Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 32
F R E
TTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gaett.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
Frjálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987.
Millisvæðamótið:
Jóhannernú
einn efstur
Ifc Jóhann Hjartarson er nú einn
efstur á millisvæðamótinu í Szirák
eftir að hafa lagt Milos að velli í
þrettándu umferð í gærdag.
Jóhann hafði hvítt í gær og Milos
beitti Aljekín-vörn. Þetta var þæf-
ingsskák en Jóhann mun alltaf
hafa haft rýmra tafl þó lengi vel
hafi reynst erfítt fyrir hann að
brjótast í gegnum vörnina hjá
svörtum. Það tókst þó um síðir og
þá með þeim árangri að Milos gafst
upp í fertugasta leik.
Mikið var um jafntefli í þrett-
ándu umferðinni. Nunn gerði
jafntefli við Salov, Beljavsky og
Christiansen sömdu um jafntefli og
sömuleiðis þeir Andersson og Flear
og Ljubojevic og De La Villa.
Eins og áður sagði er Jóhann nú
einn efstur eftir stórkostlega
frammistöðu með tíu vinninga en
Nunn er í öðru sæti með níu og
hálfan vinning. í þriðja og fjórða
sæti eru þeir Beljavskv og Salov
með níu vinninga en Portisch er í
fimmta sæti með átta vinninga.
I dag verður tefld fjórtánda um-
ferð og hefur þá Jóhann svart á
móti Benjamin.
KGK
Akureyri:
Slökkvibíl
stolið
Slökkvibíl af Akureyrarflugvelli
var stolið í morgun. Þjófnum fórst
aksturinn illa úr hendi. Á homi
'Strandgötu og Glerárgötu velti hann
bílnum. Bíllinn, sem er af Ford-gerð,
skemmdist töluvert. Það var um
klukkan hálfátta í morgun sem lög-
reglunni á Akureyri var tilkynpt um
þjófnaðinn og veltuna. Skömmu síð-
ar handtók lögreglan mann sem
grunaður er um að hafa stolið, ekið
og velt slökkvibílnum, en þó var
ekki búið að upplýsa málið þegar
DV fór í prentun í morgun.
-sme
LOKI
Nú þarf Jón Helga
að setja kvóta á
minkaveiðar í fjósinu.
Þýski fiskmaikaðurinn
hrnndi á einni viku
- fiskneysla hefur dregist saman um 60 % í Þýskalandi eftir sjónvarpsþátt um orma í fiski
„Fiskneysla hér í Þýskalandi hef-
ur dregist saman um 60 % á aðeíns
einni viku og nú er svo komið að
fiskur selst ekki fyrir meira en gú-
anóverð. Ástæðan fyrir þessu er
þáttur sem var í þýska sjónvarpinu
í síðustu viku þar sem sagt var frá
ormi í fiski, einkum síld, sem hefði
orsakað veikindi hjá fólki. Og enda
þótt talað hafi verið um sfld setti
fólk samasemmerki við allan fisk og
fiskneysla hrapaði niður. Mestur er
samdrátturinn í S-Þýskalandi þar
sem fólk þekkir ekki fisk jafii vel og
i norðurhluta landsins," sagði Þór-
arinn Guðbergsson, umboðsmaður í
fisksölu í Bremerhaven, t samtali við
DV í morgun.
Þórarinn sagði það ekki síður al-
varlegt að sjónvarpsstöðvar í
nágrannalöndúnum væru komnar
með fréttamenn tii fiskibæjanna í
Þýskalandi að vinna efhi um þetta
mál.
Sjónvarpsstöðvar í Frakklandi,
Belgíu og jafitvel vtðar væru raættar
á staðinn. Það gæti þvt allt eins far-
ið svo að óttinn við fisk breiddist
út um Evrópu og þá væri stutt i að
bandarísku sjónvarpsstöðvamar
tækju málið upp.
„Eg tel að þetta mál geti ógnað
afkomu íalendinga meira en flest
annað um þessar mundir. Ég þykist
vita að þegar umræðan um málið í
Þýskalandi minnkar þá aukist fisk-
neysla aftur að einhvetju marki, en
hvað gerist annars staðar í heimin-
um er erfiðara að spá um en málið
er mjög alvarlegt,“ sagði Þórarinn.
Gísli Hermannsson hjá ögurvík
hf., sem á togarana ögra og Vigra
sem selja nær alltaf í Þýskalandi
sagði í morgun að ekki væri um
annað að gera en biða og sjá bvort
ekki rættist úr. Menn væru vanir
verðsveiflum á fijálsum fiskmörkuð-
um en hér gæti verið um annað og
meira að ræða.
