Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. 3 DV Fréttir Eifiðleikar framundan í loðnuveiðum og vinnslu Loðnuverðið hlýtur að lækka verulega - segir Jónas Jónsson, varaformaður verðlagsráðs sjávarútvegsins „Það er alÝeg ljóst að loðnuverðið hlýtur að lækka verulega frá því sem það var i fyrra. Þá var verðið frjálst ' og voru að jafhaði greiddar 1800 til 2.000 krónur fyrir tonnið. Tap á bræðslunni í fyrra nam 8%. Síðan þá hefur olía hækkað um 25% og laun varla minna en verð á loðnuafurðum hefur staðið í stað á heimsmarkaði. Það er því útilokað annað en verðið lækki,“ sagði Jónas Jónsson, forstjóri Síldarverksmiðjunnar í Örfirisey og varaformaður verðlagsráðs sjávarút- vegsins, í samtali við DV. Jónas sagðist vera því hlynntur að loðnuverðið yrði áfram frjálst en full- trúar Síldarverksmiðja ríkisins væru því andvígir. Til þess að hægt sé að gefa verðið frjálst þurfa allir aðilar að vera þvi samþykkir. „Það er því ekki um annað að gera en ákveða verðið í verðlagsráði og fundur í ráðinu hefur verið boðaður á föstudaginn kemur,“ sagði Jónas. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, sagði að sjómenn vildu að verðið yrði áfram frjálst. Hann sagði ljóst að með því að hætta við frjálst loðnuverð ætluðu verksmiðjumar að pína verðið niður. „Þá um leið hefjast greiðslur undir borðið eins og var áður en verðið var gefið frjálst í fyrra,“ sagði Óskar. Jónas Jónsson sagði að verð á lýsi væri nú lægra en það hefði nokkru sinni verið, eða um 200 dollarar tonn- ið. Verð á mjöli hefði aðeins hækkað en á móti kæmi lækkun dollarans þannig að það stæði í stað í raun og veru. Hann sagðist ekki eiga von á því að mjöl og lýsi hækkuðu í verði í nánustu framtíð. „Það er einkum landbúnaðurinn í Evrópu sem notar þessar vörur og hann er á heljarþröm, sem alkunna er, og getur ekki greitt hærra verð en nú er fyrir mjöl og lýsi. Meira að segja hefur verð á sojamjöli og pálmaolíu lækkað frá því sem það var í fyrra,“ sagði Jónas. Útlitið er því annað en bjart hvað loðnuveiðunum viðkemur en þær hefj- ast ekki af neinum krafti fyrr en í . október jafnvel þótt nýtt loðnuverð sæi dagsins ljós þar sem loðnað heldur sig enn við Jan Mayen. -S.dór Loðnunæturnar eru i haugum úti í Örfirisey og mega sjálfsagt liggja ein- hverjar vikur enn jafnvel þótt nýtt loðnuverð verði ákveðið fljótlega þar sem enn er of langt á miðin. DV-mynd Brynjar Gauti Flugslysin: Enn í rann- sókn „Við erum rétt að byija rann- sóknina og hún tekur alltaf einhveija mánuði, 2 mánuði hið minnsta," sagði Karl Eiríksson, formaður fiugslysanefhdar, þegar hann var inntur eftir því hvemig rannsókn á flugslysinu við Blönduós miðaði. -Haföi veðrið einhver áhrif ? „Þú veist hvemig veðrið var og getur sagt þér það sjálfur og þarft því ekki að spyija. Annars vil ég ekkert láta hafa eftir mér f'yrr en að rannsókn lokinni,“ sagði Karl. Varðandi fiugslysið þegar land- græðsluvélinni TF-TÚN hlekktist á, við Gunnarsholt í Rangárvalla- sýslu, sagði Karl að atvik þess slyss lægju nokkuð Ijós fyrir. Byrjað væri að vinna að drögum að skýrslu og þar til hún kæmi út vildi hann ekkert segja. -JFJ IMI5SAN VANETTE sendibffreið með sætum Eigum til fyrirliggjandi NI55AIM VANETTE sendibifreiðar. Vanette er skráður fyrir fimm manns. kV 1957-1987' i?.? 1 Verð aðeins kr. 479.000. - Góð greiðslukjör INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560 EFGoodrich Bjóðum nú þessi frábæru kjör: A: Útborgun 25% B: Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum LT 215/75R15 32xll.50R15LT 235/85R16LT LT235/75R15 33xl2.50Rl5LT 31xl0.50Rl6.5LT 30x9.50R15LT 35xl2.50R15LT 33xl2.50Rl6.5LT 31xl0.50R15LT 255/85R16LT 35xl2.5Rl6.5LT Einnig fólksbílahjólbarðar M4RTsf Jeppadekkin sem duga. Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.