Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987.
Spumingin
Hvað gerðirðu í sum-
arfríinu þínu?
Unnur Skúladóttir og Skúli Jón
Kristinsson: Ég tók ekkert sumarfrí.
Ég var ekkert að vinna í vetur held-
ur var bara heima með þann litla.
Ég byrjaði því fyrst að vinna í sumar
og tók þarafleiðandi ekkert sumarfrí.
Tinna Kristín Snæland: Ég fór til
Bandaríkjanna og Kanada í 3 vikur.
Það var æðislega gaman en skemmti-
legast fannst mér líklegast í New
York.
Guðni Ólafsson: Ég fór í ferðalag
innanlands í Þórsmörk, Núpsstaðar-
skóg og Veiðivötn, allt í allt í 12
daga. Ég er vanur að fara út en þetta
var bara betra.
Árni G. Pétursson: Ég er nú í eilífu
sumarleyfi því að ég er eftirlauna-
þegi. Ég er búinn að vera hlunninda-
bóndi norður á Melrakkasléttu frá
því í maí og verð það þangað til seint
í haust. Það er alveg dýrðleg reynsla.
Freymóður Jensen og Björgvin Frey-
móðsson: Ég var í heyskap vestur í
Bæjum á Snæfjallaströnd í hálfan
mánuð. Það var mjög gaman.
eina viku og skoðaði Austfirðina í
leiðinni. Ég naut þessa sumarleyfis
mjög vel.
Lesendur
Hvar eru hljómsveitir
Ríkisútvarpsins?
Tónlistarunnandi skrifar:
Fyrir nokkrum árum var sett á fót
Stórsveit Ríkisútvarpsins þar sem
margir af bestur hljóðfæraleikurum
landsins létu Ijós sitt skína og heyrð-
ist í þessari ágætu hljómsveit í
nokkurn tíma í útvarpi við góðar
undirtektir tónlistarunn enda.
Það var fyllilega tímabært að
koma slíkri hljómsveit á íramfæri
svo mjög sem vantar í tónlistarlíf
landsmanna einmitt þess konar
hljómsveit sem Stórsveitin var. Hún
lék létt, sígild hljómsveitarverk
ásamt því að færa í nýjan búning
íslensk lög úr ýmsum áttum í útsetn*
ingu fyrir stórhljómsveit
Nú, nú, allt var með felldu í nokk-
um tíma og enn i dag er hægt að
heyra eitt og eitt lag með þessari
hljómsveit en það er þó æ sjaldnar
og er hún nú hætt að því er virðist
fyrir fullt og allt, enda sennilega
ekki um auðugan garð að gresja
hvað varðar upptökur með hljóm-
sveitinni.
Síðan leið og beið. Þá skýtur upp
kollinum hjá RÚV önnur hljómsveit
sem nefhd er Léttsveit Ríkisútvarps-
ins. Hún er með svipuðu sniði og sú
fyrri, sennilega þó fámennari en
nokkuð góðu lofaði hún þó. Hún
kom fram nokkrum sinnum í ríkis-
sjónvarpi og á einstaka hátíðum eða
fúndum, svo sem á Landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. Lagaval var þó
fábreytt og skartaðf léttliljómsveitin
aðallega laginu „Stóð ég úti í tungls-
ljósi“ í nýrri útsetningu. Gott svo
langt sem það náði. En það náði
aldrei miklu lengra. Lögin voru
nokkuð einhæf, eins og áður sagði,
og einleikarar voru látnir ofleika,
en hljómsveitin sjálf ekki nýtt sem
skyldi.
Þetta framtak hjá RÚV er virðing-
arvert sem slíkt, bæði hvað varðar
Stórhljómsveitina og þá léttu. En
úthaldið virðist vanta. Er virkilega
málum þannig komið hjá okkur að
hljómsveitir sem leika létta og vin-
sæla tónlist geti ekki þrifist? Hverju
er um að kenna? Fjárskorti, úthalds-
leysi hljóðfæraleikaranna eða
vöntun á hæfum manni sem útsetur
lög fyrir hljómsveit?
Það er synd og skömm ef ekki er
hægt að halda úti öðrum hljómsveit-
um en þeim er leika einfalda grað-
hestatónlist með gítarvæli og
hljómborðseffektum. Þessar hljóm-
sveitir sem leika tónlist fyrir fólk hér
eru einfaldar og fatæklegar og hljóð-
færaleikaramir líkjast mest niður-
setningum sem birtast kengbognir
af áreynslu við að spenna upp raf-
magnað trukk síbyljuhljóma. Eru
þessar stóru algjörlega fýrir bí?
Bréfritara finnst vanta meíra af hljómsveltum sem spila eitthvað annað en
„einfalda graðhestatónlist meö gltarvælí og hljómborðseffektum".
Af íslenskri
og eriendri
rigningu
Liðlegur af-
greiðslu-
maður
Ánægður viðskiptavinur, 5672-4141
hringdi:
Það er alltaf verið að kvarta
undan einhverju í blöðunum s.s.
slæmri þjónustu og þar fram eftir
götunum. Mér finnst því allt f lagi
að hið jákvæða komi líka fram.
