Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. Helgarblað 65 kr. Örtsafnað í gengislækkun Spádómar um gengislækkum sem heyrzt hafa í þess- ari viku. eru ekki ástæðulausir, þótt aðstæður séu að ýmsu leyti aðrar en venjulega eru undanfari gengis- lækkunar. í þetta sinn kallar óstand ríkisfjármála, en ekki útflutningsatvinnuveganna, á gengislækkun. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa hagnað um þessar mundir. þótt genginu hafi lengi verið haldið stöðugu og kostnaður samt farið hækkandi í landinu. Aukin samkeppni annarra greina um vinnuafl og fjármagn hefur ekki hindrað sjávarútveginn í að byggja sig upp. Mikil og vaxandi spenna er á vinnumarkaði. Fyrir ári voru 1.900 laus störf í þjóðfélaginu. I haust voru þau komin upp í 2.700. Og nú eru lausu störfin orðin 3.200 alls. þar af um 1.700 utan höfuðborgarsvæðisins. Á móti þessu koma ekki nema 560 atvinnuleysingjar. Athyglisvert er, að í fiskvinnsluna eina vantar 650 manns til starfa utan Reykjavíkursvæðisins. Vinnuafls- skorturinn stingur í stúf við sífellt sífur fiskvinnslu- manna um. að útflutningur á ferskum fiski sé að drepa fiskvinnsluna og vaida landauðn í sjávarplássunum. í þessari gífurlegu þenslu reynir ríkisvaldið ekki að hamla á móti með sparnaði og samdrætti. Þvert á móti hefur hið opinbera haft forustu í að magna þensluna. Það jók raunar forustuna síðustu mánuðina fyrir kosn- ingar, þegar atkvæðakaup stjórnarflokkanna voru mest. Svo er nú komið fjármálum ríkisins, að undir mitt ár eru horfur á, að þensluhalli þeirra verði um fimm milljarðar á þessu ári og heildarþörf ríkisins fyrir láns- fé verði tæpir níu milljarðar á árinu. Hvort tveggja eru tölur af áður óþekktri stærðargráðu. Ríkið þarf auðvitað að fá aura upp í þennan halla í útlöndum og heima fyrir. Ekki er vænlegt að leita mjög á fjarlæg mið, því að erlendar skuldir þjóðarinnar eru komnar upp í 310 þúsund krónur á hvert einasta manns- barn í landinu og lánstraust okkar er tiltölulega lítið. Ríkið þarf að bjóða hærri vexti á spariskírteinum sínum til að brúa bilið. Þar með stuðlar ríkið að al- mennri hækkun vaxta í þjóðfélaginu. Miklu verra er þó, að þetta hleypir kjarki í skottulækna, sem segja, að í lagi sé að hafa mikinn halla á ríkisbúskapnum. Ekkert lát er á eyðslusemi ríkisstjórnarinnar, þótt hún hafi misst þingmeirihluta sinn í kosningunum og eigi bara að vera að gæta sjoppunnar að beiðni forseta, meðan verið er að mynda nýja ríkisstjórn. Daglega grýt- ir hún tugum milljóna króna út um gluggann. Einn daginn kaupir hún nýtt hlutafé í vonlausri Steinullarverksmiðju fyrir nokkra tugi milljóna. Næsta daginn kaupir hún sjúkrahús í Hafnarfirði fyrir enn fleiri tugi milljóna. Hinn þriðja lofar hún að ábyrgjast alþjóðlegt handboltamót einhvern tíma í framtíðinni. Á sama tíma hvetur hún verðbólguna með því að hafa opinberar verðhækkanir tvöfalt hærri en gert hafði verið ráð fyrir í almennu kjarasamningunum í vetur. Þar með fer hún yfir öll rauð strik og slær svo sérstakt met með því að hækka afnotagjald ríkisútvarps um 67%. I viðræðum um stjórnarmyndun hefur birzt almenn hugsjón stjórnmálamanna, að brennsla opinberra pen- inga í landbúnaði verði ekki minnkuð á þessu kjörtíma- bili og að staðið verði við 28 milljarða króna samning ríkisins frá í vetur um kaup á mjólk og kjöti. Að öllu samanlögðu er engin furða, þótt ástand og horfur ríkisQármála leiði til spádóma kunnáttumanna um, að í aðsigi sé lækkun gengis hinnar hrjáðu krónu. Jónas Kristjánsson Af erlendum vettvangi Kinoka Bretar sér við Kinnock? »<»fv**|* ..Við þurfum að ná til þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki nóg til að geta hjálpað þeim sem eiga ekk- ert. Þetta sagði Neil Kinnock 1983 eftir að hann tók við forystu Verkamannaflokksins. Flokkurinn hafði þá beðið slæman ósigur í þingkosningum. innan hans ríkti ósamkomulag og deilt var um stefnuna. Þessi orð Kinnocks táknuðu eina megináhersluna sem hann hefur haft í flokknum. Hann áleit að flokkurinn yrði að róa á miðum miðstéttanna. Hann áleit að flokk- urinn mætti ekki eingöngu reiða sig á