakið á Guðmundi Steinssyrii til að kýla boltann frá og írski dómarinn hafði rögg í sér til að dæma víti. Vissulega umdeilanleg- ur dómur en alls ekki ósanngjam. Guðmundur Torfason tók vítaspymuna og þrumaði boltanum inn af þvílíkum krafti og grimmd að stuna fór um áhorf- endur. Greinilegt að Guðmundur var orðinn hungraður í að skora mörk. Við markið jókst sjálfstraust íslenska liðsins til mikilla muna. Það vom ekki nema átta mínútur liðn- ar af seinni hálfleik þegar Guðmundur Torfason hafði fært Islendingum forystu. Eftir langa sendingu ffarn völlinn náði Guðmundur Torfason einu sinni sem oftar að framlengja knöttinn og eftir mistök í hollensku vörninni var Guð- mundur Steinsson kominn á auðan sjó. Hollendingar bmgðu á það ráð að skella honum og Daly dæmdi aftur víti. Guð- mundur Torfason tók að sjálfsögðu vítaspymuna og endurtók leikinn og þrumaði boltanum inn án þess að Menzo kæmi neinum vörnum við. En fagnaðarlæti íslendinga, jafht inn- an sem utan vallar, vom varla þögnuð þegar Hollendingar höfðu jafnað. Eftir að há fyrirgjöf hafði verið skölluð frá kom Mario Been og þrumaði boltanum inn af 20 metra færi án þess að Friðrik kæmi vömum við. Staðan því orðin 2-2 og 35 mínútur voru eftir af leiknum. Ekki urðu mörkin fleiri og geta liðin þakkað það markvörðum sínum. Sér- staklega var ffammistaða Friðriks í íslenska markinu góð og sýndi hann og sannaði að frábær leikur hans gegn ítal- 'íu var engin tilviljun. Guðmundarnir tveir í fremstu víglínu áttu einnig mjög góðan dag og sköpuðu oft vandamál í hollensku vöminni. Þeir virtust hafa mikla ánægju af því að spila saman og verður að teljast undarlegt að vegur þeirra skuli ekki vera meiri erlendis en raun ber vitni. Pétur barðist vel á miðj- unni en frámmistaða annarra miðjuleik- manna olli vonbrigðum. í vöminni vom Ágúst Már og Guðni bestir. -SMJ „í góðu lagi að þruma á markið“ - sagði fallbyssan Guðmundur Torfason Guðmundur Torfason lék mjög vel með íslenska liðinu í gærkvöldi. Fór pilturinn vel með bolta, sendi hanri frá sér á fyrsta takti þegar við átti og skóp margsinnis hættu við mark þeirra Niðurlendinga með hraðanum sem slíku fylgdi. Þá er Gummi hár í loftinu og vann ófá einvígin við hol- lensku snillingana. „Við stóðuin okkur með sóma,“ sagði Gummi Torfa í spjalli við DV eftir leik- inn. „Samt ei- ég aldrei sáttur við annað en sigur. I raun erum við hálfsvekkt- ir, sérlega með jöfhunarmark þeirra. Því má þó ekki gleyma að Hollending- ar eru með gífurlega sterkt lið, í því leika margir Evrópumeistarar sem kunna að fara með bolta." - Nú vöktu fimafastar vítaspyrnur þínar mikla athygli. Er það ekki dirfska að þruma boltanum með slíku afli af svo stuttu færi? „Ef maður veit hvert boltinn fer þá er í góðu lagi að þruma á markið. Markmaðurinn á þá minni möguleika á að eygja boitann fyrr en hann liggur í netinu.“ - Þú virðist í góðri leikæfingu. „Ég er í mjög góðu formi um þessar mundir, hef æft reglulega og vel á sið- ustu vikum og mánuðum. - Er eitthvað til í því sem fram hefur komið í fjölmiðlum að þú sért á förum frá belgíska félaginu Beveren? „Ég er óánægður hjá Beveren og vil ekki tjá mig að öðm leyti um þetta mál.