Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. Atviimumál Snör handtök á kæjanum á Siglufirði. Þessir menn sváfu aðeins nokkra tíma á sólarhring frá júlí til jóla á siðasta ári. DV-mynd JGH DV á Siglufírði: Nálarstungur á kæjanum Jón G. Haukssan, DV, Akureyr, mennimir á Siglufirði þegar þeir voru _____________________________________ spurðir að þvi hvort ekki væn graupp- Þeir ráku upp stór augu, netagerðar- lagt að kalla þá nálarstungumenn. Þeir voru allir með nálar að gera við rækjutroll. Peningaimrkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Lb.Sp. Úb.Bb. Ab Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-18 Ab 6 mán. uppsogn 16-20 Ib.Vb 12mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18 mán. uppsogn 25.5 27 Ib.Bb Ávisanareikningar 4-15 Ab.lb, Vb Hlaupareikningar 4-8 Ib.Lb Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán meó sérkjörum 3 4 Ab.Úb 14 24 Bb.Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Sp.Vb. Ab Sterlingspund 7.5-9 Vb Vestur-þýsk mörk 2.5 3.5 Vb Danskarkrónur 8.5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 27-28.5 Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eða kge Almenn skuldabréf 25-31 Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 28.5-30 Lb Utlán verötryggð Skuldabréf Aö 2.5 árum 7.5-9 Úb , Til lengri tíma 7.5 9 Úb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 23-29 Vb SDR 7.75-8 Bb.Lb. Ub.Vb Bandaríkjadalir 8.5-9,25 Bb.Lb. Úb.Vb Sterlingspund 10-10,75 Sp Vestur-þýsk mork 5.25-5.5 3.5 Úb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 36 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júlí 1721 stig Byggingavisitala 320stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestin< arfélaginu): Ávoxtunarbréf 1.1634 Einingabréf 1 2.163 Einingabréf 2 1.283 Einingabréf 3 1.337 Fjölþjóðabréf 1.030 Kjarabréf 2.158 Lífeyrisbréf 1.088 Markbréf 1.075 Sjóðsbréf 1 1.058 Sjóðsbréf 2 1.058 Tekjubréf 1.174 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr Eimskip 255 kr. Flugleiðir 175kr. Hampiðjan 118 kr Hlutabr.sjóðurinn 114 kr Iðnaðarbankinn 137 kr Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 120kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160kr. „Það er búið að vera óhemju mikið að gera hjá okkur. Við gerðum við 62 loðnunætur á síðustu loðnuvertíð. Það má segja að menn hafi aðeins sofið nokkra tíma á sólarhring frá júlí til jóla,“ sögðu netagerðarmennirnir. Þeir fara létt með þúsund möskva trollin. Lögin um oKoitir nanan útfævslu „Þótt þessi nýju lög eigi að sníða af þá vankanta sem voru á því að láta prestkosningar fera iram þá eru þau ekki hnökralaus og nánari út- íærslu vantar á þeim, til dæmis með reglugerð. í raun taka lögin ekki afstöðu til þess hvort nafhieynd á að ríkja við veitingu prestakalla, það er ákvörðun biskupsembættisins í samráði við prófast og viðkomandi sóknamefiid. Það getur að auki komið sér illa að lögin mæla fyrir um að tala aðai- og varamanna í sóknarnefnd sé slétt en síðan er ekki tekin afstaða til þess hver sker úr ef tveir umsækjendur fá jafhmörg atkvæði,“ sagði sr. Ólafur Skúlason dómprófastur eftir að tvö prestaköll hafa verið veitt samkvæmt nýjum lögum um veitingu prestakalla. „Það var ákveðið að gera tilraun með nafnleynd í þessi fyrstu skipti, enda getur það komið sér mun betur fyrir umsækjendur sem ekki fá prestakallið heldur en ef nöfh þeirra eru birt í fjölmiðlum. Það má segja að við séum að þreife okkur áfram með framkvæmd nýju laganna en það kemur sér illa að ekki er gert ráð fyrir reglugerð með þeim.