stuðning hinna fátæku því þeim hefði fækkað á áratugnum, ékki síst fyrir baráttu Verka- mannaflokksins. Því mætti flokk- urinn ekki lenda í því að saga þá grein sem hann sæti sjálfur á. Annað hefur Kinnock reynt að færa flokknum og það er viljinn til að sigra. Frá upphafi hafa ræður hans verið stráðar orðunum „bar- átta“, „sigur“ og „að vinna“. Árangur þessa hefur birst óvænt þessar síðustu vikur, þegar flokk- urinn hefur komið á óvart með öflugri kosningabaráttu. I þriðja lagi hefur Kinnock unnið að markvissari og nýtískulegri bar- áttuaðferðum. Hann réð nýjan útbreiðslustjóra, Mandelson, sem m.a. innleiddi fyrir alvöru rauðu rósina í vopnabúr Verkamanna- flokksins. Léttvigtarmaður Kinnock hefur átt erfiða daga í formennsku sinni. Andstæðingar hans hafa reynt að haida því á lofti að hann sé léttvigtarmaður í pólit- ík. í því sambandi hafa þeir bent á að hann hafi enga reynslu úr ráð- herrastörfum, að honum hætti til innihaldslausra málalenginga, að hann standi sig yfirleitt ekki vel í þinginu og standi sig beinlínis iila í þeim orðahnippingum við járnfr- úna, sem fara reglulega fram tvisvar í viku. Að auki segja þeir hann ekki hafa náð tökum á innri málum flokksins. Að síðustu hafa karl- rembur í breskum fjölmiðlum reynt að koma því inn hjá þjóðinni að Af erlendum vettvangi Guðmundur Einarsson fyrrverandi alþingismaður það sé Glenys, kona hans, sem öllu ráði fyrir hann innan heimilis og utan. Þeir sem verja Kinnock benda á margt. Þeir segja að erfiðleikar flokksins, þegar hann tók við, hafi verið nánast óyfirstíganlegir. Deil- ur vinstri og hægri manna hafi gjörsamlega verið búnar að lama flokkinn og persónulegur og pólit- ískur skætingur hafi verið á há- stigi. Á þessu sviði telja þeir Kinnock hafa náð umtalsverðum árangri, t.d. í deilunum við „hina herskáu í Liverpool". Þeir telja hann líka hafa sloppið vel frá gífurlega erfið- um málum eins og námamanna- verkfallinu. Þar toguðust annars vegar á samstaðan og sterk ítök námamanna í flokknum og hins vegar fádæma hörð framganga Art- hurs Scargills, herskáasta foringja námamannanna, sem varð mjög óvinsæll hjá breskum almenningi. Liðsmenn Kinnocks benda einnig á, að vígstaða hans sé erfið vegna hrikalegrar hlutdrægni ýmissa út- breiddustu dagblaða Breta, ekki síst þeirra sem eru í eigu blaða- kóngsins Rupert Murdocks. Þessi blöð halda leynt og ljóst með íhaldsflokknum og beita ósvifnum aðferðum. Gott dæmi er örfárra daga gömul fullyrðing blaðsins „The Sun“ um að Verkamanna- flokkurinn myndi banna með lögum að birta myndir af fáklædd- um stúlkum. Einn af helstu foringj- um Ihaldsflokksins hefur viðurkennt þessa staðreynd með þeim orðum, að í sporum Kinnocks myndi hann gráta yfir blöðunum á hverjum morgni. Kinnock hefur ráðist að blöðun- um og í þessari kosningabaráttu hefur hann Iagt megináhersluna á sjónvarpið, enda kemur hann vel fyrir þar. Skerpa og yfirsýn Þeim ásökunum, að Kinnock vanti skerpu og yfirsýn í pólitík, vísa hans menn fullkomlega á bug og benda á að honum hafi einmitt tekist að breyta stöðu flokksins og ímynd meðal þjóðarinnar. Þetta hafi hann gert með nýjum pólitísk- um áherslum og frjálsmannlegri framkomu. Þetta telja þeir að sé sönnun á næmi og skilningi hans á hinu pólitíska umhverfi. Þessa dagana bendir flest til þess að Margrét Thatcher sigri í kosn- ingunum. Kinnock hefur þó tekist ýmislegt. Hann náði óvæntu frum- kvæði í fyrsta hluta baráttunnar með áherslum á innanlandsmálin. Hann hefur sótt á í skoðanakönn- unum. Hann hefur varist tilraun- um kosningabandalags frjáls- lyndra og jafnaðarmanna til að verða höfuðandstæðingur íhalds^ flokksins. En hins vegar er ljóst að sigur Ihaldsflokksins þriðju kosningarn- ar í röð myndi valda djúpstæðum átökum í Verkamannaflokknum. Þá munu vinstri og hægri menn takast á að nýju um áherslur flokksins. Guðmundur Einarsson Þaó hefur blásiö um Neil Kinnock, formann breska Verkamannaflokksins. En ýmsu hefur hann komió til leið- ar. Hann innleiddi meðal annars fyrir alvöru rauðu rósina í vopnabúr flokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.