Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. Kvikmyndahús Bíóborg Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Angel Heart Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05 Arizona yngri Sýnd kl. 7 og 11. Krókódila Dundee Sýnd kl. 5 og 9. Bíóhúsið Bláa Betty Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Haettulegur vinur sýnd kl. 5, 7, 9 og 11, Morgan kemur heim Sýnd kl. 7 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5 og 9. Blátt flauel Sýnd kl. 5,7.30 og 10. Háskólabíó Villtir dagar Sýnd kl. 7, 9 og 11.10. Laugarásbíó Andaboð Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11. Bonnuð innan 16 ára. Gustur Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Meiriháttar mál Sýnd kl. 5. 7. 9 og 11. Hættuförin Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Regnboginn Herdeildin Sýnd kl. 3, 5.20 9 og 11.15. Dauðinn á skriðbeltum Sýnd kl. 9,10 og 11.10. Þrír vinir Sýnd kl. 3.10 og 5.10 og 7.10. Hættuástad Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Otto Endursýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Kvikmyndasjóður kynnir islenskar myndir með enskum texta Atómstöðin Atomic Station Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. Sýnd kl. 7. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11. Hætturlegur leikur Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. TÆKI- FÆRIN eru óteljandi r 1 smáauglýsingum. Kvikmyndir Bíóborgin/Hættulegur vinur Vafasöm Irfgjöf Deadly Fríend. Bandarisk frá Wamer Bros. Leikstjóri: Wes Craven. Handrit: Bruce Joel Ruben. Framleiðandi: Robert M. Sherman. Aðalhlutverk: Matthew Laporteaux, Kristy Svanson, Michael SharretL Þegar einstaklingur fer að skipta sér af gangi náttúrunnar hefur það yfirleitt ekkert nema illt í för með Sam og Paul eru hinir mestu mátar og hann getur ekki sætt sig við dauða hennar. En það eru gömul sannindi að ekki borgar sig að skipta sér af spuna örlagaþráða. sér. Þetta er þekkt þema og eftir því er leikið í myndinni Hættulegur vin- ur. Myndin segir frá Paul nokkrum sem er að flytjast ásamt móður sinni til annars bæjar því hann hefur feng- ið styrk til að stunda háskólanám. Paul þessi er undrabarn sem þrátt fyrir ungan aldur er farinn að stunda nám í heilalækningum, auk þess sem hann samdi aðalforrit vélmennis sem getur ályktað sjálfstætt í samræmi við aðstæður og tekið ákvarðanir. Þetta vélmenni, BB, er ávallt í för með Paul. Paul kynnist Samönthu sem býr í næsta húsi við ógnarstjóm föður síns. Hann bannar henni öll nánari kynni af Paul og lemur hana mis- kunnarlaust. Sam lætur það þó ekki aftra sér og eitt kvöldið ræðst karl- inn á hana með þeim afleiðingum að heili hennar skaðast og hún deyr. Karlinn lýgur því hins vegar að hún hafi dottið. Paul vill ekki sætta sig við dauða Sam og sækir hana á spítalann. Síð- an framkvæmir hann heilaskurðað- gerð á líkinu ásamt Tom vini sínum. Setur hann heila vélmennisins í Sam, tengir hann við einhverjar taugar og viti menn, stúlkan öðlast líf. Hins vegar er Sam ekki söm og áður. Hún er uppvakningur, henni er í nöp við alla og drepur bæði föð- ur sinn og nágranna nokkum sem hafði haft hom í síðu krakkanna. Paul er sá eini sem getur tjónkað eitthvað við hana og þegar hún virð- ist vera að ná sínum fyrri persónu- einkennum aftur kemur lögreglan og skýtur uppvakninginn. En sög- unni er ekki þar með lokið. Paul