Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987.
15
Dvaumaveiöld fyrir
mikla peninga
Nýlega hafa borist þær fréttir að
innflutningur til landsins hafi auk-
ist um þriðjung það sem af er þessu
ári þótt miðað sé við fast gengi.
Þessar tölur vekja til umhugsunar.
Þær vekja til umhugsunar um það
hvers' konar þjóðfélag það er sem
við lifum í og hvert það stefnir.
Samhengi atvinnuveganna
Það hefur alltaf verið aðalsmerki
góðra búmanna að eyða ekki meiru
en aflað er. Þjóðarbúið okkar er
ekkert frábrugðið öðrum góðbúum
að þessu leyti. Mönnum er tíðrætt
um góðæri og víst er að það ríkir
góðæri í landinu í hefðbundinni
merkingu þess orðs. Það hafa verið
góð aflabrögð, hátt verð á sjávaraf-
urðum, markaðir góðir og veðurfar
blítt. Umferð til landsins er með
mesta móti og þar með tekjur af
erlendum ferðamönnum.
Okkur íslendingum gengur mjög
illa að skilja samhengi atvinnuveg-
anna. Öflug þjónustustarfsemi
hvílir á öflugum framleiðsluat-
vinnuvegum og gjaldeyrisskapandi
þjónustu. Það vefst fyrir æði mörg-
um að muna eftir þessu og mörgum
finnst að þjónustustarfsemin í
landinu, til dæmis verslunin, lifi
sjálfstæðu lífi og skapi verðmætin.
Er peningunum vel varið?
Það er umhugsunarefni fyrir
okkur hvernig við verjum þeim
fjármunum sem skapast í góðær-
inu. Við verjum þeim fjármunum
til þess að kaupa svo mikið inn af
bílum að umferðin hér í höfuð-
borginni er orðir. eins og í milljóna-
borgum erlendis og ein dýrmætustu
hlunnindi okkar þingmanna eru
að hafa spjald að lokuðu bílastæði
KjaUaiinn
Jón Kristjánsson
alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn
í miðbænum. Við verjum peningun-
um til þess að byggja íburðarmestu
verslunarmiðstöð norðan Alpa-
fjalla og látum neytendur borga þá
fjárfestingu. Þeim er einnig varið
til þess að byggja eina íburðar-
mestu flugstöð sem um getur.
Minna mátti ekki taka við af þeirri
gömlu. Hér er fátt eitt talið og
mörgu sleppt í því neysluæði sem
einkennir okkur um þessar mundir
og leiðir til ört versnandi efnahags
þjóðarbúsins.
Þjóðaróvinir
Meðan þessu fer fram skemmta
menn sér við að finna þjóðaróvini.
Og það eru margir þjóðaróvinirnir.
Velferðarkerfi er þjóðaróvinur að
sumra dómi, sömuleiðis fjárfesting-
ar í undirstöðugreinum, að maður
tali nú ekki um þjóðaróvini eins
og Sambandið og síðast en ekki
síst sauðkindina, það óargadýr sem
skapar ritstjóra þessa blaðs efni í
svo margar forustugreinar.
Það er nú svo að sjálfstæðri til-
veru þessarar þjóðar stafar tölu-
verð hætta af því hvað landinn er
berskjaldaður fyrir auglýsinga-
starfseminni sem dynur á honum
um þá draumaveröld sem hæpt er
að kaupa sér fyrir peninga, þá oen-
inga sem verða til í undirstöðuat-
vinnuvegunum. Það væri vel við
hæfi að neysluæði og gegndarlaus
,,Það er nú svo að sjálfstæðri tilveru
þessarar þjóðar stafar töluverð hætta af
því hvað landinn er berskjaldaður fyrir
auglýsingastarfsemi sem dynur á honum
um þá draumaveröld sem hægt er að
kaupa sér fyrir peninga..
„Það væri vel við hæfi að neysluæði og gegndarlaus auglýsingastarf-
semi bættist í hóp þjóðaróvina."
auglýsingastarfsemi bættist i hóp
þjóðaróvina.
