Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 30
- 42 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. Bakkaborg v/Blöndubakka Fóstrur og fólk með aðra uppeldismenntun eða reynslu í uppeldisstörfum óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 71240. RlOLBRAUTASKáUNN BREIÐHOLTI FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM Í BREIÐHOLTI Model vantar að myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 75600. Á FÖSTUDÖGUM OG LAUGARDÖGUM Sýnikennsla á Pfaff saumavélar er í nýju versluninni okkar í KRINGLUNNI alla föstudaga frá kl. 14.00-18. og laugardaga frá kl. 14.00-16.00. Aukin þjónusta fyrir þá sem sauma. Skoðið HORN saumavélaborðin sem henta fyrir allar helstu gerðir saumavéla. Rock & Hyde - Under The Volcano Marianne Faitliful - Strange Weather Oft furðar maður sig á þvi hvað það er sem gerir suma tónlistarmenn að stjömum og aðra ekki. Sumir virðast hafa lítið sem ekkert fyrir því að slá í gegn á meðan aðrir eru meira og minna allt sitt líf að streða við að öðlast viðurkenningu. Allt verður þetta enn óskiljanlegra þegar í ljós kemur að sumir þeirra óþekktu virðast hafa fullt eins mikla hæfileika og þeir þekktu en ná ein- hverra hluta vegna ekki tilskilinni lýðhylli til að geta hreiðrað um sig í sviðsljósinu. Lýðhyllin er fólgin í því að eiga vin- sæl lög og í mörgum tilfellum hefur einn góður smellur gert áður óþekkta aðila að stjömum á svipstundu. Og þar liggur hundurinn grafinn hjá þessum köppum sem hér em til um- fjöllunar, Kanadamönnunum Bob Rock og Paul Hyde. Þeir sýna það á þessari plötu að þeir eiga fullt erindi í sviðsljósið, þetta em létt og aðgengi- leg lög sem þeir semja en smellinn vantar til að þeir nái eyrum fjöldans. Eitt laganna á þessari plötu komst þó inná topp 100 í Bandaríkjunum, lagið Dirty Water; gott lag sem mér finnst að hefði vel getað náð lengra en það gerði. Því er svo hins vegar ekki að neita að þeir Rock og Hyde fara mjög svo troðnar slóðir í tónlist sinni, þetta er amerískt iðnaðarpopp með evrópskum áhrifum, fullþunglamalegt á stundum fyrir minn smekk en engu að síður mjög áheyrilegt. Og þess vegna gætu þeir Rock og Hyde verið búnir að slá í gegn eftir nokkra mánuði, það er held ég bara spuming um smell og þeir hafa hæfi- leikana til þess, á því er enginn vafi. -SþS- Bara spuming um gos Leitað til fortíðar PFAFF KRINGLUNNI OG BORGARTÚNI 20. Vikan er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað Vikan nær til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmark- aðra starfs- eða áhugahópa. Vikan hefur komið út í hverri viku í 49 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvaö varðar efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. Vikan selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýsing í VIKUNNI skilar sér. Vikan er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óviðkom- andi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. Vikan veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nær til allra lesenda VIK- UNNAR. Vikan hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNN- AR eiga við hana eina og þær fást hjá AUGLÝSINGADEILD VIKUNNAR í síma 27022 Sjálfsagt kemur mörgum á óvart að Marianne Faithful á ekkert frumsam- ið lag á nýjustu plötu sinni, Strange Weather. Heldur er hér um að ræða lög með ólíkan uppruna, uppruna sem nær alla leið til byrjun fjórða áratug- arins. Marianne Faithful, sem er á fertug- asta aldursári, á að baki stormasama fortíð. Hún varð fræg á einni nóttu, sautján ára, þegar hún söng As Tears Go Bye inn á plötu. Lagið var eftir Mick Jagger og Keith Richard. í kjöl- farið fylgdi lifnaður með Rolling Stones er fór illa með óþroskaða stúlk- una. Eiturlyf urðu hennar böl og á þessum árum reyndi hún oftar en einu sinni sjálfsmorð. Það er ekki fyrr en 1976 sem hún nær sér upp úr böli eiturlyfjanna og hefúr þá sjálfstæðan söngferil sem hefúr borið góðan árangur. Persónleg- ir textar og góð lög ásamt sérstakri rödd hennar hafa gert hana að goð- sögn í lifanda lífi. A Strange Weather minnir Mar- ianna Faithfúl mann á aðra goðsögn, nefhilega Marlene Dietrich, takmark- að undirspil, gömul lög og rödd hennar eiga mikinn þátt í því. Rödd Marianne Faithful, sem er rödd þroskaðrar og lífereyndrar konu, kemur nákvæmlega því til skila sem tregablandnir textar fjalla um. Fyrri hlið plötunnar byrjar á þremur lögum fi-á fjórða áratugnum þar sem þekktast er hið gullfallega Yesterdays eftir Jerome Kem. Lög þessi öðlast nýja fyllingu í meðforum Faithfúl. Sjálfsagt verða ekki allir jafiihrifnir, enda er hennar eigin persónulegi stíl allsráðandi í flutningnum. Sign of Judgement er fallegt samspil Faitful og Bill Frisell gítarleikara og fyrri hliðin endar á titillaginu Strange Weather sem er nýtt lag eftir Tom Waits, virkilega gott lag og óhjá- kvæmilega kemur upp samlíking með þessum ágætu listamönnum. Seinni hliðin byrjar á gömlum blús, Love, Life And Money, þar sem Fait- ful syngur með undirleik Mac Reben- back á píanó, samsetning sem gerir lagið að einu af besta lagi á plötunni. Aðeins tvö ný lög eru á plötunni, áð- umefnt Strange Weather og Hello Stranger sem einnmitt er samið af Rebenbach. I’ll Keep It With Mine er eftir Bob Dylan og er vel við hæfi að hann eigi eitt lag á Strange Weather. Og til að kóróna endurminningamar endurtekur Faithful sitt frægasta lag, As Tears Go Bye, og er gaman að bera saman hversu rödd hennar hefur breyst á tuttugu og þremur árum. Nokkur lög hafa hér eingöngu verið talin upp en öll eiga eldri lögin á Strange Weather sér ólíka fortíð. Sam- an mynda þau eins heild í meðförum Mariane Faithful sem heillandi er að hlusta á. -HK SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild EUROCAOD sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.