Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. Bókavörður Bókasafn Hafnarfjarðar óskar að ráða bókavörð í fullt starf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast til bókasafnsins fyrir 19. ágúst nk. Upplýsingar um starfið gefur formaður bókasafns- stjórnar, Bryndís Skúladóttir, í síma 50342. Yfirbókavörður. Laus staða Staða skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, greiðslu- og eignasviði, er laus til umsóknar. Áskilin er viðskipta- fræði-, hagfræði- og/eða lögfræðimenntun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1987. 31. júlí 1987, fjármálaráðuneytið. Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004 Skipulagssýning Borgarskipulags í Byggingaþjón- ustunni á Hallveigarstíg 1 framlengist til 19. ágúst. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10.00 til 18.00. Á þriðjudögum milli kl. 16.00 og 18.00 verður starfs- fólk Borgarskipulags á staðnum og svarar fyrirspurn- um um sýninguna. Einnig eru veittar upplýsingar um aðalskipulagið á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borg- artúni 3 (3ju hæð), frá kl. 9.00 til 16.00 virka daga. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16.0019. ágúst nk. Þeir sem ekki gera athugasemdir við aðalskipulagið innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Reykjavík, 5. ágúst 1987. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR. STARFSMAÐUR FJÁRVEITINGA- NEFNDAR ALÞINGIS Fjárlaga- og hagsýslustofnun auglýsir lausa til um- sóknar stöðu starfsmanns fjárveitinganefndar frá 1. september 1987 að telja. Starfsmaður fjárveitinga- nefndar er ráðinn hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun og vinnur að undirbúningi fjárlaga og öðrum verkefn- um. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólamenntun. Umsóknum, er greini frá menntun og fyrri störfum umsækjanda, skal skilað til fjárlaga- og hagsýslustofn- unar, Arnarhvoli, eigi síðar en 15. ágúst nk. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, Arnarhvoli, 30. júlí 1987. KNATTSPYRNU- SKÓLI Síðasta námskeið sumarsins hefst á morgun og stend- ur til 19. ágúst. INNRITUN í KR-heimilinu og í síma 27181. Tímatafla skólans er: 6-7 ára kl. 9 og kl. 13. 8-9 ára kl. 10.45. 10 ára og eldri kl. 14.45. Sandkom dv Er Þór Jónsson nýjasta stjarna Framsóknarflokksins? Ný Framsókn- arstjama Svo virðist vera sem Fram- sóknarmenn hafi fundið full- trúa ungu kynslóðarinnar í sínum röðum. Sá hinn sami heitir Þór Jónsson, er blaða- maður á Tímanum og ná- granni Steingríms Hermanns- sonar, formanns flokksins. Á laugardaginn er birt 8 dálka Tímabréf, sem úttalar skoð- annir blaðsins, þar sem blaðamanni þessum er hrósað í hástert. Er hann settur jafn- hliða Bjama Benediktssyni og Ólafi Jóhannessyni við mynd- birtingu. Þeir sem þekkja til sannrar framsóknarmennsku segja að þetta sér bara byijunartónn- inn, framsóknarmenn hafi valið Þór sem sinn framtíðar- fulltrúa. Annars tækju þeir ekki upp á að gera árvökulii fréttamennsku hans svona góð skii. Aðeins einn talandi Fátt vekur meiri furðu en hversu ómáigefnir starfsmenn opinberra stofnana em. Þegar reyna á að fá upplýsingar úr bákninu kemur í ljós að yfir- leitt em aðeins 2-3 sem hægt er að fá eitthvað upp úr en aðeins einn sem má gefa upp- lýsingar. Þessi eini er svo ýmist í fríi, ekki við, í síman- um, upptekinn, tekur ekki síma eða vill ekkert láta hafa eftir sér. Þykir alveg einsdæmi þegar aðeins einn maður er talandi í stórri stofnun, eins og íslendingar geta nú verið ræðnir. Einnig er eins og ein- hvem minni að opinberar stofnanir eigi nú að starfa í þágu almennings og því eigi ff ekar að greiða fyrir upplýs- ingastreymi en hitt á meðan það varðar ekki öryggishags- muni ríkisins. Alltaf má spara Nú nýlega kom út júlíhefti Póst- og símafrétta. Ritið er hið smekklegasta i alla staði, litprentað og hvorki fleiri né færri en 5 í ritstjóm, en blaðið er áttblöðungur. Þrátt fyrir að hafa lagt út í litprentun, sem er nokkuð dýr, hafa að- standendur blaðsins samt sem áður verið í spamaðarhug- leiðingum. Þeir hafa valið þann kostinn að spara setn- ingarkostnað og vélritað upp tvo dálka sinn hvomm megin á hverri síðu. Gegnsæ happaþrenna! Heldur betur varð uppi fótur og fit á ritstjórn DV þegar ábending kom um það að hægt væri að sjá í gegnum happa- þrennumiðana. Fylgdi það sögunni að væra miðamir Vonir manna um að ná sér i auö- voldan vinning i happaþrennunni uróu aó engu þegar farið var að gera tilraunlr meó aóferóina. bomir upp að sterku ljósi væri hægt að sjá tölurnar án þess aðafværiskafið. Hugsuðu menn nú sér held- ur en ekki gott til glóðarinnar að geta grandskoðað miðann áður en hann væri keyptur og vera alltaf öraggur með að vinna. Var ljóst að af þessu mátti hafa hinar mestu tekjur. Hins vegar hrundu loftkastal- amir við fyrstu tilraun. Þrátt fyrir að reynt væri með stækk- unargleri og 150 kerta pera að sjá í gegnum miðana var það lífsins ómögulegt. Þetta hlaut líka að vera of gott. til að vera satt. NýrStuðmað- ur mættur Kunnugir segja að hið besta gaman hafi verið af Stuð- mannatónleikunum sem fram fóra i Húsafelli um síðustu helgi. Stuðmennimir munu þó hafa verið fleiri nú en venju- lega, því almannarómur segir að hinn nýi hreinræktaði Stuðmaður hafi verið á svæð- inu. Munu foreldramir Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Magnússon hafa tekið um hálfs mánaðar gamalt bam sitt með, enda era það gömul sannindi að snemma beygist krókurinn. Dágóð dags- laun Talandi um Stuðmenn, er ef til vill vel við hæfi, þegar verslunarmannahelgin er yfir- staðin, að velta fyrir sér hvað þeir taka fyrir skemmtunina. Á síðustu dögum hafa heyrst ýmsar tölur og oft fjallháar. Það sem oftast heyrist era 5-6 milljónir. Án þess að það sé selt dýrara en það var keypt. Sé það rétt er skerfur hvers meðlims hljómsveitarinnar um kvartmilljón á kvöldi, dá- gott tímakaup það! Blóðugar sættir Nokkuð skondna fyrirsögn mátti sjá í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þegarsagði í fyrirsögn á forsíðu: „Sáttar- gjörð undirrituð" og í undir- fyrirsögn: „15 falla í óeirðum". Varð einum lesandanum á orði er hann las um þessi ósköp: „Það var eins gott að þeir vora þó orðnir sáttir, guð veit hvað margir hefðu fallið annars." Umsjón: Jónas Fr.Jónsson BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fulhi ferð Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bOasölum og bOaum- boðum ásamt bOasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa aö berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.