Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987. 17 Lægri ogfieiri vinninga Lottóspilari hringdi: Ég er óánægur með þetta fyrir- komulag hjá Lottó 5/32, mér finnst þeir leggja allt of mikla áherslu á stærsta vinninginn en þeir sem eru með 3 og 4 rétta fá nánast ekkert í sinn hlut. Þessu verður að breyta, annars hættir fólkið bara að spila í þessu því vinningsvonin er svo lítil ætli maður að fá 5 rétta. Ég legg því til að hæsta vinningn- um verði deilt meira niður á þá sem eru með 3 og 4 rétta svo þeir fái nú eitthvað í sinn hlut. líka. HÓTEL JÖRÐ Skólavörðustíg 13 A, sími 621739. Notaleg gisting í hjarta borgarinnar. Opið ó laugardögum PANTANIR SÍMI13010 KREDIDKORTAÞJONÚS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Lukas D. Karlsson, heildverslun „‘féubcriuémöbct Garðhúsgögn til sýnis og sölu að Ásbúð 96, Garðabæ, simi 43702 og 83485. Faðir skrifar: Engan skyldi undra þótt foreldr- ar séu uggandi vegna mannkertis sem hefir verið að hrella ungar telpur í nálægð Hvassalcitisskóla. Öllum ber saman um að þennan dória verði að góma. En minnumst sjónvarpssýningarinnar á nýárs- dag. Var hið opinbera ekki að sýna okkur tíu sinnum verri hluti þá? Því spyr ég: Horfa þessir krakkar ekki á þessar rúmsenur, það hlýtur að hafa einhver áhrif á þau? Ekki em mörg ár síðan sjálfi þjóðleikhús íslendinga bauð bæði foreldrum og ungum bömum þeirra að horfa á leikara koma allsnakinn á senuna. Var eitthvað dónalegt við það? Svo sannarlega var það engu betra en hjá nmnnin- um við Hvassaleitisskóla en það var sýnt í nafhi svokallaðrar list- ar! Að mínu mati var þetta víðs fjarri list eða fegurð. Vonandi geta menn ihugað hve langt er hægt að ganga í nafhi list ar og hve ósmekklegt það er að nudda framan í landslýð klámsen- um í sjónvarpinu. Trúlega er komimi tími til að hugleiða þau álirif sem síendurtek- ið klámfengið efiú hefur á böm. Það er eins og menn hafi verið sljó- ir í þeim efhum og látið átölulaust glepja dómgreind sína með bæði innfluttum og lieimatilbúnum sora. Góð þjónusta í BHreiðaeftirlitinu ökumaður hringdi: Þar sem mikið er búið að amast yfir léfegri afgreiðslu í Bifreiðaeft- irhtinu, sem vissulega var ábóta- vant, langar mig til að hæla afgreiðslunni núna semhefurstór- batnað í alla staði. Er ég fór núna nýlega upp í Bif- reiðaeftirlit var virkilega ánægju- legt að eiga samskipti við starf8Íólkið þar. Það er af sem áður var, ég vil þakka fyrir fljóta og góða af- greiðslu, batnandi mönnum er best að lifa. „Þorsteinn, ég vil þakka þér fyrir afbragsgóöan þátt og vonast til að þú haldir áfram á sömu braut.“ Bylgjan: Þorsteinn góður Helga Gísladóttir hringdi: Ég vil þakka Þorsteini J. Vil- hjálmssyni fyrir sérstaka og skemmti- lega þætti. Ég hef mjög gaman af þessum þátt- um, eitthvað nýtt, skemmtileg tilbreyt- ing frá þessum venjulegu útvarps- þáttum. Hann tekur tali fólk á fömum vegi, fólkið á götunni tekur því þátt í leiknum og færir nýjan og frábmgðinn tón í þetta allt saman. Þorsteinn, ég vil þakka þér fyrir af- bragsgóðan þátt og vonast til að þú haldir áfram á sömu braut. Vímulaus æska Guðhjörg Pálsdóttir hringdi: Ég vil byrja á því að þakka Bylgjunni fyrir sitt einstæða fram- tak, fjársöfhun til stuðnings Vímu- lausri æsku. Einstaklingar og fyrirtæki hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að byggja upp forvamarstarf fyrir Vímulausa æsku. Þessi fjársöfnun á ömgglega eftir að skila góðum ár- angri í baráttunni við þann ófögnuð sem vímuefhin em. Ég held að engan hafi órað fyrir því að við myndum ná 4,3 milljónum kr. en það þýðir að við íslendingar sýnum samstöðu þegar um góð mál- efni er að ræða. Ég vil þakka fyrir gott starf sem óneitanlega mun stuðla að vímu- lausri æsku. BOÐA RAFGIRDINGAR til afgreiðslu strax. Hvergi betra verð. bodi ? Sími 91-651800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.