Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. Spumingin Hvað finnst þér um fjórhjólafárið? Vilhjálmur Kjartansson: Ég er á móti því að menn fái að Ieika sér á þeim að vild, hvar og hvenær sem er. Þetta er hins vegar hið mesta þarfaþing fyrir bændur. Hermann Hannesson: Mér fmnst að það ætti að takmarka þetta við ákveðin svæði. Ómar Árnason: Það ætti að banna þetta á stórum svæðum en finna þessu brautir og gryfjur þess í stað. Sigurður Trausti Þorgrímsson: Þetta er fáránleg della sem gengur yfir. Það ætti að hafa þessa kappa á ákveðnum svæðum. Anna Baldursdóttir: Þetta hefur sjálfsagt sína kosti og galla. Þetta er hins vegar allt of mikið vesen, það ætti að úthluta þeim afmörkuðum svæðum. Gerður Garðarsdóttir: Þetta er alveg hræðilegt, það ætti að banna þetta utan afinarkaðra svæða. Lesendur Önnu finnst bæklingurinn litfagur en innihaldið ekki að sama skapi ánægjulegt. Hvað kostar undir pakkann? Anna skrifar: Á dögunum fékk ég inn um bréfa- lúguna hjá mér gullfallegan litprent- aðan fjórblöðung frá Pósti og síma. Blöðungurinn heitir Aukin þjónusta Sækjum sendum. Nú býðst P&S að senda póstsending- ar heim, þ.e. sendingar sem að öllu jöfnu eru ekki bornar út. Gegn gjaldi auðvitað, 200 kr. kostar að fá pakkann sendan heim. Ég hélt að þegar frímerki er sett á póstsendingu þá hefði póstþjónustan í landinu þar með skuldbundið sig til að koma viðkomandi sendingu til skila. En nú þarf sem sagt að greiða sérstaklega fyrir þessa þjónustu. Til hvers er þá frímerkið á pakkann? Hvað verður langt þangað til við verðum einnig að greiða aukalega íyr- ir að fá bréfin okkar send heim? Varla svo langt. Erlendis, í USA, þar sem póstþjón- ustan hefiir fengið að heyra ýmislegt misjafnt og þykir ekki upp á marga fiska, þarf ekki að greiða sérstaklega íyrir heimsendingu á pökkum, ekki annað en frímerkið sem sett var á þá er þeir voru póstlagðir. Póstmenn í USA taka líka að sér að koma bréfum í póst (svo framarlega að á þeim sé frímerki). Algengt er að póstkassar séu við ’nús og á kössunum er svolítil ör. Ef eigandi póstkassans vill láta póst- manninn taka bréf til baka reisir hann örina upp. Þá veit póstmaðurinn að þar er að finna bréf sem hann kemur áleiðis. P&S hefur að undanfömu látið af ýmissi þjónustu og sífellt er verið að draga af því sem símnotendur fá fyrir aftiotagjöld sín. Einnig má nefna skey- taútburð sem er aflagðúr nema um sé að ræða heillaskeyti. Nú er hringt í viðkomandi og skeytið svo sent í póst- inum. Kannski að viðtakandi sé rukkaður íyrir póstburðargjaldi? Þá væri hægt að skrifa langt mál um þátt P&S í símamálunum sérstak- lega en læt þetta nægja í bili. Hlutdrægur þulur VP hringdi: Mig langar til að kvarta yfir þul. Þannig er að Ingólfur Hannesson íþróttafréttamaður er að minu mati óhæfur til að lýsa kappleikjum þar sem hann er svo bundinn Val að það skín alveg í gegnum lýsingarnar og er þá alveg sama hvort Valur á i hlut eða ekki. Hinn íþróttafréttamaður útvarpsins, Samúel Öm Erlingsson, sténdur sig hins vegar vel að þessu leyti og mætti Ingólfur hafa hann sem fyrirmynd. Nýja símaskráin sætir gagnrýni Minnisblaðið falið Góðar vasabrotsbækur - eða „það versta frá Norðmönnum“? í DV þriðjudaginn 28. júlí sl. birtist lesendabréf þar sem ráðist er harka- lega að útgáíúefni Prenthússins. Þar sem málið er okkur skylt viljum gera við bréf þetta nokkrar athugasemdir. Prenthúsið hefur nú í tæp tólf ár gefið út aíþreyingarbókmenntir