Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 38
38
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987.
Útvarp - Sjónvarp
Stjarnan kl. 23.10:
íslenskir tónlistarmenn nefnist þátt-
ur sem er vikulega á dagskrá Stjöm-
unnar og hafa innanborðs tónlistar-
menn úr öllum áttum sem skarað hafa
fram úr á sviðinu.
Tónlistarmaður kvöldsins verður
gítarleikarinn Bjöm Thoroddsen og
ætlar hann að leika lausum hala í um
það bil 50 mínútur þar sem hann ætlar
að leika uppáhaldslögin sín fyrir
landsmenn. Bjöm hefur sem kunnugt
er verið einn okkar besti gítarleikari
undanfarin ár og staðið sig vel í jassin-
um sem og á öðrum sviðum og vitum
við því hvers má vænta frá honum í
kvöld.
Birni Thoroddsen gitarleikara er margt til lista lagt.
Kvikmyndahús Kvikmyndir
Bíóborg
Angel Heart
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15
Arizona yngri
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Moskítóströndin
Sýnd kl. 7 og 9.
Krókódila Dundee
Sýnd kl. 5 og 11.05.
Bíóhúsið
Bláa Betty
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Morgan kemur heim
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn
Allir á vakt
Sýnd kl. 5, 7 og 11.
Morguninn eftir
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Blátt flauel
Sýnd kl. 9.
Háskólabíó
Herdeildin
Sýnd kl. 7, 9.05 og 11.15.
Bönnuð innan 16. ára.
Laugarásbíó
Meiriháttar mál
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Djöfulóður kærasti
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára.
Draumátök
Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16. ára.
Regnboginn
Á eýðieyju
Sýnd kl, 3, 5.20, 9 og 11.15.
Hættuástad
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10
Dauðinn á skriðbeltum
Sýnd kl. 9.05 og 11.05.
Á toppinn
Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05.
Gullni drengurinn
Sýnd kl. 3, 5. 9 og 11.15.
Þrir vinir
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Hrafninn flýgur
Sýnd kl. 7.
Kvikmyndasjóður
kynnir
Skilaboð til Söndru
Message to Sandra
Leikstjór Kristín Pálsdóttir.
Sýnd kl. 7.
Stjömuiuo
Hætturlegur leikur
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 3. 5, 7, 9 og 11.
Heiðursvellir
Sýnd kl. 5.
Sýnd laugardag kl. 3.
Bönnuð innan 14 ára
Regnboginn/A eyðieyju
Eyðileg mynd
Lucy í matarleit á eyðieyjunni, paradís sem breyttist í andhverfu sína.
Castaway
Ensk-bandarísk frá Cannon
Handrit Allan Scott, byggt á sögu Lucy
Irvfne
Leikstjóri: Nicholas Roeg
Aðalhlutverk: Oliver Reed, Amanda Dono-
hoe
Ýmsir hafa gengið með þá grillu í
höfðinu að lífið á eyðieyju sé hin
æðsta sæla. Að dveljast á eyðieyju
með aðila af gagnstæðu kyni virðist
alltaf heilla og nú hefur verið gerð
kvikmynd um það. Er hún alger
flatneskja en þó er jákvætt að hún
sýnir að líf á eyðieyju er ekki dans
á rósum.
Sagan segir frá Gerald Kingsland,
miðaldra rithöfundi sem auglýsir eft-
ir félaga til að dveljast með sér á
eyðieyju. Hann velur Lucy Irvine
úr hópi umsækjenda og saman und-
irbúa þau ferðina sem Gerald ætlar
síðan að skrifa um. Náin kynni tak-
ast með þeim við undirbúninginn og
með tregðu lætur Lucy sig hafa það
að giftast Gerald til að komast fram-
hjá innflytjendalögum Ástralíu-
stjómar.
Hér lýkur betri hluta myndarinnar
en lýsingin á eyðimerkurdvölinni er
langdregin og hugmyndasnauð.
Fljótlega eftir að komið er á
áfangastað verður ljóst að Gerald
er ekki dugmikill við fæðuöílun, rit-
störfin né annað. Hann gimist
einungis Lucy sem ekkert vill með
hann hafa. Næringarskortur fer að
hrjá þau ofan á spennuna og rifrild-
ið og þau gefast hreinlega upp. Þeim
verður þó til lífs að nunnur frá trú-
boðsstöð eiga leið hjá og eftir það
breytist lífið á eyðieyjunni.
