Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. íþróttir DV „Fyrst og fremst viðurkenning á liðið“ - segir Ásgeir Elíasson, þjátfari ágústmánaðar „Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægður með þessa útnefhingu. Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning á strákana og liðið í heild. Öðruvísi hefði þetta ekki komið til,“ sagði Ás- geir Elíasson, þjálfari nýbakaðra Bikarmeistara Fram í knattspymu. Ásgeir Elíasson var útneíhdur þjálf- ari ágústmánaðar af íþróttafrétta- mönnum DV. Ásgeir hefur náð mjög góðum árangri með Framliðið á þessu keppnistímabili. Liðið varð bikar- meistari nýlega og sem stendur er Fram í öðru sæti í 1. deild þegar einni umferð er ólokið. - Ertu ánægður með gengi Framliðs- ins í sumar? „Ég er ekki ánægður nema liðið sem ég þjálfa sé alltaf á toppnum. Sigur í bikarkeppninni var þó sárabót. Ég hefði helst kosið að vinna íslands- meistartitilinn en ég tel möguleika Blikar með hópferð til Danmerkur Blikamir hafa ákveðið að efna til hópferðar á leik Breiðabliks gegn danska lið- inu Hellemp í IFH-keppninni í handknattleik þegar liðin mætast í Danmörku 26. sept- ember. Farið verður til Kaupmannahafnai föstudag- inn 25. sept. og komið til baka á mánudegi. Áætlaður kostn- aður er um kr. 20.000. Innifalið í verðinu er flugfar, hótel, ferð- ir til og frá hóteli og miði á leikinn. Þeir sem áhuga hafa á að fara þessa ferð geta skráð sig á skrifstofu Breiðabliks, sími 43699 að degi til, og hjá Helgu Jóhannsdóttur, sími 44161, um kvöld og helgar. -SOS Hnífsstunga í Diisseldorf Sig. Bjömssan, DV, V-Þýskalandi: Smáóróleiki varð eftir lands- leik V-Þjóðverja og Englend- inga í Dússeldorf á miðviku- dagskvöldið. Fjömíu manns vom handteknir af lögreglu og var einn Englendingur fluttur á sjúkrahús eftir hnífsstungu. -sos okkar á að vinna þar úr sögunni. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég er ánægður með margt hjá Fram í sum- ar. Við fórum illa af stað en í seinni hluta mótsins hafa hlutimir smollið saman. Valsmenn hljóta að vinna titil- inn í ár, annað kæmi mér á óvart.“ - Hvert er álit þitt á knattspymunni almennt í sumar? „Mér finnst knattspyman að mörgu leyti hafa verið betri í sumar ef við miðum við tvö undanfarin ár. Fleiri lið spila betur en áður. Til að mynda hleypti Pétur Pétursson nýju blóði í knattspymuna en hann hefur leikið vel með KR-liðinu í sumar. Mótið hef- ur verið spennandi þó að Valur hafi lengst af verið með forystu. Liðin í næstu sætum hafa ekki verið langt á eftir.“ - Hver er að þínu áliti besti knatt- spymumaður á íslandi í dag? „Að mínu mati er Pétur Ormslev sá besti í dag. Hann hefúr leikið frábær- lega vel í allt sumar. Það er þó alltaf erfitt að taka einstaka leikmenn út. Guðni Bergsson og Pétur Pétursson em einnig mjög sterkir knattspymu- menn.“ - Nú tekur Fram þátt í Evrópukeppni meistararliða. Hvaða möguleika á lið- ið í þeirri keppni? „Ég er hæfilega bjartsýnn á leikina gegn Sparta Prag. Við eigum að vísu alltaf möguleika í leiknum hér heima. í fyrra fengum við skell á heimavelli gegn Katowice svo að við göngum nú til leiks reynslunni ríkari. Evrópu- keppnin er skemmtilegt verkefiii. Tékkneska liðið er sterkt en nýverið sigraði það á sterku móti í Hollandi og sigmðu West Ham í úrslitaleik, 4-0,“ sagði Ásgeir Elíasson að lokum. -JKS „Mjög strangar æfingar og góður þjálfari“ - Birkir Kristinssonf knattspymumaður ágústmánaðar „Þetta kemur mér mjög á óvart en ég er engu að síður mjög ánægður með að hafa orðið fyrir valinu," sagði Birkir Kristinsson, markvörðurinn snjalli í liði Skagamanna, í samtali við DV í gær en hann var kosinn knatt- spymumaður ágústmánaðar af íþróttafféttamönnum DV. Birkir hefur átt stórkostlegt tímabil, varið mark Skagamanna af stakri snilld í allt sumar og verið einn besti leikmaður liðsins í flestum