Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987.
Skák
Sveit Taflfélags Reykjavíkur teflir viö Politechnika í Búkarest. Séð yfir keppnissalinn.
Ke2 Kc6 37. Kd2 Bc4 38. a4 Kb7 39. a5
Bd5?
abcdefgh
40. a6+! Ka8
Loks er tímamörkunum náð en þá
er svarta staðan gjörtöpuð, eins og
Helgi sýnir smekklega fram á í næstu
leikjum. Auðvitað gekk ekki 40. -
Kxa6 vegna 41. Rb4+ með riddara-
gaffli.
41. Rc5 Bc6 42. Re6! Be5 43. Rd8!
Lagleg tilfærsla. Þarna stendur
riddarinn ekki í vegi fyrir biskupnum
og valdar um leið á b7.
43. - Bxg2 44. b7+ Bxb7 45. axb7+
og svartur gafst upp því að eftir 45.
- Kb8 46. Re6 fellur hinn biskupinn
einnig og Helga ætti ekki að verða
skotaskuld úr því að máta með ridd-
ara og biskup.
Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson
Svart: Dumitrache
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
RfB 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8.
Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 Bg7 11. c3
Í5 12. exf5 Bxf5 13. Rc2 0-0 14. Rce3
Be6 15. g3
Guðmundur dustar rykið af af-
brigði sem hann tefldi með árangri
fyrir meira en áratug. Einnig er 15.
Bd3 mögulegt og 15. g4!? var vinsæll
leikmáti til skamms tíma.
15. - Hb8 16. Bg2 f5 17. 0-0 Kh8 18. f4
Dd7 19. Dd2 a5 20. Khl b4 21. Hadl
bxc3 22. bxc3 Hb5 23. De2 Hfb8 24. fxe5
Rxe5 25. Rf4 Bf7 26. Hd2 Rg4 27. Red5
Eftir að hafa náð þægilegu tafli er
eins og hvítur missi nú þráðinn og
það er svartur sem grípur frumkvæð-
ið.
27. - He8 28. Dd3 Re5 29. Dc2 Rc4 30.
Hdf2 Re3 31. Rxe3 Hxe3 32. Hf3 De8
33. h3! Bxc3?!
Vafasamt peðsrán, eins og fram-
haldið leiðir í ljós.
34. Hxe3 Dxe3 35. Hf3 Del+ 36. Kh2
Bd4 37. Dc8+ Kg7 38. Hfl De3 39. Dd7
He5 40. Rh5+ Kg6 41. Dxd6 +
Hvítur hefur nú náð vinningsstöðu
því að ekki gengur 41. - Kxh5 vegna
42. Bf3 + Kg5 43. h4 mát. Annar at-
hyglisverður leikur var 41. g4!? sem
virðist leiða til svipaðrar niðurstöðu.
41. - Be6
abcdefgh
42. De7!
Lítill leikur en öflugur. Vegna
máthótunar á g7 á svartur ekki um
neitt að velja.
42. - Kxh5 43. Dxh7+ Kg5 44. Dg7+
Kh5 45. Bf3+ Dxf3 46. Dh7+ Kg5 47.
h4 + Kf6 48. Hxf3 Bd5 49. Hxf5 +! Hxf5
50. Dh8+ Ke6 51. Dxd4 Bxa2 52. g4
He5 53. Db6 +
Og svartur gaf þvi að eftir 53.
Ke7 kæmi 54. Db2! með tvöfaldri
hótun.