Nú stendur fjárlagagerð fyrir
dyrum. Þá munu hefjast umræður
um að skera niður samneysluna til
þess að einkaneyslan geti haldið
áfram að vaxa. Það er þó staðreynd
að við þurfum hafnir til þess að
koma verðmætum skikkanlega á
land, við þurfum vegi til þess að
aka öllum bílunum á sem búið er
að flytja inn og við þurfum íþrótta-
mannvirki og aðstöðu fyrir æskuna
til þess að hún eigi völ á heilbrigðu
líferni í gjörbreyttu samfélagi.
Okkur ber skylda til þess að búa í
haginn fyrir aldrað fólk og við ætl-
um okkur að hafa heilbrigðiskerfi
og skólakerfi að hætti siðaðra
þjóða. Þetta verður ekki gert nema
með peningum. Þá peninga verður
að innheimta í ríkissjóð af þeim
sem hingað til hafa komist undan
að greiða réttlátan skerf þangað
og af þeim fyrirtækjum sem sópa
til sín rjómanum af góðærinu. Ef
það þarf að breyta skattkerfinu til
þess að ná til þessara aðila þá þarf
að ganga í það verkefni.
Jón Kristjánsson
Ororkumat í bananalýðveldi
Oft hef ég hugleitt að þegar fólk
verður fyrir verulegu tjóni á líkama
og sál hlýtur það varanlega örorku.
Síðastliðinn vetur varð það
hörmulega slys úti á sjó að ungur
piltur, sem var i starfskynningu á
vegum skólans, missti fjóra fingur í
spili. Ekki er við neina að sakast í
þessu máli, bara slys eins og alltaf
getur skeð. En þá vaknar upp sú
spuming hver er framtíð þessa unga
pilts sem getur ekki stundað hvaða
vinnu sem er sökum varanlegrar
örorku. Oft er það fólk fjölskyldufólk
sem verður fyrir svona hörmungum.
En ekki má gleyma þeim sem eru
ókvæntir og eiga böm og þurfa að
standa í skilum á sínum hlutum, ef
til vill ungir menn á besta aldri. Þá
kemur að kerfinu sjálfu. Lítum á
réttindi sjómanna til launa í veik-
inda- og slysatilfellum:
A. Fyrsta starfsárið. Tveir mánuðir
á fullum launum. Þar með talin
meðaltals yfirvinna síðustu 3
mánuði og þrír mánuðir á grunn-
launum.
B. Eftir 2ja ára starf tveir mánuð-
ir á fullum launum og fjórir
mánuðir á grunnlaunum.
C. Eftir 4 ára starf tveir mánuðir
á fullum launum og fimm mánuð-
ir á grunnlaunum.
Vantar mannlegan þátt
Þegar þessum greiðslum er lokið á
viðkomandi sjómaður rétt á mis-
munandi greiðslum úr Styrktar- og
sjúkrasjóði viðkomandi stéttarfélags
sem er mismunandi eftir því hvaða
stéttarfélagi hann er í. Samhliða
þessum greiðslum eru dagpeningar
frá sjúkrasamlagi. Síðan er það
Tryggingastofun ríkisins sem tekur
KjaUarinn
Jóhann Páll
Símonarson
sjómaður
endanlega við. Þá, eins og allir vita
þegar á að fara að meta örorkuna,
lítur helst út fyrir að viðkomnadi
tryggingalæknir sé eiginlega að taka
þetta úr sínum vasa. Allan mannlega
þáttinn vantar í. Það sem ég á við
er að þetta fólk, sem á við varanlega
örorku að stríða og varla getur geng-
ið eitt síns liðs, verður að þola
r iii'- ifi viiiiio í f;uj i'i liiiii tmnjíi'CKi
einhverja geðþóttaákvörðun ein-
hvers tryggingalæknis sem metur
örorkuna og enginn getur hróflað
við nema hann. Það fer eftir því í
hvemig skapi hann er hverju sinni.