leikjum þess í sumar. „Ég held að þetta sé án efa mitt besta leiktímabil til þessa. Ég þakka það ströngum æfingum og frábærum þjálfara. Guðjón Þórðarson hefur lagt miklu meiri áherslu á að þjálfa okkur markverðina en til að mynda sá þjálf- ari sem við vorum með í fyrra. Þá vorum við bara sendir út í hom. I sumar hefur Guðjón hins vegar tekið þetta föstum tökum og við höfum ve- rið teknir í séræfingar eftir venjulegar æfingar." - Ert þú ánægður með gengi Skaga- manna í sumar? „Það hefur komið mörgum á óvart hve langt við höfum náð. Okkur var ekki spáð góðu gengi fyrir íslandsmót- ið og sérstaklega vom margir svart- sýnir hér á Akranesi. Það er ekki hægt að neita því að við eigum ennþá möguleika á Islandsmeistaratitlinum og mjög góðan möguleika ef KR-ingar vinna Valsmenn í næstu umferð og okkur tekst að sigra Víði. Okkur hefur hins vegar alltaf gengið illa með Víðis- menn en ætlum að sigra þá um helg- ina. Annað kemur ekki til greina." - Það kom mjög á óvart á dögunum þegar Sigfried Held valdi þig ekki í ólympíulið Islands gegn A-Þjóðverj- um. Ém einhver meiðsli í spilinu eða gafet þú ekki kost á þér í leikinn? „Ég er alheill og gaf kost á mér í þennan leik. Ég verð að játa að það vom mér mikil vonbrigði að komast ekki í liðið. Og það kom mér einnig mjög á óvart að Held skyldi velja markvörð sem ekki er búinn að leika einn einasta leik í mjög langan tíma,“ sagði Birkir Kristinsson sem svo sann- arlega verðskuldaði sæti í OL-liðinu. -SK ÍSLANDMÓTIÐ 2. DEILD ÞRÓTTUR - LEIFTUR, Þróttarvelli í dag kl. 18.00. Þróttarar, fjölmennið á þennan mikilvæga leik. Evrópusambandið í handknatt- leik hefur ákveðið að leikir 1. maf ffó Moakvu og Hapoel frá ísrael í IHF-keppninni f handknattleik faii ffam í V-Þýskalandi 25. og 27. sept- ember. -SOS i Ásgeir Elíasson stundar golf af kappi þegar timi gefst frá fótboltanum. DV-mynd Brynjar Gauti Selfyssingar fa Spánarferð - ef þeir tryggja sér sæti í 1. deild Mikill hugur er í herbúðum Selfyss- inga. Þeir eiga góða nkiguleika á að tiyggja sér sæti í 1. deildar keppn- inni í knattspyrnu. Til þess þurfa Selfyssingar að leggja Vfkinga að velli á sunnudaginn í Laugardal. Það er búið að ákveða það á Sel- fossi að ef leikmenn Selfoss ná að tryggja sór 1. deildar sæti verði þeim boðið til Spánar. Það er til mikils að vinna fyrir leikmenn Selfoss - að tryggja sór 1. deildar sæti og þá jafiiframt ferö til - Spánar. -SOS Birkir Kristinsson, knattspymumaður ágústmánaðar. DV-mynd Sigurgeir Sveinsson Rummenlgge til Servette - hafnaði boðum ftá Bayem og Hamburger Sigurður Bjömsaorv, DV, V-Þýskalandi: Karl-Heinz Rummenigge, fyrrum fyrir- liði v-þýska landsliðsins í knattspymu, er á förum til Servette í Sviss. Rumm- enigge, sem er 32 ára og hefur leikið 95 landsleiki fyrir V-Þýskaland, er leikmaður með Inter Milano. Hann átti við meiðsli að stríða sl. keppnis- tímabil. Var harrn skorinn upp vegna meiðsla í hásin. Það varð til þess að hann missti sæti sitt hjá félaginu til Enzo Scifo sem Inter keypti frá And- erlecht. Forráðamenn Servette hafa rætt við lækni þann sem hefur annast Rumm- enigge. Hann sagði að ekkert væri til fyrirstöðu að Rummenigge léki knatt- spymu. „Hann er fullkomlega klár í slaginn." Bayem Múnchen, Hamburger og Bochum höfðu áhuga á að fá Rumm- enigge til liðs við sig. Hann valdi frekar Sviss þar sem meiri peningar vom í boði. Það er milljónamæringur sem á Servette. „Ég mun ræða við forráðamenn Ser- vette í næstu viku og þá verður gengið frá samningum. Ég mun byija að leika með félaginu í október og leika út keppnistímabilið. Ef allt gengur vel getur farið svo að ég verði lengur hjá Servette," sagði Rummenigge í gær. Menn frá Inter Milano koma síðan til Servette 17. september og verður þá gengið frá kaupum á Rummenigge. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.