“ -JÖG Góður leikur hjá íslandi - segir Sigi Heid landsliðsþjáifari „Þetta var góður leikur hjá íslenska liðinu sem lék mjög agað,“ sagði Sigi Held lands- liðsþjálfari. Hann kvað íslenska liðið b.afa leikið til sigurs í leiknum og úrslitin vera mjög viðunandi. „Hollendingar em með mjög sterkt lið. í liðinu em nokkrir þeirra sem urðu Evrópumeistarar með Ajax um daginn og það segir sína sögu.“ - Lék einhver sig inn í íslenska A-landslið- ið í dag með frammistöðu sinni? „Það er nú töluverður munur á atvinnu- mönnum og áhugamönnum og það verður að taka inn í myndina. Hins vegar vil ég ekki vera að gera sérstakan greinarmun á leikmönnum erlendis og hér heima þetta eru allt íslendingar." Held sagðist eiga erfitt rneð að nefna frammistöðu einstakra leikmanna. Hann gat þó sérstaklega frammistöðu Friðriks Friðrikssonar sem hefði oft varið vel og væri þetta annar leikurinn í röð sem hann sýndi góða frammistöðu. „Ég get ekki sagt til um hvort víta- spymudómamir vom réttir en dómarinn var mjög vel staðsettur í bæði skiptin. Jú, auðvitað vom mikil vonbrigði að Hollend- ingar skyldu jafna strax eftir seinna markið,“ sagði Sigi Held. -SMJ Lyftir Amór þrem titlum? Kristján Bemburg, DV, Belgiu; „Guðjohnsen með tak á kórónunni" er fyrirsögn belgíska stórblaðsins Het Nieuwsbladt nú eftir helgina. Amór er nú aftur i liði vikunnar eftir leikinn á móti Gent. Ekki nóg með það heldur er hann orðin stigahæsti leikmaður Belgíu með 58 stig samtals. Franky Van der Elst er fast á hæla Arnórs með 57 stig. Amór, sem nú á einn leik eftir í deildakeppninni, á góða mögu- leika á því að vinna þrefalt í Belgíu: sem besti leikmaður Belgíu, marka- hæsti leikmaður í 1. deild og síðan verða að teljast góðir möguleikar á að Anderlecht vinni deildina. Því get- ur svo farið að Arnór lyfti þrem bikurum en langt er nú liðið síðan nokkur leikmaður hefur náð því. „Deildin skiptir öllu“ „Ég legg alla áherslu á að vinna deildina. Það er númer eitt en auðvit- að væri gaman að vinna alla þessa titla. Ég hef leikið vel í vetur og að vinna titilinn væri hápunkturinn á góðu tímabili. Nú í vikunni tala ég aftur við framkvæmdastjóm And- erlecht og ég vona að þeir taki tillit til þess hvernig ég hef staðið mig í vetur og geri mér gott tilboð. Þá skrifa ég strax undir nýjan samning því að á næsta tímabili vona ég að ég standi mig betur en núna,“ sagði Amór sem á nú góða möguleika á að verða fyrsti íslendingurinn er verður markakóng- ur í Belgíu. -SMJ Islenska liðið stóð sig vel - sagði Siggi Jons sem var meðal ahorfenda „Ég verð að sega sem er að ég var síður en svo ánægður með fyrri hálf- leikinn hjá íslenska liðinu en þetta lagaðist allt eftir hléið.“ Þetta sagði Sigurður Jónsson, at- vinnumaður hjá Sheffield Wednes- day, eftir viðureign íslendinga og Hollendinga. Siggi var þar meðal áhorfenda og hvatti íslenska liðið til sigurs. „Síðari hálfleikurinn var opinn og ágætur á að horfa. íslenska liðið stóð sig þá mjög vel. Engan mun gat ég séð á þeim leikmönnum sem spila hér heima og hinum tveimur sem leika erlendis. Liðið var á heildina litið mjög jafnt.“ -JÖG j Sárgrætilegt I jöfhunarmark ■ „Mér gekk ágætlega í þessum I leik en það var hins vegar sár- I grætilegt að fá þetta jöfhunarmark * á sömu mínútunni og við tókum I foi*ystuna.