Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. 29 Hrakfarir Mitter- r and-fj ölskyldunnar Fjöloskylda Mitterrand, Frakk- landsforseta, hefur undanfarið orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Fyrkr skömmu lenti sonur forsetans í bifreiðaslysi á Spáni, þar sem dætur hans tvær slösuðust alvarlega og hann sjálfur eitthvað líka. Um síð- ustu helgi var það eiginkona forset- ans, Danielle Mitterand, sem var flutt í ofboði á sjúkrahús, haldin ein- hverjum ótilgreindum sjúkdómi. Sjúkdómur frúarinnar var svo bráð- ur að senda varð þyrlu eftir henni og var hún lögð inn á Vel de Grace sjúkrahúsið í Paris. ívan eða ekki ívan John Demjanjuk, fyrrum verka- maður i bandariskum bifreiðaverk- smiðjum, hefur undanfarnar vikur staðið í ströngu frammi fyrir rétti í Israel. Demjanjuk var framseldur til ísrael á síðasta ári til þess að svara fyrir ásakanir um stríðsglæpi sem hann á að hafa framið í Póllandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Segja Israelar Demjanjuk vera sjálf- an ívan grimma, fangavörð i Tre- blinka dauðabúðunum sem föngum stóð mikil ógn af. Demjanjuk segist hins vegar ekki vera neinn Ivan og alls ekki hafa gert neitt af sér. Af fréttum má þó ráða að yfirvöld telja sig hafa nokkuð traustar heimildir fyrir ásökunum á hendur honum og búast flestir við að hann verði sak- felldur. Sviðsljós Pola Negri látin Bandaríska kvikmyndaleikkon- an Pola Negri lést úr lungnabólgu síðastliðinn laugardag, í borginni San Antonio í Texas. Negri var talin áttatíu og átta ára gömul. Pola Negri kvaðst hafa fæðst á gamlársdag árið 1899. Flestir þeir sem til hennar þekktu töldu raunar að hún hefði komið í heiminn mun fyrr, en ekki hefur verið talin ástæða til að rengja eigin fullyrð- ingar hennar því stjörnur mega að öðru jöfnu ráða aldri sínum sjálfar. Negri varð fyrst þekkt fyrir kvik- myndaleik í þýskri mynd, árið 1917. Hún lék í miklum fjölda þöglra kvikmynda en kom síðast fram í kvikmynd frá Walt Disney, árið 1964. Meðal kvikmynda þeirra, er Negri var þekkt fyrir, eru ,,The Red Peacock", „Bella Donna“, „Loves of an actress" og „The Woman from Moscow". Negri var tvígift, fyrst pólskum greifa og síðar rússnesk- um prinsi. Hún var þó mun þekkt- ari fyrir ástarsambönd sín við Charlie Chaplin og Rudolf Valent- ino. Síðustu þrjá áratugi lífs síns bjó Negri í San Antonio. Amerísk Parísartíska Bandarískum tískufrömuðum hefur löngum súrnað það í augum að þurfa að hlíta frumkvæði París- arborgar í fatahönnun sinni og framleiðslu. Hafa þeir reynt að keppa við „frönsku línuna" en með misjöfnum árangri, því Parísartísk- an er traust í sessi. Bandaríkja- menn fylgja hins vegar flestir þeirri kenningu að getir þú ekki yfir- unnið andstæðinga þína sé besta úrræðið að ganga í lið með þeim. I samræmi við það hafa margir tískuhönnuðir að vestan flutt sig um set, yfir til Parísar, og koma þannig áhrifum sínum að. Einn þeirra er Patrick Kelly sem fæddur er og uppalinn í Mississippi. Hann sést hér laga fellingar í kjól úr haustlínu sinni sem hann sýndi opinberlega í stúdíói sínu í París þann 25. júlí. Enn af Monroe og Kennedybræðrum Marilyn Monroe og samband hennar við þá Kennedybræður, John og Robert, hefur um nokkurt árabil verið eitt af uppáhaldsviðfangsefn- um slúðurdálkahöfunda. Hefur lítið slegið á framboð upplýsinga um þetta efni þótt öll þrjú hafi legið í gröfum sínum um nokkurt árabil. Monroe er opinberlega talin hafa svipt sjálfa sig lífi en bræðurnir féllu báðir fyrir morðingja hendi, John Fitzgerald, þá forseti Bandaríkjanna, í Dallas árið 1963 og Robert árið 1968 þegar hann vann að sínu eigin framboði til forsetaembættis. Sífellt líta nýjar upplýsingar um samband Monroe við ýmist John eða Robert, eða báða tvo, dagsins ljós, þótt vissulega dragi margir áreiðan- leik heimildanna í efa. Olyginn sagði... Joan Collins hafði samband við mikils metna hattabúð fyrir stuttu og tilkynnti komusína. Hún bað vinsamleg- ast um að fá að vera í friði fyrir forvitnum aðdáendum á meðan hún skoðaði höfuðtauið. Nú voru góð ráð dýr þvi ekki var hægt að reka bára alla út og loka búðinni á meðan Collins var að velja. Þeir leystu vanda- málið á hinn besta veg. Collins keyrði limúsínuna sína upp að búðinni og sat þar sem fastast á meðan afgreiðslufólkið hljóp af sér aukakílóin með hatta í tugatali á milli bílsins og búðar- innar. Þessi fyrirhöfn borgaði sig fyrir búðina sig því Collins keypti 12 hatta. Donald Sutherland olli kunningjum sinum tölu- verðum áhyggjum þegar hann missti á örskömmum tíma heil 25 kíló. En það var víst ekkert til að hafa of miklar áhyggjur af. Donald fór bara í svo strang- an megrunarkúr til að passa betur inn í hlutverk sitt sem deyjandi stríðshetja í nýrri kvik- mynd. Donald, sem nú er aldrei kallaður annað en baunaspíran, ætti endilega að gefa öðrum uppskriftina að þessum undra- megrunarkúr. Philippe Junot fyrrverandi eiginmaður Karólínu prinsessu af Mónakó er nú 47 ára og ætlar að gifta sig sumar. Sú heppna er 24 ára, sænsk stúlka að nafni Nina Wend- elboe. Þau hittust fyrst fyrir tveimur árum í veislu í New York. Nina segist ekki vera hrædd við að giftast Philippe þó að hann hafi á sér hinn mesta glaumgosastimpil. Hún segir hann hafa róast með aldr- inum og að þau séu mjög hamingjusöm og muni búa saman það sem eftir er lífsins. Parið ætlar að búa hálft árið í New York og hinn helminginn í Madrid.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.