Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. 9 Þrír meiddust í sendiráðstöku Lögreglan í Osló fjarlægir einn írönsku sendiráöstökumannanna. Páll VHhjálmsaan, DV, Osló: Þrír sendiráðsmenn meiddust þegar hópur Sndstæðinga Khomeinis, æðst- ráðanda í íran, lögðu undir sig sendi- ráð írana í Osló í gærmórgun. Hópurinn, sem tilheyrir Fedayn samtökunum og taldi ellefu manns, réðst inn í sendiráðið og hélt starfs- mönnum þass í gíslingu í nokkra tíma. Ellefumenningamir tóku sendiráðið um níuleytið í gær og gáfust upp fyrir klukkan eitt. Þeir voru óvopnaðir og komu flestir frá Svíþjóð. Sendiráðstakan var hluti af skipu- lögðum mótmælum í Vestur-Evrópu gegn klerkastjóminni í íran. í Frank- furt og París lögðu liðsmenn í Fedayn samtökunum undir sig skrifstofu ír- anska ríkisflugfélagsins. Talsmaður samtakanna í Frankfurt vildi leggja áherslu á að mótmælin vom án of- beldis. Hópurinn, sem lagði undir sig sendi- ráðið í Osló, er til yfirheyrslu hjá lögreglunni og verða sendiráðstöku- menn líklega dæmdir í varðhald. Norsk stjómvöld báðu í gær írönsk yfirvöld afsökunar á sendiráðstök- unni. Dómsmálaráðherra Noregs lét hafa Simamynd Reuter eftir sér í gær að hún vonaði að sendi- ráðstakan yrði ekki til að ýta undir hatur og fordóma í garð flóttamanna í Noregi. Stjórnarmyndun Nýstjóm mynduð Haukur L. Haukssom, DV, Kaupmannahom: Poul Schliiter kynnti hina nýju ríkisstjómarmeðlimi fyrir drottning- unni í gær. Viðbrögð Róttæka vinstri flokksins við nýrri fjögurra flokka stjóm vom þau að flokkurinn sagði hinni föstu samvinnu í þinginu upp. Þannig hefur ríkisstjómin fyrir- fram engan meirihluta í þinginu. Róttæki vinstri flokkurinn sér það sem stríðsyfirlýsingu að ekki hafi verið samið við þá um stjómarmynd- unina. Poul Schliiter sagði þetta afar erfiða þingræðislega stöðu fyrir rík- isstjómina. „Stjómin hefur ekkert öryggisnet undir sér en það höfðum við heldur ekki í gamla þinginu." Em sex nýir ráðherrar í ríkis- stjóminni og hefur Schliiter breytt skipulagi ráðuneytanna lítillega, flutt einstaka ráðherra til auk þess sem tvö ný ráðuneyti hafa verið mynduð. Hinn sjötugi formaður mið- demókrata, Erhard Jacobsen, fær nýtt ráðuneyti og ráðherra fyrir efhahagslega samhæfingu. Agnete Lausten frá íhaldsflokki er nýr heil- brigðisráðherra en sérstakt heil- brigðisráðuneyti hefur ekki verið til áður. Varaformaður Vinstri flokks- ins, Anders Fogh Rasmussen, verður skattaráðherra og íhaldsmaðurinn Bent Johan Kollet vamarmálaráð- herra í stað Hans Engel. Kristilegi þjóðarflokkurinn fær umhverfisráðuneyti eins og áður auk hásnæðismálaráðuneytisins. Var þeim lofað einu ráðuneyti í við- bót fyrir kosningar og er því helm- ingur þingmanna flokksins ráðherrar. Undrast margir hvemig þeir muni hafa tíma til að sinna þing- störfum við slíkar aðstæður. Öll „þungu“ ráðuneytin em undir forsjá sömu ráðherra og áður. Þau ráðherraskipti sem vöktu einna mesta athygli var eiginlegur brottrekstur Brittu Schall Holberg, fyrrum landbúnaðarráðherra úr stjóminni. Hún varð afar reið og sagðist ekki gefa kost á sér við næstu þingkosningar. Orð hennar um pólit- ískan brottrekstur og persónuleg vonbrigði fengu blaðamenn til að safnast kringum utanríkisráðherr- ann, formann Vinstri flokksins, en hann fullyrti að ekki væri um pólit- ískan brottrekstur að ræða. Anker Jorgensen segir af sér Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmarmahofn: Á sérstökum fundi fulltrúa Jafh- aðarflokksins í gær tilkynnti Anker Jörgensen, formaður flokksins, að hann segði af sér sem slíkur á auka- fúndi flokksins 3. október næstkom- andi. Tilkynnti hann einnig að stjóm flokksins væri sammála um Svend Auken sem komandi formann flokksins. Var Anker Jörgensen lengi hylltur á þessu tilfinningaþmngna augna- bliki á stjómmálaferli hans. Anker hefur verið pólítískur leiðtogi jafn- aðarmanna frá 1972 og formaður flokksins frá 1973. Svend Auken sagði Anker vera þann stjómmála- mann er hafði ein mest áhrif á dönsk stjómmál eftir stríð. Verði erfitt en ekki ómögulegt að feta í fótspor hans. Formenn hinna flokkanna vom ekki beinlínis fullir eftirsjár við frétt- ina um afsögn Anker Jörgensen nema ef vera skyldi Erhard Jacobs- en, formaður miðdemókrata. Sagði hann Anker vera mikilhæfan for- mann sem sorglegt væri að sjá hætta í pólítík á þennan hátt og átti þar við ósigur jafhaðarmanna í síðustu þremur kosningunum. Jafhaðar- menn hafi engan í sínum röðum er geti fyllt skarð Ankers. Hann hafh- aði þó ekki þeim möguleika, eins og formenn hinna stjómarflokkanna, að