“ Þetta sagði Friðrik _ Friðriksson, markvörður íslands, I sem varði sem berserkur í leiknum ■ í gœr. I „Það kom mér á óvart hversu | lítill munur vai- á þessum liðum, * því íslenska og því hollenska. Við I enun bersýnilega ekki jafoslakir * og margur vill vera láta. | Leikurinn var að mínum dómi * góður og það er sorglegt að sjá I hálftóma áhorfendabekki þegm- ■ nýkrýndir Evrópumeistarai' koma I hingað að leika. Á égjiar við leik- I raenn Ajaxliðsins. Ég held að ■ enginn hafi verið svikinn af lands- I leiknum í kvöld. Z -JÖG Brassasigur Brasilíumenn unnu í gærkvöldi þriggja landa keppni þar sem lið þeirra glímdi við Englendinga og Skota. Brassamir unnu einir sigur í mótinu, lögðu Skota að velli í gær- kvöldi með tveimur mörkum gegn engu. Leiðina að netmöskvunum fundu þeir fóstbræður Rai og Valdo. Brasilíumenn höfðu allnokkra xffir- burði þrátt fyrir að skoska liðið hafi leikið mun betur en gegn Englend- ingum fyrir skemmstu. -JÖG Safnaðfyrir móttökuskermi Á morgun, uppstigningardag. verðui- haldið fjáröflunarmót hjá Golfklúbbi Revkjavíkur til kaupa á sjónvarpsskermi á Golfskálann svo hægt sé að taka á móti sjónvarps- sendingum frá gervihnöttum og horfa þannig á öll stærstu golfmótin erlendis í beinni útsendingu. Leikin verður punktakeppni með fullri for- gjöf og ræst út frá klukkan níu. Stoliðfrá Sigga Sveins - vegabréfi hans og atvinnuleyfi þar á meðal „Þetta kemur sér ákaflega illa fvaár mig. I töskunni voru allir mínir nauð- sjmlegustu pappírar, atvinnulevfið í Þýskalandi, vegabréfið og mai'gt fleira auk um 70 þúsunda í peningum." sagði handknattleiksmaðurinn Sigurður Sveinsson í samtali við DV í gær. Fyrir nokkrum dögum var Sigurður staddur fyrir utan Sólheima 23 í Reykjavík og varð þá fyrir barðinu á illræmdum þjófi eða þjófum. ..Ég kom að bifreið minni og lagði litla rauða tösku á gangstéttina á meðan ég setti dóttur mína inn í bílinn. Því næst ók ég af stað og glevmdi töskunni á gang- stéttinni. Þegar ég kom aftur á staðinn nokkrum mínútum síðar var taskan'' horfin og ég hef ekkert séð til hennar síðan. Ég vil nota tækifærið til að skora á þann sem tók töskuna að koma henni einhvern veginn í mínar hendur og ég mun veita þeim hinum sama góð fundarlaun." sagði Sigurður Sveins- son. -SK • Annað mark íslands í uppsiglingu. Árni Þ. Árnasson leikur á belgiska mark-' vörðinn og skömmu síðar lá knötturinn i netinu. DV-mynd Gunnar Sverrisson Hræðilegar lokamínútur - og Belgar tiyggðu sér sigurinn gegn unglingalandsliðinu „Réttlát i >•■kk l viti i „Ég er mjög ánægður með þessi I úrslit, það var mikil barátta í ís- _ lenska liðinu og allir gerðu hvað | þeir gátu,“ sagði Guðmundui- ■ Steinsson eftir leikinn í gærkvöldi. ■ Gummi gerði Niðurlendingum I marga skráveifuna í gær og þeir 1 raunar honum: I „Það vannst varla tími til að * snerta boltann því Hollendingarn- | ir voru sífellt sparkandi aftan á ■ mann. Pústrar af því taginu em I þó hlutir sem maður má búa við,“ I sagði Gummi. ■ Guðmundur sagði jafhfi'amt að I réttvísinni hefði verið fylgt eða * fullnægt með vitaspymunum I tveimur: - „Dómarinn dæmdi réttilega víti | í bæði skiptin. Það er því engin ■ ástæða til að véfengja úrskurð I hans. í fyrra tilfellinu kastaði I markvörðurinn mér frá markinu í * sama mund og boltinn barst inn í I vítateiginn. í það seinna var ég_ hins vegar sparkaður gróflega nið- | ur í þann mund sem ég hugðist ■ skjóta.