En eitt vil ég taka fram, örorkumat
fer eftir efnahag sem mér finnst fár-
ánlegt og þekkist hvergi nema í
bananalýðveldum.
Smánarbætur
Mér finnst það taka langan tíma
að fá niðurstöður varðandi örorku-
mat. Tökum dæmi. Slasist sjómaður
til sjós og hljóti þar af leiðandi var-
anlega örorku þarf þessi blessaði
sjómaður að bíða eftir niðurstöðum
frá einu ári til fimm ára og lifa á
dagpeningum frá Tryggingastofnun
ríkisins sem eru 390,21 kr. á dag og
83,69 kr. fyrir hvert bam undir 18
ára. Dagpeningar greiðast að jafnaði
ekki lengur en 52 vikur, þó getur
tryggingaráð framlengt þetta ef með-
höndlun er ekki lokið. Öll þjóðin
hlýtur að skilja það að þetta eru
smánarbætur.
Ef málið fer fyrir dómstóla tekur
það minnst 5 ár, síðan að meta örork-
una. Þegar loksins bætumar koma,
sem eru varla upp í nös á ketti, verða
------------.liri'l t nuj gurr rr.1' • ■
BÆTUR
„Fróðlegt væri að fá að vita hvað
tryggingafélög gætu boðið háa
tryggingu á sanngjörnu verði til
hagsbóta fyrir þjóðina."
þær að engu vegna þess hvað kerfið
er lengi að virka. Megnið af þjóðinni
skilur ekki hvað um er að ræða í
þessum málum vegna þess að fólkið
hefur ekki tima fyrir sjálft sig né
aðra fyrr en það lendir í svona hörm-
ungum sjálft. Þá vakna menn upp
við vondan draum.
Tryggja meiri lífeyri
Ekki ætla ég að ásaka þjóðina sem
heild heldur vekja máls á þessu sem
mér finnst tími til kominn, því þetta
mál þarfhast meðferðar. Þetta fólk
verður að lifa eins og aðrir þjóð-
félagsþegnar en ekki með stöðugar
áhyggjur út af blessuðum krónun-
um. Mér finnst fáránlegt að örorku-
bætur séu inni í lífeyrissjóði sem á
að vera eftirlaunasjóður því ríkið
hefur séð sér leik á borði og komið
þessu á. Mín persónulega skoðun er
sú að gera þurfi stórt átak í þessum
málum og koma örorkubótum út úr
lífeyrissjóðunum til að tryggja þeim
hærri lífeyri sem eru að fara á eftirla-
un (heiðurslaun). Ennfremur þurfi
að kanna leiðir til stórhækkunar á
örorkubótum t.d. innanlands eða
erlendis frá því við eigum að styðja
við bakið á innlendum tryggingafé-
lögum sé það hagkvæmara. Fróðlegt
væri að fá að vita hvað tryggingafé-
lög gætu boðið háa tryggingu á
sanngjömu verði til hagsbóta fyrir
þjóðina.
Gaman væri að fá meiri umræðu
um þessi málefni því það virðist eng-
inn fjölmiðill þora að taka á öryggis-
málum sjómanna. Einnig væri ágætt
ef fólk hefur einhverjar hugmyndir
um þess málefrii að það sendi bréf
til skrifstou Borgaraflokksins að
Hverfisgötu 82, Reykjavík, þvi Borg-
araflokkurinn, þingmenn og starfs-
menn hans vinna að málefnum fyrir
alla landsmenn. Ennfremur vil ég
minna félaga Borgaraflokksins á
landsfundinn sem verður haldinn
dagana 24., 25. og 26. september nk.
á Hótel Sögu. Eg skora á félaga
Borgaraflokksins að fjölmenna á
fyrsta landsfund okkar og sýna að í
okkur býr mikil atorka.
Jóhann Páll Simonarson
„En eitt vil ég taka fram að örorkumat
fer eftir efnahag sem mér finnst fáránlegt
og þekkist hvergi nema í bananalýðveld-
um.