Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987.
Fréttir_________________________dv
Feiti stóllinn í
fjármálaheiminum
- ýmsir nefhdir sem væntanlegir bankastjórar Landsbankans
Helgi Bergs, bankastjóri Landsbankans. Þessi stóll er ekki á lausu, sagði
hann við DV í gær. Glæsilegur stóll. DV-mynd GVA
Sverrir Hermannsson, Matthías
Mathiesen, Tryggvi Pálsson og Valur
Arnþórsson eru allir neíndir sem
kandídatar í stöðu bankastjóra Lands-
banka íslands en ljóst er að banka-
stjóramir Jónas Haralz og Helgi Bergs
hætta á næstu árum. Miklar umræður
eru í fjármálaheiminum um þessar
stöður sem sumir nefha feitu stöðumar
í fjármálaheiminum. Það er sérstak-
lega stóll Jónasar Haralz sem rætt er
um. Valur Arnþórsson, stjómarfor-
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR ■ (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækur ób. 14-15 Ab.Bb. Lb.Sb. Sp.Úb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 15-19 Úb
6 mán. uppsögn 16 20 Ib.Vb, Úb
12 mán. uppsögn 17-26.5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb
Tékkareikningar 6-8 Aliir nema Vb
Sér-tékkareikningar 4-I5 Ab.lb, Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn Innlán meo sérkjörum 3-4 Ab.Úb
14-24,32 Úb
Innlán gengistyggð
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb,Ab
Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb Vb
Vestur-þýsk mörk 2.5-3.5 Ab.Vb
Danskarkrónur 9-10,5 Ib
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 28-28.5 Bb.Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30-30,5 eða kge
Almenn skuldabréf 29.5-31 Lb.lb. Vb
Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir
Skuldabréf 8-9 Lb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 27 29 Bb
SDR 8-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb
Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp. Úb.Vb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42
MEÐALVEXTIR
óverðtr. sept. 87 29,9
Verðtr. sept. 87 8,4%
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala sept. 1778 stig
Byggingavísitala 1 sept. 324 stig
Byggingavísitala 2 sept. 101,3stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði9%1 júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
(uppl frá Fjárfestingarfélaginu);
Ávöxtunarbréf 1,2201
Einingabréf 1 2.248
Einingabréf 2 1,328
Einingabréf 3 1.396
Fjölþjóðabréf 1.060
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,268
Lifeyrisbréf 1,130
Markbréf 1,120
Sjóðsbréf 1 1,100
Sjóðsbréf 2 1,100
Tekjubréf 1,213
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114 kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiðir 194 kr.
Hampiöjan 118kr.
Hlutabr.sjóöurinn 118 kr.
Iðnaðarbankinn 142 kr.
Skagstrendingur hf. 182 kr.
Verslunarbankinn 125 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaöarbanki kaupir viðskiptavíxla
gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki 31% og
nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, 0b= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýslngar um peningamarkaðinn
birtast í DV á fimmtudögum.
maður Sambandsins, þykir ömggur
með stól Helga Bergs en Helgi hættir
eftir þrjú ár er hann verður sjötugur.
Sverrir Hermannsson er sagður líkleg-
astur núna til að fá bankastjórastól
Jónasar.
„Á þessari stundu leiðist ég undan
því að ræða þetta mál, annað hef ég
ekki að segja,“ sagði Sverrir Her-
mannsson við DV í gær.
Matthías á Bíldudalsfundinum
Eftir að nokkur kjaftagangur hafði
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
verið um þessar tvær stöður vakti það
nokkra athygli þegar Matthías
Bjamason, alþingismaður og fyrrum
viðskiptaráðherra (yfirmaður banka-
mála), sagði á fundi sjálfstæðismanna
í Bíldudal laugardaginn 22. ágúst að
áform væm um að Valur Amþórsson,
stjómarformaður Sambandsins, tæki
við stöðu bankastjóra í Landsbankan-
um af Helga Bergs.
Á þessum tíma var hiti í Útvegs-
bankamálinu um það hvort Samband-
ið eða KR-ingamir, aðilamir 33 með
Kristján Ragnarsson í fararbroddi,
keyptu Útvegsbankann. Þeir menn í
fjármálaheiminum, sem DV hefur rætt
við, hafa haft ýmsar kenningar uppi
um það hvers vegna Matthías Bjama-
son vakti máls á þessu og Morgun-
blaðið birti það á útsíðu hjá sér.
Fyrst er til að taka að Matthías
Bjamason hafi sjálfur áhuga á banka-
stjórastöðunni þegar Jónas Haralz
hættir, en hann verður sjötugur á
þamæsta ári, og að Matthías hafi vilj-
að minna á sig. Það yrði að fá sterkan
mann frá Sjálfstæðisflokknum á móti
Val Amþórssyni sem fengi stöðu
Helga Bergs. Sjálfstæðismenn gætu
ekki verið minni en framsóknarmenn.
Matthías Bjarnason
sagður illur
Þekktur sjálfstæðismaður sagði við
,DV í gær að Matthías Bjamason væri
orðinn 66 ára og sér þætti mjög ótrú-
legt að hann sæktist eftir þessari
stöðu. Hann bætti því þó við að Matt-
hías væri illur þessa dagana og hefði
ekki hætt sem ráðherra sjálfviljugur.