-JLÁ
mönnum er slík að undirbúningur
okkar fyrir keppnina fór að mestu í
að reyna að láta okkur ekki bregða
við misjafnlega heiðarleg áföll er á
hólminn væri komið. Þeirra snjall-
asti stórmeistari um árabil. Florin
Gheorghiu. er heimsfrægur svindlari
og kaupahéðinn og Mikhai Suba.
kollegi hans. er ekki síður vel að sér
í prettum við skákborðið. Það þekkj-
um við af eigin revnslu: Á ólympíu-
skákmótinu i Buenos Aires 1978 átti
Suha biðskák við Ingvar Ásmunds-
son þar sem möguleikar hans virtust
öllu betri en þó var ekki laust við
að Ingvar ætti að halda jöfnu með
nákvæmri vörn. Biðskákina átti að
tefla morguninn eftir. Um kvöldið,
er íslensku liðsmennirnirsettust nið-
ur og ætluðu að skoða stöðuna,
hringdi síminn og Suba var á lín-
unni. Hann bauð Ingvari jafntefli en
vegna þess að erfitt væri að ná í
skákstjóra bað hann Ingvar um að
mæta á skákstáð morguninn eftir til
þess að undirrita pappírana. Að sjálf-
sögðu samþykkti Ingvar jafnteflis-
boðið og íslensku liðsmennirnir settu
taflið til hliðar og tóku upp léttara
hjal. Er Ingvar svo mætti á skákstað
um morguninn var hins vegar komið
annað hljóð í strokkinn. Suba þóttist
ekki kannast við að hafa boðið jafn-
tefli og bandaði friðarhendi Ingvars
frá sér. Þrátt fyrir mótmæli varð Ing-
var að gjöra svo vel að setjast niður
og tefla órannsakaða stöðu og svo
fór að hann hitti ekki á réttu vörnina
og tapaði.
Miðað við þetta sögukorn áttum
við von á hinu versta við komuna
til Búkarest en það reýndist öðru
nær. Þeir sem tóku a móti okkur og
voru okkur innan handar við dvölina
reyndust hin mestu góðmenni og
augljóslega var allt reynt til þess að
okkur liði sem best. Andstæðingar
okkar, Politechnika, koma úr sam-
nefndum tækniháskóla í Búkarest.
Við bjuggum á hóteli í háskólahverf-
inu og var það hvorki betra né verra
en við áttum von á. Keppnisstaður-
inn var þar spölkorn frá, lítill,
teppalagður íþróttasalur þar sem
ekki þurfti undan neinu að kvarta.
Fæði var vel útilátið en þó nokkuð
einhæft; matarmiklar grænmetissúp-
ur, svínasteikur og tertur. Og í
morgunmat var ostur, spægipylsa og
mánaðarskammtur af eggjum. Sam-
kvæmt grein í Mbl. um Rúmeníu á
dögunum höfum við a.m.k. borðað
nokkrar fjölskyldur út á gaddinn, ef
ekki heilt hverfi. Liðsstjóri rúm-
ensku sveitarinnar, Dolphi Drimer,
alþjóðlegur meistari og stærðfræði-
prófessor við háskólann, hafði orð á
því að fæðið hefði verið heldur fá-
breyttara er hann tefldi í Reykjavík
á stúdentamótinu 1957. „Þá fékk ég
soðinn fisk og súkkulaðisúpu (sem
mun gegna nafninu kakósúpa) í
hvert mál,“ sagði hann og hló góðlát-
lega.
Búkarest er annars hin fegursta
borg, breið stræti og margar reisu-
legar byggingar. Þó er drungi yfir
mannlífinu og er rökkvar er hún á
að líta sem draugaborg. Götulýsing
er takmörkuð og klukkan tíu að
kvöldi er öllu skellt í lás. Þá er fátt
kvikt á ferli. Einu sinni sáum við þó
st.óra rottu skjótast milli húsveggja
á aðalgötunni og áttum fótum fjör
að launa. Hrikalegt ryk og óhrein-
indi eru í lofti við miðbæinn vegna
1. borði fást 6 stig, sigur á 2. borði
gefur 5 stig, sigur á 3. borði 4 stig,
o.s.frv. Úrslitin urðu sár vonbrigði,
einkum ef haft er í huga að eftir fyrri
keppnisdaginn hlaut sveit TR 3 'A v.
gegn 2'A v. Rúmena.
