Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. 11 Útlönd Eldflaugar Iraka draga til Teheran írakar hafa prófað nýjar elílaugar sem þeir segja að dragi til Teheran frá austanverðu írak. í firéttum fi"á Bagdad, höfuðborg íraks, segir að eldflaugar þessar dragi um sex hundruð og fimmtíu kílómetra og muni draga til Teheran, höfuð- bqrgar Irans, en styijöld milh Irans og Iraks hefur nú staðið í sjö ár. írakar segjast nú reiðuhúnir til tilrauna með jalhvel enn langdrægari eld- flaugar. Málaferli vegna njósnarabókar Bresk stjómvöld tilkynntu í gær að þau myndu hefja málaferli á hendur breska dagblaðinu News, fyrir að hafa birt hluta úr bókinni Spycatcher, sem er endurminningar fyrrum leyniþjónustumanns, í trássi við bann dómstóla. Lögftæðingur hresku stjómarinn- ar sagði að blaðið hefði sýnt bresku róttarkerfi óvirðingu með þvi að birta þætti úr bókinni á sunnudag. Bók þessi er skrifúð af Peter Wright og íjallar um störf hans fyrir gagnnjósnadeild bresku leyniþjónustunnar. Bann dómstóla við birtingu efhis úr bókinni olli miklum mótmælum fjöl- miðla í BretlandL Bókin er þegar orðin metsölubók í Bandaríkjunum og er jafnframt seld í Bretlandi. Margaret Thatcher, forsætiráðherra Bret- lands, hefúr hins vegar heitið því að stöðva útkomu bókarinnar í Bretlandi og segir að Wright hafi rofið heit sín um leynd með því að skrifa hana. Ritatjóri News sagði í gær að blaðið myndi ekki láta málaferli stöðva sig þótt hann gæti átt yfir höfði sér bæði háar sektir og fangelsisvist Kvaðst hann myndu beijast gegn ritskoðun af þessu tagi án tillits til hugsanlegra aíleiðinga. Útgöngubanni aflétt ísraelski herinn sagði i gær að útgöngubanni á Gaza-svseðinu yrði nú af- létt og palestínskir íbúar svaaðisins myndu fá að snúa aftur til starfa sinna í ísrael í fyrsta sinn frá því ísraelskur liðsforingi var myrtur á Gaza síðast- liðinn sunnudag. Að sögn heimildarmanna innan ísraelska hersins er banninu aflétt vegna yfirstandandi hátíðar múhameðstrúarmanna. Yitzhak Rabin, vamarmálaráðherra Israels, hafði áður sagt að Palestínu- menn fengju ekki að fara út af Gaza-svæðinu fyrr en morðingjar Mðsforingj- ans hefðu náðst. Þá sagði herinn einnig í gær að aflétt yrði banni við því að fiskibátar fengju að fara til veiða á Gaza. Afmæli Wallenberg :': Send’. m 'l'nd ísraelr, li ia Samoinuðu þjóðunum nnnntist í gær sj ötíu og fimm ár afmælis sænska diplómats- ins Raoul WaMenberg. Wallenberg var tekinn til fanga í janúar 1945, af rússneskum hermönnum, en hann er talinn hafo bjargað tugþúsundum gyðinga í Ungverjalandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Margir telja að Wallenberg -e enn á lífi í sovésku fangelsi, en sovésk yfirvöld segja hann hafa látist i Lubyanka-fangelsi árið 1947. ísraelsmenn minntust Wallenberg í gær með þakklæti og aðdáun, vegna starfa hans gegn nasistum í Ungverjalandi. Komu í veg fyrir aðgerðir Sovésk stjómvöld komu um aíðustu helgi i veg fyrir að um fimm þúsund tatarar, sem búsettir eru á Krímskaga, héldu mótmælaaðgerðir i Taahkent, höfuðborg Uzbekistan, eins af sovésku lýðveldunum. Einn leiðtoga tatara sagði i viðtali við fréttamann Reuter að tatarar heföu reynt að safriast saman á sunnudag í garði í miðri borginni, en lögreglan heföi stöðvað þá og dreift hópnum. Enginn var handtekinn, en lögreglan mun hafa reynt að hræða fólkið frá þvi að taka þátt í frekari aðgerðum. Hrundu sókn skæruliða Sovéskt herlið og sveitir stjómarhersins í Afganistan hafa stöðvað fram- sókn skæruMða nálægt borginni Kandahar, í sunnanverðu Afganistan, að því er haft er eftir heimildum innan raða uppreisnarmanna. í fréttum frá Afganistan segir að allt að fimm þúsund hermenn hafi um- kringt svæði um fimmtán mílur vestur af Kandahar og hafi liðið notið stuðnings skriðdreka, eldflauga og stórskotaMðs. Roh kjórinn flokksformaður Roh Tae-Woo, frambjóðandi demó- krata í forsetakosningunum i Suður-Kóreu á þessu ári, var i gær kjörinn formaður flokksins. Símamynd Reuter Bátafólki frá Haiti bjargað Bandaríska strandgæslan bjargaði í gær um þrjú hundmð og fjörutíu manns frá Haiti úr sökkvandi báti um hundrað og fimmtíu mílur norð-vestur af Haiti. Fólkið var á leið til Bandaríkjanna. Þetta er stærsti hópur „bátafólks“ frá Haiti sem bjargað hefúr verið í einu til þessa. Þegar strandgæslan fann bátinn var mikið vatn komið í vélarrúm hans og komin á hann slagsíða. Er talið að báturinn hefði sokkið fljótlega. Talið er að um helmingur þeirra sem reyna að komast sjóleiðina frá Haiti til Bandaríkjanna farist á leiðinni. Demókratailokkurinn í Suður- Kóreu valdi í gær Roh Tae-Woo til að taka við embætti Chun Doo Hwan forseta sem formaður flokksins. Chun Doo Hwan lét af formannsembættinu í síðastliðnum mánuði eftir mótmæli gegn stjóminni. Roh er frambjóðandi flokks sins í forsetakosningunum sem haldnar verða síðar á þessu ári. Norður-Kórea æskir nú eftir viðræð- um við Suður-Kóreu á næstu vikum varðandi sjónvarpsréttindi vegna ólympíuleikanna. Einnig fara Norð- ur-Kóreumenn fram á að vera gestgjaf- ar ásamt Suður-Kóreumönnum. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst því yfir að kommúnistar muni sniðganga leikana nema þeim verði heimilað að sjá um átta greinar. Úrval Við allra hæfi Kjörinn ferðafélagi, fer vel í vasa, vel í hendi, úrvalsefni af öllu tagi. Ágústheftið á öÚum helstu blaðsölustöðum. ÚTSALA Á ÞREMUR STÖÐUM Smiðjuvegi 2B Skólavörðustíg 19 Hringbraut 119 Sími 79866 Sími 623266 Simi 611102

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.