Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987. Fréttir Hvatveíðrfundurinn í Washington: Bandaríkjastjóm að láta undan hvalfriðunarsinnum ? íaata ftmaracn, DV. New Ycate I dag hefjast viðræður í Washing- ton um vísindahvalveiðar Islendinga milli sendinefndar undir forystu Halldórs Ásgrímasonar sjávarút- vegsráðherra og bandarískrar viðræðunefndar. Framtíð visindaveiða okkar hefur verið fremur óljós eMr að Alþjóða hvalveiðiráðið samþykkti á fundi sínum í Bourneraouth í júní að ís- lendingar hefðu ekki að fullu uppfyllt þau skilyrði sem sett eru fyrir vísindaveiðum. Siguijónsson og frá sendiráði Islands I gær fundaði íalenska sendineftid- mönnum. Halldór Ásgrímsson sagði Það voru Bandaríkjamenn sem íWashingtoneruþeirlngviS.Ingva- in á Embassy Row hótelinu þar sem þóígæraðviðmyndumstandaharð- boðuðu íslendinga til þessara við- son sendiherra og Hörður Bjama- hún dvelst. Það var greinilegt að ir á okkar rétti og hvergi víkja. Það ræðna. Mikil leynd hvílir yfir son. spenna lá í loftinu og jafiivel ótti. er allt eins líklegt að þessar viðræð- umræðuefriinu og segjast íslensku Ekki er vitað hverjir aitja fundina Otti við að Bandaifkjastjóm sé nú ur verði erfiðar og harðar. fulltrúamir ekki vita sjálfir ura hvað af hálfú Bandaríkjamanna en talið að láta undan þrýstingi hvalfriðun- Malcolm Baldridge viðskiptaráð- viðræðumar kunni að snúast. er Iíklegt að forystu af þeirra hálfú arsinna. Slíkt myndi vissulega hafa herra heftir ætíð verið því fylgjandi í íslensku viðræðunefndinni eru hafi Anthony Calio sem er ftilltrúi alvarlegar afleiðingar í för með sér að beita íslendinga þvingunarað- auk Halldórs þeir Ámi Kolbeinsson Bandaríkjanna í stjóm Alþjóða fyrir okkur Islendinga, Bandaríkja- gerðum til að neyða okkur til að og Kjartan Júlíusson frá sjávarút- hvalveiðiráðsins. Einnig er búist við markaður rayndi lokast. hætta hvalveiðum. Nú er að sjá vegsráðuneytinu. Frá utanríkis- að Halldór Ásgrímsson hitti Malc- íslensku fulitrúamir vom í gær hvorthannhefurhaftsittframinnan ráðuneytinu eru Guðmundur olm Baldridge, viðskiptaráðherra tregir til að láta hafa nokkuð eftir Bandaríkjastjómar. Eirík8son og Helgi Ágústsson. Frá Bandaríkjanna, að máli en á þessu sér um málið. Það er á viðkvæmu Hafrannsóknarstofhun er Jóhann stigi er það óljóst. stigi og boltinn í bili hjá Bandaríkja- Halldór Ásgrímsson: Þettaer leiðindaþóf Halldor Ásgrímsson ræðir yið fréttaritara DV í Washington. DV-mynd ÓA Ólaiir Amaraan, DV, New Yoric Þegar útsendari DV ræddi við Hall- dór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra í gærkvöldi sagði hann að staðan hér í Washington væri sú að í Boume- mouth hefði verið samþykkt tillaga sem innihéldi það að við íslendingar hefðum ekki að fullu fullnægt þeim skilyrðum sem sett hefðu verið fyrir vísindaveiðum. „Við höfum aftur á móti haldið því fram að stofnskrá Alþjóða hvalveiði- ráðsins gefi okkur fullan rétt til að stjóma okkar vísindaveiðum og að sú ályktunartillaga »em var samþykkt sé í andstöðu við stofnskrána og því ólög- mæt,“ sagði Halldór. „Við erum óánægðir með það hvemig bandarísk stjómvöld hafa unnið að þessu máli. Þeir hafa verið helstu forgöngumenn þeirra ályktana sem samþykktar hafa verið innan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þar segja menn gjaman að þetta séu saklausar ályktunartillögur sem séu ekki á nokkum hátt bindandi fyrir viðkomandi ríki og þau geti tekið sín- ar eigin ákvarðanir. Það á hins vegar eftir að koma í ljós á hvaða hátt Bandaríkjamenn ætla að nota þessar ályktanir í viðræðum eða aðgerðum gagnvart okkur.