Ég vil þakka Boltamanninum
fyrir einstaklega góða þjónustu.
Ég er utan af landi og þann 19.
ágúst var ég búin að hringja í
margar búðir áður en ég fann það
sem ég var að leita að hjá Bolta-
manninum. Afgreiðslumaðurinn
var einstaklega Hðlegur og fékk
ég að greiða með greiðslukorti í
gegnum síma þó að slíkt væru þeir
ekki vanir að gera. Ég vil þvi skila
þakklæti mínu til viðkoraandi af-
greiðslumanns.
Þenkjandi skrifar:
Nú fer senn að ljúka góðu sumri,
því þriðja sinnar tegrmdar í röð þar
sem við íslendingar erum svo lánsam-
lega heppnir að njóta sólar og þurr-
viðris allt sumarið á meðan
nágrannaþjóðir okkar mega sitja í
rigningu.
Svo slæmt hefúr veðrið verið í M-
Evrópu í sumar að erlendir vinir
mínir, bæði í Þýskalandi og Englandi,
hafa sagt mér að þarlendar sjónvarps-
stöðvar hafi oft látið þess getið að eina
landið norðan Alpafjalla með sólskin
og gott veður sé einmitt okkar ágæta
fsland.
Á sama tíma hópumst við til Evrópu
í góða veðrið (rigninguna). Eini mun-
urinn á hinni íslensku rigningu og
evrópsku er að erlendis eru fslending-
ar klæddir í stuttbuxur og stutterma-
bol, rennblautir og skjálfandi að
drekka bjór en á íslandi eru sömu
aðilar fullklæddir við sömu skilyrði
við sama hitastig. Þetta finnst mér
merkilegt, sér í lagi þegar heimamenn
erlendis láta sér ekki detta í hug að
hætta sér út í slagviðrið án hlífðarfata.
Góð
raftækja-
verslun
Linda hringdi:
Síðastliðinn föstudag fór ég í
raftækjaverslun í Ármúlanum sem
heitir Glóey og fékk ég svo frá-
bæra þjónustu að ég verð að koma
því á framfæri.
Ég bjó til lampa og kom í versl-
unina til að fá mér kló o.s.frv.
Afgreiðslumennimir voru alveg
einstaklega hprir og án þess að ég
bæði nokkuð um það eða að ég
þyrfti að borga aukalega þá út-
bjuggu þeir allt fyrir mig og
tengdu. Ég vil því þakka alveg
innilega fyrir góða þjónustu.
„Krafan er:
lægra vöruverð með tilurð Kringlunnar“
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Ég hélt um tíma, var reyndar orð-
inn handviss um, að nú hefði landinn
hreppt stóra lottóvinninginn. Slíkur
var hamagangurinn þann 13. ágúst
sl. Allir bara snaróðir. Eitt dagblað-
anna sá sér fært að gefa út í tilefiii
dagsins heilt 64 síðna aukablað þar
sem gangan mikla var rakin í smáat-
riðum. Fólk réð sér vart fyrir kæti
nefndan dag, hló, söng og trallaði.
Þegar betur var að gáð blasti skýr-
ingin við og hún kom mér dálítið á
óvart. Með öðrum orðum var verið
að opna nýja, glæsilega og marmara-
klædda verslunarmiðstöð í hjarta
höfuðborgar íslands. Kringlan heitir
hún.
Landinn hefúr eignast 76 verslanir
undir einu og sama þakinu. Báknið
fullbúið þekur nánar tiltekið, og
haldið ykkur nú fast, hvorki meira
né minna en þrjá hektara af vorri
ástkæru fósturmold. Á gólfi drauma-
hallarinnar verður í fyrsta sinn í
íslandssögunni unnt að eyða mánað-
Bréfritari vill fá að sjá Glasgowverð í Kringlunni í síðasta lagi eftir fimm ár.
arhýrunni án þess að æða út undir kúnninn sést hlaupa milli kaup-
bert loft. Sem sagt úti er sú tíð er manna hvemig sem viðrar. Kringlan
býður yður ávallt sólskin og bros
gegn vægu gjaldi og ráp á skyrtunni
milli sinna 76 búða. Framfarir og
tímamót verður miðstöðin eflaust
kölluð á ákveðnu blaðamáli. Þó ég
komi hins vegar illa auga á þær,
enda máske heimskur og gamaldags.
Eitthvað kostaði apparatið, trúi
ég. Tæpa tvo milljarða, las ég á dög-
unum. En verum alveg róleg, þeim
verður hellt út í verðlagið. Datt fólki
annað í hug. Ég verð afar hissa mið-
að við fyrri reynslu ef slík yrði ekki
raunin mjög fljótlega eftir að hinum
helgu hurðum hefur verið lokið upp
á gátt fyrir buddum Reykvíkinga,
ásamt að sjálfsögðu aurum lands-
manna í heild.
Til hamingju, Kringlukallar og
-kellingar. Lofið okkur nú að horfa
á samkeppni í raun og Glasgowverð
að 5 árum liðnum í síðasta lagi.
Brjótið þar með blað í verslunarsögu
Hólmans. Krafan er því lægra vöru-
verð með tilurð Kringlunnar.