“ I -JÖG | „Ég er að sjálfsögðu ánægður með leikinn og þá sérstaklega lokakaflann þegar við vorum undir en strákamir sýndu enga uppgjöf og unnu leikinn. Við vissum að íslendingar >töu sterk- ir. Því kom góður leikur þeirra mér ekkert á óvart," sagði þjálfari ungl- ingalandsliðs Belga. í samtali við DV eftir að Belgar höfðu sigrað íslend- inga, 3-2, i Evrópukeppni unglinga- landsliða í Gai'ðabæ í gærkvöldi. Það er alls engin skönmi að tapa fyrir landi eins og Belgíu á knatt- spymuvellinum en það var sannarlega grátlegt í gærkvöldi. Islenska liðið var yfir, 2-1, þegar aðeins 4 mínútur vom til leiksloka en Belgum tókst á ótrú- legan hátt að skora tvívegis og trvggja sér þannig sigurinn. „Það var grátlegt að tapa þessum leik eftir að hafa verið svo nálægt tak- markinu. Það setti óneitanlega strik í reikninginn að við spiluðum einimi færri mestallan síðari hálfleik og strákarnir vom einfaldlega uppgefnir í lokin," sagði Láms Loftsson, þjálfari íslenska liðsins, eftir leikinn. Skemmtilegur leikur Leikurinn var í heild góður og skemmtilegur á að horfa. Það var greinilegt að islenska liðið ætlaði sér ekkert annað en sigur. Á 12. mínútu lá boltinn i netinu hjá Belgum en mai'kið var dæmt af vegna rangstöðu. Næstu mínútumar sóttu íslendingar látlaust að en lítið gekk inni í víta- teignum. Á 23. mínútu náðu Belgar svo skyndilega forystunni er Spencer Smolders brunaði fram og skaut hörkuskoti í bláhorn íslenska marks- ins. En íslendingum tókst að jafna metin á 34. mínútu. Aukaspvrna var dæmd á Belga. rétt utan vítateigs og Haraldur Ingólfsson þnunaði boltan- imi beint úr aukaspvmunni, vfir vamarvegginn og efst upp í þaknetið. lslendingar höfðu áfram undirtökin í síðari hálfleik en með stuttu millibili misstu þeir þrjá leikmenn út af vegna áverka. Aðeins tveir varamenn fengu að koma inn á og því lék liðið einum fæn-i það sem eftir liföi af leiknum. íslendingar náðu forystunni á 58. mín- útu eftir vamarmistök hjá Belgum. Ámi Þ. Ámason komst inn í sendingu og var allt í einu á auðum sjó. Jung- bloed kom úr mai'kinu en Ámi lék á hann og renndi síðan boltanum auð- veldlega í óvarið markið. Eftir markið virtust íslendingai- hafa leikinn í hendi sér. En á síðustu mínút- unum hrökk allt í baklás. Á 86. minútu komst einn leikmanna Belga upp að endamörkum. gaf fy'rir þar sem Glenn Dillens tókst að pota boltanum inn. Og martröðin var ekki afetaðin þvi á síðustu mínútu leiksins opnaðist ís- lenska vörnin enn. Gustem gaf inn á vítateig en þar beið Tom Golpaert óvaldaður og skallaði í netið. Ósigur- inn varð staðrevnd. íslensku strákamir spiluðu ágæt- lega og gerðu marga góða hluti á vellinum. Margir framtíðarleikmenn em bersýnilega í liðinu. Haraldur Ing- ólfsson átti mjög góðan leik meðan hans naut við. Þá áttu þeir Gunnlaug- ur Einarsson og Bjami Benediktsson sérlega góðan dag. Þormóður Egilsson vakti einnig mikla athygli. Hjá Belg- um var Tom Golpaert besti maður en liðið er safn góðra einstaklinga sem spila með toppliðum i Belgiu. Dómarinn Smith frá Skotlandi, stóð I sig ágætlega en lét þó leikmenn kom- ast upp með fullmikla hörku. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.