Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. JULl 1987. Neytendur 13 Vörur út á glerin „Það er talsvert kvartað undan því að fólk fái ekki endurgreiddar gos- flöskur sem það skilar inn í verslanir. Það verður að taka vörur út á glerið, í flestum tilfellum sælgæti," sagði Si- gríður Haraldsdóttir, neytendafúlltrúi Verðlagsstoíhunar, í samtali við DV. „Ef einhver setur 5 kr. í pant á hann rétt á að fá peningana til baka. Hins vegar er varla hægt að ætlast til þess að kaupmenn séu með mikinn flöskulager fyrir gosdrykkjaframleið- endur. Þetta er því svolítið flókið mál. Gamalt fólk hefur vinnu af því að safna flöskum og selja þær. Það er auðvitað gott og blessað þegar hægt er að taka matvæli út á glerið. Það eru líka verðmæti. Þótt ekki sé lagaleg skylda að greiða fyrir flöskumar út í hönd fyndist mér að það væru mjög góðir viðskiptahætt- ir ef slíkt væri gert,“ sagði Sigríður. Benda má á að erlendis er greitt mjög gott verð fyrir tómar gosdósir til þess að koma í veg fyrir að þeim sé hent á víðavangi. Þetta ætti að taka upp hér á landi, en varla hægt að búast við að kaupmenn taki að sér þessa þjónustu. Benda má á þann möguleika að fara með tómar gosdrykkjaflöskur í flösku- lager stórmarkaðanna. Þar er tekið við þeim gegn innleggsnótu, sem hægt er að nota til matarkaupa. -A.BJ. ii 7»m ,. ■ i' ' ■■■ - ; Það er ekkert skrítið þótt kaupmenn sem hafa kannski ekki alltof mlkið hús- rými vilji ekki taka á móti plássfreku gosdrykkjagleri endurgjaldslaust. Það eru helst stórmarkaöarnir sem gera það. iítiW*\ W.. 1 ral %mí as| is W R# BS33 P»«Í8: 1 Pjt« jwl • »»i«ipi»* n 1 , ™ ■wl „Svarti listi“ Neytendasamtakanna (viðskiptum ber ekki aðeins að hafa verð og gæði í huga við val á vöru og þjón- ustu. Mikils er um vert að róttlát og skjót lausn finnist á ágreiningsmálum sem upp kunna að koma, vegna galla eða annars. Neytendasamtökin telja sér skylt að upplýsa félagsmenn sína um þau fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum svara ekki bréfum samtakanna, eða hunsa á annan hátt tilmæli og milligöngu þeirra í kvörtunarmálum. Listinn hér fyrir neöan er fastur dálkur í Neytendablaðinu. Nöfn fyrirtækjanna munu standa þar til þau hafa breytt afstöðu sinni, eða hætt rekstri. Fyrirtækin hafa ekki svarað bréfum NS. Þeim hefur verið sent ábyrgðarbréf sem siðan er ítrekað með öðru ábyrgðarbréfi, þar sem lokafrestur er gefinn. I sumum tilfellum er jafnvel sent símskeyti að lokum. Endur og Hendur, barnafataverslun, Laugavegl 32, Rvk. Fanný, tfskuverslun, Laugavegl 87, Rvk. First, fataverslun, Reykjavfkurv.64 Hafnarf. (Óleyst kvörtunarmál sfðan 1985) Guðmundur Andrésson, gullsmiður Laugavegi 50, Rvk. (Óleyst kvörtunarmál sfðan 1984) Sólarflug, ferðaskrifstofa Vesturgötu 17, Rvk. Þarna er „svarti listinn". í nýútkomnu Neytendablaði er listi með nöíhum nokkurra fyrir- tækja sem „Neytendasamtökin geta ekki mælt með.“ Þessi listi er gjam- an kallaður „svarti listinn" og þykir ekki gott að lenda á honum. Flestir, sem þar hafa lent, hafa umsvifalaust gert gott úr þeim ágreiningsmálum sem eru orsök fyr- ir veru þeirra á listanum. Hins vegar virðist það ekki skipta máli fyrir aðra þótt nöfn fyrirtækja þeirra séu þama ár eftir ár. Tvö fyrirtæki virð- ast eiga þama fastan sess, annað síðan 1984 og hitt síðan 1985. Við birtum þennan svarta lista í dag og um leið og viðkomandi fyrir- tæki hafa leyst úr ágreiningsatrið- uniun munum við birta nöfh þeirra sem út af listanum fara. -A.BJ. Nýtt mjólkurtiald Ef marka má nýlega könnun Neyt- Reykjavík eigi ekki miklum vinsæld- endablaðsins virðist sem Tetra brik um að fagna. Margir kvarta raimar pakkningar Mjólkursamsölunnar í sáran undan umbúðum þessum og Mjólkurhaldið hafa því innflytjendur keppst um að koma á markað ýmsum mjólkurhöld- um sem eiga að auðvelda neytendum baslið. Ein nýjungin á þessu sviði er mjólk- urhald frá sænska fyrirtækinu Rigel. Með því að nota það ætti fólk að geta komist hjá því að mjólkin gusist út um allt þegar ísskápshurðin er opnuð en það hefur reynst mörgum hvim- leitt. Með haldinu er nefnilega hægt að loka mjólkurpakkningunni. Helsti galli mjólkurhaldsins er þó sá að það er nokkuð stórt og klunnalegt. Það hefur farið í taugamar á mörg- um að mjólkin á það til að gusast úr pakkanum þegar hellt er. Gamalt ráð við því er að gera gat á þann hluta pakkans þar sem finna má áletrunina „sfðasti söludagur". Þá kemst loft inn í pakkann þegar hellt er og mjólkur- straumurinn verður jafri. Það má geta þess að sænskir mjólkurframleiðendur hafa gat á pakkanum, ekki ósvipað gati fyrir sogrör. Það er heildverslun B. Thorvaldsson h/f sem flytur inn mjólkurhaldið og kostar það í kringum 125 krónur í smásölu. -PLP Kennarar Okkur vantar kennara til aö vinna með yngri nemend- um næsta skólaár. Mjög góð aðstaða er í skólanum og góð íbúð fæst á hagstæðum kjörum. Upplýsingar í símum 93-81225 (9-17) og 93-81376 (á kvöldin). Grunnskólinn í Stykkishólmi Allir á kr. euRS KREDIT Austurstræti 6 - sími 22450 Laugavegi 89 - sími 22453 Reykjavík Póstsendum SUMARTILBOÐ Fyrir verslunarmannahelgina - leðurskór í mörgum litum og gerðum fyrir dömur og herra. er ekki sérrit heldur fjölbreytt, vídlesið heimilisrit og býður hagstæðasta aug- lýsingaverð aUra íslenskra tímarita. FYRIRTÆKI- ATVINNUREKENDUR! VIKAN VIKAN AUGLÝSINGADEILD Þverhotti 11, sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.