Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. 9 Uflönd TVö hundruð látnir í monsúnflóðunum Fimm milljónir manna í Bangladesh berjast nú við hungur, sjúkdóma og snáka vegna monsúnflóðanna. Hermenn og aðrir björgunarstarfs- menn reyna að bjarga einangruðu fólki og færa því matvæli en komast ekki til a'fskekktustu svæðanna. Tvö hundruð manns hafa farist í flóðunum, sem orðið hafa vegna mik- illa rigninga, og ein milljón manns hefur misst heimili sín. Milljón tonn af hrísgijónum hefur eyðilagst í norð- urhluta landsins. Margir hafa fengið blóðsótt eftir að hafa drukkið mengað vatn og að minnsta kosti tuttugu og fimm manns hafa látist eftir snákabit. Fjöldi manns hefur drukknað eða látist eftir að hafa orðið undir húsum sem fallið hafa saman. Bæði menn og snákar leita skjóls á þökum húsa, sem eru að hálfu leyti í kafi, eða uppi í tijám. Þessi fjölskylda leitaði skjóls á húsþaki undan flóðinu matarlaus i nokkra daga áður en hjálp barst. Bangladesh og var Símamynd Reuter Slóð horfinna auðæfa rakin Björg Eva Erlendsdótdr, DV, Osló: Stærsta fjárglæframálið í sögu Nor- egs er í þann veginn að afhjúpast. Skipakóngurinn Hilmar Reksten kom fyrir nokkrum árum öllum sín- um auðæfum úr landi og lýsti fyrir- tæki sitt gjaldþróta. Fjölskylda hans stjómar nú auðæfunum sem nema hundruðum milljóna norskra króna. Grace Reksten, dóttir skipakóngsins, er aðalmanneskjan og stendur á bak við yfir fjörutíu fyrirtæki víðs vegar um heim. Þessu stjómar hún frá London þar sem hún á nokkrar lúx- usvillur. Fyrirtækin em skráð á ýmsan hátt og ekki er einfalt að færa sönnur á hvaðan fjármagnið kemur. En stjómendur þrotabúsins í Noregi telja sig nú hafa sannanir fyrir því hvar peningamir em niður- komnir. Norska Rekstenþrotabúið skuldar hundmð milljóna í Noregi, bæði ríkinu og ýmsum fyrirtækjum sem urðu að sætta sig við skertan hlut eftir að Hilmar Reksten lýsti sig gjaldþrota. Flestir áttu alla tíð erfitt með að trúa þvf að Reksten væri jafnblá- snauður og hann lét. Hann varð stórríkur á að gera út olíutankskip í byrjun áttunda áratugarins viða um heim en gróðinn kom aldrei til Noregs. Lögfræðingamir, sem stýra þrota- búinu, em nú í þann veginn að nálgast auðæfin og ömggt er að margir munu fagna því að loksins sé komið að skuldadögunum hjá Rekstenfjölskyldunni. Trufluðu radar írana Bandarískar flugvélar trufluðu á mánudaginn radar íranska hersins við Persaflóa þegar óttast var að íranir ætluðu að skjóta flugskeytum á bandarísku skipalestina á flóanum. Það kom þó í ljós að óttinn var ástæðulaus. Embættismenn banda- ríska vamannálaráðuneytisins greindu frá þessu í gær. Iranir héldu í gær áfram flotaæfing- um sínum á svæðinu annan daginn í röð. Samt sem áður gátu olíuflutninga- skip siglt óhindrað um flóann. íranir gefa enn sem áður í skyn að flug- skeyti þeirra séu í viðbragðsstöðu og skotið verði á hvert það erlent herskip sem ijúfi tólf mílna landhelgi írans. Talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær að írönsk yfirvöld væm samþykk tillögu frá Moskvu um að öll lönd fyrir utan Persaflóann fjar- lægðu herskip sín frá svæðinu. Sovéskir sendimenn hafa verið þrjá undanfama daga í íran og rætt við íranska embættismenn. Sú ákvörðun ítala um að senda ekki tundurduflaslæðara til Persaflóa til aðstoðar Bandaríkjunum hefur valdið sundmngu í stjóminni. Repúblikanar og sósíaldemókratar em óánægðir með ákvörðunina og fyrrum forsætis- ráðherra Ítalíu, Bettino Craxi, sagði að Evrópa gæti ekki skotist undan ábyrgð sinni. Auknar öryggisráðstafanir em nú viðhafðar við níu sendiráð í Róm, bæði sendiráð Vesturlanda og Mið- austurlanda. Er það vegna óeirðanna í Mecca á föstudaginn og hótana írana um hefndaraðgerðir gegn Bandaríkj- unum og bandamönnum þeirra. Einnig er aukinn viðbúnaður við ýms- ar stjómarbyggingar. Franskt flugmóðurskip kom að Sú- ezskurði í gærkvöldi og átti það að leggja upp þaðan eftir miðnætti. Frönsk yfirvöld hafa ekki viljað gefa upp hver sé áætlunarstaður skipsins en franskir stjómarerindrekar i Kaíró kváðust í gær halda að ferðinni væri heitið til Djibouti við Adenflóa. Iranir