“ Að sögn Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, er gert ráð fyrir því að lög þessi verði endurskoðuð eftir fimm ár en ekki er ólíklegt að endurskoðun eða breytingar á þeim feri fram fyrr vegna þeas hve nánari útfærslu á þeim vantar. „Við eigum von á erindi frá bisk- upsstofu þar sem beðið er um áiit ráðuneytisins á því hvort nafiileynd eigi að ríkja hjá umsækjendum um prestaköll. Ef sú staða kemur síðan upp að tveir urasækjendur fe jafii- mörg atkvæði má ætla að kirkju- málaráðuneyti úrskurði hver hljóti það á meðan breytingar hafe ekki verið gerðar á lög\mum,“ sagði Þor- steinn. -BTH « gmu■ m m m yjpifiijuiii iicii uiuynu - segir biskupsritarí „Við viljum að nafideyndar verði gætt hjá umsækjendum um presta- köll í framtíðinni og biskupsembætt- ið mun senda fyrirspum til kirkjumálaráðuneytisins um hvort það er lagalega heimilt. Ég tel að tilgangi þessara laga verði einmitt náðmeð nafhleynd. Sóknarböm eiga þó ailtaf að geta fengið uppiýsingar um nöfii annarra umsækjenda hjá viðkomandi prófasti. Með nafij- leyndinni er átt við að nöfn umsækjenda eru ekki birt opinber- lega, af tillitssemi við þá sjálfa,“ sagði Magnús Guðjónsson biskups- ritari, aðspurður um hvort nafij- leyndar yrði gætt við val presta í framtíðinni eins og gert hefur verið í tvö fyrstu skiptin eftir að ný lög um veitingu prestakalla tóku gildi á þessu ári. „Það eru margir agnúar á þessum lögum, þau em óijós og mörg atriði sem þau taka ekki afctöðu til,“ sagði Magnús. „Biskupsstofa verður í samvinnu við ráðuneytið að ráða úr því hvemig nánari útfærslu á þeim verður háttað. Nafiileyndin er eitt af þessum atriðum.“ -BTH (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og viö- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaöinn birtast i DV á fimmtudögum. Landshöfnin í Rifí: Við trillukarlar erum homrekur - þurfum stundum að bíða „Það er gott að gera út á trillu frá Snæfellsnesi, stutt á gjöful mið og þetta væri allt eins og best verð- ur á kosið ef við trillukarlar værum ekki homreka hér í Rifc- höfh. Hér er bara nothæfur einn löndunarkrani fyrir nærri 30 trill- ur og þegar mest gengur á er allt að fiögurra tíma bið eftir löndun," sagði Lárus Guðmundsson, trillu- karl í Rifi, þegar tíðindamaður DV hitti hann þar sem hann beið eftir löndun. Fleiri trillukarlar tóku undir með Lárusi og sögðu nauðsynlegt að kippa þessum málum í lag. Lár- us sagði að afli hefði verið ágæt.ur, svona eitt til tvö tonn í róðri. Nú eru allar trillur komnar með tölvustýrðar vindur sem Lárus sagði vera þarfaþing. Þær væru að vísu nokkuð dýrar, kostuðu 120 þúsund krónur, en samt væri ekki spursmál að kaupa þær. Þegar rætt var við Lárus var ekki búið að ákveða fiskverð milli trillukarlanna og fiskvinnslunnar. Lárus sagðist vilja hafa það form á að ákveða eitthvert viðmiðunar- verð en greiða svo sjómönnum uppbætur þegar vel gengur. „Annars hef ég engar áhyggjur af fiskverðinu, ég læt fískkaupend- ur bara um að bjóða í fiskinn og sé svo til,“ sagði Lárus Guðmunds- 4 tíma eftir löndun segir Lárns Guðmundsson -S.dór Lárus Guömundsson. DV-mynd JAK Settar verða reglur háskóla- gráður - segir menntamálaráðherra „Engar reglur eru til um hvaða kröf- ur á að gera til þess að skólar með kennslu á háskólastigi geti útskrifað nemendur með BS-eða BA-gráður eða hvemig nota má nafhgiftina háskóli. Það er brýn þörf á að slíkar reglur verði settar, ekki síst eftir þá umræðu sem hefúr orðið um hinn nýstofnaða Tölvuháskóla og mun menntamála- ráðuneytið láta það mál til sín taka á næstunni,“ sagði Birgir ísleifur Gunn- arsson menntamálaráðherra í samtali við DV. „Þegar mál þetta kom til kasta fyrir- rennara míns, Sverris Hermannsson- ar, var samþykkt að stofnaður yrði tölvuskóli með nám á háskólastigi en ekki var rætt um að hann yrði kallað- ur tölvuháskóli. Það er fiöldi annarra skóla með kennslu á háskólastigi, t.d. Tækniskólinn svo og lista- og búnað- arskólar. Ég tel nauðsynlegt að þessir skólar hafi samvinnu um hvaða kröfur verði gerðar til að útskrifa nemendur með prófgráður og samræming verði þar á og einnig verði rætt um nafhgift- ir þessara skóla.“ Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands og var Birgir ísleifur spurður um álit sitt á stofiiun hans. „Ég er eindregið fylgjandi stofnun þessa skóla enda er þörfin mikil á verklegu námi í þessum fræðum og þjálfun fyrir vinnumarkað. Hins vegar þarf eins og ég sagði að taka til skoðunar hvort Tölvuháskólinn, sem og aðrir skólar með kennslu á háskólastigi, eigi að útskrifa nemendur með BS-gráður.“ -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.