Lítum á tvær skákir frá keppninni:
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Ghinda
Griinfelds-vörn.
1. d4 RfB 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5
Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 0-0
8. Be3?!
Brosmildir liðsstjórar við upphaf keppninnar. Jón G. Briem, formaður Taflfé-
lags Reykjavikur, t.v., og Dolphi Drimer takast þéttingsfast i hendur.
stórhuga byggingaframkvæmda. Þar
á að reisa ráðuneytisbyggingar og
bæta við nýja og glæsilega forseta-
höll. Rennsli árinnar hefur meira að
segja verið stöðvað. Ætlunin er að
setja í hana sérstakan hreinsibúnað
svo hún renni tær og fögur framhjá
forsetahöllinni. Það verður áreiðan-
lega tilkomumikil sjón.
Þessi urðu úrslit á einstökum borð-
Skák
Jón L. Árnason
um í keppninni. Sveit TR hafði hvítt
á oddatöluborðum í fyrri umferð:
TR Polit.
1. borð: Helgi - Ghinda 10:01
2. borð: Jóhann - Stoica A 'A : 'A 'A
3. borð: Jón L. - Ghitescu 'A 'A : 'A 'A
4. borð: Margeir Marin 0 0:11
5. borð: Guðmundur - Dumitrache/
Berechet 1 'A : 0 A
6. borð: Karl - Stanciu 'A 1: 'A 0
6:6
Jafntefli, 6:6, en Rúmenar komust
áfram á borðastigum - fyrir sigur á
Einkennileg leikjaröð. Algengara
er 8. Ré2.
8. - Rc6 9. h4?
Og þessi leikur er óheppilegur.
Svartur fær nú yfirhöndina.
9. - e5! 10. d5 Ra5 11. Bd3 c6 12. c4 b5
13. cxb5 cxd5 14. h5 Bb7 15. hxg6 fxg6
16. Rh3 h6 17. Da4 Hc8 18. Hdl Hc3?!
Leggur gildru. Eftir 19. exd5 Dxd5
20. Bfl kæmi 20. - Hxe3 + ! 21. fxe3
Dc5 22. Dxa5 Dxe3+ 23. Be2 e4 og
vinnur. En 18. - Rc4!? kom sterklega
til greina.
19. 0-0 Rc4 20. Bxc4 Hxc4 21. Dxa7
Eftir langa umhugsun. Mögulegt
var 21. Dxc4 dxc4 22. Hxd8 Hxd8 en
svartur heldur sínu.
21. - Hf7 22. exd5 Bxd5 23. Db6 Dxb6
24. Bxb6 Bb7 25. Be3 Hb4?
Leiktap. Betra er 25. Hg4! 26. g3
Ha4 og taflið er í jafnvægi. Riddari
hvíts á h3 er illa staddur.
26. b6 Ha4 27. Hd2 g5 28. f3 e4 29. fxe4
Hxfl+ 30. Kxfl Hxe4 31. Hd8+?
Hér var 31. Hd7! sterkara. Það er
ekki ljóst hvort hvítur getur nú unn-
ið en Ghinda var hins vegar í miklu
tímahraki.
31. - Kf7 32. Hd7+ He7 33. Hxe7+
Kxe7 34. RÍ2 Kd7 35. Rd3 Ba6(?) 36.
Ekki varð sveit Taflfélags Reykja-
víkur Evrópubikarmeistari að þessu
sinni. Sveitin er úr leik í keppninni,
eftir erindisleysu til Búkarest, höfuð-
borgar Rúmeníu. „Politechnika
Bucaresti" sigurliðið í rúmensku
deildakeppninni - náði að vinna
Taflfélagssveitina með minnsta mun.
Eftir keppnisdagana tvo var staðan
jöfn. sex vinningar gegn sex. en Rúm-
enar voru stigahærri og því var þeim
úrskurðaður sigurinn.