hafa sakað Bandaríkjamenn um að hafa rofið lofthelgi þeirra fyrir þremur vikum. Barst kæran i bréfi til aðalritara Sameinuðu þióðanna, Javi- er Perez, og var það dagsett 31. júlí. Ekki var gefin skýring á því hvers vegna kæran var borin fram svo seint en hún mun vera sú fyrsta frá þvi að spenna jókst á Persaflóasvæðinu. T’íirtm Sovéskt njósnaskip og tundurduflaslæðari við Hormuzsund í gær. Símamynd Reuter Shkeir grafínn Mohammed Shkeir, einn helsti ráðgjafi Amin Gemayel, fbrseta Lí- banon, var í gær jarðsettur, tveim dögum eftir að hann var myrtur á heimili sínu í vesturhluta Beirút. Shkeir var eini múhameðstrúar ráðgjafi Lfbanonforseta og talið er að raorðið á honum eigi eftir að draga töluverðan dilk á eftir sér í samskiptum kristinna manne og múhameðstrúar í landinu á næst- unni. Drottningarmóðir orðin áttatíu og sjö Breska drottningarmóðirin hólt á mánudag uppá áttugasta og sjöunda afmælisdag sinn og af því tilefni safnaðist mikill mannfjöldi saman við hcimili hennar í þeirri von að fá að hcilsa upp á fhina sem er olsti meðlimur bresku krúnufjölskyld- unnar. Drottningarmóðirin vinnur enn fúllan vinnudag, þrátt fyrir aldurinn, og að sogn heimilda tekur hún að sér að sinna um hundrað og fimmtíu málum á ári. Drottningarmóðirin, sem missti mann sinn, Georg sjötta konung, árið 1952 mun hafa í hyggju að halda áfram að sinna skyldustörftim sínum enn um sinn. Rannsóknamefnd komin til Svíþjóðar Líbanskur dómari og tveir lögregluforingjar komu í gær til Stokkhólms i þeirri von að þeim takist að fá sænsk yfirvöld til að framselja mann sem grunaður er um aðild að morðinu á Rashid Karami, forsætisráðherra Líban- ons. Er ætlun Líbananna að draga manninn fyrir rétt í Beirút. Mennimir þrír hafa meðferðis gögn sem líbanska sendiráðið í Stokkhólmi segir að muni sanna að Elie Louis Sleibi, tuttugu og fimm ára hermaður úr röðum kristinna manna, sé sekur um morðið á Karami Sleibi var hand- tekinn í Svfþjóð um síðustu helgi. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð hafa ekki viljað tjá sig um málið enn, ekki einu sinni hvort hbönsku neftidarmönnunum verður heimilað að tala við Sleibi í fangelsinu. Sleibi, sem var tæknimaður í herflugstöðinni í Adma í Líbanon, þar til hann flúði til Svíþjóðar, er sakaður um að hafa komið fyrir sprengju í þyrlu Karami, en forsætisráðherrann fórst í sprengingu þann 1. júní síðastliðinn. Framleidsluaukning í gullna þríhymingnum Talið er að ópíumframleiðsla gullna þríhymingnum, sem svo hef- ur verið nefhdur, muni aukast un allt að fjörutíu af hundraði á þessv ári. Talið er að aukningin verði eink- um í þeim hluta svæðisins sem liggm innan landamæra Laos, en undan farið hafa stjómvöld í Thailand gripið til víðtækra áðgerða gegr ópíumframleiðslu þar í landi og hafi því margir framleiðendur flúið yfh landamærin. Talið er að framleiðsla ópíum i þríhymingnum muni nema allt að átta hundmð tonnum á þessu ári, samanborið við miUi fimm og sex hundruð tonn síðasta ár. Gullni þríhymingurinn nær yfir landamærahéruð í Thailandi, Laos og Burma. Yfirvöld í Thailandi hafa haft uppi viðamikJar aðgerðir gegn ópíum- framleiðslu og hafa, að sögn talsmanna stjómarinnar, á þessu ári eyðilagt nær átta þúsund plantekrur, þar sem ópium var ræktað. Auglýsingar á nautabana Auglýsingaæði það sem lagt hefur imdir sig íþróttabúninga í Ðestum íþróttagreinum, hefúr nú loks náð inn í þjóðaríþrótt Spánverja, nauta- atið. Spánskur nautabani braut ísinn um síðustu helgi þegar hann mætti til leiks með auglýsingu frá japönskum framleiðenda rafeinda- tækja, saumaða á einkennisklæðnað sinn. Áhorfendur lýstu óánægju sinni með þcssa nýbreytni með þvi að flauta og gera hróp að nautabanan- um. Framkvæmdasfjóri nautabanans, sem raunar heitir Luis Reina, sagði fréttamönnum i gær að japanska fyrirtækið heföi greitt Reina verulegar fjár- hæðir fyrir að bera auglýsingu fyrirtækisins. Kvaðst framkvæmdastjórinn vita til þess að aðrir nautabanar stæðu í samningum við fyrirtæki úr hinum ýmsu greinum iðnaðar og þjónustu, um auglýsingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.