Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. Fréttir Tillaga um að BHreiðaefUHitið veiði að hlutafélagi: Skoðunarstöðvar byggðar á fjórum stöðum á landinu í dómsmálaráðuneytinu hafa verið unnar róttækar skipulagsbreytingar á starfsemi Bifreiðaeftirlitsins. Fundur um þessar fyrirhuguðu breytingar hófst í Borgartúni 6 klukkan ellefu í morgun. I hinum fyrirhuguðu breytingum er gert ráð fyrir að Bifreiðaeftirlitið verði lagt niður í núverandi mynd. I þess stað verði stofnað nýtt fyrir- tæki, Bifreiðaskoðun h/f. Gert er ráð fyrir að það fyrirtæki verði í eigu ríkisins og einkaaðila, þar hafa helst verið nefnd tryggingarfélög, F.Í.B. og Bílgreinasambandið. Hinu nýja fyrirtæki er ætlað að sjá um alla skoðun bifreiða, aðal- skoðanir og fleira, einnig mun það taka yfir ýmsa þá þjónustu sem Bif- reiðaeftirlitið sinnir, svo sem nýskráningaar, aflestur dísilmæla, sjá um ökutækjaskrá, eigendaskipti, afskráningu og fleira. Við stærri umferðarslys verða hinu fyrirhugaða fyrirtæki lagðar þær skyldur á herðar að annast tækni- lega úttekt, sé þess óskað af lögreglu eða tryggingarfélögum. Gert er ráð fyrir að eftirlit með ökutækjum á vegum verði alfarið í höndum lög- reglu. Aðalstöðvar fyrirtækisins eru fyr- irhugaðar í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að þar verði byggð skoðunar- stöð, sem þjóna á öllu höfuðborgar- svæðinu. Þá er fyrirhugað að byggðar verði skoðunarstöðvar á Akureyri, Selfossi og Keflavík. Áætl- að er að þær stöðvar verði öllu minni en sú sem fyrirhuguð er í Reykjavík. Þær stöðvar eiga að sjá um skoðun í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þeim stöðum, sem ekki verður byggð skoðunarstöð, verður fyrir- komulag líkt því sem það er nú, þ.e. að skoðunartími verði auglýstur. Við skoðun þar sem ekki verður byggð skoðunarstöð verður notuð færanleg stöð. Jón Helgason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, sagði við DV í gær að honum þætti þessar tillögur at- hugunarverðar. „Áð fá tiyggingarfé- lögin og fleiri sem hafa mikilla hagsmuna að gæta inn í þetta er athugunarvert," sagði Jón Helga- son. Hann sagði að það hefði staðið til lengi að byggja skoðunarstöð. Upphaflega stóðu vonir til að hún yrði tekin í notkun á þessu ári, en þegar ljóst varð að svo gat ekki orð- ið var stefht að því að byrja á henni á árinu. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði að sér litist vel á þessar hugmyndir. Hann sagði að til hefði staðið að ríkið byggði skoð- unarstöð sem síðan yrði lögð í púkkið. Hann sagði að sér litist bet- ur á að skipuleggja þetta frá grunni. Hve stór væntanlegur hlutur ríkis- sjóðs í fyrirtækinu yrði, vildi Jón Baldvin ekki segja til um, hann sagði að gert væri ráð fyrir ákveðinni upp- hæð í íjárlögum, en hve há upphæð það væri treysti hann sér ekki til að fara með eftir minni. -sme Utanríkismálanefndin á fundinum í gær, f.v.:Hreggviður Jónsson, Borgaraflokki, Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki, Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálfstæðisflokki, formaður, Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubandalagi, Kjartan Jóhannsson, Alþýðuflokki, Ólafur G. Einarsson, Sjálfstæðis- flokki, Friðjón Þórðarson, Sjálfstæðisfiokki, og Hannes Hafstein, utanrikisráðuneytinu. DV-mynd: GVA Niðurstoðu í hvalveiðídeilunni að vænta eftir helgina: vonandi á næstu þremur til fimm dögum Beðið er eftír nýja viðskipta- ráðherranum - sagði Steingrímur Hermannsson í viðtali við DV í Ottawa „Það hefur enn ekki veríð gengið frá neinu samkomulagi við Banda- ríkjamenn. Báðir aðilar eru saramála um að það sé mikilvægt að lausn náist á næstu þremur til fimm dögum. Ég tel það Bjálfur mjög mikilvægt,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í morgun. Halldór sagði ennfremur að le- lendingar hefðu gert athugasemdir við tillögu Bandaríkjamanna og beðið væri núna eftír svari frá þeim. - Var um verulegar athuga- semdir að ræða? „Ég vil ekki svara því, né hvað f tillögunni felfit Ég er ófaanlegur tíl þess.