Sveit TR var skipuð ólvmpíusveit-
armönnum sem gerðu garðinn
frægan í Dubai: Helga. Jóhanni. Jóni
L„ Margeiri. Guðmundi og Karli.
Þröstur Þórhallsson var til vara og
liðsstjóri og jafnframt fararstjóri var
Jón G. Briem. formaður Taflfélags
Reykjavíkur. Sveitin var sterkari á
pappírunum en rúmenska sveitin en
vitaskuld voru menn þó ekki of sig-
urvissir. Revnslan úr öðrum keppnis-
íþróttum hefur sýnt að erfitt er að
sækja austurblokkina heim og jafn-
vel þótt áhorfendum á skákmótum
beri að hafa hægt um sig skiptir
máli hvort teflt er heima eða heim-
an. Nvjar og framandi aðstæður og
erfið ferðalög hafa sín áhrif á ein-
beitinguna. Jafntefli á „útivelli" má
því gjarnan líta á sem hálfan sigur.
fremur en hálft tap. Reglur keppn-
innar taka aftur á móti ekki tillit til
þessa þáttar og því er sveit TR úr
leik.
Við fórum fullir efasemda til Rúm-
eníu og varkárir fram úr hófi.
Reynsla okkar af rúmenskum skák-
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóósbækur 10 12 Ib.Lb
óbund.
Spanreikmngar
3ja mán. uppsogn 11 15 Sb
6 mán. uppsogn 12 20 Ib
12 mán. uppsogn 14 25 5 Sp vél
18 mán. uppsogn 22 24 5 Bb
Avisanareiknmgar 4 10 Ab
Hlaupareiknmgar 4 7 Sp
Innlán verðtryggó
Sparireiknmgar
3ja mán. uppsogn 1.5 2 Ab.Bb,
Lb.Sb.
Ub.Vb
6 mán. uppsogn 2.5 4 Ab.Ub
Innlán með sérkjörum 10 22
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5.5 6.5 Ib
Sterlingspund 7.5 10 Vb
Vestur-þýsk mork 2.5 3.5 Ab.Vb
Danskar krónur 9-9.5 Ab.Sb.
Sp.Ub
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv) 21 24 BbUb
Viðskiptav:xlar(forv.)M ) 24 26 eða kge
Almenn skuldabréf 21.5 25 Ub
Viðskiptaskuldab,-éf(1) kge Alhr
Hlaupareikningar(vftrdr) 21.5 25 Ub
Útlán verötryggö
Skuldabréf
Að2 5árum 6.5 7.5 Lb
Til lenari tima 6.75 7.5 Ub
Útlán til framleiðslu
ísl. krónur ■'8.5 24 Ab
SDR 7.75 8 Bb.Lb.
Ub
Bandarikjadalir 8 9 Sb
Sterlmgspund 10.25 II.5 Lb
Vestur-þýsk mörk 5.25 5.75 Bb.Lb
Húsnæöislán 3.5
Lifeyrissjóóslán 5 6,75
Dráttarvextir 33.6
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júni 1687 stig
Byggingavisitala 305 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 3% 1 april
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v 100 nafnv :
Almennar tryggingar 110kr
Eimskip 248 kr
Flugleiðir 170 kr
Hampiðjan 114 kr
Iðnaðarbankinn 134 kr.
Verslunarbankinn 116 kr
Úgerðarf. Akure. hf. ,150 kr
Skagstrendingurhf. 350 kr
(1) Viö kaup á viöskiptavixlum og viö-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriöja
aöila, er miðað viö sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viöskiptavixla
gegn 24% ársvöxtum, Samv.banki 25% og
nokkrir sparisj. 26%.
Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn,
Bb= Búnaöarbankinn, lb= lönaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn
birtast I DV á fimmtudögum.
Fýjuferó til Búkarest
- Lið TR slegið út úr Evrópubikarkeppni taflfélaga