læðist inn í spítalann staðráðinn í að vekja hana upp í annað skipti! Söguþráðurinn er svolítið ótrúleg- ur en sjálfsagt mjög áhugaverður út frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Ekki er hægt að setja út á tækni- vinnu sem er ágæt en leikur er i meðallagi. Myndin Hættulegur vinur er í flokki la-la mynda. Það gerir sem sagt ekkert til þótt hún verði ekki fyrir valinu þegar farið er í kvik- myndahús en manni leiðist heldur ekki meðan horft er á hana. -JFJ Á ferðalagi i>v Grímsey á heimskautsbaug Xyrsta byggða ból Islands er eyjan Grímsey sem liggur í Eyjafirði, 41 kílómetra frá fastalandinu. Grímsey liggur þar sem heimskautsbaugur er dreginn á landakortinu og er meðal annars þekkt fyrir það að sól gengur ekki undir um sumarsólstöður, séð frá eyjunni. Byggð var snemma í Grímsey þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvenær menn settust þar að. Á miðöldum voru um það bil tólf býli á eyjunni og átti Möðruvallaklaustur þau flest og stundum öll. Klaustrið hélt svo vel um eyjuna að undir lok lödu aldar var hún komin í eyði. Grímseyjar er getið í Ólafs sögu helga og sagt að kóngur hafi ágimst eyjuna og viljað að landsmenn gæfu sér hana. Að sígildum hætti fékk Ólafur konungur digri innlendan mann til að reka erindi sitt. Eins og dæmin sanna er það jafnan auðsótt fyrir útlendinga að fá íslenska höfð- ingja á mála. íslenskir fyrirmenn, í fortíð og nútíð, þjást ætíð af minni- máttarkennd gagnvart útlendingum. Þeir vita sem er að þótt þeir nái æðstu metorðum á íslandi verða þeir aðeins peð á skákborði „alvömhöfð- ingja“ á við Noregskonug og Bandaríkjaforseta. Þess vegna velja landsfeðumir einatt það hlutskipti að vera próventukarlar útlendinga í þeirri von að fá á sig skímu frægðar- sólar sem alltaf skín í útlöndum. Það breytir engu hvort tilboð berst frá Niðarósi á lltu öld eða Washington á þeirri 20stu. Höfðingjamir hér heima hafa hégóma og metnað óháð tíma og rúmi. Ólafur digri fékk til liðs við sig Guðmund ríka Eyjólfsson frá Möðruvöllum og Guðmundur bar upp bón Ólafs um að landsmenn gæfu kóngi Grímsey. Þá stóð upp til andmæla Einar Þveræingur, bróðir Guðmundar. Einar sagði það mesta óráð að gefa Ólafi Grímsey því að þangað gæti konungur flutt her manns og lagt landið undir sig þegar tilefni gæfist. Þetta var á lltu öld. Ef Einar og Guðmundur væm uppi á þessari öld myndu þeir leggjast á eitt og vinna Ólafi brautargengi og stofha fyrirtæki til að annast fram- kvæmdir fyrir herliðið þegar það væri komið. Grimsey er hömrum gyrt nema að sunnan. Eyjan er hæst 105 metrar yfir sjávarmál. Útvarp - Sjónvarp Smáauglýsinga- síminn er 27022. yUMFEROAR Beach boys héldu upp á afmæli sitt á dögunum á Hawaii. Stöð 2 kl. 22.25: Strandar- strákamir í sínu rétta umhverfi Hljómsveitin Beach Boys hélt upp á 25 ára afmæli sitt á dögunum og skelltu þeir félagar sér á strönd eina á Hawaii, Waikiki ströndina, sem oft er nefnd paradís á jörð. Strákamir, eða öllu heldur karlamir, áttu sitt guilaldartímabil fyrir um 10 árum er lag þeirra Califomia girls var með þeim vinsælustu á öllum slíkum listum um heim allan. Þeir hafa þar fyrir utan átt miklu fylgi að fagna og halda margir því fram að engin almennileg hljómsveit hafi litið dagsins ljós frá því Strandardrenginir voru upp á sitt besta. En lengi lifir í gömlum glæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.