„Það þýðir ekki að aíðrast, bíðum
og sjáum hvað setur,“ sagði Gísli.
Þess má að lokum geta að Klakkur
seldi í Þýskalandi í gær og fékk
gúanóverð fyrir aflann, eða 35 krón-
ur að meðaítali fyrir kílóið. ögri á
að selja á morgun. -S.dór
Innbrotið á Setfossi:
Reykvíkingur
handtekinn
Um miðjan dag í gær handtók Rann-
sóknarlögregla ríkisins 22 ára gamlan
Reykvíking sem grunaður er um að
hafa átt aðild að innbrotinu í Vöruhús
Kaupfélags Ámesinga. Grunur leikur
á að fleiri en einn maður hafi átt að-
ild að innbrotinu. -sme
Veðrið á morgun:
Víðast
léttskýj-
að
Breytileg átt, norðangola og víð-
ast Íéttskýjað á morgun um
sunnanvert Íandið og á Suðaustur-
og Vesturlandi en skýjað að mestu
annars staðar. Hiti verður á bilinu
6 til 16 stig.
Rotaði mink
við mjaltimar
„Ég hélt fyrst að þetta væri kettling-
urinn á bænum en þegar ég sá að þetta
var minkur greip ég skófluna og stein-
rotaði hann,“ sagði Hafdís Skjóldal,
22 ára gömul vinnukona á bænum
Borgarkoti á Skeiðum, í samtali við
DV.
Hafdís var inni í fyósi við mjaltir um
áttaleytið á mánudagskvöldið. Hún
sagðist hafa verið að bíða eftir að
mjaltavélamar lykju við að mjólka
kýmar þegar hún varð vör við ein-
hveija hreyfingu rétt hjá sér í fjósinu.
„Þegar ég sá að þetta var ekki kettl-
ingurinn heldur hálfvaxinn minkur
tók ég skófluna sem var rétt hjá mér.
Ég óttaðist pínulítið að minkurinn
stykki á mig og biti mig svo ég hugs-
aði sem svo að það væri betra að vera
á undan. Ég læddist að minknum.
Hann varð mín var og reyndi að kom-
ast undan og slapp við fyrsta höggið
en ég hitti í öðm höggi og steinrotaði
skepnuna.
Það hefur ekki sést minkur hér í
nágrenninu í áraraðir og því urðu
menn tregir til að trúa mér þegar ég
sagðist hafa slegið af mink úti í fjósi.
En þegar ég sýndi minkinn var ekki
lengur hægt að draga það í efa. Við
gerðum svo úttekt á hænunum og
öðrum gripum hér á bænum og sáum
að minkurinn hafði ekki náð því að
gera neitt af sér.
En ég er ennþá með minkinn og ég
ætla mér að fá eitthvað fyrir skottið
af honum,“ sagði Hafdís Skjóldal.
ATA
Laganna verðir geta lent í ýmsu. Hér eru þrir þeirra önnum kafnir í girðinga-
vinnu. Þetta framtak þeirra var þannig til komið að þeir lentu í eltingaleik
við styggan hest sem vildi alls ekki láta handsama sig. En á endanum
gafst hann upp fyrir ofureflinu og var þá rekinn inn í girðingu. Til þess að
sami leikurinn endurtæki sig ekki lagfærðu lögregluþjónarnir girðinguna
eftir bestu getu.
DV-mynd S
Hassolíumáliö:
Sakborningur neitar
„Öðrum ákærða hefur verið birt
ákæran og hann yfirheyrður og hann
ber af sér sakarefnið. Hinum verður
sjálfsagt birt ákæran og hann yfir-
heyrður á næstu dögum. Hver við-
brögð hans verða get ég ekki sagt fyrir
um. Hins vegar virðist þurfa nánari
rannsókn á þessu,“ sagði Ásgeir Frið-
jónsson, sakadómari í sakadómi í
ávana- og fíkniefnamálum.
Ásgeir sagði að sakbomingurinn
segðist hafa verið á staðnum en ekki
hafa átt neina aðild að fíkniefna-
smyglinu.
Islendingurinn, sem sæti í haldi í
Manchester í Englandi, tengdist að
einhverju leyti þessu máli og hann
þyrfti að yfirheyra. Hvenær og hvem-
ig það yrði gert vildi Ásgeir ekki tjá
sig um. Hann sagði ótímabært að ræða
framsal á þessu stigi málsins. Fyrst
yrði að sjá viðbrögð Bretanna og
hvernig rannsóknin þar gengi fyrir sig.
-JFJ