“ Halldór sagðist ekki vita hver yrði afstaða Bandaríkjamanna á þessum fundum eða hvort þeir hygðust láta sverfa til stáls. Sagði hann að íslenska sendinefndin gerði sér að sjálfsögðu einhverja grein fyrir því við hverju mætti búast en ekki væri rétt að fjalla um það á þessu stigi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við stöndum í þessu, hvorki við Bandaríkjamenn né aðra. Þannig að við, sem í þessu stöndum, erum orðnir ýmsu vanir. Ég held að það eigi ekkert eftir að koma okkur á óvart. Það er okkar hörð afstaða að við og engir aðrir eigum að taka ákvarðanir um okkar mál,“ sagði Halldór. Aðspurður um hvort hlaupin væri mikil harka í málið sagði Halldór: „Það má segja að þetta sé alltaf leið- indaþóf og eftir því sem lengra líður kemst málið ávallt í nýtt og nýtt ljós því það er baráttumál margra að tryggja það að aldrei verði nokkur hvalur drepinn um alla framtíð. Það eru einnig margir sem virðast vilja koma i veg fyrir að við getum aflað upplýsinga um hvalastofnana." Halldór sagði að það heföi verið al- þingi sem markaði þá stefnu sem íslensk stjómvöld fylgja nú. Þetta væri þverpólítískt mál og full sam- staða um það á alþingi. Vegna ummæla Dean Wilkinsons, forsvarsmanns grænfriðunga í Banda- ríkjunum, um að Halldór heföi á síðasta ári platað bandarísk stjóm- völd, sagðist Halldór ekki fara þá leið að plata Bandaríkjamenn eða aðra. Brian Goiman yfírmaður almannatengsla: Rastt um breyttar forsendur Ólafiir ftmaraan, DV, New Yadc Erfiðlega gekk í gær að fá nokkrar upplýsingar hjá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna um viðræðumar sem fara í hönd. Brian Gorman, yfirmaður almanna- tengsla í sjávarútvegsdeild ráðuneyt- isins, sagði í samtali við DV að engar upplýsingar lægju fyrir um það hvert umráeðuefiii fundanna yrði í smáatrið- um. Sagðist hann þó telja ljóst að rætt yrði um breyttar forsendur sem skapast heföu eftir fúnd Alþjóða hval- veiðiráðsins í síðasta mánuði. Gorman sagðist vita til þess að Bandaríkjastjóm væri ekki búin að gera upp hug sinn um það hvort rautt Ijós yrði sett á vísindaveiðar íslend- inga. Slíkt yrði væntanlega ráðið á fúndum viðræðunefnda ríkjanna. Ekki sagðist Gorman geta gefið upp- lýsingar um það hverjir myndu eiga sæti í viðræðunefiid Bandaríkjastjóm- ar. Sagði hann að líkast til væm það háttsettir menn sem leiddu viðræðu- nefiidina því Bandaríkjastjóm tæki þetta mál mjög alvarlega og vildi gera allt sem í hennar valdi stæði til að það leystist á farsælan hátt fyrir báða að- ila. Öxnadatehelði: Harður árekstur á blindhæð Tveir japanskir bílar lentu í niður af veginum annars vegar. All- ásamt einum öðrum fluttur á sjúkra- árekstri á Oxnadalsheiði um klukk- ir í bílunum voru spenntir í bflbelti. hús. Meiðsh em ekki tahn alvarleg. an hálftvö í gaardag. Áreksturinn Talið er að bílbelti annars öku- Báðir bílamir eru mikið skemmdir varð á blindhæð á háheiðinm en þar mannsins hafi ekki haldið honum og nánast ónýtir. er vegurinn mjór og þverhnípt er og meiddist hann á andliti. Var hann -srae Helgi Ágústsson: Ótímabært að tjá sig um viðræðurnar Ólafiir Amaraan, DV, New Yoric DV náði tali af Helga Ágústssyni í utanríkisráðuneytinu á