Gerald fer að hafa samneyti við
fólk á nágrannaeyjunum og gerist
viðgerðarmaður. Samband þeirra
tveggja batnar. Gerald fær uppfyllta
drauma sína og gerist framtakssam-
ur. I lokin skilja leiðir. Gerald verður
eftir á nágrannaeyjunni og setur upp
verkstæði en Lucy fer heim. Endir-
inn er þó opinn - þau gætu hist á ný.
Ef til vill þykir einhverjum gaman
að myndinni en undirrituðum hund-
leiddist og var þó í góðu skapi.
Myndin er ruglingsleg, klippingar
lélegar og leikaramir langt frá því
að vera sannfærandi. Að auki er hún
langdregin og söguþráður er ein-
hæfur.
Helst mætti mæla með myndinni
ef fólk á ekki sjónvarp, kann ekki
að lesa né þekkir neinn til að tala
við.
-JFJ
Á ferðalagi
MH
MEIRI
HÁTTAR
SMÁ-
AUGLÝSINGA-
BLAÐ
Auglýsingasíminn
er
27022
Miklibær í Blönduhlíð,
ofbeldi og draugar
Miklabæjarkirkja sem var vigð 1973. Hvað varð um týnda prestinn?
Blönduhlíð í Skagafirði er með
búsældarlegri hémðum landsins.
Hlíðin er þéttbýl og víða er tvöföld
bæjaröð. Blönduhlíðin markast af
Norðurá að sunnan og Þverá að
norðan. Þrátt fyrir þéttbýlið er
margt stórbýla í Blönduhlíð og hefur
verið svo frá því að land byggðist.
Nöfn eins og Flugumýri, Örlygs-
staðir, Stóm-Akrar og Víðivellir em
nátengdir sögu þjóðarinnar. Flugu-
mýri og Örlygsstaðir vom vettvang-
ur átaka á 13du öld sem að lokum
kostuðu . þjóðina sjálfstæðið. Á
Stóm-Ökrum bjó Skúli Magnússon
á meðan hann var sýslumaður Skag-
firðinga. Víðivellir em fæðingar-
staður eins Fjölnismannsins,
Brynjólfs Péturssonar, sem á 19du
öld hóf baráttuna fyrir endurheimt
sjálfstæðis. í Blönduhlíð austan Hér-
aðsvatna er kirkjustaðurinn og
prestsetrið Miklibær. Staðurinn kom
mest við sögu á þeim öldum sem
landið var undir útlent vald sett.
Það er dæmigert að af þeim tveim
atburðum, er hæst ber í sögu Mikla-
bæjar á þessum öldum, er annar
tengdur málaferlum en hinn þjóðtrú.
Á 15du öld varð sá atburður er
síðar var kallaður Miklabæjarreið.
Biskupinn á Hólum tók Miklabæjar-
brauð af prestinum Sigmundi
Steindórssyni. Sigmundur vildi ekki
láta sinn hlut og í tvígang sendi
hann vopnað lið til að taka bæinn.
í síðara skiptið tókst mönnum Sig-
mundar að ná Miklabæ á sitt vald
og gengu þeir um eins og barbarar
og skemmdu og eyddu því sem náð-
ist til. Miklabæjarreið leiddi síðan
til umfangsmikilla málaferla.
Þrem öldum síðar, á þeirri 18du,
varð mönnum enn tíðrætt um
Miklabæ. Þá gerðust þau tíðindi að
presturinn þar, Oddur Gíslason,
týndist á ferð sinni milli bæja og kom
ekki í leitimar. Sú saga komst á
kreik að draugur fyrrum vinnukonu
Odds hefði dregið prestinn í gröfina
til sín. Sólveig hét þessi kona og hún
sögð hafa fyrirfarið sér þegar séra
Oddur endurgalt ekki ást hennar.
Þjóðskáldið Einar Benediktsson orti
magnað kvæði um atburðinn.
-pal
LUKKUDAGAR
21. júlí
77158
Hljómplata frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 800.
Vinningshafar hringi i síma
91-82580.
Uppáhaldsplötur
Bjöms Thoroddsens