Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. Frjálst,óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Vaðið fyrir neðan sig í lítilli og yfirlætislausri frétt í síðustu viku var þess getið að Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefði fengið áframhaldandi leyfi frá störfum sem forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Hér á árum áður kipptu menn sér ekki upp við slík tíðindi, enda var þá minna svigrúm í þjóð- félaginu og venja að hver sæti sem fastast í feitum embættum fram á grafarbakkann. Þess eru dæmi að ráðherrar geymdu sér bankastjórastöður, prófessors- embætti og forstjórastöður um lengri tíma meðan þeir sátu á ráðherrastól. Á síðari árum hefur þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg að ráða eigi menn til opinberra starfa til skamms tíma í senn og það er beinlínis tekið fram í stjórnarsátt- mála núverandi stjórnar að stefnt skuli að slíku fyrir- komulagi og æviráðning afnumin. Hugsunin á bak við þessa stefnuyfirlýsingu er væntanlega sú að menn sitji ekki of lengi til að forðast stöðnun. Ákvörðun Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra að geyma sér forstjórastöðuna í Þjóðhagsstofnun gengur þvert á þessa stefnu. En hún er einnig gagnrýnisverð um fleira. Þjóð- hagsstofnun er og á að vera hafin yfir pólitík. Hlutverk hennar er að vera hlutlaus aðili í stjórnkerfinu, sem leggur mat á peninga- og efnahagsþróun, án tillits til ríkisstjórna. Upplýsingum hennar á að vera treystandi jafnt fyrir stjórn sem stjórnarandstöðu, hagsmunasam- tök og allan almenning. Stjórnmálaskoðanir eru Þjóðhagsstofnun óviðkomandi sem og forstjóra hennar hverju sinni. Þetta er lykilatriði, enda væri lítið gagn að henni ella. Að mörgu leyti hefur vel tekist til með þessa stofn- un. Jón Sigurðsson hefur veitt henni forstöðu og gert það vel, enda er enginn vafi á því að Jón hefur áunnið sér traust og virðingu sem kom honum og flokki hans vel þegar hann ákvað að leggja embættismennskuna til hliðar og snúa sér að stjórnmálaafskiptum. Um það er allt gott að segja. Nú er Jón Sigurðsson orðinn þingmaður fyrir Al- þýðuflokkinn og ráðherra að auki og hann verður auðvitað að taka afleiðingunum af þeirri ákvörðun sinni. Hann er ekki lengur hlutlaus embættismaður og verður það ekki aftur. Bæði af siðferðilegum og pólitísk- um ástæðum verður ekki séð að hann eigi afturkvæmt í Þjóðhagsstofnun, jafnvel þótt hann láti af þing- mennsku í áranna rás. Að minnsta kosti ekki ef Þjóðhagsstofnun á að standa undir nafni og vera óum- deild, hlutlaus og traustvekjandi stofnun. Maður, sem hefur haft afskipti af stjórnmálum alla leið upp í ráð- herrastól, á ekki erindi í forstjórastöðu hennar. Núverandi ríkisstjórn hefur umboð til að sitja að völdum í fjögur ár. Jón Sigurðsson hefur alla burði til að sitja á þingi mun lengur ef hann sjálfur kýs. Það ber ekki vott um bjartsýni eða framavonir á vettvangi stjórnmálanna ef Jón þorir ekki að sleppa forstjórastöð- unni og ætlar að geyma sér hana um ótiltekinn tíma ef ske kynni að honum fataðist flugið í atkvæðaveiðun- um. Það er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig en er ótækt og óviðeigandi þegar Þjóðhagstofnun á í hlut annars vegar og stjórnmálamaður hins vegar, sem er búinn að segja skilið við hlutleysið. Jón Sigurðsson á að skilja sinn vitjunartíma. Hann á að segja upp starfi sem hann gegnir ekki lengur og getur ekki gegnt framar. Ekki einu sinni þótt hann hafi vantrú á að hann nái kjöri aftur. Ellert B. Schram „Þá er rétt að benda á að sjálfsagt er að bæta kjör launafólks áður en erlent verkfólk er flutt inn svo nokkru nemur.