hér eftir yrði mögulega auðveld- ara að semja yfir miðjuna í danskri pólítík. Vilja samvinnu við jafhaðaimenn Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahöfn: Talsmenn viðskiptalífsins krefjast áframhaldandi setu fjögurra flokka stjómarinnar í samvinnu við jafriað- armenn. Drottingarheimsókn Schlúters hafi verið til að sannreyna róttæka vinstri menn en slíkar aðgerðir skapi óróleika og óstöðugleika fyrir efna- hag landsins almennt og sérstaklega aðstöðu atvinnulífsins. Formaður iðnráðsins segir að krefjast verði ábyrgðar stjómmála- manna gagnvart atvinnulífinu og að stöðugleiki náist einungis með sam- vinnu fjögurra flokka stjómar Schlúters og jafhaðarmanna. Áður hafði verið samið yfir miðj- una í dönskum stjómmálum og því sé það ekki ómögulegt nú. Stöðug- leiki sé lykilorðið þar sem húsbygg- ingar geti ekki átt sér stað með hærri lánsvöxtum. Talsmenn verslunarinnar taka í sama streng hvað varðar stöðug- leika og samvinnu stjómarinnar við jafnaðarmenn. Þurfi að byggja upp pólitík sem nái langt fram í tímann án snöggra og eyðileggjandi efna- hagsráðstafana. Forseti landbúnaðarráðsins segir mikla þörf á áframhaldandi fjögurra flokka stjóm. Gegni Danir for- mennsku í Evrópubandalaginu þar sem taka þarf mikilvægar ákvarðan- ir varðandi hinn innri markað bandalagsins og vandamálin kring- um umframframleiðslu matvælaiðn- aðarins. Geti landbúnaðurinn ekki lifað við tilviljanakennda efiiahags- stjóm. Útlönd Kosið 1. nóvember Tyrkneska þingið samþykkti í gær að efiia til koeninga í landinu þann fyreta nóvember þrátt fyrir harða andstöðu stjómarandstæðinga og hótanir um að taka ekki þátt í kœn- ingaundirbúningi. Það var forsætiaráðherra landsins, Turgut Ozal, sem fór fram á kosning- amar réttu ári á undan áætlun en stjómarumboð hans rennur út næsta haust íhaldsflokkur hans hefur nú tvö hundruð fjömtíu og níu af gögur hundruð þingsætum og búist er við að kosningamar staðfesti stjómar- umboð hans. Tyrkland Kann að sparka botta Stjómmálamönnimi verður að vera ýmislegt til lista lagt og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, er þar engin undantekning. í gær var haldið árlegt bamaboð í kansl- arabústaðnum í Bonn, höfuðborg V-Þýskalands, og brá þá kanslarinn á leik með bömunum. Sannaði hann þar svo um munar að hann er meðai annars liðtækur í að sparka fótbolta. Eins og sjá má af myndinni vandaði hann sig mikið, enda töluverðrar einbeitingar þörf. Senda hjálp til Bangladesh Ríkiastjóm Margaret Thatcher á Bretlandi ákvað í gær að senda Bangla- desh fimm milljónir sterlingspunda eða sem nemur liðlega þrjú hundruð milljónum íslenskra króna til aðstoðar þeim sem mikil flóð hafa gert heimil- islausa i landinu undanfamar vikur. Talið er að tugþúsundir séu nú heimilislausar eða eigi á annan hátt um sárt að binda vegna flóðanna. Christopher Patten, ráðherra erlendra þróunarmála, skýrði fréttamönnum frá því í gær að hann vonaðist til þess að geta heimsótt Bangladesh í næsta mánuði til þess að ajá hvaða aðstoð Bretar gætu veitt til viðbótar. Flóðin í Bangladesh orsökuðust af miklum rigningum. Iiðlega sjö himdr- uð manns létu lífið í Ðóðunum, um eitt hundrað þúsund þurftu að flýja heimili sín og talið er að uppskera fyrir liðlega milljaið dollara eða um sextíu milljarða íslenskra króna hafi eyðilagst. í bað fyrir milljarð Bandaríski sjónvarpstrúboðinn Jerry Falwell renndi sér í gær niður í sundlaug í öllum fötum og buslaði þíir um holdvotur í viðurvist frétta- manna og áhangenda sinna. Tilefni þess að trúboðinn tók upp á þessu var að scifiiuði hans hafði tekist að safna saman tuttugu milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur nær einum núlljarði íslenskra króna, á skömmum tíma og rennur fe þetta til trúhoðs hans. Hafði klerkurinn heitið því að fara í bað ef settu fjár- öflimarmarki yrði náð. Hálfl tonn aff hassl Tollverðir í Pakistan gerðu á mið- vikudag upptækt mikið magn af Skniefhinu hashish í höfh borgar- innar Karachi. Alls voru það um sex hundruð og tuttugu kíló af efiainu sem fundust við leit i akipi í höfhinni. Hassið var falið í fiystigámum sera hlaðnir voru fiski sem átti að flytj- ast til Daraman i Saudi-Arabíu. Hafði efhinu verið deilt niður i tutt- ugu kflógramma þunga pakka og því dreift i þrjátíu og einn fiystigám. Þetta mun vera eitthvert mesta magn sem yfirvöld i Karachi hafa gert upptækt í einu og sama málinu en allt eftirlit með útflutningi fikni- efaa frá Pakiatan hefur verið hert mikið undanfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.