Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987. „Ég ðtll það til að borða ynr mig Ef þér hættir til þess að borða yfir þig er mikil stoð í því að vita líkam- legu ástæðurnar sem liggja að baki ofáts. Ástæðumar íyrir því eru aðallega tvær. Ef viðkomandi gerir sér grein fyrir þeim getur verið auðveldara að komast hjá því. Ein af ástæðunum er sú að líkami okkar fær hreinlega ekki nóg af næringarefnum. Næringareínin koma í gegnum smáþarmana. Ef leiðir næringarefnanna eru stíflaðar nær líkaminn ekki að notfæra sér næringuna og skiptir þá ekki máli hvað mikið við borðum, líkamann vantar næringu. Þessi líffæri stíflast auðveldlega af alls konar úrgangsefhum úr fæð- unni sem við meltum annaðhvort seint eða alls ekki. Þegar þetta gerist sendir líkaminn út boð til heilans um að hann hafi ekki fengið neina næringu og þurfi á henni að halda. Þótt við séum nýbúin að borða finnum við tii svengdar og verðum að borða meira. Önnur ástæða fyrir ofáti er neysla alls konar skranfæðu sem við látum ofan í okkur. Er þá átt við alls kon- ar mikið unnin matvæli. Þau inni- halda oftast lítið eða ekkert af lífsnauðsynlegum næringarefnum og þess vegna hungrar líkama okkar eftir mat. Hann er hreinlegur svelt- ur. Það er ekki til nein betri aðferð til þess að svelta sig næringarefha- lega séð en að fylla sig af alls konar skranfæði. Líkaminn hrópar á rneiri fæðu, jafiivel þótt viðkomandi borði gríðarlega stóra matarskammta. Offita vegna sveltis Ástæðan fyrir því að meira en 60% bandarísku þjóðarinnar eiga við of- fituvandamál að stríða er að fólk er smám saman að svelta sig í hel á skranfæði. Á þessu má ráða bót með því að neyta vatnsríkra fæðutegunda. Það hreinsar úrgangsefnin úr þörmunum þannig að líkaminn getur unnið næringarefnin úr fæðunni. Ef ein- göngu er neytt hollrar og ferskrar Ef löngunin í „eitthvad" kemur yfir þig skaítu halda þig við ávexti. Þeir eiga að fullnægja sykurþörf likamans. fæðu fær líkaminn þá næringu sem hann þarfnast úr þeim mat sem borð- aður er og kallar ekki eftir meiri fæðu. Getur tekið nokkra daga Ef þú hins vegar finnur samt fyrir þörfinni til þess að borða yfir þig skaltu ekki örvænta. Það getur tek- ið nokkra daga á góðu og hollu fæði að hreinsa úrgangsefhin úr líkaman- um. Borðaðu mikið af ferskum ávöxt- um og hráu grænmeti þegar löngun- in í mat kemur yfir þig. Hrátt grænmeti er mjög hjálplegt í þessu tilliti. Ef þú heldur þig við hollustu- fæði ertu búinn að fjarlægja líkam- legu ástæðuna fyrir ofáti. Þá geturðu vonandi sagt með góðri samvisku: „Ég átti það til eins og svo margir aðrir. Ég átti það til að borða yfir mig!“ -A.BJ. Neytendur Alla daga vikunnartil Evrópu Arnarflug hefur nú náð þeim langþráða áfanga að flogið er alla daga vikunnar til Evrópu. ■ Við fljúgum fimm sinnum í viku til Amsterdam og Ivisvar í viku til Hamborgar. ■ Brottfarir eru þannig settar upp að við lendum á Schiphol flugvelli í Amsterdam á hádegi. ■ Þá er einmitt besti tíminn til að ná tengiflugi áfram, til allra heimshorna. ■ Hjá Arnarflugi fœrðu farmiða hvert sem er í heiminum. Best að búa til hráa kræki- berjasaft eftir Berjaspretta hefur ekki í manna minnum verið eins mikil og í ár. Fólk notfærir sér þetta óspart og má sjá fólk upp um allar heiðar og brekkur við beijatínslu. Fara sögur af fólki sem hefur tínt marga tugi lítra af þessu nýmeti. Það verður líklega minna um pestir og heilsuleysi í vetur þegar hægt verð- ur að gæða sér á næringarefnaríkum berjaafurðunum. Sjá töflu hér á síð- unni. Eins og við höfum bent á undanfam- ar vikur er hægt að geyma berin bæði með því að sulta þau og frysta. Einnig er hægt að búa til hrásaft en þannig saft geymist ekki nema í um það bil 3 mánuði. í einni matreiðslubók, sem við höfum undir höndum, segir að bætiefnin í berjunum varðveitist ekki jafhvel ef saftin er hrá. í hrárri saftinni halda efnakljúfar áfram að starfa en með því að sjóða saftina eru efnakljúfar þessir gerðir óvirkir og bætiefhin varðveitast. hendinni En það má frysta krækiber eins og þau koma beint af lynginu, án þess að bæta sykri út í þau. Þá er hægt að laga hrásaftina eftir hendinni allan veturinn og nýta þannig öll bætiefhin upp til agna. Úr krækiberjum má búa til gómsætar og vítamínrikar saftir sem hægt er að drekka sér til heilsubótar á morgnana til jafns við innflutta ávaxtasafa. Þeir sem ekki eiga berjapressu geta hæglega pressað berin í blandara (blender) en gætið þess að hafa ekki of mikið í einu í blandaranum til þess að saftin skvettist ekki út um allt. Ef berin eru marin í hakkavél eða blandara er nauðsynlegt að sigta þau í grisju en í berjapressu skilst saflin frá. Bömin eru sólgin í krækiberin en þeir fullorðnu hafa yfirleitt meiri áhuga á bláberjum. Albest þykja aðalbláberin en þau eru yfirleitt minni og dekkri á lit en venjuleg bláber. Orkugildi Orkuefni Steinefni V11 a m l n Hvlia Fita Kolv. Kalk Fosfór Jírn A D Bt b2 C kJ ll.u. . g ð e (Ca) (P) <r«) aa ae mg mg ð 9 mg Sólber. . . . 143 34 1,2 0,1 7,0 0,06 0,05 1,3 100? 10 175 Ribsber . . . 109 26 1,2 0,1 5,0 0,03 0,03 0,8 10 0,03 30 Bláber. . . • 176 42 0,8 0,1 9,5 0,02 0,02 1.0? 0,04 35 Aðalbláber .' . 176 42 0,8 0,1 9,5 0,01 0,02 1,0 ? 8 0,04 10? Krækiber. . . 113 27 0,6 5,9 0,01 0,01 ? 8 10? Þama má sjá næringjargildi hinna ýmsu berjategunda. Takið eftir að sólber eru langsamlega c-vítaminrikust allra berjanna sem þarna eru talin upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.