göngum Embassy Row hótelsins í gær. Helgi sagði, eins og svo margir aðrir sem DV náði í, að á þessu stigi málsins væri ótímabært að tjá sig um efni viðræðnanna sem framund- an væm. Sagði Helgi að íslenska sendinefiidin vissi í raun ekki alveg við hverju ætti að búast á fundum hennar með Bandaríkjamönnum. „Það er ljóst að samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins hefúr breytt tölu- vert stöðu íslendinga hvað varðar vísindaveiðar," sagði Helgi. Hann bætti við að ýmsir gengju svo langt að segja að með samþykktinni væri í raun fallið úr gildi samkomulag íslendinga og Bandaríkjamanna frá því í ágúst á síðasta ári. Þetta væm Islendingar ekki tilbúnir að sam- þykkja. Helgi taldi hins vegar ekki rétt að vera með neinar ákveðnar yfirlýsingar fyrr en ljóst væri hvert umræðuefni fundarins yrði og hver afstaða Bandaríkjamanna væri. Dean Wilkinson herstjóri Grænfriðunga: Hræddir við Halldór Ólafiir Amaraan, DV, New Yoric Samtök Grænfriðunga í Banda- ríkjunum hafa ekki haft sig mikið í frammi vegna komu islensku sendi- nefndarinnar til Washington. Samtökin sendu í gær fréttatilkynn- ingu til fjölmiðla um komu Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra og íslensku sendinefridarinnar til Washington. Dean Wilkonson, sem er herstjóri Grænfriðunga í hvalamálum í Bandaríkjunum, sagði í samtali við DV í gær að Malcolm Baldridge, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hefói að undanfömu gefið út harð- orðar yfirlýsingar um hvalveiðar íslendinga, svo harðorðar að óvenju- legt væri. Taldi Wilkinson það stafa af því að Baldridge væri reiður vegna vanefnda íslendinga á sam- komulaginu sem gert var í ágúst á síðasta ári. Wilkinson sagði það skoðun margra Grænfriðunga að Halldór Ásgrímsson hefði leikið á bandarísk stjómvöld á síðasta ári og fundið smugu í reglrnn Alþjóða hvalveiðiráðsins sem fslendingar gátu notað til að halda áfram hval- veiðum í hagnaðarskyni. Sagðist Wilkinson hafa heyrt fyrir nokkrum vikum að íslendingar heföu aðeins neytt þijú hundmð tonna af ellefu hundmð sem þeim bæri að neyta innanlands. „Ég held ekki að Halldóri Ás- grímssyni takist að plata bandarísk stjómvöld núna eins og hann gerði á síðasta ári. Til þess em reglumar orðnar of skýrar,“ sagði Wilkinson. Það kom berlega fram í samtalinu við Wilkinson að margir innan sam- taka Grænfriðunga hafa ákaflega illan bifur á Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra. Telja þeir hann hættulegan andstæðing og að hann hafi upp á eigin spýtur leikið á Bandaríkjastjóm á síðasta ári. Var ekki laust við að bæri á áhyggjum um að Halldór muni nú aftur fara með sigur af hólmi. Mannúðarsamtök í hvalamálum: Herferð gegn íslandi ÓLaíur Amaraan, DV, New Yoite Mannúðarsamtök Bandaríkjanna í hvalamálum em að láta hanna heil- síðuauglýsingu sem þau hyggjast láta birta í blöðum og tímaritum í Banda- ríkjunum hætti íslendingar ekki hvalveiðum með öllu. I auglýsingunni er fólk hvatt til að sniðganga íslenskar afurðir. Campbell Plowden, talsmaður sam- takanna, sagði í viðtali við DV í gær að þessi auglýsing væri sú fyrsta af mörgum sem samtökin hygðust nota í auglýsingaherferð gegn íslandi. Aðspurður sagði Plowden að ef nið- urstaða viðræðna ríkjanna yrði sú að íslendingar legðu hvalveiðar á hilluna myndu samtökin falla frá væntanlegri auglýsingaherferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.