“ Engin fimdahöld eru af hálfu Steingríms Hermannssonar utan- rQdsráðherra. Mélin eru rædd í gegnum sendiráðin. Ólafur Amaracm, DV, Ottawa: Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra sagði í viðtali við DV í gærkvöldi að tilboð Bandaríkja- manna í hvalamálinu hefði verið rætt af alvöru, bæði í Reykjavík og Washington í gær. Sagði Steingrímur að tilboðið, með vissum orðalagsbreytingum, gæti hugsanlega orðið viss gnmdvöllur fyrir samkomulagi í deilu íslendinga og Bandaríkjamanna. Islendingar gætu að vissu marki sætt sig við til- boðið og Bandaríkjamenn gætu notað það til að koma sér út úr þeirri klípu sem þeir væru komnir í. Steingrímur sagðist vita til þess að tilboðið hefði valdið miklum deil- um í Washington og að ekki væri að vænta niðurstöðu þaðan fyrr en eftir helgi þegar nýr viðskiptaráð- herra hefur tekið við störfum og tekið við málinu. Steingrímur sagði að það kæmi ekki til greina að ís- lendingar afsöluðu sér nokkrum rétti varðandi hvalveiðar. Það væri ekki hægt að gera neitt samkomulag á þeim grundvelli. Énnfremur sagði Steingrímur að niðurstaða í málinu yrði að liggja fyrir fljótt ef íslendingum ætti að auðnast að veiða þau tuttugu dýr sem ákveðið hefur verið að veiða samkvæmt vísindaáætlun okkar. Sagði Steingrímur að fyrst að við íslendingar værum á annað borð að ráðfæra okkur við Bandaríkjamenn í þessu máli þá væri tillagan eins og hún lítur út í dag ekki svo slæm en tillagan eins og hún lítur út nú er nokkuð breytt frá því þegar Bandaríkjamenn lögðu hana fyrst fram. íslendingar hafa sett fram breytingartillögur sem tekið hefur verið tillit til. „Það lítur út fyrir að alvarlegum deilum hafi verið afstýrt í bili,“ sagði Steingrímur. Aðspurður sagðist Steingrímur telja fulla ástæðu til þess að fram fari alvarlegar viðræður milli íslands og Bandaríkjanna um samskipti ríkjanna yfirleitt. Sagði Steingrímur að óviðunandi væri að málin væru í lausu lofti eins og þau hafa verið. Það yrði að gera Bandaríkjamönnum grein fyrir því að þeir kæmu aldrei framar fram við okkur af slíkum dónaskap eins og nú hefur orðið raunin á. Steingrímur sagði að Islendingar myndu gera Bandaríkjamönnum ljóst að ef þeir hótuðu okkur þá hefðum við ýmis spil uppi í erminni. Hér átti Stein- grímur greinilega við vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. Hvalveiðideilan: Málið í réttum faivegi - segir Eyjólfur Konráð „Málið er í réttum farvegi og það má ætla að þessu ljúki á næstu dög- um,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefhdar, eftir fund nefhdarimicu- í gær þar sem tilboð Bandaríkjamanna um lausn hvala- málsins var kynnt. „Ég hef alltaf sagt að málið hlyti að leysast ef menn töluðu saman,“ sagði Eyjólfur. „Það er að birta til,“ sagði Friðjón Þórðarson, sem sæti á í utanríkismála- nefnd, eftir fundinn í gær. „Mér sýnist að tilboð Bandaríkjamamia geti verið lykillinn að lausn málsins," sagði hann. „Bandaríkjamenn hafa komið fram með ákveðna opnun í málinu," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra í gær, „og við höfum ákveðið að vinna áfram á þeim grundvelli. Við munum einbeita okkur að því að ná niðurstöðu en ég er hvorki svartsýnn né bjartsýnn,11 sagði Halldór. -ój Forsætisráðhena: Hefðum viljað sjá þetta skref stigið fyir „Þetta svar Bandaríkjamanna er mjög mikilvægt skref í málinu," sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra í samtali við DV, þegar hann var spurður um tilboð Bandaríkja- manna sem fram kom í Kanada á fundi þar á miðvikudag. „Svar Bandaríkjamanna gefur ekki tilefni til nýrra ályktana af okkar hálfu en við eigum eftir að ljúka við- ræðunum og verða málin áfram rædd í gegnum sendiráð landanna," sagði Þorsteinn. Hann kvaðst vonast til þess að viðræðum við Bandaríkja- menn myndi ljúka næstu daga. Aðspurður sagði Þorsteinn að orð- sending Bandaríkjamanna hefði í sjálfu sér ekki komið á óvart. „En við hefðum gjaman viljað sjá þetta skref stigið fyrr,“ sagði Þorsteinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.