Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. Utlönd Enn ágreiningur um tungumál í Kanada { Kanada, þar sem fulltrúar hins frönskumælandi heims héldu nýver- ið ráðstefriu, geisar nú tungumála- stríð á ný. Enska og franska hafa verið opin- ber tungumál landsins í nær tuttugu ár eða frá árinu 1969. Enskumælandi sýna nú í æ ríkari mæli andstöðu gegn því að frönsku sé gert jafhhátt undir höfði þar sem frönskumælandi eru aðeins tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar. f Salisbury í New Brunswick mót- mæltu íbúar nýlega ráðningu í starf póstmeistara. Kona, er var bæði frönsku- og enskumælandi, var tekin fram yfir enskumælandi umsækjend- ur. í Alberta var meðlimi löggjafar- samkundunnar gert að biðjast aísökunar þar sem hann hafði reynt að tala frönsku í umræðum í apríl. I austurhluta Ontario hafa nokkur bæjarfélag lýst því yfir undanfama mánuði að þau séu enskumælandi. Er það til að mótmæla lögum sem stuðla að því að auka þjónustu á frönsku við hina frönskumælandi íbúa sem eru fimm prósent allra íbúa. Flestir í Quebec Rúmlega áttatíu prósent allra frönskumælandi íbúa Kanada, sem eru sex milljónir talsins, búa í Qu- ebecfylki. Fyrir áratug var því lýst yfir að hið opinbera tungumál fylkis- ins væri einungis franska. I Ontario, Mcmitoba og New Brunswick eru einnig sveitarfélög þar sem opinbera tungumálið er aðeins franska. Ákveðið var í sumar, eftir að lögin um tvö tungumál voru endurskoðuð, að auka áhrif frönskunnar á ensku- mælandi svæðum. Einnig skyldu áhrif ensku aukin í Quebec. Lögun- um er þó aðeins hægt að framfylgja í stofnunum eins og Póstinum og í hemum. Menntamál falla undir fylkin sjálf sem flest em enskumæl- andi. I nóvember síðastliðnum vom sett lög í Ontario þar sem kveðið er á um rétt frönskumælandi, í Itémðum þar sem þeir em í miklum minni- hluta, til að nota sitt eigið mál í opinberum stofhunum. Eiga lögin að koma til framkvæmda árið 1989. Franska er þegar orðin opinbert tungumál í dómstólum og í mennta- kerfinu í Ontario. Samtök ensku- mælandi mótmæla harðlega þessari lagasetningu og segja hana koma í veg fyrir að enskumælandi fái opin- berar stöður. Djúpar rætur Ágreiningurinn á sér djúpar ræt- ur. Fyrir nokkrum öldum settust bændur, hliðhollir Englandi, að við St. Lawrence fljótið í austurhluta Ontario. Vom bændumir að flýja óeirðir í Bandaríkjunum. Stjóm- málamenn í Ontario börðust árang- urslaust gegn lögunum um tvö opinber tungumál sem sett vom 1969. Quebecbúar hafa löngum verið herskáir í viðleitni sinni að halda fylkinu eingöngu frönskumælandi en nú hefur verið ákveðið að auka áhrif enskunn- ar þar, jafnframt sem auka á þjónustu frönskumælandi á enskum svæðum. Þeir sem em fylgjandi því að báð- um málunum verði gert jafhhátt undir höfði telja hættu á að annars flokks borgarar verði til ef frönsku- mælandi utan Quebecfylkis fái ekki tækifæri til jafns við enskumælandi. Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Sveinsdóttír Ekki einir Reynsla af klofhingi þjóða í öðrum heimshlutum hefur verið svipuð. Skipting Kóreu í Norður-Kóreu og Suður-Kóreu er til dæmis svo alger að sameining væri varla möguleg í dag. Milli þjóða Kóreuríkjanna tveggja ríkir ef til vill meiri spenna en milli þýsku þjóðanna en í heild sinni er afstaðan svipuð. Samlíkingin verður ef til vill sterk- ari þar sem í báðum tilvikum er um skiptingu á milli meginatriða í stjómarfari að ræða, það er annars vegar afbrigðis af sósíalisma, eða kommúnisma, hins vegar einhvers konar kapítalisma. Tengslin milli þjóðarhlutanna hafa jafnframt í báðum tilvikum ein- kennst af erfiðleikum í því að ná sambandi milli stjómvalda, auk þess að hömlur á ferðafrelsi einstaklinga milli þjóðarhluta hafa komið í veg fyrir tjáskipti á þeim grundvelli og þar með myndun einhvers konar sameiginlegrar lífsmyndar sem síðar gæti stuðlað að samruna. Hægt meö ofbeldi Til þess að þýsku þjóðimar og kóresku þjóðimar sameinist að nýju þyrfti í raun ofbeldisaðgerðir þar sem útkljáð yrði um deilumál með vopnavaldi og annar hvor þjóðar- hlutinn beygður imdir hinn. Líklega þyrfti til að koma svipaður aðdrag- andi og átti sér stað í átökunum milli víetnömsku ríkjanna tveggja þótt skipting þeirra hafi verið á nokkuð öðrum grundvelli. Að slíkt komi til í Evrópu verður að teljast næsta ómögulegt og ólík- legt að það gerist í Kóreu. Þess vegna munu þessi ríki halda áfram að deila um Berlínarmúrinn og skiptingu íþróttagreina á ólympíu- leikum og verða ekki aðeins skipt heldur sundruð og því sem næst óvinveitt hvort öðm þar til þau em viðurkennd f reynd sem sjálfstæð og óháð hvort öðm, ekki aðeins á póli- tískum leikborðum heimsins heldur í öllum daglegum samskiptum. Ef til vill er heimsókn Honeckers vísbending um að málin séu að þró- ast í átt til þess. Heimsókn Ericks Honecker, leið- toga Austur-Þýskalands, til Vestur- Þýskalands nú í vikunni vakti að vonum mikla athygli og þótti til marks um vilja leiðtoga beggja þýsku þjóðanna til þess að bæta sam- búð þeirra. Heimsóknin sýndi þó jafh greinilega ágreiningsmál þjóð- anna og var ef til vill talandi dæmi um það að erfitt, ef ekki ómögulegt, er að sameina að nýju þjóð sem hef- ur verið sundmð um einhvern tíma. Enn um einingu Þrátt fyrir að leiðtogar þýsku þjóð- anna, og þá einkum Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hafi minnst á einingu þýsku þjóðanna í ræðum sínum síðustu daga gerði heimsóknin enn ljósara en áður að í dag er um að ræða tvær þjóðir, sjálfetæðar og ólíkar, sem vafasamt verður að teljast að geti sameinast að nýju, jafnvel þótt aðrar þjóðir kynnu að samþykkja slíka samein- ingu. Undanfama áratugi hafa þessar þjóðir valið sér ólíkar brautir og þær hafa í dag ólík markmið. Daglegt umhverfi hvorrar þjóðar er og hefúr verið svo ólíkt að hugarheimur ein- staklinga af hvorri um sig á ekki margt sameiginlegt lengur. „Hvaö um múrinn?“ spurðu Vestur-Þjóðverjar Honecker en leiðtoginn hvarf til síns heima án jjess að svara þeirri spurningu. Símamynd Reuter Sundruð þjóð eða tvær sjálfstæðar og ólíkar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.