Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. 13 Magn eða gæði Um næstkomandi áramót rennur út gildistími núverandi fiskveiði- stefiiu. Kvótakerfið hefiir nú verið í gildi frá upphafi árs 1984 og hefior sem betur fer tekið nokkrum breyt- ingum. Samt sem áður eru á því ýmsir gallar. Kvótakerfið hefúr komið misjafrilega við verstöðvar á landinu og eins báta frá sömu ver- stöð. Á viðmiðunarárunum frá 1981 til 1983 var afli góður við suður- ströndina en lakari við Breiðafjörð og þar fyrir norðan. t Skreiðarárin Á viðmiðunarárunum voru svo kölluð „skreiðarár" en þá skipti minnstu hvemig aflinn var þegar komið var með hann til hafiiar. Bát- ar við Suðurland vom með mikið af netum og fiskuðu þar af leiðandi Kjallariim Egill Egilsson stýrimaður KjaUarinn Sigurjón Egilsson blaðamaður mörg tonn en gæði vom ekki að sama skapi mikil. Sjómenn við Breiðafjörð, þar sem við þekkjum best til, hafa aldrei fallið í þá gryfju að hrúga netum í sjó og hugsa meira um magn en gæði. Bátar, sem róa frá höfhum við Suðurland, hafa þess vegna fengið meiri kvóta en bátar annars staðar frá. Því má segja að þeir sem skilað hafi verra hráefni hafi verið verðlaunaðir með stærri kvóta. Hefúr það leitt til þess að einungis fækkað netum um helgar heldur em flestir bátanna með tölu- vert færri net en lög og reglur kveða á um. Þegar þetta vinnur allt saman skilar það sér í auknum gæðum, sem þegar hefur sýnt sig. Fangar viðmiðunaráranna Með þessum orðum er ekki verið að segja að sjómenn við Suðurland séu verri menn en aðrir heldur hitt að þeir em fangar viðmiðunarár- „...þeir sem skilað hafa verra hráefni hafa verið verðlaunaðir með stærri kvóta.“ „Þegar fiskveiðistefna verður mótuð verður brýnt að viðmiðunarárin verði ekki höfð til hliðsjónar lengur." þeir eiga fullt í fangi með að fiska upp í kvótann sinn. Til að halda sín- um stóra kvóta em þeir neyddir til að vera með mikið af netum í sjó en það leiðir til lélegra hráefnis. Þess vegna em viðmiðunarárin keðju- verkandi og gera mönnum erfitt fyrir að komast frá kraftafiskiríi. Þegar það dugar ekki til þá hefur verið leitað til báta annars staðar að af landinu til að fiska það sem á vantar svo vinnslan fái það hráefni sem reiknað var með. „Mánudagsfiskur“ Á vertíðinni 1986 vom bátar, sem róa á Breiðafirði, með besta mat allra vertíðarbáta og undrar engan sem til þekkir. Þar hafa allflestir tekið upp þann sið að fækka netum stórlega í sjó um helgar, þannig að hinn svokallaði „mánudagsfiskur" er nánast óþekktur þar. Þessir sömu sjómenn em margir hveijir famir að blóðga fisk strax og hann kemur um borð í þvottakör og ísa í kör. Sjómenn við Breiðafjörð hafa ekki anna. Þá fiskuðu þeir mikið, enda var takmarkið þá að fiska sem mest, allt fór í skreið. Vegna hinna stóm kvóta eiga þeir erfitt með að aðlag- ast breyttum og nýjum viðhorfúm. Það er engum greiði gerður með því fyrirkomulagi sem nú er við lýði og allra síst sjómönnum, þeir þurfa að leggja á sig meiri vinnu án þess að það skili sér í auknum tekj- um. Kvóta áfram, breytta viðmiðun Kvótakerfið hefur óneitanlega leitt margt gott af sér eins og gæði bátafisks frá Breiðafirði og Vest- fjörðum undanfarin ár sýna best. Þegar fiskveiðistefha verður mótuð verður brýnt að viðmiðunarárin verði ekki höfð til hliðsjónar lengur. Nær væri að mið yrði tekið af afla- verðmætum og þá um leið gæðum aflans á kvótaárunum, þannig að þeir sem best hafa aðlagast breyttum aðstæðum fái notið þess. Sigurjón Egilsson Egill Egilsson stýrimaður Nauðsynlegir kálfar Við lærum aldrei af mistökum annarra, því miður. Það er aöeins eitt ráö i umferðinni og þaö er aö halda þeim hraða og þeim reglum sem aöstæö- ur og skynsemi leyfa.