Önnur kenning er sú að framsóknar-
menn hafi níðsterk tök í Búnaðar-
bankanum, eigi Samvinnubankann,
ætluðu að kaupa Útvegsbankann og
síðan settist Valur Amþórsson í
Landsbankann. Þar með væm fram-
sóknarmenn og Sambandið með
heljartök í bankaheiminum og á þetta
yrði að minna sérstaklega þegar kaup
Sambandsins á Útvegsbankanum
væm í brennidepli.
Ennfremur hefur Matthías Bjama-
son góð tengsl við sjávarútveginn sem
fyrrum sjávarútvegsráðherra. Hann
er sérstaklega tengdur útvegsmönnum
á Vestfjörðum. Landsbanki Islands
lánar mest til sjávarútvegsins og menn
sjá tengslin þama á milli.
Matthías Mathiesen
Orðrómur hefur verið uppi um það
um tíma að Matthías Mathiesen hafi
lagt slíkt ofurkapp á að fá ráðherra-
embætti í núverandi stjóm til að hafa
„sölu'(öm“ þegar að því kæmi að Jón-
as H’aralz hætti. Hugsunin er þessi:
„Ég hætti sem ráðherra fái ég banka-
stjórastöðuna." Þar með fengi hann
bankastjórastólinn og Ólafur Einars-
son yrði ráðherra.
Matthías Mathiesen er fyrrum við-
skiptaráðherra og þekkir því vel til
bankamála. Hann var sparisjóðsstjóri
í Sparisjóði Hafnarfjarðar og hefur
setið i bankaráði Landsbankans. Inn-
an Sjálfstæðisflokksins em menn
nokkuð á því að Matthías ætli sér að
verða ráðherra út kjörtímabilið fyrst
hann sóttist svo eftir ráðherrastólnum.
Hann ætli að sýna styrk sinn í starfi.
Sverrir Hermannsson
Nafh Sverris Hermannssonar er ný-
komið inn í umræðuna um stöðu
bankastjóra Landsbankans og, það
sem meira er, hann er núna nefndur
sem sá sem fái stöðuna. Sverrir er,
eins og Matthías Bjamason, fyrrum
ráðherra. Hann var í mörg ár forstjóri
Framkvæmdastofhunar ásamt Tómasi
Ámasyni sem nú er seðlabankastjóri.
Sverrir gjörþekkir bankaheiminn.
Þá er komið að Tryggva Pálssyni,
framkvæmdastjóra fjármálasviðs
Landsbankans. Hann þykir fær
bankamaður og Jónas Haralz banka-
stjóri er sagður hafa sérstakt dálæti á
honum. Jónas vill að Tryggvi taki
stöðu sína sem bankastjóri Lands-
bankans og sækir það fast. Tiyggvi
er innanhússmaðurinn í Landsbank-
anum sem rætt hefur verið um sem
eftirmann Jónasar.
Tryggvi hæfastur?
Margir em á því að Tryggvi sé hæf-
asti kandídatinn til að taka við starf-
inu. En menn segja þá í sömu andránni
að það hafi bara ekkert að segja, það
sé flokkurinn sem ráði því hver fái
bankastjórastólinn. Tryggvi er tæp-
lega fertugur og sjálfstæðismaður,
sonur Páls Ásgeirs Tryggvasonar
sendiherra. Tryggvi er menntaður
hagfræðingur.
Á það hefur verið bent að undan-
fömu, áður en nafh Sverris Hermanns-
sonar kom inn í umræðuna, að það
ynni gegn Tryggva í baráttunni um
bankastjórastólinn hve ungur hann
væri. Það yrði því of langt í land að
Sjálfstæðisflokkurinn fengi „sinn“ stól
í Landsbankanum yrði Tryggvi ráð-
inn. Þetta sjái ungir áhrifamenn í
flokknum sem vel geti hugsað sér að
hverfa að feitum embættum er þeir
hætti i pólitík.
Valur Amþórsson hefur sagt í sam-
tali við DV að það hafi borist í tal að
hann fengi stöðuna. „Engin ákvörðun
hefur hins vegar verið tekin enda er
málið alls ekki á dagskrá, að ég best
veit,“ sagði Valur.
Stóllinn ekki laus, segir Helgi
Helgi Bergs bankastjóri hefur sagt
í blaðaviðtali að hann viti ekki til
þess að sín staða sé laus. „En þótt ég
sé ekki að hætta liggur það í augum
uppi að allir embættismenn hætta
störfum sjötugir í síðasta lagi. I þann
aldur á ég eftir tæp þrjú ár,“ bætti
Helgi við.
Jónas Haralz hefúr ákveðið að flytj-
ast til Washington til að taka við
starfi hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Jónas verður sjötugur á þamæsta ári.
Næsta þrenningin?
Hver hreppir stól bankastjóra
Landsbankans er hápólitískt mál. Al-
þingi skipar í bankaráð bankans.
Sjálfstæðismenn eiga stöðu Jónasar
Haralz og framsóknarmenn stöðu
Helga Bergs. Þriðji bankastjórinn er
Björgvin Vilmundarson. Hann er al-
þýðuflokksmaður. Sverrir Hermanns-
son, Valur Amþórsson og Björgvin
Vilmundarson: næsta þrenningin í
Landsbankanum?
-JGH
Sverrir og Valur hafa hér verið settlr í bankastjórnina i stað þeirra Jónasar Haralz og Helga Bergs. Efri röð frá
vinstri: Sigurbjörn Sigtryggsson aðstoðarbankastjóri, Valur, Sverrir, Björgvin Vilmundarson og Gunnlaugur Kristj-
ónsson aðstoðarbankastjóri. Bankaráðið er í fremri röð.