“ Kjaramál Nú, þegar líða fer á samningatíma milli ASI-félaga og atvinnurekenda, verða launamál meira í brennidepli. Nú er nýlokið stormasömum fundi formannaráðstefnu VMSÍ. Það hlýt- ur að vera öllum verkalýðssinnum hryggðarefni hvemig honum lauk. Sundrungin eða öllu heldur sam- takaleysið á launþegahreyfingunni hefur sannarlega skaðað launafólk nóg þó það bætist ekki ofan á að stærsta og að mörgu leyti sterkasta sambandið sé klofið í herðar niður. Tortryggni gagnvart fiskvinnslufólki Ég hef lengi álitið að það væri nauðsynlegt að fiskvinnslufólk semdi sér og semdi sjálft. Ég get ekki séð að það geti ekki verið sem deild í VMSÍ. Það geta þó verið annmarkar á því sem ég þekki ekki. I hverjum samningum á eftir öðrum er á það bent að ekki megi semja hærra því þá heimti fiskvinnslufólk- ið bónusinn í ofanálag. Þannig myndast togstreita milli þess og ann- ars erfiðisvinnufólks. Það einkenni- lega er að tortiyggnin virðist meiri gagnvart fiskvinnslufólki en t.d. iðn- verkafólki. Ef þetta fólk getur náð sér upp þá á það að vera hinum að meinalausu. En ég verð að segja eins og er að ég skil ekki það að setja lágmarkslaunin í einar 32 þúsundir í þessari dýrtíð. Þama er verið að tala um íúllvinnandi fólk. Það þýðir ekki íyrir mig að vitna í kaupmáttar- aukningu eftir útreikningum kjara- rannsóknameíhdar. Þær tölur eru vægast sagt blekking og í raun og vem hrein fölsun meðan jafiistórir hópar em ekki með í þeirra könnun- um og verið hafa. Ég held það sé mál til komið að ASÍ hætti að styðja kjararannsóknanefhd á meðan hún er svo gott sem afgreiðslustofnun fyrir VSI. Og nú hamast atvinnurek- endur við að tilkynna að þeir ættu ekki að viðurkenna rauðu strikin og vitna þá óspart til kjararann- sókna. Það fólk sem vinnur á lægstu töxtunum hefur ekkert af auknum kaupmætti að segja. Það rétt skrimt- ir. Þessi lágu laun em blettur á siðmenntuðu þjóðfélagi. En nóg um þetta í bili. Kaldar kveðjur Þrátt fyrir nýútkomna skýrslu Iðn- tæknistofhunar um að framleiðni hafi hvergi, svo vitað sé, hlotið með- mæli þeirra sem best þekkja vinnu- Kjallarirm Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn markaðinn og er í vitund almenn- ings leikur að tölum er nauðsynlegt að hún sé meira rædd af þeim sem málið þekkja. í fyrsta lagi er hér gróflega sneitt af erfiðisvinnufólki, einkum fisk- vinnslufólki og sveitafólki, og það talið sýna léleg vinnubrögð. Þetta em óneitanlega kaldar kveðjur nú þegar víða vantar fólk til erfiðis- vinnu og er undrunarefhi að ríkis- stjóm íslands skuli snara út nokkrum milljónum -í -einhvers kon- ar verðlaun fyrir skýrslugerðina. I öðm lagi em það ekki ný vísindi heldur gömul sannindi að of langur vinnudagur langtímum saman dreg- ur úr vinnuafköstum fólks en þess virðist lítið getið. Nær virðist að leita sannleikans á Islandi en reika um Japan og fomar endur Mesópót- amíu, óskild þjóðfélög með ólíka lifnaðarhætti. í þriðja lagi er áður vitað að aukin atvinnuþátttaka kvenna á mestan þátt í aukinni framleiðni þrátt fyrir að konur verði einnig að sinna heim- ilisstörfum og margar auk þess vinna á fleiri en einum vinnustað vegna lélegra launa. Það út af fyrir sig ætti að vera umhugsunarefhi fyrir ríkisstjóm sem hampar fjölskyldu og jafnréttismálum. Þá er rétt að benda á að sjálfsagt er að bæta kjör launafólks áður en erlent verkafólk er flutt inn svo nokkm nemur. Því verður ekki trú- að að hægara sé að leysa húsnæðis- vanda þeirra en Islendinga. Leiguhúsnæði fyrir verkafólk Þá skal einnig haft í huga að nú er mjög knúið á um að lífeyrissjóð- imir, sem eru- eign launamanna, leggi meira til húsnæðismála og það þó húsnæðiskerfið sé þegar hmnið að mati sumra aðstandenda ríkis- stjómarinnar. Athugandi væri hvort lífeyrissjóðimir gætu ekki í sam- vinnu við atvinnuvegina byggt leiguhúsnæði fyrir verkafólk og þar með tryggt þeim atvinnuvegum, sem líf þjóðarinnar byggist á, vinnuafl í framtíðinni. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir „Ég held það sé mál til komið að ASÍ hætti að styðja kjararannsóknanefnd á meðan hún er svo gott sem afgreiðslu- stofnun fyrir VSÍ.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.