“ Fyrir nokkrum dögum kom ég heim úr nokkurra vikna úthaldi við veiðar ásamt nokkrum félögum og átti það að heita sumarfrí en mér fannst það vera hið versta púl: sjóstangaveiði, vatna- og laxveiði - hamast frá morgni til kvölds og fiskamir taldir í hundruðum. Var svo komið að ég var farinn að sjá fiska fyrir mér á nætumar og reyndar var fiskur í hvert mál þannig að ekki var einu sinni hvíld í hádeginu. Þetta leiddi hugann að því hversu mikil guðs- blessunin er hjá okkur, að við skulum hafa tækifæri til þess að vera eins nátengd náttúrunni og uppruna okkar og raun ber vitni. Við getum ekið í fimm mínútur út úr þéttbýli og þá tekur við stórbrot- ið landslag og dýralíf. Kálfarafýmsu tagi Þrátt fyrir alla fjölmiðlaumræðuna í landinu, sem fjarstýrt er af skrif- stofum fjölmiðlanna í Reykjavík, virðist samt vera að mikið af hugtök- um okkar leiti í upprunann, þ.e.a.s. til sveitarinnar. Þegar ég kom heim úr veiðiferðinni sá ég DV með flenni- fyrirsögn neðst á forsíðu sem hljómaði þannig: „16 síðna ferða- kálfur fylgir þessu blaði“. Ég veit hvað átt er við, þ.e. að blaðauki fylgdi blaðinu, en orðið „ferðakálf- ur“ virðist hafa náð festu í vitund manna og hefur víða sést. Kálfar af þessu tagi, tölvukálfar, matkálfar og stjómmálakálfar, hafa undanfarið Kjallaiiim Friðrik Brekkan blaðafulltrúi verið áberandi, sérstaklega stjóm- málakálfamir nú eftir allt kosninga- umstangið, en það er nú önnur saga. Það er hægt að spinna utan um orð eins og þessi endalausar setningar og vísa til þess sem við heyrum í daglega lífinu, eins og að hlutimir sú að fara í hund og kött, að ein- hver gaggi eins og hæna, læðist eins og mús eða gangi um eins og svín. Það er gott á meðan málvitund okk- ar leitar eftir samlíkingum á þennan hátt en er ekki komin af stað inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Svipaðar setningar gætu þá verið þannig að einhver sé hljóðlátur eins og diskdrif eða snöggur eins og leysi- geisli. Glannaskapur veldur slysum Hvað sem öllum hugleiðingum um ferðakálfa líður og þó að mesta ferðahelgin sé yfirstaðin er nauðsyn- legt að menn fái sem gleggstar leiðbeiningar og sem mesta aðstoð við að komast heilir á leiðarenda, hvort sem er á landi, í lofti eða á sjó. Glannaskapur er þvi miður það sem flestum slysum veldur og skal ég hér minnast á tvö atriði sem áttu sér stað með dags millibili. Ég var við veiðar í á einni við Blönduós og í túnjaðrinum við bæ einn við á þessa hrapaði lítil flugvél með hiylli- legum afleiðingum eins og kunnugt er. Skyggni var slæmt en eflaust hefur einhver galsi ráðið för í þetta hinsta sinn hinna ungu manna. Þótti mér hinn mesti hryllingur að sjá þessa flugvél í maski, flugvél sem í voru fjórir ungir og lífsglaðir menn. Var ég með hugann við þetta daginn eftir að þetta átti sér stað og ókum við þá rétt við Blönduós á um 80 kílómetra hraða í bfl. Fram úr okkur þutu að því er ég hélt tvær eldflaug- ar en í ljós koma að það voru tveir ungir menn að „leika sér“ á um 200 kílómetra hraða á mótorhjólum. Ég stöðvaði bifreiðina því þetta fékk svo á okkur sem í henni vorum. Hversu skammt nær ekki minnið, hversu langlífar eru fréttir, hversu djúpt rista þær? Okkur hryllti við þeirri hugmynd að líta hinum megin við hæðina þar sem ungu mennimir á „eldflaugunum" voru væntanlega ef eitthvað hefði farið úrskeiðis. Allt fór vel hjá þeim í þetta sinn en svona dæmi eru alltof algeng. Við lærum aldrei af mistökum annarra, því miður. Það er aðeins eitt ráð í umferðinni og það er að halda þeim hraða og þeim reglum sem aðstæður og skynsemi leyfa. Förum varlega og hugum að ferðakálfinum en hann geymir eflaust margar nytsamlegar ábendingar til þess að forða okkur frá því að keyra eins og beljur á svelli. Friðrik Ásmundsson Brekkan „Kálfar af þessu tagi, tölvukálfar, matkál- far og stjórnmálakálfar, hafa undanfarið verið áberandi, sérstaklega stjómmálakál- farnir, nú eftir allt kosningaumstangið,“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.