alls konar í vasabroti. Við höfúm valið mjög vandlega það sem til útgáfu hef- ur verið tekið og alls ekki „hirt upp það versta frá Norðmönnum", eins og lesandi sá sem nefhir sig „sjoppufari" heldur fram. Þvert á móti. Þær bækur sem við höfum gefið út eftir norska höfunda hafa verið viðurkenndar af- þreyingarbókmenntir, vinsælar í heimalandi sínu - og það hefur komið í ljós að þær hafa orðið vinsælar hér líka. Slíkt gerist bara ekki með „vond- ar bækur“. Okkur Prenthússmönnum ^ Sagan um felólhid ^ Sandemo Qaldraíungl I s * (r \ , 1 A flkN :V' . Prenthúsið er ósammála sjoppufara um gæði norskra afþreyingarbók- mennta. finnst það í rauninni fáheyrt viðhorf til almennings sem fram kemur í ýms- um skrifum manna um bækur eins og ísfólkið og Morgan Kane að almenn- ingur kjósi sér lélegt lestrarefhi. Við segjum þvert á móti að vinsælar bæk- ur séu vel heppnaðar bækur og þar með góðar bækur - í þessu tilviki góð- ar afþreyingarbækur. Það fer ekkert á milli mála að lesendur Morgan Kane-bókanna, bókanna um ísfólkið, bókanna um Ástralíufarana, SOS- bókanna o.s.frv. hafa lesið þær sér til ánægju. Það er enda eðli og tilgangur afþreyingarbókmennta að vera til skemmtunar og ánægju. Séu þær það ekki eru þær lélegar afþreyingarbók- menntir. Og það eru ekki aðeins vinsældir bóka á borð við ísfólkið og Morgan Kane sem sýna og sanna að þær eru ekki „vondar bækur“. í bók- menntakennslu og rannsóknum háskóla og annarra skólastofhana eru þessir bókaflokkar t.d. oft teknir sem dæmi um það besta í afþreyingarbók- menntum. Þær hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og nú er verið að vinna að gerð kvikmynda sem byggðar verða á þeim. Allt styður þetta þá skoðun íslenskra lesenda að þetta séu hinar ágætustu bækur. Við hjá Prenthúsinu tökum undir fögnuð „sjoppufara" yfir því að útgáfa afþreyingarbókmennta skuli nú vera farin að blómgast. Það gefur lesendum úr meiru að velja og líkumar aukast á að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Við höfum lengi álitið að það væri ekki einleikið hve sinnulausir íslensk- ir bókaútgefendur hafa verið um þörf almennings fyrir afþreyingu á bók. ÓLafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Prenthússins, Höfðatúni 12 Símnotandi hringdi: Ég var að fletta nýju símaskránni og fann hvergi minnisblað símnot- enda. Ég fór að leita og fann þá minnisblaðið á blaðsíðu 35 en í fyrra var það mun framar, eða á blaðsíðu fimm, og áður fremst. Þessi síða hefur því verið að færast aftar og aftar í skrána undanfarin ár því að Póstur og sími þarf að troða auglýsingum um útsölustaði sína og JR hringdi: Ég vil láta í ljósi megna óánægju með Leiðarann á Stöð 2 síðastliðið fimmtudagskvöld. Mitt álit er að Jón Óttar eigi að beiðast opinberlega af- sökunar vegna framkomu sinnar við símtæki. Það er hins vegar ekki gætt að því að ef menn þurfa að fara að leita að minnisblaðinu lengst inni í skrá þá er allt eins gott að fletta upp viðkomandi nafni i skránni. Þetta er greinilega ekki gert til þæg- inda fyrir notandann og vil ég kvarta yfir þessum yfirgangi Pósts og síma því sjónarmiðum neytandans er þama varpað fyrir róða. Halldór Ásgrímsson og alla þá sem ekki em sömu skoðunar og Jón. Ég er alvarlega að hugsa um að segja upp áskrift minni að Stöð 2, en býst nú samt við að ég gefi þeim tækifæri til að bæta sig. Lesendur eru Jóni reiðir Umdeildur Leiðari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.